Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
5156
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
3
FréttirDauðans óvissa eykst
532
Óútskýrðum dauðsföllum fjölgar verulega
Veruleg aukning er á tilfellum þar sem réttarmeinafræðilega rannsókn þarf til að hægt sé að ákveða dánarorsök. Um 20 prósent andláta hér á landi flokkast sem ótímabær. Réttarmeinafræðingur segir að ekkert bendi til að sjálfsvígum fari fjölgandi.
4
FréttirDauðans óvissa eykst
213
171 mannslát kom til kasta lögreglunnar á síðast ári
Sýnileg aukning er í fjölda mannsláta sem komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári miðað við fyrri ár. Réttarkrufning fór fram í 77 prósent tilvika sem er einnig aukining milli ára.
Hér er þrautin sú síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvaða trúarbrögð tengjast mannvirkinu hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hver var Caligula? 2. Hvaða fræga sönglag hefst á þessa leið (í lauslegri íslenskri þýðingu): „Ungi maður, það er engin ástæða til að vera niðurlútur, ég segi, ungi maður, taktu þér nú tak, ég segi, ungi maður, því þú ert...
Sá Rómarkeisari sem Donald Trump er skyldastur er óumdeilanlega Neró. Báðir eru sakaðir um að hafa látið reka á reiðanum meðan allt var í volli.
7
Mynd dagsins
113
Tíræður Blíðfari
„Hann var á grásleppu í fyrravor, en þá fór skrúfan af, orðin gegnryðguð. Enda er hann Blíðfari kominn á tíræðisaldur,“ sagði Hlöðver Kristinsson þar sem hann var að huga að bátnum niður við höfnina á Vogum á Vatnsleysuströnd fyrr í dag. Nái frumvarp Sjávarútvegsráðherra fram, sem var lagt fram á Alþingi nú um daginn, verður mikil breyting á veiðunum. Í stað veiðidaga, eins og verið hefur mörg undanfarin ár, verður útgefinn kvóti á grundvelli veiða undanfarinna ára. Grásleppuvertíðin hefst venjulega upp úr miðjum mars.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
Mynd: Heiða Helgadóttir
Stundin hefur ákveðið að ljúka lögbanni á umfjöllun um viðskipti fjármálaráðherra og tengdra aðila tengd Glitni í aðdraganda bankahrunsins.
Lögbannið hefur nú varað í meira en ár, í 375 daga. Þegar lögbann var lagt á New York Times og Washington Post vegna Pentagon-skjalanna árið 1971, lá niðurstaða Hæstaréttar landsins fyrir tveimur vikum síðar, með þeim skilaboðum að prentfrelsinu hefði verið haldið í gíslingu fimmtán dögum of lengi. Á þeim 375 dögum sem liðnir eru frá því að lögbannið á Íslandi var lagt á hefur löggjafarvaldið ekki gripið til neinnar aðgerðar til að afstýra því að sýslumaður geti valsað aftur inn á ritstjórnarskrifstofur í fylgd hagsmunaaðila og lagt lögbann á umfjöllun fjölmiðla.
Í mars skipaði forsætisráðherra nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Samkvæmt skipunarbréfi forsætisráðherra var ekki forgangsmál að meta hvaða lagabreytingar eru æskilegar á fyrirfram tálmun á tjáningu eins og lögbann felur í sér, þrátt fyrir afgerandi niðurstöðu héraðsdóms og síðar Landsréttar, heldur var það síðasti liðurinn sem nefndinni var ætlað að taka fyrir og í seinni hluta umræðunnar, eða fyrir 1. mars 2019.
Þess vegna er lögbanninu lokið
Þótt 21 dagur sé síðan Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu með afgerandi hætti að lögbannið væri ólöglegt og upplýsingarnar ættu erindi til almennings, hafa forsvarsmenn Glitnis HoldCo ákveðið að gefa ekki enn upp hvort sóst verði eftir áfrýjunarleyfi og þar með framlengt enn ólögmætt lögbann.
Ritstjórn Stundarinnar hefur ákveðið að láta ekki gjaldþrota banka lengur ákveða hvað fjalla megi um – bæði fjárhagslega, lagalega og siðferðislega gjaldþrota bankastofnun, þar sem sem stundað var það sem verður ekki kallað annað en skipuleg brotastarfsemi markaðsmisnotkunar og umboðssvika, í þeim tilgangi að blekkja almenning. Ekki er réttlætanlegt með neinu móti að beita þöggun til að koma í veg fyrir umræðu um blekkingu og misnotkun á aðstöðu, jafnvel þótt embætti Sýslumannsins í Reykjavík fallist á það án þess að taka tillit til tjáningarfrelsis og upplýsingaréttar almennings.
Þetta eru siðferðislegu ástæðurnar fyrir því að ritstjórn Stundarinnar kýs að ljúka lögbanninu þegar í stað. Lögfræðilegur grundvöllur þess er að í dag eru liðnar þrjár vikur frá því að æðri dómur, Landsréttur, úrskurðaði lögbannið ólögmætt. Svo kann að vera að lögmenn Glitnir HoldCo líti svo á að lögbannið vari í lögbundinn fjögurra vikna áfrýjunarfrest Hæstaréttar. Samkvæmt lögbannslögum gildir lögbannið hins vegar í þrjár vikur frá dómi, á meðan gerðarbeiðandi íhugar áfrýjun til „æðri dóms“. Annað vandamál Glitnis HoldCo í því tilliti er að löggjafinn hefur ekki gert ráð fyrir tilvist Landsréttar í lögum um kyrrsetningu og lögbann. Þar sem ákvæðið í lögunum kveður á um að lögbann gildi þar til „æðri dómur staðfestir ákvæði héraðsdóms um synjun staðfestingar gerðar“, er ljóst að skilyrðinu er fullnægt. Æðri dómur hefur nú þegar staðfest synjun. Stundin mun standa á þessari lagatúlkun og verjast enn frekari málarekstri þrotabús bankans fyrir dómstólum ef þörf krefur.
Um hvað er fjallað?
Staðreyndin er sú að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og fjölskylda hans forðuðu sem nemur andvirði 6.300 íslenskra lágmarkslauna, með sölu hlutabréfa og verðbréfa sem rýrnuðu eða urðu verðlaus við bankahrunið, þegar Bjarni hafði sérstakt aðgengi að innherjaupplýsingum um slæma stöðu bankans og sjóðs 9, bæði sem trúnaðarmaður almennings og sem þátttakandi og gerandi í viðskiptalífinu. Bjarni byrjaði að selja hlutabréfin sín nokkrum dögum eftir að hann fundaði með forstjóra Glitnis um „lausn á vanda bankanna“ fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, sem þingmaður stjórnarflokksins, og hafði þá tekið þátt í Vafningsfléttunni svokölluðu, sem rataði fyrir dómstóla. Þar sagðist Bjarni lítið hafa vitað um viðskiptin.
Umfjöllun Stundarinnar sem birtist nú rennir enn frekari stoðum undir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki leiksoppur í viðskiptum, heldur leiddi hann viðskipti Engeyjarættarinnar, þvert á það sem hann hefur áður sagt fyrir dómi. Þannig sést í nýrri grein sem byggir á skjölunum að hann er aðilinn sem svarar Glitni fyrir félög í eigu Engeyinga sem reyndu að kaupa Toyota-umboðið, á sama tíma og hann var í fullu starfi sem þingmaður. Þá sýna skjölin að Glitnir vék frá reglum til að koma til móts við viðskiptahóp Bjarna. Þau sýna líka að útlán til Engeyinga voru einn fimmti útlána Glitnis, en slík kerfisáhætta hefur verið greind sem einn helsti orsakaþáttur bankahrunsins. Útséð er að afskriftir vegna fyrirtækja Bjarna og fjölskyldu hans verða 130 milljarðar króna.
Umfjöllunin í dag er því framhald á greiningu sem varðar grundvallaratriði í heiðarleika stjórnmálamanna, misvægi á aðstöðu á markaði og orsakaþætti bankahrunsins. Og umræðan skiptir ennþá máli.
„Ritstjórn Stundarinnar hefur ákveðið að láta ekki gjaldþrota banka lengur ákveða hvað fjalla megi um“
Umfjöllun Stundarinnar varpar einnig ljósi á undirliggjandi þætti í myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, árið 2016. Í skjölunum koma fram upplýsingar um náin viðskiptatengsl Bjarna og nánustu ættingja hans, við stofnanda og fyrrverandi formann Viðreisnar, sem gegndi lykilhlutverki í því að Bjarni varð forsætisráðherra.
Ólögmæt valdbeiting
Málarekstur Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media hófst með því að Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á að halda dómþing á skrifstofu Stundarinnar og fara fram á að gögn ritstjórnarinnar yrðu afhend, án þess að gefa Stundinni eða samstarfsaðilanum, Reykjavik Media, færi á að undirbúa vörn. Ljóst er að málareksturinn hefur verið kostnaðarsamur og hrekkur 1,2 milljóna króna málskostnaður, á hvoru dómsstigi fyrir sig, ekki til að halda uppi vörnum.
Glitnir HoldCo lagði fram varakröfu um að staðfest yrði lögbann sem tæki einkum til upplýsinga um viðskipti Bjarna Benediktssonar, fjölskyldu hans og viðskiptafélaga. Bróðir Bjarna, frændfólk hans og fyrrverandi viðskiptafélagar gáfu frá sér yfirlýsingar sem lagðar voru fram í héraðsdómi af hálfu Glitnis HoldCo, sem allar voru samhljóðandi og á þá leið að upplýsingarnar hafi ekki átt erindi við almenning. Niðurstaða héraðsdóms, sem síðar var staðfest af Landsrétti, var önnur.
Samkvæmt dómi héraðsdóms var lögbannið brot á rétti almennings til að fá frekari upplýsingar um viðskipti ákveðinna einstaklinga sem tengdust Glitni áður en bankinn var tekinn yfir. Þannig hafi lögbannið raskað grundvallargildum tjáningarfrelsisins um frjáls skoðanaskipti og rétti einstaklinga til þess að taka við upplýsingum og mynda sér skoðun á samfélagslegum málefnum. Þar sem aðeins tólf dagar voru til alþingiskosninga var einnig vegið að réttinum til frjálsra kosninga og frelsinu til að tjá sig um stjórnmál, sem er ein undirstaða lýðræðislegs stjórnarfars, var niðurstaða héraðsdóms, en tjáningarfrelsið er nauðsynleg forsenda þess að kjósendur í lýðræðissamfélagi geti tjáð hug sinn með því hvernig þeir beita atkvæðisrétti sínum.
Mynd: Stundin
Almenningur eigi tilkall til upplýsinga er varpa ljósi á það hvernig stjórnmálamenn hafi ræktað hlutverk sitt. Umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um umsvif þáverandi forsætisráðherra og aðila sem tengdust honum lutu að viðskiptasambandi þeirra við einn hinna föllnu banka, Glitni hf., á sama tíma og hann var þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem þá sat í ríkisstjórn. Umfjöllunin tengdist þannig viðskiptaháttum í einum stóru viðskiptabankanna fyrir fall þeirra 2008, en eins og áður hefur komið fram í dómi Hæstaréttar Íslands hafði hrunið mikil og almenn áhrif á alla starfsemi í landinu og kjör almennings. Umfjöllun um viðskiptaleg umsvif þáverandi forsætisráðherra og annarra, þar sem meðal annars var vikið að áhættusömum fjárfestingum sem ekki skiluðu tilætluðum árangri, er þáttur í umfjöllun fjölmiðla um afleiðingar útlánastefnu íslenskra viðskiptabanka og áhættusækni íslenskra fjárfesta, sem kann að hafa átt þátt í því hvernig fór, segir í dómi héraðsdóms.
Þar voru einnig gerðar alvarlegar athugasemdir við framkvæmd málsins hjá sýslumanni. Verulegur vafi leikur á því hvort honum hafi verið heimilt að ganga fram með þessum hætti.
Hæstiréttur hefur einnig vísað frá kröfu Glitnis HoldCo um að Stundinni og Reykjavík Media verði gert að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum, sem Glitnir telur að eigi uppruna sinn í bankanum. Fyrir dómi gerði Glitnir HoldCo varakröfu um að afhent yrðu 1.013 skjöl. Á meðal skráarheita á þessum skjölum var meðal annars „1engeyingar.pdf“. Þeirri kröfu var einnig hafnað.
Skuggastjórnandi Engeyinga
Í fréttunum sem sýslumaður lagði lögbann á kemur fram að Bjarni Benediktsson, þá forsætisráðherra og nú fjármálaráðherra, stýrði fjárfestingum fyrirtækjaveldis föður síns og föðurbróður á bakvið tjöldin á árunum fyrir bankahrunið 2008, á sama tíma og hann starfaði sem alþingismaður og gegndi um tíma formennsku fyrir allsherjarnefnd. Engeyingarnir voru ráðandi hluthafar Íslandsbanka og vék bankinn ítrekað frá vinnureglum til að ganga erinda þeirra. Fram kemur að Bjarni og faðir hans seldu hlutabréf sín í Glitni fyrir tæpan milljarð króna, að núvirði 1,4 milljarða króna, á sama tíma og Bjarni kom að vanda bankans sem skuggastjórnandi Engeyinga og sem þingmaður. Einnig seldi fjölskylda Bjarna peningamarkaðsbréf úr hinum alræmda Sjóði 9, sem var í mun verri stöðu en almenningur vissi vegna eitraðra eigna, fyrir 2.263 milljónir króna, að núvirði 3,2 milljarða króna. Þetta gerir samtals viðskipti upp á 4,6 milljarða króna að núvirði samhliða auðsýndu aðgengi Bjarna að innherjaupplýsingum. Nú kemur einnig fram að starfsmenn og millistjórnendur Glitnis forðuðu á þriðja hundrað milljóna úr Sjóði 9 áður en tilkynnt var um yfirtöku ríkisins á bankanum, á sama tíma og upplýsingum um stöðuna var markvisst haldið frá almenningi.
Fjölmiðlum ætlað að þjóna almenningi
Fjölmiðlum er ætlað að þjóna almenningi, ekki stjórnvöldum. Stundin var stofnuð undir áhrifum af almannavaldi og almannahagsmunum, en ekki afmörkuðu stjórnmála- eða fjármálavaldi, en hvergi á Norðurlöndunum er fjölmiðlafrelsi minna en hér á landi. Á undanförnum árum hefur frelsi íslenskra fjölmiðla minnkað, en ástæðuna má rekja til versnandi samskipta stjórnmálamanna við fjölmiðla.
Mynd: Stundin
Hér á landi hafa stjórnmálamenn komist upp með að grafa undan trúverðugleika fréttamanna og gera blaðamönnum upp annarlegan ásetning. Þegar Stundin, Reykjavík Media og The Guardian greindu frá því að Bjarni hefði selt allar eignir sínar í Sjóði 9 dagana fyrir bankahrun, sakaði hann fjölmiðlana um „dylgjur“ og hafði ranglega eftir breskum blaðamanni að ritstjórnirnar hefðu setið á upplýsingum til að koma á hann höggi í aðdraganda alþingiskosninga 2017. Umræddur blaðamaður fann sig síðar knúinn til þess að senda frá sér yfirlýsingu til að leiðrétta orð Bjarna, sem lýsti fréttaflutningi, sem byggði á áður óframkomnum gögnum, sem atlögu að sér. „Ég er auðvitað orðinn nokkuð vanur því að menn sæki að mér í aðdraganda kosninga,“ sagði Bjarni: „Þessi erlendi blaðamaður sem hafði samband við mig sagði að þeir hefðu legið á þessum upplýsingum í margar vikur. Já, mér finnst tímasetning merkileg og ég bara þori að fullyrða að það tengist kosningunum sem eru framundan.“
Ári áður hafði hann notað svipaða taktík þegar hann afskrifaði fréttaflutning Kastljóss af trúnaðarbresti innan Seðlabankans í aðdraganda þess að neyðarlög voru sett. „Mér finnst nú nokkuð augljóst að menn hafi setið á þessu og plantað því svona núna inn í miðja kosningabaráttuna,“ sagði Bjarni þá áður en hann bætti því við að hann vonaðist til þess að þetta væri „ein skítabomban sem síðan gufar upp og gleymist síðan sem allra fyrst“.
Áður framkomin gögn
Ekkert nýtt væri í þessum fréttum. „Halda menn að slitastjórnir föllnu bankanna hafi ekki skoðað hvað átti sér stað dagana fyrir eða eftir hrunið til þess að gæta hagsmuna kröfuhafanna sem áttu þá eignir föllnu búanna? Halda menn að sérstakur saksóknari hafi ekki skoðað þetta í bak og fyrir? Rannsóknarnefnd Alþingis? Halda menn virkilega að Fjármálaeftirlitið hafi ekki einmitt verið að skoða þætti eins og þessa og fylgja þeim fast eftir? Menn láta eins og ekkert hafi gerst. Að vera hér átta árum síðar að dylgja um það í aðdraganda kosninga til þess að koma vinstri stjórn aftur á í landinu að það eigi nú margt eftir að skoða og það sé ýmist óhreint mjöl í pokahorninu. Þetta er bara ógeðslegt.“
Þrátt fyrir fullyrðingar Bjarna er ljóst að enn hafa ekki allar upplýsingar um hvað átti sér stað innan bankanna og annarra lykilstofnana í aðdraganda hrunsins komið fram, líkt og Glitnisgögnin sýna.
Eins má hafa í huga að þegar Embætti sérstaks saksóknara hóf störf 1. febrúar 2009 voru starfsmennirnir fimm, en þeim var síðar fjölgað í tíu. Í viðtali við Stundina lýsti Ólafur Þór Hauksson, sem gegndi stöðu sérstaks saksóknara, ótímabærum niðurskurði sem samræmdist ekki verkefnum embættsins, sem hætti starfsemi í lok árs 2015. „Fjárveitingin ræður gríðarlega miklu um hvað stofnanir geta gert mikið. … Ef þú veitir ekki fé í ákveðnar rannsóknir þá eru þær ekki að fara fram. Þetta er spurning um forgangsröðun.“
Valdið yfir fjármálaeftirliti
Bjarni Benediktsson hefur mest völd allra Íslendinga yfir Fjármálaeftirliti landsins. Fjármálaráðherra, sem til umfjöllunar hefur verið vegna viðskipta sinna, tilnefnir og skipar meirihluta stjórnar Fjármálaeftirlits landsins. Stjórn Fjármálaeftirlitsins, fulltrúar fjármálaráðherra, ákveður hvaða meiri háttar efnahagsbrotamál skuli kæra og hvaða mál skuli láta liggja á milli hluta. Í slíkum aðstæðum skapast hætta á bjögun, þar sem maðurinn sem velur þá sem ákveða hvað er lögbrot í viðskiptum og hvað ekki, hefur sjálfur stundað viðskipti í eigin þágu með ríkulegt aðgengi að innherjaupplýsingum, eins og varð opinbert með lögbannaðri umfjöllun Stundarinnar. Nú þegar hefur einn stjórnarmaður í Fjármálaeftirlitinu, sem Bjarni skipaði sem stjórnarformann yfir íslensku fjármálaeftirliti, reynst hafa réttarstöðu grunaðs í efnahagsbrotamáli.
Sem betur fer er það að verða búið, árið sem hófst með snjóflóðum fyrir vestan og lauk með aurskriðum fyrir austan. Eftir vetur rauðra viðvarana tók veiran við. Um óttann, samkenndina og litlu augnablikin sem skipta máli í lífinu.
Leiðari
26194
Jón Trausti Reynisson
Mistök stjórnvalda í Covid-19-faraldrinum
Við ætluðum að læra að lifa með veirunni, en lærðum hjálparleysi.
Leiðari
98520
Jón Trausti Reynisson
Við ætluðum að vernda þau viðkvæmustu
Á meðan okkur var sagt að við værum almannavarnir, stóðust yfirvöld ekki ábyrgð sína á því að framfylgja höfuðmarkmiði okkar í faraldrinum: Að vernda þá viðkvæmustu. Ástæðan: Það vantaði starfsfólk.
Leiðari
5182
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðir að réttlátara samfélagi
Stundum þurfum við að taka afstöðu gegn því sem okkur þykir rangt, eins og því að börn fari svöng að sofa vegna þess að það er ekki til matur á heimilinu.
Leiðari
22227
Jón Trausti Reynisson
Vandinn við stjórnarskrárgjafann
Andstæðingar nýrrar stjórnarskrár beina spjótum sínum að lýðræðislegu gildismati þjóðarinnar.
Mest lesið
1
ViðtalDauðans óvissa eykst
36376
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
5156
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
3
FréttirDauðans óvissa eykst
532
Óútskýrðum dauðsföllum fjölgar verulega
Veruleg aukning er á tilfellum þar sem réttarmeinafræðilega rannsókn þarf til að hægt sé að ákveða dánarorsök. Um 20 prósent andláta hér á landi flokkast sem ótímabær. Réttarmeinafræðingur segir að ekkert bendi til að sjálfsvígum fari fjölgandi.
4
FréttirDauðans óvissa eykst
213
171 mannslát kom til kasta lögreglunnar á síðast ári
Sýnileg aukning er í fjölda mannsláta sem komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári miðað við fyrri ár. Réttarkrufning fór fram í 77 prósent tilvika sem er einnig aukining milli ára.
Hér er þrautin sú síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvaða trúarbrögð tengjast mannvirkinu hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hver var Caligula? 2. Hvaða fræga sönglag hefst á þessa leið (í lauslegri íslenskri þýðingu): „Ungi maður, það er engin ástæða til að vera niðurlútur, ég segi, ungi maður, taktu þér nú tak, ég segi, ungi maður, því þú ert...
Sá Rómarkeisari sem Donald Trump er skyldastur er óumdeilanlega Neró. Báðir eru sakaðir um að hafa látið reka á reiðanum meðan allt var í volli.
7
Mynd dagsins
113
Tíræður Blíðfari
„Hann var á grásleppu í fyrravor, en þá fór skrúfan af, orðin gegnryðguð. Enda er hann Blíðfari kominn á tíræðisaldur,“ sagði Hlöðver Kristinsson þar sem hann var að huga að bátnum niður við höfnina á Vogum á Vatnsleysuströnd fyrr í dag. Nái frumvarp Sjávarútvegsráðherra fram, sem var lagt fram á Alþingi nú um daginn, verður mikil breyting á veiðunum. Í stað veiðidaga, eins og verið hefur mörg undanfarin ár, verður útgefinn kvóti á grundvelli veiða undanfarinna ára. Grásleppuvertíðin hefst venjulega upp úr miðjum mars.
Mest deilt
1
Fréttir
40417
Tvöföld skimun verður skylda
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gefur út reglugerð í dag sem skyldar alla sem til landsins koma í tvöfalda sýnatöku vegna Covid-19. Ráðherra telur að lagaheimildir standi til þess, ólíkt því sem áður hefur verið.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
36376
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
3
ViðtalDauðans óvissa eykst
5156
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
Hér er þrautin sú síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvaða trúarbrögð tengjast mannvirkinu hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hver var Caligula? 2. Hvaða fræga sönglag hefst á þessa leið (í lauslegri íslenskri þýðingu): „Ungi maður, það er engin ástæða til að vera niðurlútur, ég segi, ungi maður, taktu þér nú tak, ég segi, ungi maður, því þú ert...
5
Þrautir10 af öllu tagi
2754
266. spurningaþraut: Hið ósundurgreinanlega!
Hér er hún, já þrautin síðan í gær. * Aukaspurningin sú hin fyrri: Á hinni skemmtilegu mynd hér að ofan má sjá leikritahöfund lesa nýtt leikrit fyrir leikara og starfsfólk í svonefndu Listaleikhúsi, sem setti síðan leikritið upp. Höfundurinn er þarna fyrir miðri mynd, skeggjaður. Hvað heitir hann? * Aðalspurningar: 1. Hvaða flugvöllur er í alþjóðlegum samskiptum táknaður með...
6
Þrautir10 af öllu tagi
2653
265. spurningaþraut: Deildartunguhver, Bibba, nátttröll og voðalegt naut
Hér er þraut gærdags, gærdags. * Aukaspurning númer eitt: Nátttröllið á glugganum heitir verkið hér að ofan. Hver málaði? * Aðalspurningar: 1. Priti Patel heitir stjórnmálakona ein, sem nú er mjög umdeildur innanríkisráðherra í heimalandi sínu. Hvaða land er það? 2. Heimsmeistaramótið í handbolta stendur nú yfir. Hvaða þjóð mun freista þess að verja heimsmeistaratitil sinn frá 2019? 3. Johanna...
Sá Rómarkeisari sem Donald Trump er skyldastur er óumdeilanlega Neró. Báðir eru sakaðir um að hafa látið reka á reiðanum meðan allt var í volli.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
25131
Börn grétu yfir hópslagsmálum í Breiðholtinu í dag
Menn í slagsmálum brutu rúðu í Pizzunni í Hólagarði í hópslagsmálum sem áttu sér stað nokkrum klukkustundum eftir að vopnaðir menn fóru inn í Borgarholtsskóla.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
36376
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
3
Greining
79385
Ritstjórinn sem líkti búsáhaldabyltingunni við innrásina í þinghús Bandaríkjanna var forstjóri „versta banka sögunnar“
Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, líkti búsáhaldabyltingunni á Íslandi árin 2008 og 2009 saman, við innrásina í þinghúsið í Washington í síðustu viku. Hann stýrði fjárfestingarbankanum VBS sem skilur eftir sig 50 milljarða skuldir, meðal annars við íslenska ríkið.
Guðbjörg Ringsted, eiginkona Kristjáns Þórs Júlíussonar, hannaði lógóið sem útgerðin Samherji notar. Hún segir að hún hafi hannað merkið þegar hún bjó á Dalvík. Þá þegar var Kristján Þór vændur um að ganga erinda Samherja í störfum sínum. Síðan eru liðin 30 ár.
5
ViðtalDauðans óvissa eykst
5156
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
6
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
481
Ákæruvaldið telur stofnun ESB staðfesta að meint athæfi Jóns Baldvins sé refsivert
Kynferðisleg áreitni er refsiverð að spænskum lögum að mati stofnunarinnar Eurojust. Héraðssaksóknari hefur kært frávísun í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar til Landsréttar, en héraðsdómur taldi spænsku lagagreinina frábrugðna þeirri íslensku.
7
Fréttir
52481
Skrítið að bankamenn kenni börnum fjármálalæsi
Kennari og fyrrverandi bankamaður segir að skerpa þurfi á kennslu í fjármálalæsi og gagnrýnir að starfsmenn fjármálafyrirtækja sjái um hana á grunnskólastigi. „Það er svolítið eins og ef Þorsteinn Már í Samherja mætti kenna krökkunum um kvótakerfið.“
Mest lesið í mánuðinum
1
Pistill
4443.204
Bragi Páll Sigurðarson
Bjarnabylgjan
„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
2
FréttirSamherjaskjölin
169469
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
3
PistillUppgjör 2020
841.507
Hallgrímur Helgason
Veiran vill einkarekstur
„Það þarf að kenna fólki að deyja,“ sagði deyjandi faðir hans, á sama tíma og samfélagið lærði að óttast dauðann meira en áður. Hallgrímur Helgson fjallar um lærdóm ársins og þá von að ríkisvaldið læri að setja heilbrigðiskerfið ofar öllu.
4
Fréttir
7652.898
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var útlhutað til samtals 453 listamanna í dag.
5
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
6
FréttirCovid-19
1971.581
Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra braut sóttvarnarreglur með viðveru í 40-50 manna samkvæmi í Ásmundarsal í gær. Deildarlæknir segir að samkoman gæti fræðilega leitt til dauðsfalla. „Ég er ekki að ýkja hérna.“ Brot Bjarna varðar 50 þúsund króna sekt.
7
Viðtal
802.487
Lætur ekki óttann aftra sér
Þegar Guðjón Reykdal Óskarsson var 15 ára las hann á netinu að lífslíkur hans væru á enda vegna vöðvasjúkdómsins Duchenne. Í dag, 29 ára að aldri, vinnur hann að doktorsverkefni í erfðafaraldsfræði og bindur vonir við að lækning finnist við sjúkdómnum.
Nýtt á Stundinni
Bíó Tvíó#188
Í skugga hrafnsins
Andrea og Steindór ræða mynd Hrafns Gunnlaugssonar frá 1988, Í skugga hrafnsins.
Viðtal
26
„Við syrgjum af því að við elskum“
Ótímabær dauðsföll geta reynst aðstandendum erfið og ýft upp tilfinningar á borð við reiði, að sögn sálfræðings sem sérhæfir sig í aðstoð við syrgjendur. Hún leggur áherslu á mikilvægi samskipta og varar við „ráðagóða róbótnum“. Ótti við dauðann er stundum fylgifiskur kvíðaröskunar og Covid-19 faraldurinn getur gert hana erfiðari.
Pistill
113
Kolbeinn Hólmar Stefánsson
Kosningaár
Þegar við réttlætum atkvæðin okkar eftir á hljómar það eins og við höfum hugsað okkur vandlega um. Við upplifum það jafnvel þannig.
Blogg
18
Símon Vestarr
Að selja beljuna fyrir fimm mjólkurfernur
Ríkið á náttúrulega ekki að standa í svona rekstri.“ Þetta var auðveldasta línan fyrir hægrimenn að komast upp með í upphafi aldarinnar í fjölmiðlaumræðum um einkavæðingu af því að hver sem andstæðingurinn var vaknaði aldrei nokkurn tíma spurningin: „Hvers vegna ekki?“ Hvers vegna í krókloppnum kjúkum Kölska á Kópaskeri ekki?! Í þá daga var það auðveld klapplína að halda því...
Blogg
2
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Donald Trump og áróðurstæknin
Fasistar, nasistar og kommúnistar voru meistarar í áróðurstækni á 20.öldinni. Hvað eiga þessar stefnur sameiginlegt? Jú, þetta eru allt saman alræðisstefnur, þar sem almenn mannréttindi voru fótum troðin. Samtals hafa þessar stefnur kostað líf tuga milljóna manna. Fremstur meðal jafningja í áróðursfræðum var Dr. Jósef Göbbels, Áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins, fyrirbæris sem nasistar, undir forystu Adolfs Hitlers ætluðu sér að stofna....
ViðtalDauðans óvissa eykst
111
Einsemd og dauði á göngum Landspítalans á tímum Covid-19
Árið 2020 var merkilegt fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir það hversu nálægur dauðinn varð samfélaginu í heild sinni. Aldrei áður hafa borist jafn margar tilkynningar í sjónvarpinu af dauðsföllum og hvað þá með svo stuttu millibili yfir svo langan tíma.
Þrautir10 af öllu tagi
2754
266. spurningaþraut: Hið ósundurgreinanlega!
Hér er hún, já þrautin síðan í gær. * Aukaspurningin sú hin fyrri: Á hinni skemmtilegu mynd hér að ofan má sjá leikritahöfund lesa nýtt leikrit fyrir leikara og starfsfólk í svonefndu Listaleikhúsi, sem setti síðan leikritið upp. Höfundurinn er þarna fyrir miðri mynd, skeggjaður. Hvað heitir hann? * Aðalspurningar: 1. Hvaða flugvöllur er í alþjóðlegum samskiptum táknaður með...
ViðtalDauðans óvissa eykst
5156
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
Viðtal
119
Skiptir mestu máli að hafa gaman
Velgengni Hildar Yeoman sem fatahönnuður er lyginni líkast en það má áætla að hún sé sá íslenski fatahönnuður sem lengst hefur náð á bæði innlendri sem og erlendri grund um þessar mundir. Á meðan margar verslanir í miðbænum og víðar hafa þurft að loka vegna heimsástandsins hefur Hildur opnað nýja og glæsilega verslun á Laugaveginum.
ViðtalDauðans óvissa eykst
36376
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
Þrautir10 af öllu tagi
2653
265. spurningaþraut: Deildartunguhver, Bibba, nátttröll og voðalegt naut
Hér er þraut gærdags, gærdags. * Aukaspurning númer eitt: Nátttröllið á glugganum heitir verkið hér að ofan. Hver málaði? * Aðalspurningar: 1. Priti Patel heitir stjórnmálakona ein, sem nú er mjög umdeildur innanríkisráðherra í heimalandi sínu. Hvaða land er það? 2. Heimsmeistaramótið í handbolta stendur nú yfir. Hvaða þjóð mun freista þess að verja heimsmeistaratitil sinn frá 2019? 3. Johanna...
Mynd dagsins
113
Tíræður Blíðfari
„Hann var á grásleppu í fyrravor, en þá fór skrúfan af, orðin gegnryðguð. Enda er hann Blíðfari kominn á tíræðisaldur,“ sagði Hlöðver Kristinsson þar sem hann var að huga að bátnum niður við höfnina á Vogum á Vatnsleysuströnd fyrr í dag. Nái frumvarp Sjávarútvegsráðherra fram, sem var lagt fram á Alþingi nú um daginn, verður mikil breyting á veiðunum. Í stað veiðidaga, eins og verið hefur mörg undanfarin ár, verður útgefinn kvóti á grundvelli veiða undanfarinna ára. Grásleppuvertíðin hefst venjulega upp úr miðjum mars.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir