Mest lesið

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
2

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
3

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum
4

Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum

·
Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni
5

Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

·
Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“
6

Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“

·
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum
7

Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

·

Illugi Jökulsson

Ný pláneta í bakgarðinum

Hér segir frá nýrri plánetu sem fundist hefur við sólstjörnu eina í næsta nágrenni við okkar Sól. Og þótt þar sé sennilega ansi kalt er hugsanlegt að þar sé lífvænlegt samt.

Illugi Jökulsson

Hér segir frá nýrri plánetu sem fundist hefur við sólstjörnu eina í næsta nágrenni við okkar Sól. Og þótt þar sé sennilega ansi kalt er hugsanlegt að þar sé lífvænlegt samt.

Ísveröld. Kannski verður svona að litast á plánetunni við Barnard's Star þegar (og ef) við komumst þangað einhvern tíma.  Mynd: Ísveröld.

Í samhengi alheimsins eru sex ljósár ekki nema steinsnar.

Það er sú vegalengd sem ljósið æðir áfram á sex árum. Til samanburðar má geta þess að stjörnuþokan okkar, Vetrarbrautin, er hátt í 200.000 ljósár í þvermál. Næsta stóra stjörnuþoka, Andrómeda, er svo 2,5 milljónir ljósára í burtu.

Svo sex ljósár eru svo sem ekki neitt neitt.

Og nú hafa vísindamenn fundið plánetu við sól eina sem er ekki nema sex ljósár í burtu. Sem sagt í viðráðanlegri fjarlægð til að við gætum mögulega heimsótt hana einhvern tíma í framtíðinni. Og það kynni að vera ástæða til þess því sömu mælingar hafa gefið til kynna að þessi pláneta kunni að vera nokkuð svipuð Jörðinni og þar gæti jafnvel verið að finna skilyrði fyrir lífi.

3,2 sinnum þyngri en Jörðin

Stjörnufræðingurinn Guillem Anglada Escudé stýrði rannsóknarteymi sem fann plánetuna og hefur nú birt niðurstöður hópsins í tímaritinu Nature

Plánetan fannst með því að mæla gaumgæfilega truflanir á ferðalagi lítillar dvergstjörnu í sex ljósára fjarlægð en hún er kölluð Barnard's Star eftir bandaríska stjörnufræðingnum E.E.Barnard (1857-1923) en hann varð fyrstur til að mæla hraða stjörnunnar sem reyndist vera mikill. Engin stjarna hefur fundist hraðfleygari en Barnardsstjarna, skilst mér. Á hinn bóginn er þvermál hennar ekki nema einn fjórði af þvermáli Sólarinnar okkar (sem er þó bara í minna meðallagi að stærð) og birtan sem hún gefur frá sér er ekki nema 3 prósent af birtu Sólarinnar.

Barnardsstjarnan er sem sé það sem kallast á máli vísindamanna „rauður dvergur“.

Ævagömul reikistjarna

Hún er líklega helmingi eldri en Sólin okkar (sem byrjaði að skína fyrir 4,6 milljörðum ára) og kannski mun eldri en það, allt að 12 milljarða ára gömul sem mundi þýða að hún væri ein af elstu stjörnum Vetrarbrautarinnar. Alheimurinn allur varð til fyrir 14,7 milljörðum ára eins og allir vita, svo Barnardsttjarnan hefur verið á dögum góðan hluta af tilverunni.

Og væntanlega er plánetan sem nú hefur fundist jafn gömul.

Þessi pláneta er nú næstnálægasta sem ennþá hefur fundist, en pláneta sem nefnist Proxima Centauri B er ennþá nær, í „ekki nema“ 4,2 ljósára fjarlægð.

Plánetan við Barnardsstjörnuna mælist vera 3,2 sinnum þyngri en Jörðin okkar og er í svipaðri fjarlægð frá stjörnu sinni og plánetan Merkúr er frá Sólinni. Líklega er um að ræða „klettaplánetu“ eins og Jörðina, það er að segja úr föstu efni en ekki gasrisa eins og Júpíter og félaga. Miðað við fjarlægðina frá stjörnunni ætti að ríkja þar 150 gráðu frost öllum stundum, en nú kemur það merkilega. 

Sólin okkar og Barnardsstjarnan.Stærðir og fjarlægðir eru hlutfallslega réttar. Myndin er úr tímaritinu Nature.

Þykkur lofthjúpur?

Anglada Escudé og félagar hafa nefnilega fært rök fyrir því að þessi pláneta hafi þykkan lofthjúp. Og vegna lofthjúpsins gæti hitinn á plánetunni verið miklum mun bærilegri en fjarlægðin segði annars til um.

Bæði í andrúmsloftinu og á yfirborðinu gætu verið efni eins og vatn, vetni, koldíoxíð. Og vísindamennirnir ætla nú að róa að því öllum árum að komast að því svo nákvæmlega sem hægt er hvernig lofthjúpurinn er saman settur. Ef þar finnast efni eins og súrefni og metan yrði hrópað húrra yfir jafnt smásjám sem stjörnukíkjum vísindamannanna. Því það gæfi til kynna að á plánetunni gætu vel hafa myndast skilyrði fyrir lífið sjálft. 

Raunar þykir aðstæðum á nýju plánetunni, að því marki sem þær eru kunnar, svipa töluvert til aðstæðna á tunglinu Títan við Satúrnus. Á Títan eru heilu höfin af metani og ýmis efni að finna sem nauðsynleg eru lífinu. Í sjálfu sér gæti hafa orðið þar til líf, þótt það sé væntanlega aðeins á einhvers konar örverustigi og skilyrði fyrir mannabústaði ekki beint heppileg.

Það gæti líka verið upp á teningnum á Barnardsstjörnuplánetunni. Athygli vísindamanna mun alla vega beinast mjög að henni á næstunni. Nú þegar er verið að kanna vísbendingar um að önnur reikistjarna gæti verið á hringsóli kringum stjörnuna. En aðallega verður reynt að skoða lofthjúpinn á þeirri plánetu sem þegar er fundin.

Stutt, samt langt

Auðvitað er draumur allra vísindamanna að senda geimskip til Bernardsstjörnunnar og kanna sjálfir hvort þar leynist líf eða hvort mögulegt væri að „terraforma“ hana þannig að menn gætu búið þar einhvern tíma í fjarlægri framtíð. En hætt er við að það verði langt þangað til menn stíga fæti sínum á þennan nágranna okkar - nema við finnum upp einhverjar geimflaugar sem geta borið geimför milli stjarna á miklu, miklu meiri hraða en nú er hugsanlegt. Þótt fjarlægðin til Barnardsstjörnunnar sé svo lítil á mælikvarða alheimsins að hún sé nánast í bakgarði okkar, þá mundi það samt taka þau geimför sem við ráðum nú yfir 111.000 ár að komast þangað.

Útsýnið til Proxima Centaurifrá plánetunni Proxima Centauri B. Þetta er að sjálfsögðu hugmynd listamanns því við höfum enn ekki komið myndavél þangað. En útsýnið til Barnardsstjörnunnar gæti verið svipað.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
2

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
3

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum
4

Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum

·
Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni
5

Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

·
Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“
6

Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“

·
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum
7

Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

·

Mest deilt

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
2

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
3

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·
Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni
4

Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

·
Ljóð Þórdísar Elvu veitir konum kraft til að greina frá ofbeldi
5

Ljóð Þórdísar Elvu veitir konum kraft til að greina frá ofbeldi

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
6

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·

Mest deilt

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
2

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
3

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·
Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni
4

Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

·
Ljóð Þórdísar Elvu veitir konum kraft til að greina frá ofbeldi
5

Ljóð Þórdísar Elvu veitir konum kraft til að greina frá ofbeldi

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
6

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
3

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
4

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
5

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
6

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
3

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
4

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
5

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
6

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·

Nýtt á Stundinni

Kvörtun undan Helga Hjörvari snerist um ósæmilega hegðun eftir fund Norðurlandaráðs

Kvörtun undan Helga Hjörvari snerist um ósæmilega hegðun eftir fund Norðurlandaráðs

·
Lítil von að samningar náist fyrir áramót

Lítil von að samningar náist fyrir áramót

·
Öryrkjar enn og aftur látnir sitja á hakanum

Öryrkjar enn og aftur látnir sitja á hakanum

·
Ljóð Þórdísar Elvu veitir konum kraft til að greina frá ofbeldi

Ljóð Þórdísar Elvu veitir konum kraft til að greina frá ofbeldi

·
Inga Sæland skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

Inga Sæland skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

·
Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“

Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“

·
Samviska Háskóla Íslands rís upp gegn tanngreiningum

Samviska Háskóla Íslands rís upp gegn tanngreiningum

·
Klausturbleikjur

Klausturbleikjur

·
Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

·
Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum

Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum

·
Ágúst Ólafur hafi sagt ósatt um tilkynninguna

Ágúst Ólafur hafi sagt ósatt um tilkynninguna

·
Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·