Mest lesið

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
1

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
2

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
3

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
4

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
5

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Uppnám á vinnumarkaði: Fjórði hver starfandi Íslendingur er án samnings
7

Uppnám á vinnumarkaði: Fjórði hver starfandi Íslendingur er án samnings

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er meira en ársgömul.

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

Enn skandall. Enn Sigmundur Davíð. Enn Gunnar Bragi. Og já, enn Bjarni Ben.

Hallgrímur Helgason

Enn skandall. Enn Sigmundur Davíð. Enn Gunnar Bragi. Og já, enn Bjarni Ben.

Trumpar á trúnó

Fyrsta bylgjan afstaðin, þjóðin búin að rasa út og ákveða að allt Klausturgengið eigi að segja af sér. Enginn þeirra þó búinn að því. Önnur bylgjan fer af stað og síðan vaknar sú þriðja: Sumum þykir ósmekklegt að birta og leiklesa fyllerísröflið. Fjórða bylgjan var síðan Lilja …

Það tekur íslensku meðvirknina jafnan þrjá daga að malla í gang. Svo fer lestin af stað, og margir stökkva um borð. Fólk þekkir viðkomandi, kannast við fjölskylduna, þykir þetta leiðinlegt, konu hans vegna, eða barnanna, hvers eiga þau að gjalda? Hann var nú bara fullur, þetta er ekki sá maður sem ég þekki. Það var heimskudufti hellt út í drykkina þeirra! Og svo tóku þjónarnir þetta upp! Plott!

Hér má þó minna á að lekar eru lýðræðisleg hefð. Þeir eru nauðsynlegir. Þýski blaðamaðurinn Günter Wallraff ruddi brautina á síðustu öld, dulbjó sig til dæmis sem Tyrkja og fór inn í stórfyrirtæki vopnaður upptökugræjum; afhjúpaði þar fordóma og mannfyrirlitningu. Allar götur síðan hafa blaðamenn nýtt slíkar leiðir, skemmst er að minnast afhjúpana á spillingarmálum innan alþjóðafótboltans. Nú er tæknin orðin slík að ónefndur sími í salnum getur skilað sömu ómælisvinnu og Wallraff lagði á sig í sjöunni. 

Já, dæmin um slíkar hleranir eru mýmörg í ótal löndum. Eiga að gilda aðrar reglur hérlendis? Fámennis og frændsemi vegna?

Hverfst um miðjuna

Þingmenn, fyrrum forsætisráðherra og fyrrum utanríkisráðherra sitja að sumbli, á alltof opinberum plottfundi og reyna að tæla tvo þingmenn yfir í flokkinn sinn. Tal þeirra angar af mannfyrirlitningu, kvenfyrirlitningu og ómannúðlegu gríni í garð fatlaðra. Samtalið ber vitni um ljótan og langþróaðan eineltishúmor í þessum hópi þar sem allar konur eru kyngervðar, sumar jafnvel vegggervðar! Á #metoo-tímum er birting slíkra hluta réttlát og nauðsynleg. Tjaldið fellur og nokkrir litlir karlar standa eftir með kjarna sinn beraðan, kjarna sem fullur er af biturleika, svikabrigslum, umtaksillindum og dónaskap: Konur eru eingöngu dæmdar út frá miðju sinni, sumar eru heitar, aðrar ekki, enn aðrar eru kenndar við kuntur, klessur, tíkur, eyjur, seli, „dæmi sem ég gæti hugsað mér“, „skrokkur sem typpið mitt dugir í“.

Við vissum ekki að Miðflokkurinn hverfðist svo bókstaflega um miðjuna að hann hugsaði eingöngu með miðhlutanum. Eða eigum við frekar að kalla hann Mjöðflokkinn?

Tilkallarnir

Við þekkjum þetta rammíslenska smákóngatal, litlir karlar að hala sig upp á tungunni, egóið útblásið af átta flötum bjórum, galandi á erlent þjónustufólk og teljandi sig almennt eiga staðinn, rétt eins og miðin og landið. Vel tengdir menn með aðgang að öllum landsins toppum, en í tímabundinni pásu frá kjötkötlum. Miðbungaðir menn í of þröngum skyrtum með bindið hvílandi í brjóstaskorunni en hot-mælinn sívakandi og svamlandi um í andlitsfitunni, spottandi þyngdaraukingu allra annarra en þeirra eigin, upp á gramm. Þetta eru þeir sígildu móðurprinsar sem á ensku kallast „entitled men“ en Fésbókin hefur þýtt sem „tilkalla“. Þegar ég var á börunum í den nefndu snjallar stúlkur tegundina „guðsgjöf til kvenna“.

Lilja var flott að taka slaginn í Kastljósi. Hafi þeir ætlað að „hjóla í tíkina“ gerði hún þá að gólandi tíkum. Það á ekki að vera erfitt að ímynda sér það hlutskipti að þurfa að mæta slíkum miðundrum í vinnunni á morgnana.

Og ekki vantaði ófyrirleitnina á Klaustri. Maður, sem ráðinn var sem utanríkisráðherra án þess að tala eitt erlent tungumál (!), býsnast yfir konum sem „kunna ekki neitt“ og uppnefnir eina þeirra „apakött“. Í framhaldinu lýsti hann sig síðan hafa allt sem þurfi til að verða sendiherra! Allt nema tungumálin! Allt nema reynslu af lífi og starfi erlendis! Sjálfsöryggið er víst það eina sem ráðamenn okkar reiða í þverpokunum. Á Íslandi hefur alltaf verið mikilvægara að þekkja menn en til málefna.

Leynifundur með LÍÚ

Fyrir nokkrum árum láku skilaboð og símtöl út úr Vodafone. Eitt af SMS-unum sem afhjúpuð voru var frá Gunnari Braga: „Erum að fara á leynifund í LÍÚ.“ Það voru því ekki óvænt tíðindi að heyra hann sjálfan segja frá spillingaraðferðum sínum í Klausturupptökunum, hvernig hann trixar og verslar með embætti, hvernig hann, sem fyrrverandi ráðherra á inni greiða hjá núverandi ráðherra, hvernig hann skipulagði mútur sér í hag til að skipa vandræðagrip í venslaflokknum sem sendiherra okkar í Bandaríkjunum. Nú segja menn að slíkt varði við lög. Slíkt hefur alltaf verið stundað en aldrei komist upp fyrr en nú. 

Gunnar Bragi Sveinsson klárar sinn pólitíska feril á mjög klassískan hátt: Hann gerir það sem enginn stjórnmálamaður má nokkru sinni gera: Hann segir sannleikann. Svona var þetta! Og þar með er hann búinn að vera. Í kjölfarið reynir hann desperat að klóra í bakkann og segist hafa verið að ljúga. Segist hafa verið að ljúga þegar hann gortaði sig af sínu helsta pólitíska afreki við félaga sína og vini, þá sem hann lítur hvað mest upp til og er tilbúinn að fórna öllu fyrir. 

Laug því að hafa logið

Ljúga? Held ekki. Hann er hins vegar að ljúga þegar hann segir sannleikann sinn hafa verið lygi. Eða eins og Karl Th. orðaði það: Hann lýgur því að hafa logið.

Berst þá boltinn yfir til spillingarbangsans Bjarna Benediktssonar, sem sjaldan hefur sýnst reffilegri, enda nýbúinn að fá þriðju sakleysisvottunina frá Vinstri grænum og telur sig færan í flestan sjó. (Þegar blár er hvítþveginn af grænum er útkoman mjög sérstakur fégrámi sem ljómar og lýsir af, og fáir standast.) Og mun þetta vera spillingarbolti númer 501 sem Bjarni fær í sitt fang og þarf að svara fyrir.

Hann fór auðvitað létt með það eins og hina fimm hundruð. Af og frá að gerður hafi verið einhver samningur. Kannast ekkert við það, enda er Gunnar Bragi búinn að biðja mig afsökunar. Og þar með getur Bjarni haldið áfram í pólitík af því hann kann að ljúga, hann gerir ekki þau mistök að segja sannleikann, og fréttamennirnir eru linir við hann, hinn fégræni grámi er göldrum líkur.

Fundað um hæfileika hans

Þá skiptir engu máli þótt daginn eftir komi í ljós (á upptökunum! – þær virðast vera botnlaus brunnur …) að Bjarni hafi þó þegar átt fund, já bara nýlega!, með Sigmundi sjálfum, já, og utanríkisráðherra, hæstvirtum Guðlaugi Þór, þar sem formaður Mjöðflokksins var mættur til að rukka greiðann: Jæja, nú fer hann Gunnar minn Braga að langa burt … Bjarni viðurkennir þá strax að fundurinn hafi átt sér stað, en tekur þó fyrir að hér sé spilling, mútur eða greiðarukkun á ferð. Af og frá, við áttum þó reyndar þennan fund, ræddum málið, en ræddum með almennum hætti kosti og hæfileika Gunnars Braga. (Sjaldan hafa menn kallað til fundar um stærra efni. Í alvöru: Hafa þessir menn EKKERT að gera?)

En, nú nú, hér varð hlustanda skyndilega ómótt, hér var Bjarni kominn hættulega nálægt þvi að segja sannleikann, hér blasti ferilsendir við, en nei, spillingarbangsanum tókst hið ómögulega: Að ljúga satt. Slíkt er aðeins á færi snillinga og sýnir okkur enn hve BB er magnaður. Þegar nýframkomnar upplýsingar afhjúpa að það sem hann sagði í gær var lygi, þá viðurkennir hann að þær séu sannar, án þess að viðurkenna að hann hafi verið að ljúga, og þar með er sannleikurinn orðinn að nýrri lygi: Hann lýgur satt!

„Nú þarf Bjarni fjórðu sakleysisvottunina frá Vinstri grænum.“

Það sem um tíma virtist vera pólitískur ómöguleiki reynist verða pólitísk snilld.

Þetta bragð kann að hafa bjargað ferlinum (í ellefta sinn) en það blettar þó ríkisstjórnina enn og aftur, og nú þarf Bjarni fjórðu sakleysisvottunina frá Vinstri grænum. Af samstarfsgleðinni á þeim bænum að dæma (í miðri orrahríðinni rann lækkun veiðgjalda í gegnum þingið eins og kranabjór á Klaustri…) er þó engin hætta á öðru en að Bjarni fái slíka vottun og Klausturmálið verði þannig tólfti skandallinn sem blágræni bangsinn labbar óskaddaður í gegnum.

Gaman að þessu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
1

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
2

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
3

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
4

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
5

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
5

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
5

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í mánuðinum

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
1

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
1

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Bjóðum Assange vist hér

Illugi Jökulsson

Bjóðum Assange vist hér

Launin gera fólk háð maka sínum

Launin gera fólk háð maka sínum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

„Nú verður réttlætið sótt“

„Nú verður réttlætið sótt“

Að meta menntun til launa

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Að meta menntun til launa