Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Stundin #106
Nóvember 2019
#106 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. desember.

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að verja uppljóstrara og tjáningarfrelsi sitja íslensk stjórnvöld undir ámæli fyrir að verja ekki uppljóstrara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var forsætisráðherra þegar OECD lýsti yfir „vonbrigðum“ með veika stöðu uppljóstrara á Íslandi.

Jón Trausti Reynisson

Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að verja uppljóstrara og tjáningarfrelsi sitja íslensk stjórnvöld undir ámæli fyrir að verja ekki uppljóstrara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var forsætisráðherra þegar OECD lýsti yfir „vonbrigðum“ með veika stöðu uppljóstrara á Íslandi.

Verndum uppljóstrara - verjum Báru
Forsætisráðherra og uppljóstrari Á valdatíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrirfórst að innleiða lög um vernd uppljóstrara, sem leiddu til vonbrigða alþjóðastofnana. Bára Halldórsdóttir, uppljóstrari af Klaustri, er nú til umræðu lagaspekinga sem segja saksókn gegn henni mögulega.  Mynd: Pressphotos / Heiða Helgadóttir

Nú stendur yfir umræða um hvort Bára Halldórsdóttir verði lögsótt – almennur borgari sem vill svo til að er fötluð hinsegin kona og öryrki – fyrir að koma á framfæri viðhorfum kjörinna fulltrúa sem sýndu fötluðum, konum og hinsegin fólki ýmist fyrirlitningu, ofbeldi eða dónaskap, hlógu að heimilisofbeldi og töluðu um að „ríða“ kvenkyns ráðherra fyrir að sýna sér ekki hollustu, með jafnréttisviðurkenningar í hnappagatinu.

Umræðan er í takt við fyrstu viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, einn hinna uppteknu á Klaustri, sem sagðist „vona“ að fjölmiðlar yrðu rannsakaðir fyrir að birta upptöku af orðum hans og samflokksmanna hans.

En samhengið er stærra. Það eru einmitt Sigmundur Davíð og hans félagar sem hafa valdið því að Bára Halldórsdóttir horfir fram á óvissu um afdrif sín, vegna þess að hún kom á framfæri samfélagslega og lýðræðislega mikilvægum upplýsingum til almennings.

Frétt RÚVRíkisútvarpið leitaði til lögfræðinga til að meta hvort saksækja ætti Báru Halldórsdóttur fyrir að taka upp samtal þingmanna á bar.

Íslensk stjórnvöld hafa undanfarin ár setið undir ámæli fyrir að tryggja ekki vernd uppljóstrara. Það er að segja, íslenskir alþingismenn hafa verið gagnrýndir af OECD og GRECO, evrópusamtökum gegn spillingu, fyrir hafa ekki tryggt vernd uppljóstrara. Með öðrum orðum hafa stjórnarmeirihlutar síðustu ára ekki klárað mál sem hefði átt að tryggja vernd Báru Halldórsdóttur gegn saksókn. Svo vill til að stóran hluta tímabilsins sem um er rætt var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, og svo Bjarni Benediktsson, sem einnig kemur fyrir í Klausturupptökunum, fyrir þátt sinn í því að framfylgja ætluðum persónulegum greiða sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, vildi þiggja sem endurgjald fyrir að skipa forvera Bjarna sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Gunnar Bragi, sem sagðist síðan hafa verið að ljúga því að hafa farið fram á greiða, kemur til greina sem sendiherra, samkvæmt nýlegum fundi Bjarna Benediktssonar með Sigmundi Davíð og núverandi utanríkisráðherra.

Forysturíki í tjáningarfrelsi?

Árið 2010 voru fréttir um alla heimsbyggðina þess efnis að Ísland hefði ákveðið að taka „afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis“. Hvað gerðist síðan? Átta árum síðar hafa Íslendingar setið undir ámæli frá OECD - Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, og GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, fyrir að bregðast uppljóstrurum. Og það fyrir utan alla dómana frá Evrópudómstólnum fyrir að brjóta gegn mannréttindum blaðamanna.

Það er ekki eins og þingmenn hafi ekki haft tækifæri til að vernda uppljóstrara, þeir hreinlega stóðu í vegi fyrir því.

Frumvarp um vernd uppljóstrara kom nokkrum sinnum fyrir Alþingi í valdatíð Sigmundar Davíðs. 2013, nokkrum mánuðum eftir að Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson mynduðu ríkisstjórn, fór frumvarp um vernd uppljóstrara fyrir allsherjar- og menntamálanefnd, en var frestað og hvarf. 2015, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var enn forsætisráðherra, reyndu þingmenn að koma í gegn frumvarpi um sérstaka vernd uppljóstrara. Þetta gekk ekki eftir.Það fékk 37 mínútur á Alþingi og dó svo.

Árið 2016, þegar Sigmundur Davíð var enn forsætisráðherra, var aftur reynt að koma frumvarpinu í gegn, en það reyndi ekki einu sinni á það.

Af flutningsmönnum frumvarpsins er bara einn eftir á Alþingi, Helgi Hrafn Gunnarsson pírati, en fyrir utan hann voru Róbert Marshall og Birgitta Jónsdóttir helst á bakvið frumvarpið, ásamt öllum þingflokki Bjartrar framtíðar og Pírata. Og Björt framtíð dó, eins og frumvarp um vernd uppljóstrara, í stjórnarmeirihluta með Sjálfstæðisflokknum.

Þingmenn uppteknir

Átta árum eftir yfirlýsinguna um forystu Íslands, þegar þingmenn hafa verið teknir upp við umræður um eigin spillingu og kvenfyrirlitningu, virðast þeir hafa verið uppteknir við annað en að vernda lýðræðið.

Þótt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi í millitíðinni meðal annars stofnað Framfarafélagið lagði hann ekki áherslu á að koma til leiðar lýðræðislegum framförum samkvæmt ábendingum samevrópskrar framfarastofnunar.

Í nýlegu minnisblaði forsætisráðnueytisins kemur fram að stjórnvöld hafi verið áminnt af alþjóðastofnunum: „Þann 9. apríl 2015 sendi vinnuhópur OECD frá sér tilkynningu þar sem lýst var yfir sérstökum vonbrigðum vegna þess að Ísland hefði ekki innleitt tilmæli hópsins“. En þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur, hafði áður sagt að hann hefði „ekki miklar áhyggjur af því hvað hinum og þessum skammstöfunum finnst“, þegar OECD gagnrýndi stefnumál hans.

Vernd uppljóstrara er ekki bara lýðræðismál, heldur spurning um að samfélagið nái að leiðrétta þegar eitthvað fer afvega, að það sé ekki komið valdi yfir þá sem geta sagt frá mikilvægum sannleika.

En nú erum við einmitt á þeim stað. Vegna vanrækslu eða andlýðræðislegrar stefnu valdhafa. 

Uppljóstrarar leiða til heilbrigðara samfélags

Bára hefur notið yfirgnæfandi stuðnings meðal almennings. Það er til marks um mikilvægi upplýsinga hennar að allt að 90 prósent almennings vilja að þingmennirnir sem um ræðir segi af sér. Bára er í rauninni hetja, vegna þess að hún tók sér það hlutverk og þau óþægindi að gera almenningi kleift að vita hvernig raunveruleg viðhorf og gildismat ákveðnir kjörnir fulltrúar væru haldnir, alveg andstætt því sem þeir sjálfir höfðu selt fólki.

Og stjórnvöld vita að staða hennar er erfið: „Vitneskjan um að samfélagið meti framlag einstaklinga sem eru tilbúnir að láta borgaralegar skyldur við samfélagið ganga framar meðvirkni getur til lengri tíma aukið gagnsæi í stjórnsýslu, atvinnulífi og viðskiptum og leitt til heilbrigðari starfshátta,“ segir í skjali forsætisráðuneytisins.

Lögfræðingar munu eflaust deila áfram um það hvort og hversu mikið eigi að refsa viðkomandi uppljóstrara fyrir að koma sannleikanum á framfæri, og hvort ný lög um vernd uppljóstrara - sem hafa staðið til í átta ár - muni raunverulega vernda alla. 

Auðvitað á ekki að taka upp hvaða samtal sem er. En Bára sýndi fram á mikilvægan sannleika og hrein rörsýn lagahyggjunnar á ekki leiða til refsingar þeim sem sinna siðferðislegri og borgaralegri skyldu sinni. Og þegar vörn margra fyrir þá uppteknu var að pólitískt samsæri einhvers handbendis lægi að baki upptökunni, var sterkasta svarið að stíga fram og sýna fram á að heilbrigð siðferðiskennd væri augljóslega hvatinn.

Að lágmarki sýndu upplýsingarnar fram á vörusvik falskra jafnréttissinna sem monta sig af því að misnota aðstöðu sína. Og ef það er glæpur að segja frá vörusvikum í andstöðu við almannaheill, þarf að breyta lögunum. Það er einmitt það sem alþjóðasamtök hafa áfellst íslensk stjórnvöld fyrir að gera ekki. Það sem Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson stóðu í vegi fyrir stendur núverandi forsætisráðherra hins vegar loksins fyrir. Lög um vernd uppljóstrara eru komin á dagskrá. En hvort þau klárist núna, eða deyi í meðförum valdhafanna eins og fögur áform síðustu átta ára, á eftir að koma í ljós. Þangað til þarf að koma í veg fyrir að réttsýnu fólki verði hegnt fyrir vanrækslu eða óheilbrigðar áherslur kjörinna fulltrúa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Sigurborg Ósk

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“