Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
3

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
4

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
5

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
6

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Stundin #111
Febrúar 2020
#111 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. febrúar.
Þessi grein er meira en ársgömul.

Jón Trausti Reynisson

Er gott fólk mesta hætta samfélagsins?

Veruleikanum hefur verið snúið við og nú er sagt að samfélaginu stafi mesta ógnin af góðu fólki, vegna þess að það gagnrýnir siðferðisbresti.

Jón Trausti Reynisson

Veruleikanum hefur verið snúið við og nú er sagt að samfélaginu stafi mesta ógnin af góðu fólki, vegna þess að það gagnrýnir siðferðisbresti.

Er gott fólk mesta hætta samfélagsins?
Uppljóstrari Bára Halldórsdóttir er almennur borgari sem heyrði kjörna fulltrúa almennings tala með niðrandi hætti um konur. Hún ákvað að koma því á framfæri.  Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það er stutt í að „góða fólkið“ láti drepa annað fólk,“ segir þekktur útvarpsmaður, sem óttast að komið verði á einni „ríkisskoðun“ sem framfylgt verði með leynilegum fjöldamorðum. Hann á samhljóm í áhyggjum annarra valinkunnra manna. 

„Þetta fólk skapar þá mestu hættu sem stafar að lýðræðinu á Íslandi,“ segir vararíkissaksóknari. „Hræsnarar sem enginn ætti að virða viðlits,“ bætir hann við.

Knattspyrnulandsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir: „Góða fólkið er búið að missa vitið.“

„Góða fólkið er bókstaflega að ærast,“ segir þingmaður og fyrrverandi útvarpsstjóri.

Öll þessi ummæli um meintan hóp fólks, sem sagður er ógna samfélaginu vegna yfirlýstrar skaðlegrar góðmennsku, hafa verið látin falla á rúmlega ári, í kjölfar gagnrýninnar siðferðislegrar umræðu um breytni tiltekinna aðila.

Frá gagnrýni til útrýmingar

Í síðasta tilfellinu kvartaði sjálfstæðismaðurinn Páll Magnússon yfir umkvörtunum „góða fólksins“ vegna þess að samflokksmaður hans, Ásmundur Friðriksson, hafði innheimt óhófleg akstursgjöld úr ríkissjóði, tveimur milljónum umfram kostnað á einu ári, sem reyndust á endanum hafa náð 23,5 milljónum króna frá 2013.

Í fyrstnefnda tilfellinu gekk Pétur Gunnlaugsson, annar aðalþáttastjórnandi Útvarps Sögu, út frá því að „góða fólkið“ vildi koma á „einni ríkisskoðun“, og gæti verið komið á fremsta hlunn við að láta fjöldaútrýma leynilega þeim sem eru ósammála: „Þá eigi hreinlega bara að útrýma þeim, skjóta þá sem hafa vondar skoðanir, eru vondir menn. Og þegar að slíkt gerist að þá eigi ekki að lögsækja þá sem væru að drepa þá og ekki að greina frá því heldur, svo þeir yrðu ekki að píslarvættum.“

Hann er ekki einn. Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson, sem heimsótti Ísland á árinu, og fær öfugsnúið nokk mikla athygli fyrir orð sín um skoðanakúgun, hefur varað við því að löggjöf um tjáningu um minnihlutahópa sé leiðin til alræðishyggju, eins og í Sovétríkjunum. En þar voru tugmilljónir fangelsaðar í þrælabúðum vegna skoðana.

„Góða fólkið ærist“

Eftir að Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur kaus að gagnrýna Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þingkonu fyrir að ræða um kynferðislega áreitni – í ljósi þess að hún hefði birt af sér tiltekna ljósmynd – var hann sjálfur harðlega gagnrýndur. Grunnur gagnrýninnar var sú fordæmisgefandi grundvallarafstaða að konur eiga að mega birta af sér þær myndir sem þeim sýnist, og klæðast eins og þær vilja, án þess að ábyrgðin á hvers kyns áreitni gagnvart þeim færist frá gerendum til þeirra, enda væri hvorki mögulegt né réttmætt að konur útrýmdu öllum hugsanlegum hvötum gerenda í kynferðisbrotamálum. Þau sem gagnrýndu orð Ragnars voru í kjölfarið flokkuð sem „góða fólkið“, sem samkvæmt öðrum yfirlýsingum vill kúga sjónarmið annarra. „Meðferðin sem Raggi Önund­ar hef­ur fengið fyr­ir ná­kvæm­lega ekki neitt, er gjör­sam­lega óá­sætt­an­leg. Góða fólkið er búið að missa vitið,“ skrifaði Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta.

Kynferðisleg áreitni er dæmi um athæfi sem bæði brýtur gegn formlegum og óformlegum reglum samfélagsins, er bæði andstætt lögum og almennu siðferði. Í samfélaginu hefur síðustu áratugi verið reynt að „skila skömminni“, að uppræta tilhneigingu samfélagsins til að dæma fólk fyrir kynferðisofbeldi sem það verður fyrir, nokkuð sem er vel þekkt félagsfræðilega, að snúa þessu við: Þau sem brotið er gegn beri ábyrgðina, þeir sem brjóta gegn öðrum verða fórnarlömb.

„Lítill hópur af vinstrimönnum“

Svo eru það tilfellin sem ekki er ljóst að brjóti gegn lögum, en eru andstæð almennu siðferði stórs hóps.

Augljóst dæmi um þetta er umræður þingmanna sín á milli þar sem þeir, yfirlýstir jafnréttissinnar í umboði almennings, lýsa konum í stjórnmálum sem „klikkuðum kuntum“ og „helvítis tíkum“ sem þeir geti jafnvel „riðið“ og ættu að „hjóla í“.

Viðbrögð Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara við harðri gagnrýni á þingmennina voru þau að gagnrýnendur ógnuðu lýðræðinu, því þeir gætu „úthrópað fólk sem rasista eða eitthvað annað ef það neytir réttar síns til tjáningarfrelsis um viðkvæm málefni. Þetta fólk skapar þá mestu hættu sem stafar að lýðræðinu á Íslandi. Vegna þess að tjáningarfrelsið er undirstaða alls góðs sem við eigum í dag og allra framfara í framtíðinni.“

Þannig er gagnrýni á tjáningu í reynd samfélagslega hættuleg kúgun

Þannig er gagnrýni á tjáningu í reynd samfélagslega hættuleg kúgun, samkvæmt sjónarmiðum vararíkissaksóknara. Í stað þess að tala um „góða fólkið“ skilgreindi Helgi Magnús „lítinn hóp af vinstrimönnum sem virðist telja að þeir séu dómarar um hvað sé siðferðilega rétt“.

Það sem vararíkissaksóknari titlaði „lítinn hóp“ reyndist hins vegar vera 74 til 91 prósent landsmanna, sem vildu að þingmennirnir segðu af sér samkvæmt félagsvísindalega framkvæmdum könnunum óháðs rannsóknarfyrirtækis sem telst ekki til kúgara.

Gagnrýni sem valdbeiting

Í þessari heimssýn er tjáning flokkuð sem valdbeiting. Stigbreyting hennar liggur þannig frá gagnrýni til tjáningarbanns eða jafnvel helfarar. Þegar sá sem er talinn hafa sýnt athæfi eða sagt eitthvað sem brýtur gegn reglum samfélagsins er gagnrýndur í umræðum, yfirleitt á netinu, verður hann þolandi einhvers konar brots við gagnrýnina.

Stigbreyting hennar liggur þannig frá gagnrýni til tjáningarbanns eða jafnvel helfarar.

Á hinn bóginn getur hins vegar „góða fólkið“ litið á tjáningu sem hluta af  valdbeitingu. Þannig geti ákveðin tjáning um kyn, kynþætti eða trúarhópa, virkað sem hluti af kerfisbundinni jaðarsetningu þeirra í samfélaginu. Og innleidd hafa verið lög gegn slíkri tjáningu, upp að einhverju marki, nánar tiltekið þegar kemur að hatursáróðri. 

Óháð lögum var einnig háskólaprófessor rekinn frá einkareknum Háskólanum í Reykjavík eftir að hann fullyrti að konur, sem ættu að teljast helmingur væntanlegra nemenda, eyðilegðu vinnustaði. Og illa var talað um Jón Steinar Gunnlaugsson lögmann í lokuðum hópi femínista á Facebook, vegna tjáningar hans og varna fyrir kynferðisbrotamenn.

Alræði góða fólksins

Á sama tíma og tjáning gegn fordómafullri tjáningu er gagnrýnd sem kúgun, er verið að draga Báru Halldórsdóttur, uppljóstrarann af barnum Klaustri, fyrir dóm í tilraun til refsingar yfir henni. Kjörnir fulltrúar – sem býsnast yfir því að það verði bara settir „einhverjir öryrkjar“ í fyrsta sæti í Flokki fólksins, eru að reyna að fá dómsvaldi ríkisins beitt til að láta manneskju á örorkulaunum borga fjársekt. 

„Er sama hver er?“ spurði nafnlaus höfundur í aðsendri grein á vefsíðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 

Nei, það er ekki sama hver er. Ef þú vilt bjóða þig fram til Alþingis og eiga hlut í því að móta lög fyrir alla Íslendinga í umboði kjósenda, máttu búast við því – eins og alls staðar í lýðræðisríkjum – að verk þín, gjörðir og orð verði gaumgæfð af umbjóðendum þínum, kjósendum. Þú mátt ekki svipta kjósendur þeim rétti að vita af því þegar þú svíkur þá eða blekkir, til dæmis sýnir stæka kvenfyrirlitningu í háværum umræðum á bar og vilt „ríða“ og „hjóla í“ „tíkur“ í stjórnmálum fyrir að fylgja þér ekki, á sama tíma og þú skreytir þig jafnréttisviðurkenningum, eða að þú hafir notað stöðu þína sem ráðherra í umboði almennings til að tryggja sjálfum þér persónulegan greiða, með því að skipa aðila úr tengdri klíku í stöðu fyrir hönd Íslands.

Báru Halldórsdóttur hefur verið líkt við austur-þýsku leyniþjónustuna Stasi í umræðum á frjálshyggjuspjalli á Facebook, þar sem frelsið lýsti sér svo í því að maður var síðan bannaður fyrir að gagnrýna umræðurnar.

Þetta er svipuð villa og kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson gerir þegar hann ber virka takmörkun tjáningarfrelsisins í þágu valdalausra minnihlutahópa saman við umhverfið í alræðisríki. Þótt öll skerðing á tjáningarfrelsi, til dæmis hatursorðræðu, sé varasöm, eru vandamál tengd fasista- og alræðisríki ekki að þau veiti jaðarhópum of mikla vernd fyrir meirihlutanum.

Ein, stök hinsegin móðir á bar, með sjúkdómstengda örorku, er ekki holdgervingur valdsins.

Alræði er einmitt sögulega og staðfestanlega alræmt fyrir að troða niður réttindi minnihlutahópa, jafnvel reyna að útrýma þeim. Meirihlutanum í lýðræðisríki stafar ekki sambærileg ógn af transfólki eða öðrum minnihlutahópum.

Og ein, stök hinsegin móðir á bar, með sjúkdómstengda örorku, er ekki holdgervingur valdsins. Hún er ekki Stasi. 

Það er ekki sama hver er. Áhrif og ábyrgð eru augljóslega afstæð við umboð og vald. Ef þingmenn Miðflokksins misnota vald sitt sem ráðherrar, er það í allt öðrum flokki en að almennur borgari bendi öðrum almennum borgurum á tiltekin óheilindi þeirra, mannfjandsamleg viðhorf eða misnotkun þeirra á valdastöðu. Að auki mótast umræðan af viðbrögðum fólks. Þeir sem neita að viðurkenna mörkin, segja ósatt, eða sýna ekki raunverulega iðrun, geta búist við meiri umræðu en hinir.

Grunnur siðferðisins

„Góða fólkið“ er álitið hættulegt vegna þess að það beitir valdi. Og það beitir vissulega ákveðnu valdi. Félagslegt taumhald, sem er leið hópa til að framfylgja viðmiðum, er ákveðin valdbeiting, en hún er hins vegar ekki endilega samhæfð, samstillt valdbeiting tiltekins valdahóps. Við beitum öll félagslegu taumhaldi með viðbrögðum við siðferðislegum álitamálum, en mörk þess sem við teljum að við eigum að hafa aðkomu að eru misjöfn. Sumum finnst rétt að skipta sér af því hvort konur láta rjúfa eigin meðgöngu, á meðan öðrum finnst rétt að tjá sig þegar karlmenn sýna kvenhatur í tjáningu sinni, eða þingmenn eru til dæmis staðnir að því að blekkja umbjóðendur sína.

Gildismat er lifandi fyrirbæri. Við höfum séð samfélög þar sem gott verður vont og vont gott. Við lítum líklega samt flest svo á af innsæi að til sé algildur siðferðislegur sannleikur. En á hverju getur slíkur sannleikur mögulega byggt? Ein leið til að leggja hugmyndalegan grunn að siðferði og réttlátu samfélagi var lögð til af heimspekingnum John Rawls seinni hluta síðustu aldar, að byggja siðferðið á þeim ímyndaða sjónarhóli að við vitum ekki í hvaða stöðu samfélagsins við gætum lent, og skapa þannig hvata til að taka mið af hagsmunum allra, hvort sem við yrðum þingmenn eða öryrkjar (eða bæði). Ef líkur eru til þess að við verðum valdalaus eða í minnihlutahópi erum við ólíklegri til að vilja innleiða jaðarsetningu eða skerta stöðu minnihlutahópa, eða valdasamþjöppun þeirra hæst settu.

„Vei þeim sem kalla hið góða illt“

Ekki er til algildur siðferðislegur mælikvarði á það hvort við eigum að taka upp samtal eða ekki, og OECD sem Evrópuríki gegn spillingu, GRECO, hafa lagt áherslu á að lögleiða heildarlög til stuðnings uppljóstrurum sem koma á framfæri upplýsingum gegn vilja ráðandi aðila og gegn hluta lagasetningar. Almennt á ekki að taka upp samtöl annars fólks, en það geta skapast aðstæður þar sem upptakan á rétt á sér, eða er jafnvel rangt að sleppa henni, þar sem það er rétt að fólk viti af samtalinu. Bar til dæmis Báru ekki skylda til að koma á framfæri til umbjóðenda utanríkisráðherra að hann misnotaði í eigin þágu aðstöðuna sem hann fékk í trausti þeirra og að þingmenn sem skreyttu sig með jafnréttishugsjón viðhefðu niðrandi og/eða kynferðislega orðræðu um konur í stjórnmálum?

Biblían, sem algild leiðsögn um siðferði, hefur lítið gagnlegt að segja um réttindi minnihlutahópa, persónuvernd eða umboð í lýðræðisríki. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, vitnaði hins vegar í hluta Biblíunnar, sem fjallar um refsingu á konu fyrir kynferðislegt frjálsræði, þegar hann gaf til kynna að ekki ætti að dæma breytni hans: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum,“ sagði hann í yfirlýsingu.

Í tilefni þess að þingmenn Miðflokksins reyndu að stefna dómkirkjupresti fyrir dóm í tilraun þeirra til að fá konu dæmda á grundvelli falskra yfirlýsinga þeirra um samsæri hennar, þegar hún birti þeirra eigin orð, er hér vitnað í Biblíuna, Jesajabók:

„Vei þeim, sem kalla hið illa gott og hið góða illt, sem gjöra myrkur að ljósi og ljós að myrkri, sem gjöra beiskt að sætu og sætt að beisku. 

Vei þeim, sem vitrir eru í augum sjálfra sín og hyggnir að eigin áliti. 

Vei þeim, sem kappar eru í víndrykkju og öflugar hetjur í því að byrla áfengan drykk, 

þeim sem sýkna hinn seka fyrir mútur og svipta hina réttlátu rétti þeirra.“

--

Veiking viðmiða til að rúma rangar gjörðir

Biblían er hins vegar ekki góður mælikvarði eða leiðarvísir fyrir farsælt líf á 21. öldinni. Til þess höfum við okkur sjálf og getu okkar til að þróa siðferði okkar í þágu almannaheilla, byggt á reynsluþekkingu, með því að setja pósitíft heilbrigð viðmið og fylgja þeim eftir.

Siðferði manneskja á lífsleiðinni og viðmið samfélagsins mótast ekki síst þegar tiltekin, einstök breytni og afleiðingar hennar komast á dagskrá og þar með til álita. 

Vandamálið er að þegar valdhafar eru staðnir að skaðlegri breytni hafa þeir tilhneigingu til að taka ekki fulla ábyrgð á henni, heldur reyna að færa út viðmiðin þannig að þau rúmi gjörðir þeirra. Oft taka þeir þannig tímabundna einstaklingshagsmuni sína fram yfir langtíma heildarhagsmuni samfélagsins og sveigja viðmiðin til að þau rúmi breytni þeirra.

Ef niðurstaðan verður að skaðleg breytnin er án afleiðinga fyrir gerandann, og fallist er á að hún sé ásættanleg, hafa viðmiðin verið sett. Þess vegna er siðferðið alltaf „smættað niður í einstök siðferðileg álitamál“, í þeim skilningi að siðferði er í verki samansafn afleiddra viðbragða umverfisins við einstaka athæfi. Lög væru til dæmis lítils virði án framfylgdar þeirra og ekki er mælt með því að setja óframfylgjanleg lög.

Þegar fyrir liggur hver mörkin eru og þeim er fylgt eftir með virkum hætti, myndast traust. 62 prósent Íslendinga telja að traust til stjórnmálamanna myndi aukast ef „meira væri um afsagnir þingmanna í kjölfar mistaka“, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar. 

Nú á dimmasta degi ársins gefst gott tækifæri til að hefja upprisu úr þeirri siðferðislegu lægð sem lýsir sér í því að góðmennskan er metin helsta hætta samfélagsins og að valdamenn draga veikan, valdalausan einstakling fyrir dóm með rakalausum ásökunum um samsæri, þegar upplýst er um þeirra eigin samsæri í samsæti á bar. 

Ef þingmenn vilja fá að hegða sér og segja það sem þeim sýnist, á barnum og annars staðar, án þess að einhver hluti almennings hafi skoðun á því, er besta leiðin að hætta að vinna trúnaðarstarf fyrir almenning. Að vera þingmaður er ekki réttur.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
3

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
4

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
5

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
6

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
5

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
5

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Nýtt á Stundinni

Kolbrún telur sig órétti beitta

Kolbrún telur sig órétti beitta

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Segir að Landspítali myndi lamast

Segir að Landspítali myndi lamast

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Listin að verða sextugur

Listin að verða sextugur

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar