Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti

Það get­ur reynt á að taka þátt í þjóð­fé­lagsum­ræð­unni, sér­stak­lega þeg­ar um­ræðu­efn­ið kynd­ir und­ir til­finn­ing­um sem vekja erf­ið­ar minn­ing­ar. Þá get­ur ver­ið gott að fá í sig vina­bombu af krafti, fulla af kær­leika, stuðn­ingi frá nýj­um vin­kon­um. Því fengu kon­urn­ar í Face­book-hópn­um Aktív­ismi gegn nauðg­un­ar­menn­ingu að kynn­ast á dög­un­um.

Aktívismi gegn nauðgunarmenningu er Facebook-hópur sem samanstendur af konum sem ræða hin ýmsu mál í trúnaði og skipuleggja aktívisma gegn „handónýtu, gerendavænu kerfi“ eins og segir í lýsingu hópsins. Ein af virkum meðlimum hans er Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir en hún kastaði á dögunum vinabombu inn í hópinn, sem var háværari og öflugri en hana óraði fyrir.

„Í þessum hópi eru oft erfið mál til umræðu, því við eigum margar erfiða reynslu að baki,“ útskýrir Sæunn. „Þegar koma upp opinberar umræður um eitthvað sem ýtir undir erfiðar tilfinningar hjá konum sem hafa verið þolendur ofbeldis getur sprottið upp hjá þeim ákveðin sorg og vonleysi. Það var svoleiðis tímabil um daginn, eftir storminn sem átti upptök sín hjá honum Jóni Steinari vini okkar, þar sem hann beindi athyglinni frá verðugum málstað og hópar fólks réðust að nafngreindum konum í kjölfarið af mikilli heift. Þá fannst mörgum okkar eins og það væri í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár