„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

Bíómyndin Tryggð fjallar um sambúð þriggja kvenna og menningarárekstra þeirra á milli. Enid Mbabazi leikur Abebu. Líkt og hún var Enid einstæð móðir sem flaug til móts við óvissuna á Íslandi, í þeirri von að öðlast betra líf.

holmfridur@stundin.is

Það var í nóvember árið 2007 sem ekkjan og einstæða móðirin Enid Mbabazi frá Úganda steig út úr flugvél í Keflavík, eftir langt ferðalag frá einni heimsálfu til annarrar. Hún hafði örsjaldan stigið upp í flugvél og aldrei áður komið til Evrópu. Nú var hún komin alla leið norður til Íslands. Þar sem hún flaug inn til lendingar síðdegis og horfði hugfangin út kom henni í opna skjöldu hversu dimmt var yfir. Þó var myrkrið ekki þyngra en svo að hún sæi ekki snjóinn, sem fékk hana til að taka andköf af hrifningu. Hún hafði bara séð snjó í bíómyndum. Enid hafði skilið tveggja ára dóttur sína, Patience, eftir í umsjá ömmu sinnar í Úganda. Hún vonaði að þær mæðgurnar yrðu ekki aðskildar lengi en hér ætlaði hún að búa hjá mágkonu sinni, freista þess að finna vinnu og safna peningum til að geta fengið dóttur sína til sín og veitt henni betra líf. Hún hafði engu að tapa.

Heima í Úganda átti hún ekkert, maðurinn hennar hafði nýlega látist í bílslysi og þar var enga vinnu að hafa fyrir konu í hennar stöðu, einstæða og allslausa móður. Hún vissi ekki hvað biði hennar á Íslandi en trúði því að lífið gæti orðið betra. Það átti eftir að ganga eftir, þrátt fyrir að hún ætti vissulega eftir að lifa nokkur erfið ár meðan hún byggði upp líf sitt frá grunni. Enid grunaði aldrei að fjarlægur draumur hennar yrði að veruleika, að tæpum áratug seinna ætti hún eftir að birtast í aðalhlutverki á stóra tjaldinu og hún ætti eftir að fullyrða, án þess að ýkja nokkurn skapaðan hlut: „Ég er hamingjusamasta kona í heimi!“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Við mælum með

Daglegt líf dauðadæmds manns

Daglegt líf dauðadæmds manns

·
Leitin að ástinni trompar allt annað

Leitin að ástinni trompar allt annað

·
„Það tók mig bara tvo mánuði að lenda á götunni“

„Það tók mig bara tvo mánuði að lenda á götunni“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·

Nýtt á Stundinni

Stúlkan á bláa hjólinu eftir Régine Deforges

Stúlkan á bláa hjólinu eftir Régine Deforges

·
Að vera sáttur í eigin skinni

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Að vera sáttur í eigin skinni

·
Miðar tímatalið við fyrir og eftir Ítalíu

Miðar tímatalið við fyrir og eftir Ítalíu

·
Kapítalismi-sjálfsást Sjálfsást-kapítalismi

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kapítalismi-sjálfsást Sjálfsást-kapítalismi

·
Fer í mál við Facebook

Fer í mál við Facebook

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
Óðurinn til gleðinnar

Freyr Rögnvaldsson

Óðurinn til gleðinnar

·
Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

Illugi Jökulsson

Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

·
Sauðkindin er hluti feðraveldisins

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sauðkindin er hluti feðraveldisins

·
Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

·
Lét laga verksmiðjugallann

Lét laga verksmiðjugallann

·
Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

·