Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Telur jaðarhópa hafa náð að eigna sér þjóðhátíðardag Pólverja

Hrafn­kell Lárus­son, doktorsnemi í sagn­fræði, fylgd­ist með há­tíð­ar­höld­um í Var­sjá í til­efni þjóð­há­tíð­ar­dags Pól­verja. Hon­um fannst sér alls ekki ógn­að en viss ónota­til­finn­ing hafi fylgt því að vera við­stadd­ur.

Telur jaðarhópa hafa náð að eigna sér þjóðhátíðardag Pólverja
Ein ganga Þrátt fyrir að aðgreining væri milli hópa í göngunni síðastliðinn sunnudag var engu að síður um eina göngu að ræða. Mynd: Kevin Reuning

„Stærstu tíðindin eru líklega hve vel og friðsamlega þessi ganga fór fram, öfugt við það sem fólk sem ég talaði við fyrir þjóðhátíðardaginn hafði óttast og þrátt fyrir hversu gríðalegt fjölmenni tók þátt,“ segir Hrafnkell Lárusson, doktorsnemi í sagnfræði, um hátíðargöngu í gegnum miðborg Varsjár síðastliðinn sunnudag í tilefni af því að 100 ár voru þá liðin frá því að Pólland endurheimti sjálfstæði sitt við lok fyrri heimstyrjaldarinnar. Hrafnkell er búsettur í Varsjá og hefur fylgst vel með pólskum stjórnmálum undanfarin misseri.

MannhafPólskir fánar voru mest áberandi í göngunni.

Fyrstu árin sem öfgaþjóðernissinnaðir hópar stóðu fyrir göngum á þjóðhátíðardaginn 11. nóvember voru þær róstursamar. Talsverðar áhyggjur voru uppi fyrir sunnudaginn um að göngunni myndi fylgja ofbeldi og að hún myndi ógna öryggi borgaranna. Þannig ráðlögðu sendiráð ýmissa erlendra ríkja í Varsjá, þar á meðal sendiráð Úkraínu, Bandaríkjanna og Kanada, ríkisborgurum sinna landa að halda sig frá miðborg Varsjár á sama tíma og gangan færi fram. Borgarstjóri Varsjár, sem lét af störfum síðastliðinn mánudag, bannaði gönguna þannig á miðvikudeginum áður en átti að ganga hana, með vísan til öryggis borgaranna og ofbeldisfullrar sögu göngunnar. Bent hefur verið á að á þeim tólf árum sem borgarstjórinn, Hanna Gronkiewicz-Waltz, sat í embætti hafði hún ekki séð ástæðu til að banna gönguna áður. En ákvörðun hennar nú olli reiði og endaði með dómsúrskurði þar sem gangan var heimiluð. Í millitíðinni skipulögðu pólsk stjórnvöld, með forsetann Andrzej Duda og forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki í farabroddi, hins vegar aðra göngu sem ganga átti nákvæmlega sömu leið og þjóðernissinnar höfðu gengið síðustu ár, á sama tíma. Að mati Hrafnkels var það leið stjórnvalda til að friða þjóðernissinna.

Aðgreining milli hópa en um eina göngu að ræða

Hrafnkell bendir á að pólsk stjórnvöld hafi ekki komið að málinu fyrr en eftir tilraun borgarstjórans til að banna göngu þjóðernissinna. „Þótt forseti og forsætisráðherra hafi tekið þátt í göngunni var ekki svo að þeir marseruðu hönd í hönd með hörðustu þjóðernissinnunum og rasistunum. Gangan var gríðarlega stór, samkvæmt opinberum tölum tóku 250 þúsund manns þátt í henni, og það var ákveðin aðgreining milli hópa. En þetta er auðvitað ein ganga engu að síður.“

„Þátttaka forsetans og forsætisráðherrans hefur líklega verið liður í að friða þá.“

Venjulegir borgarar stærsti hópurinnOpinberar tölur segja að 250 þúsund manns hafi gengið um miðborg Varsjár á sunnudaginn. Stærsti hópurinn voru venjulegir Pólverjar.

Hrafnkell segir hinn mikla fjölda sem tók þátt í göngunni núna auðvitað hafa verið fyrst og fremst tilkominn vegna 100 ára afmælis fullveldisins. „Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem þarna gengu voru venjulegir borgarar, meðal annars barnafólk. Það var fullt af fólki með krakka, jafnvel smábörn, bæði í göngunni og að fylgjast með. Hvað varðar fána og merki þá segja heimildir mínar mér að það hafi verið allt miklu hófstilltara í þessari göngu en þeirri sem var í fyrra, en þá var ég ekki viðstaddur. Nú var þetta mikið haf af pólskum fánum en inn á milli mátti greina fána einstakra róttækra þjóðernis- og öfgahægrisinnaðra hreyfinga. Þó mér, verandi útlendingur, fyndist mér ekki á neinn hátt ógnað með að vera viðstaddur gönguna fylgdi því samt viss ónotatilfinning.“

Þrúgandi andrúmsloftHrafnkell segir að sér hafi ekki fundist sem honum væri ógnað en engu að síður hefði verið óþægilegt að fylgjast með öfgasinnum ganga undir ýmsum fánum í gegnum Varsjá.

Samtal við stjórnvöld upphefð fyrir öfgamenn

Eins og fyrr segir telur Hrafnkell ánægjulegt að gangan hafi farið friðsamlega fram, þvert á það sem margir væntu. „Ég hugsa að ein ástæða þess að helstu öfgamennirnir voru nokkurn veginn stilltir hafi verið að þeir voru búnar að vinna sigur fyrirfram eftir þetta útspil borgarstjórans. Af því leiddi að þeir áttu í framhaldinu í samtali við stjórnvöld um tilhögun göngunnar sem er ákveðin upphefð fyrir þessar hreyfingar. Þátttaka forsetans og forsætisráðherrans hefur líklega verið liður í að friða þá. Það sem veldur mér og fleirum áhyggjum er hvernig öfgasinnaðir þjóðernissinnar, ekki bara pólskir, hafa yfirtekið þennan dag og fengið ákveðna blessun á tilveru sína með svo mikilli þátttöku þó svo að þessir hópar fái nær ekkert fylgi ef þeir bjóða fram í kosningum. Það hefur orðið ákveðin normalisering á þessum hópum. Hér virðist hafa gerst það sem kallað er á ensku „symbolic hijacking“, það er að hér hafa fámennir jaðarhópar náð að merkja sér og gera að sínum hátíðisdag sem er mikilvægur fyrir almenning. Dag sem væri eðlilegra að stjórnvöld og samtök sem endurspegla samfélagið með víðari hætti stæðu alfarið að skipulagningu á.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Uppgangur þjóðernishyggju

Sigrar pastelrasista í Svíþjóð: Fóru frá jaðrinum í ríkisstjórnarsamstarf
GreiningUppgangur þjóðernishyggju

Sigr­ar pastel­ras­ista í Sví­þjóð: Fóru frá jaðr­in­um í rík­is­stjórn­ar­sam­starf

Ferða­lag sænska stjórn­mála­flokks­ins Sví­þjóð­ar­demó­krata frá því að vera jað­ar­flokk­ur í sænsk­um stjórn­mál­um yf­ir í að vera sam­starfs­flokk­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar er ein­stakt seg­ir stjórn­mála­skýr­andi. Flokk­ur­inn hef­ur náð að straum­línu­laga sig og fjar­lægja sig frá nasískri og rasískri for­tíð sinni þannig að fimmti hver Svíi kýs nú flokk­inn.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár