Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön

Ald­ur­hnign­ir bræð­ur í Val­fells-fjöl­skyld­unni eiga í deil­um um stjórn­un fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­is sem á tveggja millj­arða eign­ir. Ann­ar bróð­ir­inn, Sveinn Val­fells, stefndi syni sín­um út af yf­ir­ráð­um yf­ir þess­um eign­um og hef­ur son­ur­inn tek­ið af­stöðu með bróð­ur hans.

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön
Hafði betur Sveinn Valfells yngri, sem meðal annars er þekktur vegna áhuga síns á Bitcoin, hafði betur bæði í héraði og Landsrétti í máli sem faðir hans og systkini höfðuðu gegn honum vegna deilna um eignir fjölskyldunnar. Mynd: Omar Oskarsson

Harðar deilur hafa geisað innan stóreignaættarinnar Valfells-fjölskyldunnar um yfirráð og völdin yfir fjárfestingarfélaginu Vetrargarðinum ehf. Þessar deilur eru komnar til kasta íslenskra dómstóla og kvað Landsréttur upp dóm í deilunni í byrjun nóvember. 

Deilurnar snúast um Vetrargarð ehf. en þetta félag á eignir upp á tvo milljarða króna, meðal annars fasteignina í Skeifunni sem hýsir Hagkaup sem og eitt fyrsta verslunarhús sem byggt var á Íslandi, Kjörgarð á Laugavegi.

Þessi ættarauður byggir í grunninn á viðskiptaveldi ættföðurins, Sveins B. Valfells, sem fæddur var árið 1905 og sem stofnaði verksmiðju sem framleiddi vinnuföt og var hann sagður vera  „maðurinn sem kenndi Íslendingum að klæða sig gegn kuldanum“ í afmælisgrein í Alþýðublaðinu árið 1955. Sveinn var einn ríkasti Íslendingurinn á fyrri helmingi og fram eftir tuttugustu öldinni, bóndasonur sem með athafna- og útsjónarsemi bjó til ættarveldi og njóta afkomendur góðs af því. 

Kjörgarður

Deilt um breytingar á Kjörgarði

Sveinn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu