Mest lesið

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum
1

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
3

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina
4

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær
5

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi
6

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi

·
Stundin #92
Apríl 2019
#92 - Apríl 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 10. maí.

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir bréf pólska sendiherrans til forseta og forsætisráðherra aðför sendiherra erlends ríkis að frjálsum fjölmiðli á Íslandi. Fordæmalaust tiltæki ræðismanns á okkar tímum.

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið
ritstjorn@stundin.is

Viðbrögð Gerard Pokruszyński, sendiherra Íslands á Póllandi, við fréttaflutningi Stundarinnar af aðkomu nýfasískra hópa að göngu sem pólskir ráðamenn leiddu um götur Varsjár síðastliðinn sunnudag, eru aðför sendiherra erlends ríkis að frjálsum fjölmiðli á Íslandi. Athæfið er fordæmalaust sé litið til samtímasögu landsins og leita verður aftur til fjórða áratugarins til þess að finna dæmi um sambærilegar aðferðir ræðismanns erlends ríkis á íslenskri grundu. Þetta ritar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, í færslu á Facebook. Þá segir hann eðlilegast að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kalli sendiherrann á teppið og skammi hann fyrir uppátækið.

Ráðherra bregðist viðStundin veit ekki til þess að sendiherra Póllands hafi sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra umrætt bréf, en Kristinn vill að ráðherrann kalli sendiherrann á teppið.

Pólski sendiherrann sendi á miðvikudagskvöld bréf á skrifstofur æðstu ráðamanna Íslands, Guðna Th. Jóhannesson forseta og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem hann fór fram á að Stundin bæði pólsku þjóðina afsökunar á því að hafa sagt að allir Pólverjar sem „elska föðurlandið“ væru „nýnasistar“ eða „fasistar.“ Þá sagðist hann vonast til þess að umfjöllun blaðsins, sem hann kallar „falsfrétt“, myndi ekki valda „alvarlegum afleiðingum“ í samskiptum Íslendinga og Pólverja. „Ég vona að þetta mun ekki valda alvarlegum afleiðingum og muni ekki byggja upp tregðu á milli samlanda okkar,“ sagði sendiherrann sem  sendi bréfið jafnframt á flesta starfsmenn Stundarinnar. Ritstjórar Stundarinnar hafa hafnað ásökunum sendiherrans.

Viðbrögðin staðfesti ástandið

Hið hræðilega er að þetta viðbragð sendiherrans er staðfesting á þeim undirliggjandi ugg sem leiddi til skrifa Stundarinnar,“ skrifar Kristinn sem bætir við að íslenskum stjórnvöldum beri að mótmæla hinu lúalega og freklega athæfi sendiherrans.

Hann bendir á að það sé ekkert athugavert við það að sendiherra erlends ríkis geri yfirvegaðar athugasemdir við efnistök fjölmiðla sem varða land hans, telji hann einhverjar rangfærslur á ferðinni. Það hefði sendiherrann getað gert með rökstuddum skrifum en slíku hafi ekki verið að skipta. „Þetta er ekkert slíkt heldur aðför að frjálsum fjölmiðli og nafngreindum blaðamanni, í því ríki þar sem hann hefur stöðu,“ skrifar Kristinn sem telur „offors pólska sendiherrans“ vart eiga sér fordæmi á Íslandi sé litið til síðustu áratuga.

Sendi bréf á ráðamenn Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, sendi bréf á æðstu ráðamenn á Íslandi, og kvartaði undan umfjöllun Stundarinnar um fasíska hópa.

Kristinn bendir á að líklegast þurfi að fara alla leið aftur til fjórða áratugar 20. aldarinnar til þess að finna sambærileg dæmi, sem birtust í aðferðum þýska ræðismannsins Werners Gerlack þegar hann krafðist þess ítrekað að íslensk stjórnvöld hefðu hemil á gagnrýnni umfjöllun fjölmiðla um þriðja ríki Hitlers, og varð töluvert ágengt.

Alþjóðlegir fjölmiðlar sakaðir um falsfréttir

Í umfjöllun Stundarinnar um sjálfstæðisgönguna, sem fram fór í Varsjá síðastliðin sunnudag í tilefni af hundrað ára afmæli sjálfstæðis Póllands, Í umfjölluninni, sem byggði meðal annars á fréttaflutningi alþjóðlegra fjölmiðla á borð við New York Times, Guardian og Al Jazeera, kom fram að forseti Póllands, forsætisráðherra og aðrir helstu leiðtogar landsins, hefðu marsérað um götur Varsjár í fylgd þjóðernissinnaðra hópa sem hafa verið skilgreindir sem fasískir og/eða nýnasískir. Þessi hópar hafa skipulagt og sameinast í sjálfstæðisgöngunni þann 11. nóvember ár hvert allt frá árinu 2010. Gagnrýnendur hafa bent á að með því að taka þátt í sameiginlegri göngu með öfgahægrimönnum, hafi pólsk stjórnvöld í raun veitt þessum hópum ákveðið lögmæti.

Gangan hefur vakið athygli alþjóðlegra fjölmiðla á borð við Al Jazeera, BBC og Euronews. „Pólskir ráðamenn marséra með þjóðernissinnum á fullveldisdaginn, sagði í fyrirsögnum Al jazeeraU.S. News og Fox News á meðan The Times of Israel og New York Times lögðu áherslu á að pólskir ráðamenn hefðu tekið þátt í göngunni með öfgahægrimönnum. „Þjóðernissinnar sem kveiktu í blysum og héldu uppi merkjum fasista marséruðu á sama tíma og pólskir stjórnmálamenn,“ sagði í frétt Guardian. 

Blaðamenn án landamæra, Amnesty International og Freedom House eru á meðal þeirra sem hafa bent á það hvernig pólsk stjórnvöld hafa þrengt að tjáningar- og fjölmiðlafrelsi í landinu eftir að þjóðernissinnaði Laga og Réttlætisflokkurinn komst þar til valda árið 2015. Þannig sé ríkissjónvarp landsins til að mynda komið algjörlega undir hæl flokksins. Fréttir virtra alþjóðlegra miðla, þar sem fjallað er með krítískum hætti um ástandið í Póllandi, eru jafnan teknar fyrir í pólska ríkissjónvarpinu og þær afskrifaðar sem „falsfréttir“. Pólland féll um 29 sæti á lista Blaðamanna án landamæra um fjölmiðlafrelsi á milli áranna 2015 og 2016 eða eftir að flokkurinn tók við stjórnartaumunum. Landið var í 18 sæti á listanum árið 2015 en var komið niður í 47 sæti árið 2016 og er nú í 58 sæti á listanum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum
1

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
3

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina
4

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær
5

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi
6

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi

·
Veðurfarsgremja og váfréttir af ferðamönnum
7

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Veðurfarsgremja og váfréttir af ferðamönnum

·

Mest deilt

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær
1

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi
3

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina
4

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
5

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“
6

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

·

Mest deilt

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær
1

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi
3

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina
4

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
5

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“
6

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

·

Mest lesið í vikunni

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum
1

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar
3

Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
4

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Verslun á netinu: Enn ein ógnin sem steðjar að umhverfinu
5

Verslun á netinu: Enn ein ógnin sem steðjar að umhverfinu

·
Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“  að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins
6

Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“ að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins

·

Mest lesið í vikunni

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum
1

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar
3

Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
4

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Verslun á netinu: Enn ein ógnin sem steðjar að umhverfinu
5

Verslun á netinu: Enn ein ógnin sem steðjar að umhverfinu

·
Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“  að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins
6

Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“ að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins

·

Nýtt á Stundinni

Sorrý með mig

Sorrý með mig

·
Hvert millifæri ég??

Hvert millifæri ég??

·
Páskalamb Hrefnu Sætran

Páskalamb Hrefnu Sætran

·
Fjárorðræða

Stefán Snævarr

Fjárorðræða

·
Ný tegund af „risaljóni“ fannst í skúffu

Illugi Jökulsson

Ný tegund af „risaljóni“ fannst í skúffu

·
Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

·
Að eyðileggja málstað

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Að eyðileggja málstað

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Ísland aftur á miðaldir - allt vegna 3ja orkupakkans

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Ísland aftur á miðaldir - allt vegna 3ja orkupakkans

·
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Veðurfarsgremja og váfréttir af ferðamönnum

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Veðurfarsgremja og váfréttir af ferðamönnum

·