Mest lesið

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
1

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Kolbrún telur sig órétti beitta
3

Kolbrún telur sig órétti beitta

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti
4

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu
5

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
6

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Eru láglaunakonur ekki femínískar?
7

Valkyrja

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er meira en ársgömul.

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

Anita Haglöf, kona sem vann sem heimilishjálp Ingmars Bergman, sænska kvikmyndaleikstjórans, hefur gefið út bók um árin sem hún vann hjá honum. Ingi F. Vilhjálmsson fjallar um bókina og ónotin sem hún skilur eftir sig.

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Anita Haglöf, kona sem vann sem heimilishjálp Ingmars Bergman, sænska kvikmyndaleikstjórans, hefur gefið út bók um árin sem hún vann hjá honum. Ingi F. Vilhjálmsson fjallar um bókina og ónotin sem hún skilur eftir sig.

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
Ein af sænsku jólabókunum Ein af sænsku jólabókunum í ár er bók Anitu Haglöf um árin sem hún vann hjá leikstjóranum Ingmar Bergman. Þessi mynd af honum var tekin 2006, ári áður en hann dó. 

„Fólk vill ekki sjá bakhliðina á peningnum. Einmanaleiki hans og örvænting átti sér ekki nein mörk. Það var svo stutt í sársaukann sem hann bar með sér. Hann var eins og maður sem gekk um og blæddi úr viðstöðulaust. Á þessum stundum var hann óskiljanleg og óþægileg gáta í mínum huga og ég vona, í Guðs nafni, að hann hafi núna fundið frið,“ segir Anita Haglöf, fyrrverandi heimilishjálp sænska kvikmyndaleikstjórans Ingmars Bergman, í nýútkominni bók sinni um tímann sem hún starfaði hjá honum á árunum fyrir og eftir síðustu aldamót. Bókin heitir Ég var heimilishjálp Ingmars Bergman (S. Jag var Ingmar Bergmans hushållerska). 

Í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Ingmars Bergman og hefur aldarafmæli hans verið fagnað með ýmsum hætti í Svíþjóð og raunar einnig á Íslandi. Leikstjórinn er án vafa þekktasti leikstjóri Svía í gegnum tíðina og  kannski einn virtasti leikstjóri kvikmyndasögunnar. Um tíma, þegar hann var yngri, gerði hann eina bíómynd á hverju sumri og leikstýrði leikritum þess á  milli á veturna. Bergman lést árið 2007, 89 ára gamall. Ingmar Bergman hefur svipaða stöðu í Svíþjóð og Halldór Laxness hefur á Íslandi; hann er eins konar Guð, svo stór var hann og er í sænsku þjóðarminni og sögu. 

Beið í 9 árBók Anita Haglöf var tilbúin til útgáfu fyrir 9 árum síðan en hún beið með að gefa hana út af því hún taldi bókina vera of persónulega.

Eftir því sem lengra hefur liðið frá andláti Bergmans hafa komið út fleiri bækur og heimildir sem draga upp flóknari og dekkri mynd af manninum Ingmar Bergman, persónunni, ekki bara listamanninum. Bók Anitu Haglöf um tíma sinn með leikstjóranum er tilraun hennar til að bregða ljósi á manninn sem hún umgekkst á hverjum degi nánast, frá árinu 1995 til 2003; manninn sem hún í fjóra tíma á dag þreif undan, nuddaði,  keypti inn fyrir og bjó um rúmið hjá.  

Ekki það að bók Haglöfs sé tilraun til að breyta sýn umheimsins á verkum listamannsins Ingmars Bergman, heldur frekar atlaga að því að sýna hann í öðru og flóknara ljósi en áður hefur verið gert. „Litið er á Ingmar Bergman sem eins konar minnisvarða, og það með réttu, því sem listamaður er hann risi sem varla á sér hliðstæðu. […] Þarf maður að segja allt um manneskju? Er mikilvægt að fá innsýn inn í, að sumu leyti, ómerkilegt og léttvægt hversdagslíf fólks? Fyrir mig hefur þetta ekki verið neitt val. Ég þurfti að losna við þetta tímabil í lífi mínu úr huga mér,“ segir Haglöf í bókinni.

Haglöf lýsir því tilgangi sínum þannig með bókinni að hún hafi orðið að skrifa hana, ekki bara til að draga upp flóknari og kannski neikvæðari en, jafnframt réttari, mynd af Ingmar Bergman, heldur líka sem einhvers konar hreinsun fyrir sig persónulega. Haglöf hætti nefnilega að vinna hjá Bergman eftir að hún varð veik árið 2003 og kennir því um í bókinni hversu mikið sálfræðilegt álag fylgdi því að vinna fyrir hann. Eftir að hún varð veik hringdi Bergman í Haglöf og sagði henni upp störfum. 

En hvernig lýsir Haglöf sambandi sínu við Bergman? Sá sem hefur séð myndir Bergmans man örugglega eftir því hvað hann er góður í því sem leikstjóri að skapa sálfræðileg ónot hjá áhorfandanum með því að draga upp myndir af mannlegri grimmd þar sem mikil spenna ríkir í samskiptum fólks. Gjarnan er einhver sögupersónan sem er sterkari en önnur veikari sögupersóna og sá sterkari níðist á hinum veika, beygir hann undir sig með andlegu, sálfræðilegu ofbeldi með því að láta viðkomandi finna fyrir aflsmuninum. Hvað gerist næst? Mun hinn sterki beita líkamlegu ofbeldi gegn hinum veikari? Verður einhver laminn eða drepinn? 

Kápa bókarinnar

Þannig líður lesandanum yfir bók Haglöfs. Samband þeirra er eins og klippt út úr mynd eftir Bergman. Maðurinn Bergman virðist hafa verið álíka góður í sálfræðihernaði og kvikmyndaleikstjórinn Ingmar Bergman. Haglöf vissi aldrei á hverju hún átti von frá Bergman: Stundum uppnefndi leikstjórinn hana „tík“ eða „druslu“ og stundum var hann ofur vinalegur og ávarpaði hana „Anita litla“ og skrifaði miða til hennar þar sem hann kallaði sig „vin“ hennar. Þetta er eins og lýsing á ofbeldissambandi maka. 

Maður veit ekki hvað Ingmar gerir næst til að láta mann vorkenna Haglöf yfir því hvað hann er leiðinlegur við hana, á köflum hálfgerður sadisti. Ekkert mátti bregða út af þeim reglum sem Bergman setti: maturinn átti að vera borinn fram á tilteknum tíma, búa átti um rúmið hans á nákvæman hátt eftir forskrift hans, engin læti eða óhljóð máttu vera í kringum hann og lampinn á náttborðinu hans átti að vera á nákvæmlega þeim stað þar sem hann hafði merkt með tússpenna að hann ætti að vera. 

„ Hann róaðist niður en í smá stund var hann brjálaður, frávita af óstjórnlegri árásargirnd.“

Einhvern tímann missti hún pottlok í gólfið og þá stökk Bergman upp úr stólnum sínum og öskraði á hana að ef hún gerði þetta aftur þá myndi hann „drepa hana“. „Ég sagði fyrirgefðu, að þetta hafi ekki verið ætlun mín, og að ég hafi bara ætlað að setja pott inn í skáp og að lokið hafi dottið af. Hann róaðist niður en í smá stund var hann brjálaður, frávita af óstjórnlegri árásargirnd.“

Bók Haglöfs er full af svona anekdótum þar sem Bergman missir sig og lætur hana heyra það út af minnstu atriðum, eins og því að hafa sett hvítlaukssalt í matinn hans í staðinn fyrir venjulegt salt. Þegar Haglöf tilkynnir Bergman að hún þurfi að fara í aðgerð á sjúkrahúsi verður hann brjálaður yfir því af því hann heldur að hún sé að fara að hætta hjá honum og yfirgefa hann. Bergman lét Haglöf opna pakka sem sendur var heim til hans af því hann hélt að í honum væri sprengja og segir hún að þetta hafi verið til marks um það að leikstjórinn hafi talið hana vera óæðri manneskju sem væri minna virði en hann sjálfur og þess vegna hafi mátt „fórna“ henni. 

Og svona gengur þetta, blaðsíðu eftir blaðsíðu eftir blaðsíðu, og nánast aldrei þorir Haglöf að standa uppi í hárinu á Bergman heldur lætur hann valta yfir sig og verður að þægu fórnarlambi hans. „Ég ber ekki hönd fyrir höfuð mér. Ég þegi og þjáist í þögninni. Vona að næsti dagur verði betri. Þetta er hvorki gott fyrir hann né mig. Ég tek eftir því að stundum skammast hann sín svolítið, fer undan í flæmingi eins og hundur sem er hræddur um að verða barinn, þegar hann er búinn að vera sem leiðinlegastur við mig. En hann gengur aldrei svo langt að biðjast afsökunar eða segja einfaldlega: Fyrirgefðu.“

Samband hennar og Bergmans var ekki bara neikvætt og hún lýsir einnig þeim skiptum þar sem hann var vinalegur við hana og í eitt skipti, á þeim átta árum sem hún vann hjá honum, faðmaði hann hana. Haglöf hætti ekki að vinna af hjá Bergman þrátt fyrir hegðun hans af því þetta  vinalega viðmót hans á stundum  mýkti hana og læknaði sár hennar  tímabundið og gerði það að verkum að hún vonaðist til að hann yrði kannski bara vingjarnlegur við hana í framtíðinni.

En djöfulsskapur Bergmans yfirskyggir  ljósu augnablikin í bókinni í huga lesandans og einnig hjá Haglöf sjálfri. Saga hennar er frekar harmsaga en skemmtiverk; þetta er bók um áföllkonu  í mannlegum samskiptum við sænska þjóðhetju.Haglöf er búin að vinna að þessari bók í mörg ár, með öðrum höfundi, en hefur heykst á því að gefa hana út fyrr en núna af því henni fannst hún of persónuleg.

 Eftirbragðið af bókinni er  eins og af einum af beisku kvikmyndum Bergmans sjálfs. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
1

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Kolbrún telur sig órétti beitta
3

Kolbrún telur sig órétti beitta

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti
4

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu
5

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
6

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
4

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
5

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
6

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
4

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
5

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
6

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Nýtt á Stundinni

Íslenskt réttlæti 2020

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Brautryðjendur í listaheimi, reikistjörnur og útgáfutónleikar

Brautryðjendur í listaheimi, reikistjörnur og útgáfutónleikar

Íslenskt réttlæti 2020

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Auglýstu slagsmál tveggja stúlkna á Instagram

Auglýstu slagsmál tveggja stúlkna á Instagram

Getur gleymt því að ferðast til útlanda á sínum launum

Getur gleymt því að ferðast til útlanda á sínum launum

„Hvaða gagn gerir mynd um helförina með ekkert um gyðinga?“

„Hvaða gagn gerir mynd um helförina með ekkert um gyðinga?“

Í dag er ég ósýnilega konan

Oddvar Hjartarson

Í dag er ég ósýnilega konan

Uppnám á vinnumarkaði: Fjórði hver starfandi Íslendingur er án samnings

Uppnám á vinnumarkaði: Fjórði hver starfandi Íslendingur er án samnings

Af hverju er Tyrkland Tyrkland?

Af hverju er Tyrkland Tyrkland?

Eflingarfólk vinnur meira en aðrir fyrir lægri laun

Eflingarfólk vinnur meira en aðrir fyrir lægri laun