Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hefur blætt úr augum og eyrum í fjögur ár

Áfall­a­streiturösk­un í kjöl­far nauðg­ana þeg­ar hún var tólf ára er eina skýr­ing­in sem Lilja Bára Kristjáns­dótt­ir kann á blæð­ing­um úr aug­um og eyr­um dótt­ur sinn­ar, Heklu. Þrátt fyr­ir ótal rann­sókn­ir um nokk­urra ára skeið hafa lækn­ar ekki fund­ið neitt lík­am­legt að henni.

„Af hverju er enginn svona á Íslandi annar en ég, mamma?“ er ein af þeim spurningum sem Hekla, sextán ára stelpa frá Dalvík, hefur reglulega spurt mömmu sína að á undanförnum árum. Það er ekki skrýtið að hana sé farið að lengja eftir svörum og því að einhver skilji það sem hún er að ganga í gegnum. Í fjögur ár hefur henni blætt um augu og eyru, auk þess semhún kastar upp blóði og þá hefur reglulega liðið yfir hana.

Þær mæðgur búa í notalegri íbúð í fallegu húsi á Dalvík, ásamt Kötlu, sem er eldri systir Heklu. Ég banka upp á hjá þeim á fallegum en ísköldum laugardagseftirmiðdegi. Það er notaleg stemning og hlýtt inni hjá þeim, gott að komast inn úr kuldanum. Úr útvarpinu ómar lág tónlist og við setjumst niður í stofunni. Hekla lítur út og kemur fram eins og ósköp venjuleg stelpa í 1. bekk í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár