Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Maður fannst látinn á Litla Hrauni

Enn eitt sjálfs­víg­ið í ís­lensk­um fang­els­um.

Maður fannst látinn á Litla Hrauni

Komið var að íslenskum manni látnum í fangaklefa á Litla Hrauni í morgun. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en ekkert bendir til þess að um saknæman verknað hafi verið að ræða, heldur hafi hann framið sjálfsvíg, að því er kemur fram á mbl.is sem greindi fyrst frá málinu.

Þar er rætt við Pál Winkel fangelsismálastjóra sem segir: „Við erum sleg­in, okk­ar fyrsta verk­efni er að hlúa hvert að öðru, bæði starfs­fólki og vist­mönn­um.“

Haft hefur verið samband við aðstandendur hins látna og sett af stað viðbragðsáætlun sem felst fyrst og fremst í því að tryggja öryggi allra og hlúa vel að vistmönnum og starfsfólki.

Sjálfsvíg í fangelsum 

Tæpt er ár er liðið frá því að annar maður fyrirfór sér í íslensku fangelsi. Styrmir Haukdal Kristinsson svipti sig lífi á Kvíabryggju þann 13. febrúar 2018. Tæpu ári áður fannst Eiríkur Fannar Traustason meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri í mars 2017, en hann lést skömmu síðar. Eiríkur Fannar afplánaði dóm fyrir hrottalega nauðgun í Hrísey en eftir andlát hans vakti sambýliskona hans athygli á sjálfsvígum ungra karlmanna. „Kannski hélstu að þú værir að gera mér greiða með því að svipta þig lífinu. Það er óbærileg tilhugsun,“ skrifaði Halla Björg, sem lauk pistli sínum á þeim orðum að sjálfsvíg eru ekki tabú. 

Andlát þeirra vakti miklar umræður um geðheilbriðgismál fanga sem eru í lamasessi, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar þess efnis um árabil.

Í umfjöllun DV um mál þeirra kom fram að frá árinu 1994 hafði Styrmir hlotið ellefu dóma og fimm sinnum verið vistaður í fangelsi, þar sem hann hafði dvalið í rúm fimm ár innan veggja kerfisins án þess að fá þá aðstoð sem hann þurfti. Í viðtali frá árinu 2004 greindi hann frá því að hann hefði skorið móður sína á háls í geðveikisástandi. Hún hlaut ekki varanlegan skaða af en hann var úrskurðaður ósakhæfur vegna geðklofa. Í því viðtali kom fram að hann ætti sér draum um eðlilegt líf án áfengis, þar sem hann væri ekki í vernduðu  umhverfi heldur búinn að koma sér upp fjölskyldu. Í júlí 2017 var hann enn á ný í fangelsi þar sem hann lenti í alvarlegum átökum við samfanga sinn sem voru sögð hafa haft slæm áhrif á andlega líðan hans og heilsu. 

Í kjölfar þeirrar umræðu steig móðir Hilmars Más Gíslasonar fram í viðtali við DV, en sonur hennar framdi sjálfsvíg í fangelsi árið 2007 án þess að fá nokkurn tímann viðtal við sálfræðing eða geðlækni á meðan hann sat inni. Hafði Hilmar verið greindur með ofvirkni og athyglisbrest og átt erfitt uppdráttar í skóla, verið misþroska en kom að lokuðum dyrum í kerfinu þar sem lítið var um úrræði. Fyrsti dómurinn yfir Hilmari féll þegar hann var nítján ára gamall og fékk 45 daga skilorðsbundinn dóm fyrir nytjastuld. Tveimur árum síðar hafði hann fengið fimmtán dóma fyrir ýmiskonar brot, aðallega umferðarlagabrot og þjófnað. Í tvígang afplánaði hann dóma í fangelsi áður en honum var gert að fara inn á Litla Hraun árið 2007. Hann hafði þá fengið þriggja mánaða fangelsisdóm vegna ofsaaksturs en lést eftir sex vikna fangelsisvist. „Ég segi alltaf að hann hafi gefist upp. Ég heyrði í honum stuttu áður og fann að það var eitthvað að, hann var svo niðurdreginn. Venjulega var hann kátur og hress. En þetta grunaði engan,“ sagði móðir hans, Ragnheiður Hilmarsdóttir. 

Fangar fá ekki langtímavistun á geðsviði Landspítala

Umboðsmaður Alþingis hefur áréttað að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kunni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu, Evrópunefnd gegn pyndingum hefur beint áþekkum tilmælum til stjórnvalda hér á landi og Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að stjórnvöld móti heildarstefnu um málefni geðsjúkra fanga, þar sem þörfum þeirra hefur ekki verið mætt með viðeigandi hætti. 

Nánast útilokað hefur verið að fá langtímainnlögn fyrir geðsjúka fanga á geðsviði Landspítala, eins og fram í frumkvæðisathögun umboðsmanns Alþingis árið 2013, og eins í máli fangavarðar sem Stundin ræddi við í vettvangsgrein frá Hólmsheiði árið 2017. 

Þar sagði Magnús Páll sem hefur starfað sem fangavörður í áratugi að hugtakið geðsjúkir fangar ætti ekki að vera til, þar sem refsivist þjóni ekki tilgangi sínum ef fangi er veikur á geði. Lýsti hann atviki þar sem fangi í geðrofi réðst að fangaverði. „Það var engin aðstoð í boði,“ segir Magnús Páll. „Annaðhvort urðum við að flytja hann með lögreglu eða láta hann vera þar sem hann var. Engin úrræði voru upp á að hlaupa til að koma honum í réttar hendur. Í langflestum tilvikum var föngum hafnað á geðdeild á þeim forsendum að fangar ættu heima í fangelsi en ekki á geðsjúkrahúsi, jafnvel þó að þeir væru veikir.“

Lýstu úrræðaleysinu sem mætti þeim 

Í vettvangsgrein Stundarinnar frá fangelsinu á Hólmsheiði var rætt við fanga sem þar afplánuðu sinn dóm og lýstu úrræðaleysinu sem mætti þeim: „Á meðan ég hef setið inni hef ég ekki fengið eitt viðtal hjá sálfræðingi eða geðlækni,“ sagði ung kona sem hafði fengið sálfræðimat um áfallastreituröskun áður en hún hóf afplánun. „Hæst var hægt að skora 56 stig en ég var með 54, þannig að með réttu ætti ég að vera undir handleiðslu sálfræðings eða geðlæknis. Ég hef verið með báðar hendur útréttar að kalla eftir aðstoð en ekki fengið,“ sagði Berglind Fríða Steindórsdóttir.  

Í sömu grein var rætt við fangavörð sem hafði verið á vakt þegar fangi fannst látinn í klefa sínum í Kópavogi eftir sjálfsvíg. „Það er sennilega það erfiðasta sem ég hef staðið frammi fyrir og mikið áfall fyrir alla sem voru í húsinu, bæði fanga og fangaverði. Þetta gleymist ekki.“ Við tók langt og strangt sorgarferli, sem hafði mikil áhrif á alla í húsinu og starfsfólkið allt. Margir hættu í kjölfarið og fóru að vinna við annað.

Í umfjöllun Stundarinnar frá árinu 2017 kom fram að hjá Fangelsismálastofnun væru tvö stöðugildi fyrir sálfræðinga, og þar af sinnti annar þeirra öllum föngum í fangelsum. Mikið álag var á viðkomandi starfsmanni sem hafði á einu ári tekið 450 viðtöl við fanga. Að sama skapi var einn félagsráðgjafi að sinna öllum föngum.

 Enginn geðlæknir í fangelsum 

Litla-Hraun er eina fangelsi landsins þar sem sálfræðingur hefur fasta viðveru, en í dag eru alls þrjú stöðugildi fyrir sálfræðinga hjá Fangelsismálastofnun og sinna þeir öllum fangelsum á landinu, sem og skilorðseftirliti. Engin föst viðvera er á Kvíabryggju og á Akureyri, en sálfræðingur fer vikulega á Hólmsheiði og Sogn. Enginn geðlæknir hefur starfað í fangelsum landsins frá árinu 2013 þegar geðlæknir á Litla Hrauni sagði starfi sínu lausu vegna þess hversu illa var staðið að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga.

„Það er búið að gera ýmsar skýrslur, úttektir, greinargerðir og annað sem nauðsynlegt var að gera. Fyrir liggur að óháðir eftirlitsaðilar, innlendir sem erlendir, hafa ítrekað gert alvarlegar athugasemdir við heilbrigðisþjónustu og sérstaklega geðheilbrigðisþjónustu fanga,“ sagði Páll Winkel í samtali við Fréttablaðið í fyrra, þar sem fram kom að úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum hefði ekkert miðað áfram þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar eftirlitsaðila og sjálfsvíg fanga. „Í mínum huga er næsta skref einfalt. Það þarf að skilgreina heilbrigðisþjónustuna, það þarf að fjármagna hana og veita hana,“ sagði Páll.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
7
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
9
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
10
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
8
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár