Mest lesið

Óvænt líf fannst í blómapotti
1

Óvænt líf fannst í blómapotti

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
2

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð
3

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
4

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa
5

Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa

·
Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra
6

Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra

·
Býður Jóni Baldvini og Bryndísi að skila inn athugasemdum
7

Býður Jóni Baldvini og Bryndísi að skila inn athugasemdum

·

Forstjóri Icelandair vill ekki svara spurningum um framtíð WOW air

Framtíð flugfélagsins WOW air er óljós þó uppkaup Icelandair á flugfélaginu séu kynnt þannig að félagið verði áfram til. Kaupin bar brátt að og virðast hafa verið neyðarúrræði eftir að björgunaraðgerðir Skúla Mogensen gengu ekki upp. Icelandair verst svara um yfirtökuna.

Framtíð WOW air óljós Óljóst er hversu lengi WOW air mun verða til sem sjálfstæð eining innan Icelandair samstæðunnar. Skúli Mogensen er stofnandi og fyrrverandi eigandi Wow air.  Mynd: WOWAIR.IS
ingi@stundin.is

Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group og fjármálastjóri samsteypunnar til margra ára, vill ekki svara þeirri spurningu hvort Icelandair hyggist reka Wow air til framtíðar sem sjálstæða rekstrareiningu. Ein af spurningunum sem yfirtaka Icelandair á WOW Air skilur eftir sig er hvort dagar WOW air séu taldir og hvort fyrirtækið hætti að vera til með tíð og tíma. 

Af öllu því sem komið hefur fram í fjölmiðlum um yfirtökuna er ljóst að um eins konar neyðarúrræði var að ræða þar sem Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, var búinn að leita allra annarra leiða til að tryggja áframhaldandi rekstur flugfélagsins en án árangurs. Þrautalending Skúla var að setja sig í samband við Icelandair fyrir síðustu helgi og fá flugfélagið til að taka reksturinn yfir á allt öðrum forsendum og verði en hann hafði áður kynnt í fjölmiðlum þannig að Icelandair geti tryggt áframhaldandi rekstur WOW air á næstunni, hið minnsta. Ef greining Icelandair á WOW leiðir til þeirrar niðurstöðu að ætlað virði WOW hafi hingað til verið stórlega ofmetið þá getur farið svo að Skúli fái ekki neitt fyrir fyrirtækið.   Icelandair gerir því mikla fyrirvara við viðskiptin, þar sem ekki hefur gefist tími til að gaumgæfa kaupin sökum þess hve mikið lá á að klára þau. 

„Þegar öllu er á botninn hvolft held ég að við höfum gert hið rétta með því að tryggja framtíð WOW air sem dótturfélags Icelandair. “

Vonar að framtíð WOW air sé tryggð

Á Facebook-síðu sinni í gær sagði Skúli eftirfarandi um ákvörðun sína þar sem hann fullyrti jafnframt að WOW air myndi áfram verða til sem sjálfstætt rekstrarfélag innan Icelandair: „Þegar öllu er á botninn hvolft held ég að við höfum gert hið rétta með því að tryggja framtíð WOW air sem dótturfélags Icelandair. Augljóslega var þetta ekki upphafleg áætlun mín eða sú sýn sem ég hafði varðandi framtíð WOW air. En að gefnum þeim aðstæðum sem upp voru komnar þá er þetta besta von okkar til að tryggja framtíð WOW air til lengri tíma litið, það ótrúlega teymi fólks sem starfar innan fyrirtækisins , farþega okkar og ekki síst það tækifæri sem sem felst í uppbyggingu sjálfbærrar ferðaþjónustu á Íslandi.“

„Í tilkynningunni til Kauphallar koma öll helstu efnisatriði fram.“

Á endanum, þrátt fyrir þessi orð, er framtíð WOW air hins vegar ekki lengur í höndum Skúla Mogensen, enda segir hann líka að það sé „von“ hans að yfirtakan tryggi framtíð WOW air til lengri tíma litið. Fullyrðing Skúla um framtíð WOW air er því háð fyrirvörum sem hann sjálfur virðist gera sér grein fyrir. 

Boðið að eignast Wow airSkúli Mogensen bauð Icelandair WOW air í lok síðustu viku eftir að tilraunir hans til að tryggja framtíð flugfélagsins höfðu farið út um þúfur. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.

„Mikil tækifæri til hagræðingar“

Bogi Nils Bogason segir að þar sem Icelandair sé skráð félag þá geti hann ekki tjáð sig um yfirtökuna umfram það sem fram kom í orðum hans í tilkynningu Icelandair til Kauphallar Íslands á mánudaginn var. „Í tilkynningunni til Kauphallar koma öll helstu efnisatriði fram.  Verandi skráð fyrirtæki á hlutabréfamarkaði getum við lítið bætt við á þessu stigi,“ segir Bogi.

Á mánudaginn sagði Bogi í umræddri tilkynningu: „WOW air hefur á undanförnum árum byggt upp sterkt vörumerki og náð miklum árangri á mörkuðum félagsins, til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið. Það eru mikil tækifæri til hagræðingar en félögin verða áfram rekin á eigin forsendum undir eigin vörumerkjum og flugrekstrarleyfum. Íslensk ferðaþjónusta er grunnstoð í íslensku  hagkerfi og það er mikilvægt að flugsamgöngur til og frá landinu séu í traustum skorðum.”

Eitt af því sem Bogi vill ekki svara er hvað hann hafi átt við með orðunum „mikil tækifæri til hagræðingar“ og í hverju sú hagræðing felst. Á hann við að leggja starfsemi Wow air niður í þeirri mynd sem félagið hefur verið rekið í, með tíð og tíma? Á hann við verulega fækkun á flugleiðum, flugvélum og í starfsliði Wow air?

Bogi segir einnig  að WOW air verði „áfram“ rekið á eigið forsendum og undir eigin vörumerki. En hversu lengi er „áfram“, hvað þýðir „áfram“ í meðförum Boga þarna? Ljóst er auðvitað að WOW air leggur ekki upp laupana á morgun eða á allra næstunni því hluti tilgangsins með yfirtökunni hlýtur meðal annars að vera að tryggja hagsmuni þeirra farþega, kröfuhafa, birgja og starfsmanna sem eiga eignir eða afkomu sína undir mjúkri lendingu WOW air úr sínum rekstrarerfiðleikum. 

Icelandair hefur lítið sem ekkert gefið út um ástæður og forsendur kaupanna hingað til. Út frá orðum Boga í tilkynningunni er hins vegar alveg ljóst að ekki er um að ræða uppkaup sem Icelandair lítur á sem stórkostlegt viðskiptatækifæri fyrir félagið enda var það ekki Icelandair sem falaðist eftir WOW air heldur eigandi WOW air sem hafði samband við Icelandair og bauð þeim fyrirtækið sitt til að tryggja hagsmuni farþega, starfsfólks, kröfuhafa og hagkerfisins sem slíks má segja.  Ein af spurningum Stundarinnar til Icelandair var meðal annars hvort flugfélagið hafi yfirtekið WOW air út frá heildarhagsmunum, frekar en eiginhagsmunum - Icelandair er að stærstu leyti í eigu lífeyrissjóða - en Bogi svaraði þessu ekki heldur. 

Spurningarnar sem Bogi svarar ekki

Stundin sendi Boga og forsvarsmönnum Icelandair spurningar um viðskiptin skömmu eftir að greint var frá þeim á mánudaginn en í gær var ljóst að þeim yrði ekki svarað. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað um viðskiptin. 

„1. Hvað áttu við með að „mikil tækifæri“ séu til hagræðingar? Þú virðist vera að vísa til beggja félaganna sem heildar, heildar sem Icelandair á og rekur? Hver eru helstu tækifærin til hagræðingar sem þú vísar til?

2. Mun Icelandair ætla að eiga og reka Wow air sem svokallað sjálfstætt lággjaldflugfélag til frambúðar og um ókomin ár? Mér finnst ívitnuð orð þín ekki benda til þess að Icelandair sjái uppkaupin á Wow air sem stórkostlegt viðskiptatækifæri.

3. Kaupir Icelandair umrætt flugfélag af því félagið vill kaupa það eða af því Icelandair lítur svo á að þurfi að gera það til að verja sig sjálft og eða stærri hagsmuni íslensks alþjóðaflugs og jafnvel íslenska hagkerfisins?

4. Þú segir að WOW air hafi á undanförnum árum byggt upp sterkt vörumerki og svo framvegis. Wow air hefur nú samt oft og ítrekað verið gagnrýnt vegna seinkana, aflýstra fluga og svo framvegis og hefur ratað á pínlega lista og svo framvegis. Að þínu mati: Hvort vörumerkið er sterkara, Icelandair eða Wow air - ég hef ekki séð nafn Icelandair í tengslum við slíka neikvæða umræðu alþjóðlega. Og að þínu mati: Hverju bætir tilkoma Wow air í það vöruúrval í flugi sem Icelandair hefur upp á að bjóða?

5. Mun Icelandair fá einhverja aukna fyrirgreiðslu frá einhverjum aðila eða aðilum í tengslum við umrædd kaup? Átt er við hagkvæm rekstrarlán frá einkaðilum eða öðrum, ívilnanir á sköttum og eða greiðslum frá íslenskum stjórnvöldum eða yfirvöldum?“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Óvænt líf fannst í blómapotti
1

Óvænt líf fannst í blómapotti

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
2

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð
3

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
4

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa
5

Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa

·
Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra
6

Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra

·
Býður Jóni Baldvini og Bryndísi að skila inn athugasemdum
7

Býður Jóni Baldvini og Bryndísi að skila inn athugasemdum

·

Mest deilt

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
1

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra
2

Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra

·
Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð
3

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

·
Hvílík tilviljun
4

Hvílík tilviljun

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
5

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Konur upplifa að læknar hlusti ekki á þær
6

Konur upplifa að læknar hlusti ekki á þær

·

Mest deilt

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
1

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra
2

Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra

·
Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð
3

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

·
Hvílík tilviljun
4

Hvílík tilviljun

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
5

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Konur upplifa að læknar hlusti ekki á þær
6

Konur upplifa að læknar hlusti ekki á þær

·

Mest lesið í vikunni

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“
1

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“

·
Óðinn Jónsson hættir á RÚV
2

Óðinn Jónsson hættir á RÚV

·
Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð
3

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

·
Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn
4

Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn

·
Stjórnmálastéttin velti tugmilljarða skattbyrði yfir á lágtekju- og millitekjufólk
5

Stjórnmálastéttin velti tugmilljarða skattbyrði yfir á lágtekju- og millitekjufólk

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
6

Óvænt líf fannst í blómapotti

·

Mest lesið í vikunni

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“
1

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“

·
Óðinn Jónsson hættir á RÚV
2

Óðinn Jónsson hættir á RÚV

·
Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð
3

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

·
Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn
4

Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn

·
Stjórnmálastéttin velti tugmilljarða skattbyrði yfir á lágtekju- og millitekjufólk
5

Stjórnmálastéttin velti tugmilljarða skattbyrði yfir á lágtekju- og millitekjufólk

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
6

Óvænt líf fannst í blómapotti

·

Nýtt á Stundinni

Óðurinn til gleðinnar

Freyr Rögnvaldsson

Óðurinn til gleðinnar

·
Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

Illugi Jökulsson

Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

·
Sauðkindin er hluti feðraveldisins

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sauðkindin er hluti feðraveldisins

·
Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

·
Lét laga verksmiðjugallann

Lét laga verksmiðjugallann

·
Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Hvílík tilviljun

Hvílík tilviljun

·
Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi

Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi

·
Ómeðvitaðir fordómar fóðra fötlunarfyrirlitningu

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Ómeðvitaðir fordómar fóðra fötlunarfyrirlitningu

·
Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt

Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt

·
Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

·