Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tíu mest lesnu pistlar Stundarinnar árið 2018

Mis­rétti, ras­ismi og rétt­ur reiðra karla, lands­fund­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og eft­ir­sjá eldri borg­ara. Um þetta og fleira var fjall­að í tíu mest lesnu pistl­um Stund­ar­inn­ar ár­ið 2018.

Tíu mest lesnu pistlar Stundarinnar árið 2018

Við erum öll þessi kona

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifaði mest lesna pistil ársins á Stundinni, en hann var lesinn 113.194 sinnum. Pistillinn fjallaði um að kona sem varði dóttur sína með hótun var ákærð á meðan málið hafði velkst um í kerfinu um árabil án þess að það væri fellt niður eða manninum birt ákæra. Engin ákæra hafði heldur enn verið lögð fram vegna hrottafenginnar árásar á konu í Vestmannaeyjum. „Það er jú bannað að hóta að drepa fólk, jafnvel þótt hótunin sé ekkert sérlega ógnvekjandi, heldur bara óttaslegin kona að reyna að verja dóttur sína, fyrir manni sem hún grunar um að vera ofbeldismaður, af því að löggæslan og dómskerfið gerir það ekki. Hann nýtur vafans og frelsisins, hún er með kvíðahnút í maganum vegna þess sem það kann að hafa í för með sér.“

2Ég bið alla að fyrirgefa mér

Margrét S. Sölvadóttir harmaði að hafa hvatt fólk til þess að kjósa Vinstri græn í aðsendri grein. „Við getum treyst Katrínu Jakobsdóttur,“ sagði ég,“ skrifaði Margrét. „Hvernig átti mig að gruna að Vinstri græn gætu skipt svo gjörsamlega um stefnu á einni nóttu? Flokkur sem hefur talað gegn spillingu í íslenskum stjórnmálum alla tíð og segir svo bara „Já, takk“ þegar honum var boðið í stjórnarpartýið. Fyrirgefið mér góðu vinir það hvarflaði ekki að mér að slíkt gæti gerst. Ég fór meira að segja að reyna að finna einhverja afsökun fyrir þessu útslagi hjá formanninum. Ætlaði hann að breyta hugsun Sjálfstæðismanna svo gjörsamlega að aldraðir og fátækir fengu loksins uppreisn og tilbaka eitthvað af þeim auði sem tekinn hefur verið frá þeim með óstjórn, skerðingum og beinum þjófnaði?“


3 Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Bragi Páll Sigurðarson skrifaði vettvangspistil frá landsfundi Sjálfstæðismanna árið 2015. Hann mætti aftur á landsfundinn 2018, þar sem hann hlýddi á setningarræðu formannsins, Bjarna Benediktssonar, og lýsti andrúmsloftinu í salnum í einum umdeildasta pistli ársins. „Myndbandið endaði á dúndrandi júrópoppi. Ljósin upp. Standandi lófaklapp á meðan foringinn gengur í mahónípontuna. Framan á henni er risavaxinn, gylltur fasista-örninn með spilltan vængfaðminn útbreiddan. Undir lófaklappinu hvíslaði hann út um gogginn „leyfið barnaníðingunum að koma til mín“.“

4Réttur reiðra karla

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, skrifaði leiðara um svívirðingarnar sem dynja á konum sem sýna reiði vegna þess að kerfið bregst þolendum kynferðisofbeldis. „Skilaboðin eru skýr. Ekki reiðast, umfram allt ekki tjá þá reiði. Réttur karla til að brjóta gegn konum og viðhalda kerfi sem bregst, er meiri en réttur kvenna til að reiðast vegna þess. Það góða er samt að þótt þöggunartilburðirnir svíði þá munu þeir aldrei aftur hafa sömu áhrif og áður. Kallið konur ímyndunarveikar, athyglissjúkar, fégráðugar. Segið þær móðursjúkar, dramatískar, húmorslausar eða hörundssárar. Afskrifið þær sem femínista- eða „öfgafemínistatussur“, en vitið samt að þær munu ekki þagna.“

5 Átröskun í sjúku samfélagi

Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifaði um eigin reynslu af veikindum og sjúku hugarfari samfélagsins. Á sama tíma og hún leið út af vegna vannæringar hrósaði fólk henni óspart fyrir útlitið, fyrir það að vera föl, mjó og falleg, fárveik af átröskun. „Aðrir töluðu um að ég hefði grennst og fólk var duglegt við að láta mig vita af því. Ekki einungis þeir sem stóðu mér næst heldur líka kunningjar úti á götu. Fólk var gjarnt á að segja mér hvað ég liti vel út! Ég hafði aldrei á ævinni verið jafn vannærð og veikluleg. Fólk sagði til hamingju. Ég hafði í þeirra augum náð einhverjum áfanga og eftir því sem fólk sagði þetta oftar náði sigurvíman að endast lengur og lengur í hvert skipti. Því veikari sem átröskunarsjúklingur verður því fleiri hrós fær hann. Hann þarf ekki einungis að vinna úr sínum eigin ranghugmyndum, hann er fórnarlamb ranghugmynda samfélagsins. Þvílík leiga sem ein manneskja þarf að borga fyrir tilvist sína.“

6 Snædís tók líf sitt eftir að hafa mætt hunsun heilbrigðiskerfisins

Í aðsendri grein minntust aðstandendur Snædísar Gunnlaugsdóttur sem hetju með ótrúlegt viljaþrek. Hún barðist við veikindi og kvalir í tvö ár án þess að fá úrlausn meina sinna, áður en hún svipti sig lífi. Í greininni hvöttu aðstandendur hennar fólk til að gefast ekki upp heldur finna hjálp. „Síðasti læknirinn sem hún heimsótti á þessu 24 mánaða tímabili sagði henni að skrá sig inn á Vog hjá SÁÁ og það myndi duga. Hún Snædís mín hvorki reykti né drakk áfengi og notaði ekki lyf til að komast í einhverja vímu. Þetta voru síðustu tilraunir hennar til að fá lækningu. Kerfið sjúklingavæddi hana skipulega. Og örugglega.“

7 Drengurinn í hellinum

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifaði pistil um það hvernig lögfræðingar ríkisins börðust í átta ár af fullri hörku við foreldra barns með hræðilegan sjúkdóm. „Móðirin sagði eftir að dómurinn féll fyrir viku að það hefði verið erfiðara að eiga við kerfið en að eiga langveikt og fatlað barn. Ofbeldi kerfisins var svo yfirgengilegt að það yfirskyggði martröð allra foreldra. Hvað ætli það hafi kostað Tryggingastofnun að hafa fólk í vinnu við að sitja við skrifborð, naga blýanta og velta sér af einni rasskinn yfir á aðra, meðan það upphugsaði lagabrellur og klæki til að hrista af sér fólk sem er svo blindað af frekju að það telur sig geta gert kröfur um umönnunarbætur fyrir barn.“

8Ógeðslega þjóðfélagið“ næst á upptöku

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, skrifaði pistil í kjölfar frétta af fundi þingmanna á Klaustri. Fundur Sigmundar Davíðs og hópsins sem aldrei skyldi svikinn, um kuntur, tíkur og tryggð, segir okkur sögu af samfélaginu sem við höfum reynt að uppfæra. „Við vitum núna að það sem kallað var „ógeðslegt þjóðfélag“, (engin prinsipp, engar hugsjónir, bara tækifærismennska og valdabarátta), af einum helsta plottara síðustu aldar í rannsóknarskýrslu Alþingis, flaut með í gegnum allar uppfærslurnar okkar, hrunið, uppgjörið, endurreisnina, Panamaskjölin og Me too. Það er enn sagt að það sé ekki „hluti af menningunni“ að axla ábyrgð. Eða er það ekki hluti af karlmenningunni að axla ábyrgð?“

9 Åbent brev til Pia Kjærsgaard

Illugi Jökulsson skrifaði opið bréf til Piu Kjærsgaard svo hún myndi ekki halda að ræðuhöld hennar á Þingvelli í dag séu til marks um að almenn sjónarmið hennar njóti velvilja á Íslandi. „Íslenskt þjóðfélag er ekki fullkomið, en einn er sá ófögnuður sem við höfum verið svo heppin að vera að mestu laus við. Það er sá fjandskapur í garð útlendinga – þar á meðal og ekki síst varnarlausra flóttamanna – sem þú og þinn flokkur hafið gert út á í Danmörku.“

10 Sannleikurinn um Viðar Guðjohnsen

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, skrifaði um frambjóðanda til oddvita í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Viðar Guðjohnsen er ekki vitleysingur. Viðar er ein rödd í kór ráðandi stjórnmálaafls á Íslandi, ekki eðlisólík, heldur á öðru stigi en meginlínan. Allar hugmyndir hans eiga sér einhverja birtingarmynd í stjórnmálum og veruleikanum. Stóra lygin er að frjálshyggjan í framkvæmd leiði af sér frelsi fyrir einstaklinginn, frekar en aukið vald þröngs hóps yfir öðrum, og skapi samfélagslegan styrk. Þú ert ekki frjáls ef þú færð ekki tækifæri til að byggja upp getu og fullnýta hæfileika þína vegna þess að þeir efnuðustu hafa tekið vald yfir þér og samfélaginu þínu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Áhyggjur Norðmanna af njósnum Kína og spegilmyndin Ísland
3
FréttirKína og Ísland

Áhyggj­ur Norð­manna af njósn­um Kína og speg­il­mynd­in Ís­land

Yf­ir­völd ör­ygg­is­mála í Nor­egi hafa áhyggj­ur af mögu­legri mis­notk­un yf­ir­valda í Kína á sam­skiptamiðl­in­um TikT­ok. In­ger Haug­land hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni PST var­ar Norð­menn við að nota mið­il­inn. Ís­land er eft­ir­bát­ur hinna Norð­ur­land­anna í varn­ar- og netör­ygg­is­mál­um og er ekki með sams kon­ar við­bún­að og þau gagn­vart mögu­leg­um njósn­um er­lendra ríkja eins og Kína og Rúss­lands.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
7
Fréttir

Nið­ur­stað­an hefði getað ver­ið drama­tísk­ari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.
„Það er enginn dómari í eigin sök“
9
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
9
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
10
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu