Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Systraást og samstaða

Föstu­dags­kvöld­ið 25. janú­ar ætla lista­kon­ur úr ýms­um átt­um að gera inn­rás í Mengi og fylla rým­ið af kvenna­orku og krafti, und­ir hand­leiðslu lista­kon­unn­ar Önnu Kolfinnu Kuran.

Í rúm tvö ár hefur Anna Kolfinna Kuran unnið að margþættu rannsóknarverkefni undir nafninu Konulandslag. Það hefur hún túlkað með hjálp ólíkra miðla, svo sem dansi, texta, vídeóverkum, ljósmyndum og gjörningum. Lífið í New York-borg er uppspretta verkanna en þar var Anna Kolfinna við nám fram til ársins 2017. „Námið sem ég var í heitir Performance Studies og var við New York-háskóla. Þetta var fræðilegt hugvísindanám en þverfaglegt svo ég hafði rými til að gera verklega hluti líka. Verkefnið mitt tengist borginni og upplifun minni af lífinu þar. Fæðing þess var upplifun mín af cat calling-menningunni, þegar verið er að kalla á eftir manni úti á götu. Ég upplifði mig á vissan hátt sem fórnarlamb þessarar menningar, að því leyti að ég þurfti að sitja undir þessum köllum af því að ég er kona. 

Með verkamönnum í New YorkÚr ljósmyndaseríu sem tekin var í New York árið 2016, þar …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár