Mest lesið

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
1

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
2

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!
3

Valgerður Árnadóttir

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

·
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag
4

Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag

·
Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“
5

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·
Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
6

Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

·
Stundin #89
Mars 2019
#89 - Mars 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 22. mars.

Heiða Björg Hilmisdóttir

Dauðans alvara

Jafnrétti kynjanna er forsenda framfara og framþróunar mannkyns og orkan sem fer í að berjast við gamalt valdakerfi eða afleiðingar áfalla og ofbeldis gæti farið í verðmætasköpun.

Heiða Björg Hilmisdóttir

Jafnrétti kynjanna er forsenda framfara og framþróunar mannkyns og orkan sem fer í að berjast við gamalt valdakerfi eða afleiðingar áfalla og ofbeldis gæti farið í verðmætasköpun.

Dauðans alvara

Einn valdamesti maður heims heyrðist í fréttatímum um allan heim lýsa því hvernig hann, í krafti valds síns og frægðar, taldi sig geta gert hvað sem er við konur, gripið í píkuna á þeim, káfað eða kysst. Skömmu síðar dró hann úr stuðningi við alþjóðlega hópa sem styðja baráttu fyrir kvenréttindum. Á sama tíma bætir hann í fjárveitingu til samtaka sem vinna gegn réttindum kvenna og hinsegin fólks. Það sem maður segir þó það sé í búningsherbergi eða bar sýnir nefnilega hvernig maður hugsar og ef maður fer með völd kemur það ekki bara öllum við heldur getur það haft áhrif á okkur öll. Þess vegna kemur okkur öllum við samtalið sem fór á milli sexmenninganna á Klaustur bar þar sem kvenfyrirlitning og fordómar fyrir innflytjendum, fötluðum og samkynhneigðum flugu á milli aðila meðan hinir hlógu og tóku undir. 

Einkenni feðraveldisins

Þau viðhorf sem þar urðu alþjóð kunn eru skaðleg samfélaginu og einkennandi fyrir hið gamla feðraveldi sem er partur af nauðgunarmenningunni og því viðhorfi til kvenna sem áskorun á fimmta hundrað stjórnmálakvenna gekk út á að útrýma fyrir rétt um ári síðan. Ásamt áskorun til stjórnmálanna sendum við frá okkur 136 frásagnir af því hvernig stjórnmálin birtast sumum okkar og hvaða áhrif það hefur á störf kvenna í stjórnmálum og stjórnmálin almennt. Margar lýstu því hvernig karlar hafa haldið konum frá völdum með því að gera lítið úr þeim og þeirra framlagi til stjórnmálanna, og hvernig kyn og útlit kvenna er notað gegn þeim með orðum og athöfnum. Þær eru allt frá því að vera svo sætar yfir í að vera svo ljótar að það truflar karlana. Kynferðislegar athugasemdir, káf og klúrt orðbragð dregur úr konum og hindrar framgang þeirra í starfi og hefur jafnvel hrakið konur úr stjórnmálum. 

„Þær eru allt frá því að vera svo sætar yfir í að vera svo ljótar að það truflar karlana.“

Í kjölfar stjórnmálakvenna sendu samtals 15 hópar frá sér áskoranir og samtals hafa 5.500 konur skrifað undir áskorun til samfélagsins um að vinna að því að kynbundin áreitni og ofbeldi heyri sögunni til.  Ég veit til þess að álíka margir hópar hafa verið starfandi og þúsundir kvenna tekið þátt í umræðum án þess að þeir hafi sent neitt frá sér, þar má nefna fatlaðar konur, konur með fíkn og fleiri mikilvægir hópar.  Það ógnar öryggi kvenna að slík hegðun og orðræða viðgangist og í kjölfarið sameinaðist mikill meirihluti þjóðarinnar um að svona hegðun á að heyra sögunni til. METOO-konur voru valdar menn ársins bæði hjá RÚV og Stöð2 og um allt samfélag voru haldin málþing og vinnustofur þar sem samhljómur var um það að fólk á að geta verið öruggt fyrir kynferðislegri áreitni, ofbeldi og þeirri kynbundnu misbeitingu valds sem hefur viðgengist á vinnustöðum. Þarna horfi ég vissulega viljandi framhjá litlum en nokkuð háværum hópi fólks sem rígheldur í gamla kynjakerfið þar sem hlutverk konunnar er svo rækilega skilgreint og gamaldags og hún metin fyrst og fremst út frá kvenleika sínum. Nokkur þeirra hafa reyndar síðan þá farið undir fölsku flaggi inn í lokaða þolendavæna hópa og birt opinberlega innihald úr þeim sem má túlka sem áskorun til kvenna um að vera óhræddar við að taka umræðuna á opinberum vettvangi. 

Framgangur Íslands

Stjórnmálafólk á að vinna að úrbótum í samfélaginu, horfa til framtíðar og leita bestu lausna hverju sinni fyrir alla.  Til að uppræta það semfélagsmein sem konur sem stigu fram undir merkinu #metoo sviptu hulunni af, þarf að skipta völdum milli karla og kvenna með réttlátum hætti og stuðla að jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Stjórnmálaflokkarnir hafa allir sýnt áhuga á að breyta og bæta bæði í eigin starfi og líka samfélaginu, einstaka stjórnmálakarlar hafa skorað á aðra karla að koma inn í jafnréttisumræðuna og láta til sín taka og það er vel. Það er að segja ef sú áskorun er ekki bara orðin tóm. Þeir fulltrúar löggjafarvaldsins sem sátu að sumbli á Klaustur bar svívirtu konur og karla sem ekki falla inn í þeirra stöðluðu hugmyndir og hæddust að #metoo-byltingunni. Það minnir okkur á að þó #METOO hafi svipt hulunni af vandamálinu þá er það ekki farið, til þess að það fari þurfum við að uppræta slíkt tal og slíka hegðun hvar sem við erum. Við þurfum að tryggja stelpum og strákum, konum og körlum raunverulega jöfn tækifæri og bera virðingu fyrir fólki þótt það sé frábrugðið okkur eða okkar stöðu á einhvern hátt. Afleiðingar áreitni, ofbeldis og valdníðslu eru gríðarlegar fyrir samfélagið, hvort sem við horfum á heilsu og vellíðan einstaklinga og þjóðar eða efnahagslega hagsæld. Ég er sannfærð um það að ef öll sú orka og tími sem við eyðum í að viðhalda þessu gamla kynbundna valdakerfi, nú eða berjast gegn því eða að ná sér eftir áföll og ofbeldi, færi í að vinna eða skapa verðmæti væri Ísland enn framgangsríkara á öllum sviðum. Við erum fá og við getum tekist á við þetta í sameiningu og sýnt heiminum að jafnrétti kynjanna er ekki útópísk hugmynd heldur mikilvægt skref í framþróun mannkyns.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
1

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
2

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!
3

Valgerður Árnadóttir

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

·
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag
4

Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag

·
Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“
5

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·
Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
6

Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

·

Mest deilt

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“
1

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
2

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!
3

Valgerður Árnadóttir

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

·
Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“
4

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
5

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Villimennirnir
6

Hans Hansen

Villimennirnir

·

Mest deilt

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“
1

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
2

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!
3

Valgerður Árnadóttir

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

·
Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“
4

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
5

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Villimennirnir
6

Hans Hansen

Villimennirnir

·

Mest lesið í vikunni

Ég er ekki með sjúkdóm
1

Ég er ekki með sjúkdóm

·
„Samfélagið trúði okkur ekki“
2

„Samfélagið trúði okkur ekki“

·
Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis
3

Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
4

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
5

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hatarakynslóðin
6

Ásgeir H. Ingólfsson

Hatarakynslóðin

·

Mest lesið í vikunni

Ég er ekki með sjúkdóm
1

Ég er ekki með sjúkdóm

·
„Samfélagið trúði okkur ekki“
2

„Samfélagið trúði okkur ekki“

·
Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis
3

Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
4

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
5

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hatarakynslóðin
6

Ásgeir H. Ingólfsson

Hatarakynslóðin

·

Nýtt á Stundinni

WOW air vill ríkisábyrgð

WOW air vill ríkisábyrgð

·
Stundin kærir synjun á upplýsingagjöf

Stundin kærir synjun á upplýsingagjöf

·
Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

·
Villimennirnir

Hans Hansen

Villimennirnir

·
Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

Valgerður Árnadóttir

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

·
Fátækt fólk

Illugi Jökulsson

Fátækt fólk

·
Örplast að finna á dýpstu svæðum hafsins

Örplast að finna á dýpstu svæðum hafsins

·
Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

·
Mikill meirihluti fylgjandi lægri sköttum á tekjulága

Mikill meirihluti fylgjandi lægri sköttum á tekjulága

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

Ásgeir H. Ingólfsson

Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

·