Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, seg­ir bréf pólska sendi­herr­ans til for­seta og for­sæt­is­ráð­herra að­för sendi­herra er­lends rík­is að frjáls­um fjöl­miðli á Ís­landi. For­dæma­laust til­tæki ræð­is­manns á okk­ar tím­um.

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

Viðbrögð Gerard Pokruszyński, sendiherra Íslands á Póllandi, við fréttaflutningi Stundarinnar af aðkomu nýfasískra hópa að göngu sem pólskir ráðamenn leiddu um götur Varsjár síðastliðinn sunnudag, eru aðför sendiherra erlends ríkis að frjálsum fjölmiðli á Íslandi. Athæfið er fordæmalaust sé litið til samtímasögu landsins og leita verður aftur til fjórða áratugarins til þess að finna dæmi um sambærilegar aðferðir ræðismanns erlends ríkis á íslenskri grundu. Þetta ritar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, í færslu á Facebook. Þá segir hann eðlilegast að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kalli sendiherrann á teppið og skammi hann fyrir uppátækið.

Ráðherra bregðist viðStundin veit ekki til þess að sendiherra Póllands hafi sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra umrætt bréf, en Kristinn vill að ráðherrann kalli sendiherrann á teppið.

Pólski sendiherrann sendi á miðvikudagskvöld bréf á skrifstofur æðstu ráðamanna Íslands, Guðna Th. Jóhannesson forseta og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem hann fór fram á að Stundin bæði pólsku þjóðina afsökunar á því að hafa sagt að allir Pólverjar sem „elska föðurlandið“ væru „nýnasistar“ eða „fasistar.“ Þá sagðist hann vonast til þess að umfjöllun blaðsins, sem hann kallar „falsfrétt“, myndi ekki valda „alvarlegum afleiðingum“ í samskiptum Íslendinga og Pólverja. „Ég vona að þetta mun ekki valda alvarlegum afleiðingum og muni ekki byggja upp tregðu á milli samlanda okkar,“ sagði sendiherrann sem  sendi bréfið jafnframt á flesta starfsmenn Stundarinnar. Ritstjórar Stundarinnar hafa hafnað ásökunum sendiherrans.

Viðbrögðin staðfesti ástandið

Hið hræðilega er að þetta viðbragð sendiherrans er staðfesting á þeim undirliggjandi ugg sem leiddi til skrifa Stundarinnar,“ skrifar Kristinn sem bætir við að íslenskum stjórnvöldum beri að mótmæla hinu lúalega og freklega athæfi sendiherrans.

Hann bendir á að það sé ekkert athugavert við það að sendiherra erlends ríkis geri yfirvegaðar athugasemdir við efnistök fjölmiðla sem varða land hans, telji hann einhverjar rangfærslur á ferðinni. Það hefði sendiherrann getað gert með rökstuddum skrifum en slíku hafi ekki verið að skipta. „Þetta er ekkert slíkt heldur aðför að frjálsum fjölmiðli og nafngreindum blaðamanni, í því ríki þar sem hann hefur stöðu,“ skrifar Kristinn sem telur „offors pólska sendiherrans“ vart eiga sér fordæmi á Íslandi sé litið til síðustu áratuga.

Sendi bréf á ráðamenn Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, sendi bréf á æðstu ráðamenn á Íslandi, og kvartaði undan umfjöllun Stundarinnar um fasíska hópa.

Kristinn bendir á að líklegast þurfi að fara alla leið aftur til fjórða áratugar 20. aldarinnar til þess að finna sambærileg dæmi, sem birtust í aðferðum þýska ræðismannsins Werners Gerlack þegar hann krafðist þess ítrekað að íslensk stjórnvöld hefðu hemil á gagnrýnni umfjöllun fjölmiðla um þriðja ríki Hitlers, og varð töluvert ágengt.

Alþjóðlegir fjölmiðlar sakaðir um falsfréttir

Í umfjöllun Stundarinnar um sjálfstæðisgönguna, sem fram fór í Varsjá síðastliðin sunnudag í tilefni af hundrað ára afmæli sjálfstæðis Póllands, Í umfjölluninni, sem byggði meðal annars á fréttaflutningi alþjóðlegra fjölmiðla á borð við New York Times, Guardian og Al Jazeera, kom fram að forseti Póllands, forsætisráðherra og aðrir helstu leiðtogar landsins, hefðu marsérað um götur Varsjár í fylgd þjóðernissinnaðra hópa sem hafa verið skilgreindir sem fasískir og/eða nýnasískir. Þessi hópar hafa skipulagt og sameinast í sjálfstæðisgöngunni þann 11. nóvember ár hvert allt frá árinu 2010. Gagnrýnendur hafa bent á að með því að taka þátt í sameiginlegri göngu með öfgahægrimönnum, hafi pólsk stjórnvöld í raun veitt þessum hópum ákveðið lögmæti.

Gangan hefur vakið athygli alþjóðlegra fjölmiðla á borð við Al Jazeera, BBC og Euronews. „Pólskir ráðamenn marséra með þjóðernissinnum á fullveldisdaginn, sagði í fyrirsögnum Al jazeeraU.S. News og Fox News á meðan The Times of Israel og New York Times lögðu áherslu á að pólskir ráðamenn hefðu tekið þátt í göngunni með öfgahægrimönnum. „Þjóðernissinnar sem kveiktu í blysum og héldu uppi merkjum fasista marséruðu á sama tíma og pólskir stjórnmálamenn,“ sagði í frétt Guardian. 

Blaðamenn án landamæra, Amnesty International og Freedom House eru á meðal þeirra sem hafa bent á það hvernig pólsk stjórnvöld hafa þrengt að tjáningar- og fjölmiðlafrelsi í landinu eftir að þjóðernissinnaði Laga og Réttlætisflokkurinn komst þar til valda árið 2015. Þannig sé ríkissjónvarp landsins til að mynda komið algjörlega undir hæl flokksins. Fréttir virtra alþjóðlegra miðla, þar sem fjallað er með krítískum hætti um ástandið í Póllandi, eru jafnan teknar fyrir í pólska ríkissjónvarpinu og þær afskrifaðar sem „falsfréttir“. Pólland féll um 29 sæti á lista Blaðamanna án landamæra um fjölmiðlafrelsi á milli áranna 2015 og 2016 eða eftir að flokkurinn tók við stjórnartaumunum. Landið var í 18 sæti á listanum árið 2015 en var komið niður í 47 sæti árið 2016 og er nú í 58 sæti á listanum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Utanríkismál

Sigmundur Davíð skoðaði lagningu sæstrengs með Cameron „til að sýna fram á að það hentaði ekki“
FréttirUtanríkismál

Sig­mund­ur Dav­íð skoð­aði lagn­ingu sæ­strengs með Ca­meron „til að sýna fram á að það hent­aði ekki“

Þing­heim­ur hló þeg­ar Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Mið­flokks­ins, sagð­ist ein­göngu hafa sam­þykkt stofn­un vinnu­hóps með Bret­um um lagn­ingu sæ­strengs ár­ið 2015 til þess að ekk­ert yrði af verk­efn­inu. Hann mæl­ir með að Bret­land gangi í EES, þrátt fyr­ir að ut­an þess yrði sæ­streng­ur ill­mögu­leg­ur eft­ir Brex­it.
Fyrrverandi héraðsdómari segir Guðlaug Þór hafa misbeitt valdi og jafnvel bakað sér refsiábyrgð
Fréttir

Fyrr­ver­andi hér­aðs­dóm­ari seg­ir Guð­laug Þór hafa mis­beitt valdi og jafn­vel bak­að sér refsi­á­byrgð

Pét­ur Guð­geirs­son, fyrr­ver­andi dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, tel­ur ut­an­rík­is­ráð­herra hafa gerst sek­an um ólög­mæta íhlut­un í stjórn­skip­un­ar­mál full­valda rík­is með stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing­unni við Ju­an Guaidó í Venesúela. Rétt­ast sé að Guð­laug­ur biðj­ist af­sök­un­ar og segi af sér.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
8
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
9
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
10
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár