Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
2

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“
3

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Launin gera fólk háð maka sínum
4

Launin gera fólk háð maka sínum

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
5

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna
6

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er meira en ársgömul.

Birgitta Jónsdóttir

WOWlandið

Það er skemmtilegra að flýja inn í neyslupartíið og vona að það endi aldrei, en skynsamlegra að leggja strax upp í vinnuna við tiltekt og uppbyggingu.

Birgitta Jónsdóttir

Það er skemmtilegra að flýja inn í neyslupartíið og vona að það endi aldrei, en skynsamlegra að leggja strax upp í vinnuna við tiltekt og uppbyggingu.

WOWlandið
WOW Íslenskt hagkerfi flaug af stað, ekki vegna framtíðarsýnar, heldur vegna tilfallandi, utanaðkomandi sveiflna.  Mynd: Florian G.

Af einhverjum ástæðum hefur okkur Íslendingum yfirleitt ekki borið gæfa til að nýta ótrúlega happafengi sem hér hafa skolað á land. Það þekkja flestir sögu þeirra happa sem hér hafa orðið í kjölfar oft og tíðum hamfara af einhverju tagi. Þjóðin bjó við ömurlega örbirgð um langa hríð en svo voru auðlindir okkar uppgötvaðar og með sanni nýttar af alþjóðafyrirtækjum sem keyptu sig inn á svæðin með glerperlum og loforðum um efnahagsleg kraftaverk sem létu nú ansi oft á sér standa fyrir flesta nema þá sem áttu nóg fyrir.

En það hafa komið góðæri sem hafa haft heildrænt góð áhrif á afkomu þjóðarinnar sem heild. Það kom síldarævintýir og alls konar furðufiskar sem glóðu sem gull í úfnu hafinu allt um kring og fengu fúsar hendur til að leggja nótt við dag, að koma þessum gersemum í verð.

Miklar framfarir áttu sér stað þegar almenningur náði að finna tón samstöðu til að knýja fram réttindi. Eftir stríð áttu sér stað miklar breytingar sem voru landi og þjóð til heilla. Þá má líka nefna að þau lífsgæði sem hlutust af þeirri stórtæku ákvörðun um orkuskipti frá olíu í hitaveitu eru lífsgæði sem við njótum öll í okkar daglega lífi, þó svo að sú ákvörðun hafi ekki veri óumdeild á sínum tíma.

Aftur grætt

Við höfum upplifað mörg hrun og óstöðugleiki er hluti af samfélagsgerð okkar, bæði vegna smæðar og vegna þess hvernig þjóð mótast ætíð af umhverfi sínu. Það er ekki hægt að vanmeta hvaða áhrif það hefur á alla samfélagsgerð að búa á eldfjallaeyju á jaðri þess sem gæti talist mögulega lífvænlegt.

Þeir sem lofa stöðugleika eru þeir sem við eigum að forðast eins og heitan eldinn, vegna þess að það mun aldrei verða langtímastöðugleiki hérlendis. Þeir sem lofa einhverju sem er ekki til eru lygarar og loddarar.

„Það mun aldrei verða langtímastöðugleiki hérlendis“

Hér varð hrun og hér varð síðan áfalli breytt í sigur, en sigur hverra? Ekki var það framtíðarsýn fyrir að þakka að Ísland varð vinsæll áfangastaður ferðamanna, svo vinsæll að innviðir eru við það að bresta, vegna þess að það átti að græða sem mest til að geta grillað allan liðlangan daginn.

Saga þjóðarinnar er lituð af þeirri döpru staðreynd að hér hafa skapast mögnuð tækifæri sem voru ekki nýtt til langframa heldur sólundað af einskærri vanþekkingu og vanþakklæti í skyndilausnir, skyndigróða, skyndikynni við góðærið sem hvarf svo aftur eins og dögg fyrir sólu.

Blöffið

Allir sem kunna að leggja saman einföld reiknidæmi hljóta að hafa vitað að þeir sem fluttu hér inn ferðamenn í tonnavís á 99$ á milli heimsálfa voru að blöffa. Einfaldur raunkostnaður myndi sýna fram á að þessi flugfargjöld voru seld með tapi. Flugfélög hér heima sem og víða annars staðar hafa komist upp með það um nokkurt skeið í grimmilegri samkeppni að búa til framtíðarlíkön að mögulegum hagnaði með það að leiðarljósi að olíuverð hækki ekki í náinni framtíð. Það er álíka raunsætt og að búa til langtímaveðurspá hérlendis og halda því fram að spáin standist. Í raun og sann hefur ferðamennskan víða um heim verið keyrð áfram af vítaverðu gáleysi. Sér í lagi í ljósi þess að við stöndum frammi fyrir gríðarlegri vá í tengslum við hlýnun jarðar og aukið flug sem keyrt er áfram á kúlulánum inn í framtíðina er ekki á nokkurn máta sjálfbært.

En það er svo magnað hvað margir kikna í hnjánum fyrir ljóma þess nýríka, fræga, fallega og missa dómgreindina eins og fólk vill gjarnan gera þegar það er að upplifa rómantík í fyrsta sinn.

Flóttinn

Wowlandið er landið þar sem við erum föst í viðjum hugvillunnar um að það reddast, reynum að græða sem mest á óvæntum happafeng, því ekkert þýðir að spara út af sveiflum í hagkerfinu. Við, ríkasta land í heimi per haus, höfum ekkert lært, höldum áfram að skera niður þar sem síst ætti að veita aðhald og gefum útrásinni og innrásinni lausan tauminn, því það er bara miklu skemmtilegra að fara í partí en að taka til eftir það. Þannig mun þetta vera um aldur og ævi uns eitthvað ytra grípur inn í, eins og til dæmis náttúran og sú lamandi framtíðarsýn sem erfitt er að horfast í augu við. Þannig mun þetta vera uns við sem samfélag tökumst á helsjúku birtingarmyndum samfélags sem vill í stað þess að taka höndum saman um lausnir grafa sig dýpra í neysluna, í flóttann, uns það er ekkert skjól að finna. Jörðin er sviðin, hafið er súrt, internetið er orðið að klósetti þar sem ekki er hægt að sturta niður fjandskapnum og andstyggðinni, heldur fer hann í endalausa hringi eins og afhöfðuð hæna.

Aftur tiltekt

Og hvað er svo sem hægt að gera annað en að fara bara í neysluhyggjupartíið og vona að það hætti aldrei? Kannski er kominn tími á að hvert og eitt okkar finni tíma til að fara inn á við eins og margir gerðu eftir hrun og ígrunda hvernig okkur leið þá, hvernig með samtakamætti okkur tókst að sigrast á óttanum og skila skömminni heim til yfirvalda og tilbera.

Við eigum enn öll verkfærin, við eigum enn alla reynsluna, og hugmyndir verða annaðhvort betri eða úreltast með tíð og tíma. Nú þegar enn eitt tilbrigði við hrun er framundan, er einmitt rétti tíminn fyrir þá sem stóðu upp í hruninu 2008 og voru tilbúnir að berjast fyrir nýju Íslandi til að finna aftur innra með sér kraftinn til að vera tilbúinn með fullmótaðar tillögur um allt það sem fólk var og er án efa enn sammála  um að þyrfti að gera.

Sáttmáli

Það er nýr kraftur og dugur að eflast innan verkalýðshreyfinga, en það vantar enn töluvert upp á að smíða hér stoðkerfi sem mun láta þau réttindi, sem án efa munu verða knúin í gegn, standast áhlaup þess gamla á það sem hefur áunnist. Ég er enn þeirrar skoðunar að nýr samfélagssáttmáli sem endurspeglaðist í nýrri stjórnarskrá þjóðarinnar inniheldur mikið af langtímalausnum, en er tilbúin að skipta um skoðun ef einhver getur sannfært mig um aðra leið. Til þess að það gerist þurfa aftur að eiga sér stað samræður alls konar hópa í frjálsu flæði og undir ægishjálmi hins vægðarlausa heiðarleika.

„Fæstum líður vel í Wowlandi til langtíma, enda verður afréttari fljótt þreyttur og dýrkeyptur sál og líkama.“

Fæstum líður vel í Wowlandi til langtíma, enda verður afréttari fljótt þreyttur og dýrkeyptur sál og líkama. Nýja Ísland átti að einkennast af heiðarleika, jafnrétti, trausti og samstöðu. Ef yfirvaldið vill ekki virða vilja þjóðar, þá kostaði það nú ekkert neitt rosalegt átak í kjölfar hrunsins að mæta á fundi, skipuleggja fundi, dreifa upplýsingum um fundi og finna þann þráð meðal manna sem sameinaði þá. Það er alveg hægt að fara í átak áður en botninum er náð.

Ég óska eftir hugmyndum um hvað það er sem fólki finnst mikilvægast að gera fyrst. Sendið þær til mín á birgitta@birgitta.is og ég er alveg til í að boða til fyrsta hugarflugsfundar ef nægilega margir upplifa sig í tómarúmi og vita ekki alveg hvar skal byrja.

p.s. Ég er ekki að boða til stofnunar nýs stjórnmálaafls, enda svo mikið af flokkum til núna, að um heimsmet var að ræða í síðustu kosningum hve margir voru hlutfallslega af landsmönnum í framboði.  Ég er aftur á móti að vona að það sé hægt að nota þetta logn á undan storminum til að koma saman hugmyndum að nýrri samfélagsgerð án þess að þurfa að setja á sig merkimiða stjórnmálaflokka og finna aftur það sem sameinaði fólkið í landinu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
2

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“
3

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Launin gera fólk háð maka sínum
4

Launin gera fólk háð maka sínum

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
5

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna
6

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Höft, skömmtun, og spilling

Stefán Snævarr

Höft, skömmtun, og spilling

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þorvaldur Gylfason

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“