Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg

Það á ekki að vera nauð­syn­legt að fara í mið­borg Reykja­vík­ur til að njóta lista. Það er með­al ann­ars hugs­un­in að baki Midpunkt, nýju lista­rými í Hamra­borg­inni í Kópa­vogi. Þar geta ung­ir og upp­renn­andi lista­menn lát­ið ljós sitt skína og Kópa­vogs­bú­ar feng­ið sinn viku­lega lista­skammt á leið­inni í mat­vöru­búð­ina.

„Okkur langaði til að taka þátt í því að auka aðgengi bæði listamanna og almennings að listinni. Okkur finnst ekki að hún eigi bara að vera einhvers staðar þar sem er erfitt að komast að henni. Það er eitthvað við það að geta farið í matvörubúðina, á Subway, í bókabúðina og svo í listarýmið þitt – þar sem þú getur notið listar án þess að borga fyrir hana – allt í kjarnanum í hverfinu þínu,“ segir Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson sem ásamt manninum sínum, Snæbirni Brynjarssyni, opnaði nýverið listarýmið Midpunkt í Hamraborg 22 í Kópavogi. Með því láta þau gamlan draum rætast, bæði um það að skapa rými fyrir fjölbreytta, tilraunakennda og alþjóðlega list og einnig að taka þátt í  að færa miðpunkt menningarinnar frá Reykjavík til Kópavogs.

„Í raun er það svolítil útskúfun hjá okkur en við viljum fyrst og fremst ungt fólk til okkar.“

„Við erum líka að hugsa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu