Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bára fékk þakklætisorðu og tugir mættu í dómshúsið til að sýna henni stuðning

Þing­menn vilja að Báru verði refs­að og hún lát­in greiða sekt og miska­bæt­ur. Fjöldi fólks mætti í dóms­hús­ið til að sýna henni stuðn­ing. Þing­menn­irn­ir sem ætla að stefna henni létu ekki sjá sig, en Reim­ar Pét­urs­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur mætti fyr­ir þeirra hönd.

Bára Halldórsdóttir, 42 ára öryrki sem hljóðritaði háværar samræður þingmanna á Klaustri bar þann 20. nóvember, er mætt í Héraðsdóm Reykjavíkur ásamt lögmönnum sínum, Ragnari Aðalsteinssyni og Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, vegna fyrirhugaðs málareksturs fjögurra þingmanna gegn henni. 

Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, vilja að Bára sæti refsingu og greiði þeim miskabætur vegna „njósnaaðgerðar“ sem þeir segjast hafa orðið fyrir. Þá vilja þeir einnig að Persónuvernd sekti Báru. Þetta er ljóst af bréfum sem lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og héraðsdómi. 

Ljóst er að Bára nýtur talsverðs stuðnings í samfélaginu. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dómshúsinu meðan þingfestingin fer fram.

Bára leit við á ritstjórnarskrifstofu Stundarinnar áðan og tók við litlum glaðningi sem barst ritstjórninni á dögunum, eins konar þakklætisorðu sem ætluð var henni. Maðurinn sem lét smíða gripinn vildi ekki láta nafns síns getið eða beina athyglinni að sjálfum sér, en bað um að Báru yrði færð orðan með þakklætis- og kærleikskveðju. 

Tugir manna eru saman komnir í dómshúsinu þegar þetta er ritað. Þingmennirnir fjórir létu ekki sjá sig en lögmaður þeirra, Reimar Pétursson, mætti fyrir þeirra hönd.

Jón Gnarr leit viðJón Gnarr lét sjá sig í dómshúsinu, en hann hefur boðist til að setja af stað söfnun Báru ef þess þarf.

Bára ásamt verjendum sínum, Ragnari Aðalsteinssyni og Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur af Rétti.

Fjöldi fólks safnaðist saman til að sýna Báru stuðning.

Bára spjallaði við stuðningsliðið.

Fulltrúi þingmannaReimar Pétursson lögmaður mætti fyrir hönd þingmannanna en þeir létu ekki sjá sig.
Sanna Magdalena Mörtudóttirborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, var viðstödd.
Bára er hæstánægð með þakklætisorðuna.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár