Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Geta veirusýkingar ýtt undir þróun Alzheimer?

Rann­sókn sýn­ir að þeir sem fá lyfja­gjöf við herpes-veirunni eru ólík­legri en aðr­ir til að þróa með sér Alzheimer-sjúk­dóm­inn.

Geta veirusýkingar ýtt undir þróun Alzheimer?
Veirusýkingar gætu átt þátt í Alzheimer Rannsóknir renna stoðum undir kenninguna.

Lengi hefur því verið haldið fram að einhvers konar tenging geti legið á milli veirusýkingar og Alzheimer-sjúkdómsins. Til að skilgreina hvort og þá hvaða samband gæti verið þarna á milli liggja fyrir fjölmargar vísindagreinar sem styðja að minnsta kosti þá staðreynd að þarna á milli er fylgni.

Alzheimer’s er þó nokkuð algengur taugahrörnunarsjúkdómur. Aðaleinkenni sjúkdómsins eru minnistap og minnkuð geta fólks til að átta sig á aðstæðum. Þetta getur lýst sér þannig að fólk þekkir ekki lengur staði sem það er vant, áttar sig ekki á því hvort það er innan um ókunnuga eða fjölskyldumeðlimi og auk þessa geta orðið miklar skapgerðarbreytingar.

Helstu lífeðlisfræðilegu breytingar sem eiga sér stað í heilum Alzheimer-sjúklinga eru útfellingar prótíns sem kallast beta-amyloid og uppsöfnun flóka sem saman standa af tau prótíninu. Í heilbrigðum heila eru þessi prótín einnig til staðar, en vegna smávægilegra breytinga í prótínunum eða umhverfi þeirra hætta þau að virka sem skyldi. Um leið og þessar breytingar eiga sér stað fara prótínin að falla út, það er að segja mynda skellur og flækjur sem hindra eðlilega starfsemi heilans.  

Herpes-veiran

Herpes-veiran eða Herpes Simplex virus (HSV) er veira sem sýkir fólk og veldur meðal annars frunsu í munni og nálægri slímhúð. Til eru nokkrar týpur af veirunni, sem hafa fengið hlaupandi númer, þá er sú veira sem gjarnan veldur frunsu kölluð HSV-1 og svo framvegis. Einnig getur sama veira, þá týpa tvö, valdið sárum eða blöðrum á kynfærum. Smit af völdum herpes-veira, hvort sem er týpa eitt eða tvö, eru þónokkuð algeng, en talið er að nær allir komist í tæri við veiruna einhvern tímann á lífsleiðinni.

Allar herpes-veirur tilheyra þeim hópi veira sem kallast retróveirur. Aðrar þekktar retróveirur eru til dæmis Human immunodeficiency virus (HIV). Þessar veirur hafa þann eiginleika að innlima erfðaefni sitt inn á erfðaefni hýsilsins, sem þýðir að hafi veiran eitt sinn komið sér fyrir, þá er hún ekki á förum.

Við fyrsta smit losa veirurnar erfðaefnið sitt inn í frumur hýsilsins. Veirur eru mjög skilvirkar því þær nýta innviði hýsilfrumnanna til að tjá sitt eigið erfðaefni. Skilvirknin á kannski sérstaklega við um retróveirur, því þær troða sínu eigin erfðaefni inn á litning hýsilsins, sem gerir það að verkum að þær þurfa ekkert að hafa fyrir því að kalla til prótínin sem þarf að nota til að tjá erfðaefnið og búa til fleiri veirur.

Retróveirur gera vart við sig

Í tilfelli herpes-veirunnar kemur smitið fram sem frunsa, blöðrur eða sár en síðan liggur veiran yfirleitt í dvala. Ónæmiskerfið sér til þess að við erum ekki stanslaust með sýkingu, sem felst í því að veirurnar eru ekki til staðar þótt erfðaefni þeirra sé alltaf til staðar. Við sérstakar kringumstæður getur hýsilfruman þó sofnað á verðinum og þá tekur sýkingin sig upp. Þetta gerist oft þegar ónæmiskerfið er upptekið við að berjast á öðrum vígstöðvum, þegar mikil streita gerir vart við sig og sér í lagi þegar fólk fer að eldast og ónæmiskerfið verður slakara.

Einn fylgikvilli þess að eldast er að ónæmiskerfið hættir að vera jafn öflugt og það var. Því geta veirur sem herpes farið á kreik þegar aldurinn færist yfir og þá oft á öðrum stöðum eða af meiri krafti en áður. Í tilfellum margra retróveira getur þessi endursýking komið fram í taugakerfinu. Þá eru það ekki frumur í slímhúð (við munn eða kynfæri) sem fara að framleiða veirurnar heldur eru það frumur í taugakerfinu.

Herpes tengt við Alzheimer

Rannsóknir allt frá árinu 1991 hafa sýnt fram á tilvist herpes-veirunnar í heilavef eldri einstaklinga, hvort sem þeir látast eftir baráttu við Alzheimer eður ei. Sú staðreynd að veiran er til staðar í taugavef einstaklinga sem eru farnir að tapa minni var fyrsta vísbending vísindahópa til að skoða betur hvaða hlutverki hún gegnir.

Svo virðist sem ítrekaðar endurkomur veirunnar í taugavefnum valdi taugaskemmdum, ekki ósvipaðar þeim sem koma fram þegar um Alzheimer-sjúkdóminn er að ræða. Með vaxandi fjölda herpes-sýkinga í vefnum, fjölgar einnig beta amyloid skellunum sem eru svo einkennandi fyrir sjúkdóminn.

Nokkrar rannsóknir hafa verið birtar þar sem sýnt hefur verið fram á uppsöfnun herpes-veira nálægt eða við þessar prótínskellur. Þessar rannsóknir hafa flestar verið unnar annars vegar í frumuræktunum eða í músamódelum. Þær rannsóknir sem unnar hafa verið í mönnum snúa flestar að fylgni veirusýkinga og þróun Alzheimer-sjúkdómsins í stóru þýði.

Fyrirbyggjandi aðgerðir

Ein mjög áhugaverð rannsókn, sem unnin var af rannsóknarhópi í Taívan sýndi að einstaklingar sem fengu lyfjagjöf gegn herpes-veirunni, þegar á sýkingu stóð, voru ólíklegri til að þróa með sér Alzheimer. Þar sem Alzheimer-sjúkdómurinn er ekki algengur þarf þýðið að vera þó nokkuð stórt til að geta metið slík áhrif. En í þessari tilteknu rannsókn liggur einmitt nær öll þjóðin undir. Þegar öll þjóð Taívan liggur fyrir sem úrtak sést að ef veirusýkingin er mikil getur lyfjagjöf haft afgerandi áhrif á hvort sýkingin ýti undir þróun Alzheimer eða ekki. Þetta bendir til þess að lyfjagjöf við veirusýkingum sem þessum geti verið nauðsynlegt sem fyrirbyggjandi þáttur hjá eldra fólki.

Frekari rannsókna er þó þörf áður en farið er út í slíkar aðgerðir, þar sem þessi rannsókn nær einungis yfir eina þjóð og má einnig benda á að bólusetningar væru mögulega enn betri kostur, en slíkar bólusetningar eru því miður ekki mögulegar eins og staðan er í dag.  

Alzheimer er ekki alltaf herpes að kenna

Sé allt tekið saman má sjá að herpes-veiran getur stuðlað að myndun Alzheimer. Veiran ein og sér getur þó ekki talist ábyrg fyrir öllum Alzheimer-tilfellum heimsins. Alzheimer-sjúkdómurinn er mjög flókinn og fjölmargir utanaðkomandi þættir sem honum valda.

Sjúkdóminn má svo að einhverju leyti skýra með erfðum og þó retróveirur innlimist inn á erfðaefni hýsilsins þá erfist sýkingin ekki. Að öllum líkindum er um samspil erfða, veira og umhverfis að ræða. Auk þess sem Alzheimer getur verið birtingarmynd fjölmargra þátta. Þessar rannsóknir skýra þó að einhverjum hluta hvað það er sem gerist í taugakerfi Alzheimer-sjúklinga.  

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
6
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
6
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
7
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
8
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Heimilið er að koma aftur í tísku
10
Innlit

Heim­il­ið er að koma aft­ur í tísku

Í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík fá nem­end­ur tæki­færi til að læra allt sem við kem­ur því að reka heim­ili, auk þess sem þau læra hannyrð­ir. Kenn­ar­ar í skól­an­um segja hann frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir líf­ið en flest­ir nem­end­ur eru um tví­tugs­ald­ur­inn. Þá eru kenn­ar­arn­ir sam­mála um að hrað­inn í sam­fé­lag­inu sé orð­in mik­ill og þá sé fátt betra en að hægja á sér inni á heim­il­inu og sinna áhuga­mál­um sín­um og sér í leið­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár