Mest lesið

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
2

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
3

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
4

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
5

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
6

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Stundin #98
Ágúst 2019
#98 - Ágúst 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 23. ágúst.

Illugi Jökulsson

Vinstra megin við Garðabæ

Meðan þingmenn klára sitt ítarlega jólafrí (ónei, afsakið, þeir eru auðvitað allir að sinna kjördæminu og lesa voða mikið af skýrslum) þá veltir Illugi Jökulsson fyrir sér frammistöðu stjórnarandstöðunnar og virðist ekki par hrifinn.

Illugi Jökulsson

Meðan þingmenn klára sitt ítarlega jólafrí (ónei, afsakið, þeir eru auðvitað allir að sinna kjördæminu og lesa voða mikið af skýrslum) þá veltir Illugi Jökulsson fyrir sér frammistöðu stjórnarandstöðunnar og virðist ekki par hrifinn.

Vinstra megin við Garðabæ

Ein er sú gæfa ótrúlega margra hægristjórna í þessu landi að þurfa ekki að eiga við nema hugmyndafræðilega veika og sundraða stjórnarandstöðu, ekki síst af hálfu vinstrimanna. Því miður virðist mér að hægristjórn Katrínar Jakobsdóttur ætli að verða ein af þeim. Þrátt fyrir vaxandi ólgu og undiröldu í samfélaginu sjálfu, þá er sjálfsöryggi hægrimanna á þingi algjört. Þeir virðast vita að þaðan kemur engin ógn, hvorki taktísk né hugmyndafræðileg. Það kom nú seinast skýrt í ljós þegar Bjarni Benediktsson – stjórnmálamaður uppvís að hreinum lygum hvað eftir annað, auk margvíslegra vafninga og flakki um jafnt Seychelles-eyjar sem Macau – mætti í Kryddsíld Stöðvar 2 svo glaðbeittur og öruggur með sig að  hann leyfði sér að lýsa því fullur fyrirlitningar hve „leiður“ hann væri orðinn á umræðum um siðferðisbresti þingmanna á Klaustri, og snerist alvarlegasti þáttur þeirra umræðna þó um hann sjálfan og verslun með sendiherraembætti. 

Enginn flengdi Bjarna

Og enginn flokksleiðtogi var þess umkominn að taka Bjarna á kné sér og flengja í óeiginlegri merkingu fyrir þennan hroka, sem sífellt vex í fari hans. Annað dæmi um hrokann er af hve miklu öryggi Bjarni blæs út af borðinu þá stjórnarskrá sem sægreifarnir húsbændur hans hafa falið honum að megi aldrei í lög leiða.

Enda hvaðan ætti Bjarna að koma ógn? Hann hefur minnkað fylgi Sjálfstæðisflokksins um nærri þriðjung, sem er að vissu leyti skiljanlegt því af hverju ætti þriðjungur þjóðarinnar að kjósa þessi hagsmunasamtök ríka fólksins? En að öðru er það hins vegar óskiljanlegt, því af hverju vill rúmur fimmtugur þjóðarinnar kjósa þessi hagsmunasamtök ríka fólksins? En þrátt fyrir minna fylgi flokksins undir stjórn Bjarna, hefur hann samt náð að tryggja áframhaldandi yfirráð flokksins yfir samfélaginu með því að taka VG úr umferð.

Hvenær springur Viðreisn út?

Og stjórnarandstaðan, sem virtist fara vel af stað í fyrra, virkar nú öll eins og helst til værukær og sinnir því frekar að dusta skólaeinkennisbúningana sína en veita einhverja hugmyndafræðilega forystu í landinu. Kannski á það ekki endilega að vera hlutverk stjórnarandstöðu á þingi, ég veit það ekki, en þingmenn mættu að minnsta kosti sýna öðru hvoru að þeir séu ekki sáttir við þann „stöðugleika“ hinna ríku sem hægristjórn Katrínar gerir ekki annað en festa í sessi.

Hvernig er komið fyrir þeim flokkum sem helst ættu að veita hægristjórninni aðhald?

Viðreisn skilgreinir sig sem hægriflokk svo ég hirði ekki um hann að ráði í þetta sinn, en af hverju gerir flokkurinn ekki grimmilegri innrásir í Valhöll, þótt margir flokksmenn gætu áreiðanlega samt sagt okkur ýmislegt um hvernig kaupin gerast þar á eyrinni? Flokkurinn ætti líka að geta sótt þangað mun fleiri heiðarlega Sjálfstæðismenn sem vilja ekki leggja lífsstefnu sína og barna sinna undir hagsmuni þröngrar klíku auðmanna. Ég bíð eftir að Viðreisn springi út.

Flísin í auga guðs!

En Píratar? Ég hætti nú brátt að skilja þann flokk sem ég kaus einu sinni svo vongóður. Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson – hvað er eiginlega orðið af þeim fjörmiklu hugsjónakálfum sem Birgitta tók með sér á þing 2013? Víst veit ég að þingmenn geta unnið gott starf þótt þeir séu ekki alltaf að þenja sig „um fundarstjórn forseta“ en fyrr má nú vera. Og Smári McCarthy, er hann á þingi? Lífsmark virðist vissulega með Halldóru Mogensen og Þórhildi Sunnu en annars er Björn Leví eini Píratinn sem virðist almennilega vita hvað hann er að gera á þingi. Hann er þó samt eins og einn af verkfræðingum Mótanna í frægri skáldsögu Larry Nivens og Jerry Pournelle, alltaf að reyna að laga eitthvað og betrumbæta en hefur ekki yfirsýn eða vald til að umbylta sjálfu kerfinu.

Gangnam Style?

Og Samfylkingin? Logi Einarsson verður alltaf álitinn hálfgerður kraftaverkakarl í íslenskri pólitík fyrir hvernig hann reif upp stemningu og eldmóð í flokknum eftir hina algjöru niðurlægingu í kosningunum 2016 og ég efast ekkert um góðan vilja hans eða þingmanna hans. Enda hefur fylgið aukist. En það er núna soldið eins og flokkurinn sé kominn upp að vegg, bæði í skoðanakönnunum um fylgi og líka í vinnubrögðum eða hugmyndasmíð. Flokkurinn er að sinna ágætum málum en virðist ekki ná að taka frumkvæðið í sjálfri samfélagsumræðunni, og væri þó sannarlega tækifæri til þess við þessar aðstæður þegar róttækni eykst meðal margra hópa allt frá launþegum til leigjenda til öryrkja, en Garðabæjaríhaldið malar eins og ánægður köttur eftir að hafa beitt VG fyrir vagn sinn.

Samfylkingin verður að taka sig á. Svo ég taki nú líkingu úr því hljómsveitarmáli sem Loga sjálfum er tamt að nota, þá þarf Samfylkingin að hætta að spila á sveitaböllunum fyrir austan fjall og panta í staðinn Eldborg í Hörpu. Hljómsveitarstrákar eiga líka að vita manna best að þótt menn slái í gegn er mikið starf og öðruvísi að viðhalda vinsældunum. Jafnvel Gangnam Style dugði Park Jae-sang skammt. 

Prúðir og snyrtilegir

Athugið að ég er ekki að fara fram á að Samfylkingin færi sig langt til vinstri, nú þegar Vinstri græn eru af einhverjum ástæðum orðin hægriflokkur. Ég er alls ekki að biðja um það. Enda þarf ekkert að fara mjög langt til að komast vinstra megin við Garðabæ. Ég ber fulla virðingu fyrir tilraunum til að halda uppi ábyrgri og æsingalausri stjórnarandstöðu en það ætti samt ekki að vera sérstakt markmið Samfylkingarþingmanna að sýna hvað þeir geti verið prúðir og snyrtilegir í stjórnarandstöðu.  

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
2

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
3

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
4

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
5

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
6

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra
7

Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra

·

Mest deilt

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
1

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
2

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
3

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
4

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
5

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
6

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·

Mest deilt

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
1

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
2

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
3

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
4

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
5

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
6

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
2

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
3

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

·
Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna
4

Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna

·
Samtök gegn orkupakkanum dreifðu rangfærslum um héraðsdómara
5

Samtök gegn orkupakkanum dreifðu rangfærslum um héraðsdómara

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
6

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
2

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
3

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

·
Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna
4

Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna

·
Samtök gegn orkupakkanum dreifðu rangfærslum um héraðsdómara
5

Samtök gegn orkupakkanum dreifðu rangfærslum um héraðsdómara

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
6

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·

Nýtt á Stundinni

Nokkrir áratugir aftur í tímann

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nokkrir áratugir aftur í tímann

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Nýir tímar á Norðurslóðum?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Nýir tímar á Norðurslóðum?

·
Heimskuleg hugmynd Hildar

AK-72

Heimskuleg hugmynd Hildar

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra

Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Ekki mótuð stefna vegna loftslagsflóttamanna

Ekki mótuð stefna vegna loftslagsflóttamanna

·