Mest lesið

Til hvers að eiga börn?
1

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
2

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
3

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“
4

Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014
5

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·
Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis
6

Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis

·
Ungur kjáni á átakasvæði
7

Gunnar Hrafn Jónsson

Ungur kjáni á átakasvæði

·

Maður fannst látinn á Litla Hrauni

Enn eitt sjálfsvígið í íslenskum fangelsum.

Maður fannst látinn á Litla Hrauni
ritstjorn@stundin.is

Komið var að íslenskum manni látnum í fangaklefa á Litla Hrauni í morgun. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en ekkert bendir til þess að um saknæman verknað hafi verið að ræða, heldur hafi hann framið sjálfsvíg, að því er kemur fram á mbl.is sem greindi fyrst frá málinu.

Þar er rætt við Pál Winkel fangelsismálastjóra sem segir: „Við erum sleg­in, okk­ar fyrsta verk­efni er að hlúa hvert að öðru, bæði starfs­fólki og vist­mönn­um.“

Haft hefur verið samband við aðstandendur hins látna og sett af stað viðbragðsáætlun sem felst fyrst og fremst í því að tryggja öryggi allra og hlúa vel að vistmönnum og starfsfólki.

Sjálfsvíg í fangelsum 

Tæpt er ár er liðið frá því að annar maður fyrirfór sér í íslensku fangelsi. Styrmir Haukdal Kristinsson svipti sig lífi á Kvíabryggju þann 13. febrúar 2018. Tæpu ári áður fannst Eiríkur Fannar Traustason meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri í mars 2017, en hann lést skömmu síðar. Eiríkur Fannar afplánaði dóm fyrir hrottalega nauðgun í Hrísey en eftir andlát hans vakti sambýliskona hans athygli á sjálfsvígum ungra karlmanna. „Kannski hélstu að þú værir að gera mér greiða með því að svipta þig lífinu. Það er óbærileg tilhugsun,“ skrifaði Halla Björg, sem lauk pistli sínum á þeim orðum að sjálfsvíg eru ekki tabú. 

Andlát þeirra vakti miklar umræður um geðheilbriðgismál fanga sem eru í lamasessi, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar þess efnis um árabil.

Í umfjöllun DV um mál þeirra kom fram að frá árinu 1994 hafði Styrmir hlotið ellefu dóma og fimm sinnum verið vistaður í fangelsi, þar sem hann hafði dvalið í rúm fimm ár innan veggja kerfisins án þess að fá þá aðstoð sem hann þurfti. Í viðtali frá árinu 2004 greindi hann frá því að hann hefði skorið móður sína á háls í geðveikisástandi. Hún hlaut ekki varanlegan skaða af en hann var úrskurðaður ósakhæfur vegna geðklofa. Í því viðtali kom fram að hann ætti sér draum um eðlilegt líf án áfengis, þar sem hann væri ekki í vernduðu  umhverfi heldur búinn að koma sér upp fjölskyldu. Í júlí 2017 var hann enn á ný í fangelsi þar sem hann lenti í alvarlegum átökum við samfanga sinn sem voru sögð hafa haft slæm áhrif á andlega líðan hans og heilsu. 

Í kjölfar þeirrar umræðu steig móðir Hilmars Más Gíslasonar fram í viðtali við DV, en sonur hennar framdi sjálfsvíg í fangelsi árið 2007 án þess að fá nokkurn tímann viðtal við sálfræðing eða geðlækni á meðan hann sat inni. Hafði Hilmar verið greindur með ofvirkni og athyglisbrest og átt erfitt uppdráttar í skóla, verið misþroska en kom að lokuðum dyrum í kerfinu þar sem lítið var um úrræði. Fyrsti dómurinn yfir Hilmari féll þegar hann var nítján ára gamall og fékk 45 daga skilorðsbundinn dóm fyrir nytjastuld. Tveimur árum síðar hafði hann fengið fimmtán dóma fyrir ýmiskonar brot, aðallega umferðarlagabrot og þjófnað. Í tvígang afplánaði hann dóma í fangelsi áður en honum var gert að fara inn á Litla Hraun árið 2007. Hann hafði þá fengið þriggja mánaða fangelsisdóm vegna ofsaaksturs en lést eftir sex vikna fangelsisvist. „Ég segi alltaf að hann hafi gefist upp. Ég heyrði í honum stuttu áður og fann að það var eitthvað að, hann var svo niðurdreginn. Venjulega var hann kátur og hress. En þetta grunaði engan,“ sagði móðir hans, Ragnheiður Hilmarsdóttir. 

Fangar fá ekki langtímavistun á geðsviði Landspítala

Umboðsmaður Alþingis hefur áréttað að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kunni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu, Evrópunefnd gegn pyndingum hefur beint áþekkum tilmælum til stjórnvalda hér á landi og Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að stjórnvöld móti heildarstefnu um málefni geðsjúkra fanga, þar sem þörfum þeirra hefur ekki verið mætt með viðeigandi hætti. 

Nánast útilokað hefur verið að fá langtímainnlögn fyrir geðsjúka fanga á geðsviði Landspítala, eins og fram í frumkvæðisathögun umboðsmanns Alþingis árið 2013, og eins í máli fangavarðar sem Stundin ræddi við í vettvangsgrein frá Hólmsheiði árið 2017. 

Þar sagði Magnús Páll sem hefur starfað sem fangavörður í áratugi að hugtakið geðsjúkir fangar ætti ekki að vera til, þar sem refsivist þjóni ekki tilgangi sínum ef fangi er veikur á geði. Lýsti hann atviki þar sem fangi í geðrofi réðst að fangaverði. „Það var engin aðstoð í boði,“ segir Magnús Páll. „Annaðhvort urðum við að flytja hann með lögreglu eða láta hann vera þar sem hann var. Engin úrræði voru upp á að hlaupa til að koma honum í réttar hendur. Í langflestum tilvikum var föngum hafnað á geðdeild á þeim forsendum að fangar ættu heima í fangelsi en ekki á geðsjúkrahúsi, jafnvel þó að þeir væru veikir.“

Lýstu úrræðaleysinu sem mætti þeim 

Í vettvangsgrein Stundarinnar frá fangelsinu á Hólmsheiði var rætt við fanga sem þar afplánuðu sinn dóm og lýstu úrræðaleysinu sem mætti þeim: „Á meðan ég hef setið inni hef ég ekki fengið eitt viðtal hjá sálfræðingi eða geðlækni,“ sagði ung kona sem hafði fengið sálfræðimat um áfallastreituröskun áður en hún hóf afplánun. „Hæst var hægt að skora 56 stig en ég var með 54, þannig að með réttu ætti ég að vera undir handleiðslu sálfræðings eða geðlæknis. Ég hef verið með báðar hendur útréttar að kalla eftir aðstoð en ekki fengið,“ sagði Berglind Fríða Steindórsdóttir.  

Í sömu grein var rætt við fangavörð sem hafði verið á vakt þegar fangi fannst látinn í klefa sínum í Kópavogi eftir sjálfsvíg. „Það er sennilega það erfiðasta sem ég hef staðið frammi fyrir og mikið áfall fyrir alla sem voru í húsinu, bæði fanga og fangaverði. Þetta gleymist ekki.“ Við tók langt og strangt sorgarferli, sem hafði mikil áhrif á alla í húsinu og starfsfólkið allt. Margir hættu í kjölfarið og fóru að vinna við annað.

Í umfjöllun Stundarinnar frá árinu 2017 kom fram að hjá Fangelsismálastofnun væru tvö stöðugildi fyrir sálfræðinga, og þar af sinnti annar þeirra öllum föngum í fangelsum. Mikið álag var á viðkomandi starfsmanni sem hafði á einu ári tekið 450 viðtöl við fanga. Að sama skapi var einn félagsráðgjafi að sinna öllum föngum.

 Enginn geðlæknir í fangelsum 

Litla-Hraun er eina fangelsi landsins þar sem sálfræðingur hefur fasta viðveru, en í dag eru alls þrjú stöðugildi fyrir sálfræðinga hjá Fangelsismálastofnun og sinna þeir öllum fangelsum á landinu, sem og skilorðseftirliti. Engin föst viðvera er á Kvíabryggju og á Akureyri, en sálfræðingur fer vikulega á Hólmsheiði og Sogn. Enginn geðlæknir hefur starfað í fangelsum landsins frá árinu 2013 þegar geðlæknir á Litla Hrauni sagði starfi sínu lausu vegna þess hversu illa var staðið að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga.

„Það er búið að gera ýmsar skýrslur, úttektir, greinargerðir og annað sem nauðsynlegt var að gera. Fyrir liggur að óháðir eftirlitsaðilar, innlendir sem erlendir, hafa ítrekað gert alvarlegar athugasemdir við heilbrigðisþjónustu og sérstaklega geðheilbrigðisþjónustu fanga,“ sagði Páll Winkel í samtali við Fréttablaðið í fyrra, þar sem fram kom að úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum hefði ekkert miðað áfram þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar eftirlitsaðila og sjálfsvíg fanga. „Í mínum huga er næsta skref einfalt. Það þarf að skilgreina heilbrigðisþjónustuna, það þarf að fjármagna hana og veita hana,“ sagði Páll.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Til hvers að eiga börn?
1

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
2

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
3

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“
4

Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014
5

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·
Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis
6

Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis

·

Mest deilt

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
1

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Til hvers að eiga börn?
2

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“
3

Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“

·
Aðeins þingmenn Miðflokksins gegn ráðgjafarstofu innflytjenda
4

Aðeins þingmenn Miðflokksins gegn ráðgjafarstofu innflytjenda

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
5

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014
6

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·

Mest deilt

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
1

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Til hvers að eiga börn?
2

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“
3

Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“

·
Aðeins þingmenn Miðflokksins gegn ráðgjafarstofu innflytjenda
4

Aðeins þingmenn Miðflokksins gegn ráðgjafarstofu innflytjenda

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
5

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014
6

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·

Mest lesið í vikunni

Starfsfólki sárnar ummælin eftir að hafa sýnt Skúla hollustu
1

Starfsfólki sárnar ummælin eftir að hafa sýnt Skúla hollustu

·
Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu
2

Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu

·
Sakar nemendur um ofbeldi og falskar ásakanir
3

Sakar nemendur um ofbeldi og falskar ásakanir

·
Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi
4

Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi

·
Til hvers að eiga börn?
5

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
6

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·

Mest lesið í vikunni

Starfsfólki sárnar ummælin eftir að hafa sýnt Skúla hollustu
1

Starfsfólki sárnar ummælin eftir að hafa sýnt Skúla hollustu

·
Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu
2

Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu

·
Sakar nemendur um ofbeldi og falskar ásakanir
3

Sakar nemendur um ofbeldi og falskar ásakanir

·
Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi
4

Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi

·
Til hvers að eiga börn?
5

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
6

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·

Nýtt á Stundinni

Jürgen Habermas níræður

Stefán Snævarr

Jürgen Habermas níræður

·
Brauðtertur eru kitsch og kitsch er cool

Brauðtertur eru kitsch og kitsch er cool

·
Þungunarrof í alþjóðlegu samhengi

Þungunarrof í alþjóðlegu samhengi

·
Til hvers að eiga börn?

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Ungur kjáni á átakasvæði

Gunnar Hrafn Jónsson

Ungur kjáni á átakasvæði

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·
Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis

Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Fylgi ríkisstjórnarinnar fellur

Fylgi ríkisstjórnarinnar fellur

·
Húðflóran hefur áhrif á fæðuofnæmi

Húðflóran hefur áhrif á fæðuofnæmi

·
Ragna Árnadóttir nýr skrifstofustjóri Alþingis

Ragna Árnadóttir nýr skrifstofustjóri Alþingis

·