Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Telur Davíð Þór vanhæfan í öllum málum sem varða íslenska ríkið

Veru­leg­ur vafi á því að Dav­íð Þór Björg­vins­syni, vara­for­seta Lands­rétt­ar, hafi ver­ið heim­ilt að veita rík­is­lög­manni ráð­gjöf. Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur seg­ir að hann hafi gert sig van­hæf­an með því og krefst þess að Dav­íð Þór taka ekki sæti sem dóm­ari í mál­um sem Vil­hjálm­ur rek­ur fyr­ir Lands­rétti.

Telur Davíð Þór vanhæfan í öllum málum sem varða íslenska ríkið
Vafi á hæfi Verulegur vafi er uppi um hvort Davíð Þór Björgvinssyni hafi verið heimilt að veita ríkislögmanni ráðgjöf í máli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, eftir að hann var skipaður dómari við Landsrétt. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur krafist þess að Davíð Þór dæmi ekki í neinum þeim málum sem Vilhjálmur rekur fyrir Landsrétti.

Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, veitti ríkislögmanni lögfræðilega ráðgjöf í máli íslenska ríkisins fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu sem varðar stöðu samdómara Davíðs Þórs í Landsrétti með beinum hætti. Verulegur vafi leikur á að Davíð Þór hafi verið það heimilt, þrátt fyrir að hann hafi verið í leyfi frá dómarastörfum.

Almennt er dómurum ekki heimilt að veita lögfræðilega ráðgjöf gegn endurgjaldi . Nefnd um dómarastörf telur að reglan um að dómara sé ekki heimilt að veita lögfræðilega ráðgjöf gegn endurgjaldi eigi við frá þeim tíma sem dómari hefur verið skipaður í embætti.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður telur að með ráðgjöf sinni hafi Davíð Þór gert sig vanhæfan í öllum málum sem varða íslenska ríkið. Hann krefst þess að Davíð Þór taki ekki sæti í neinu því máli sem Vilhjálmur rekur fyrir Landsrétti.

Staðfest að Davíð Þór veitti ráðgjöf

Davíð Þór BjörgvinssonDavíð Þór taldi, í ljósi þess að hann var í leyfi frá störfum við Landsrétt, að sér væri heimilt að veita embætti ríkislögmanns ráðgjöf í máli sem snýr að samdómendum Davíðs Þór við réttinn.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Guðmundar Andra Ástráðssonar í máli gegn íslenska ríkinu sem nú er rekið fyrir Mannréttindadómstólnum.

Í málinu er tekist á um þá niðurstöðu Hæstaréttar að Arnfríður Einarsdóttir geti með réttu talist handhafi dómsvalds og dæmt í Landsrétti þrátt fyrir að framin hafi verið lögbrot þegar hún var tekin fram yfir aðra sem metnir voru hæfari við skipun í dóminn.Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut lög með því að skipa Arnfríði, Ásmund Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiði Bragadóttur sem dómara við Landsrétt, þvert á mat hæfnisnefndar.

Vilhjálmur telur að í ljósi þess að lögum var ekki fylgt við val á Landsréttardómurum hafi verið brotið á rétti skjólstæðings hans til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli þegar Arnfríður dæmdi í máli hans. 

Þegar Mannréttindadómstóll Evrópu sendi íslenska ríkinu fyrirspurnarbréf vegna kæru Vilhjálms og Guðmundar Andra veitti Davíð Þór embætti ríkislögmanns ráðgjöf. Þetta hefur Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður staðfest, og Davíð Þór sjálfur síðar. Sjónarmið Davíðs Þórs má sjá hér. 

Settur dómari en síðan kippt út

Gerð var sú breyting á máli, sem Vilhjálmur rekur gegn Landsbankanum fyrir Landsrétti,  8. október síðastliðinn, að Davíð Þór var þar settur dómari í stað Jóns Finnbjörnssonar.

Vilhjálmur sendi skrifstofustjóra Landsréttar, Birni L. Bergssyni, fyrirspurn 10. október þar sem hann grennslaðist fyrir um það hvort Davíð hefði gegnt fyrrnefndum aukastörfum fyrir ríkislögmann eftir að hann var skipaður dómari við réttinn. Taldi Vilhjálmur brýnt að upplýst yrði um það, þar eð hann hefði efasemdir um að Davíð Þór væri hæfur til að taka sæti í málinu, ef rétt væri.

Sama dag sendi Björn Vilhjálmi svar þess efnis að Davíð Þór myndi ekki taka sæti dómara í málinu en vísaði að öðru leyti spurningum um aukastörf Davíðs Þórs til embættis ríkislögmanns. Þá sendi skrifstofa Landsréttar frá sér tilkynningu, síðdegis 10. október, þar sem greint var frá því að Jón Finnbjörnsson hefði aftur tekið sæti í umræddu máli.

Í millitíðinni, eða 9. október, sendi Vilhjálmur erindi til bæði ríkislögmanns, þar sem hann fór fram á að fá svör við því hvort Davíð Þór hefði unnið að greinargerð ríkislögmanns í málinu sem um ræðir auk annarra mála, og einnig til nefndar um dómarastörf, þar sem var farið fram á að nefndin upplýsti hvaða aukastörfum Davíð Þór hefði gegnt síðan hann var skipaður dómari við Landsrétt og hvort hann hefði leitað samþykkis nefndarinnar fyrir þeim störfum.

Landsréttur svarar ekki Vilhjálmi

Loks sendi Vilhjálmur Landsrétti kröfu 14. október um að Davíð Þór tæki ekki sæti í dómi í neinum þeim málum sem Vilhjálmur færi með í Landsrétti. Röksemdir Vilhjálms fyrir því voru að „alkunna“ væri að Davíð Þór hefði samið greinargerð íslenska ríkisins í máli Guðmundar Andra fyrir Mannréttindadómstólnum. „Ég lít svo á að aukastarfið sem Davíð Þór tók að sér fyrir ríkislögmann sé í eðli sínu lögmannsstarf og því sé Davíð Þór ásamt öðrum lögmönnum ríkislögmanns að reka dómsmál gegn mér fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Á meðan svo er getur Davíð Þór ekki tekið sæti í dómi í málum sem ég flyt fyrir Landsrétti.“ Við þessari kröfu hefur Vilhjálmur ekki fengið svar.

Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður svaraði erindi Vilhjálms 19. október síðastliðinn. Í svarinu kemur fram að embætti ríkislögmanns telji sér ekki skylt að veita upplýsingar um hvort Davíð Þór hafi  unnið fyrir embættið eftir að hann var skipaður dómari við Landsrétt. Samkvæmt reglum um aukastörf dómara er dómurum almennt óheimilt að taka að sér önnur störf án þess að fá til þess heimild nefndar um dómarastörf fyrirfram.

Hins vegar upplýsti embættið engu að síður að Davíð Þór hefði veitt ráðgjöf í tengslum við umrætt mál. „Davíð Þór var á þeim tíma sem ráðgjöfin var látin í té í leyfi frá störfum sem dómari við Landsrétt og tók ekki til starfa við réttinn fyrr en fyrsta þessa mánaðar,“ segir jafnframt í svari Einars Karls. Í engu var svarað nánari spurningum, svo sem hvort Davíð Þór hefði komið að öðrum dómsmálum fyrir embætti ríkislögmanns, hvenær störf hans hófust og hvort þeim væri lokið eða hvað hann hefði fengið greitt fyrir þau störf. Þær spurningar hefur Vilhjálmur ítrekað en ekki fengið svör. Þess ber einnig að geta að þegar Stundin ræddi við Einar Karl í síðustu viku og óskaði svara um störf Davíðs Þórs fyrir embætti ríkislögmanns vék Einar Karl sér undan því að svara þeim á grundvelli þess að ekki væri búið að svara fyrirspurn Vilhjálms og eðlilegt væri að það yrði gert áður en fjölmiðlum yrði svarað.

Davíð Þór sjálfur staðfesti í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að hann hefði komið að ráðgjöf fyrir ríkislögmann í málinu, en sagðist ekki hafa þegið fyrir það greiðslu. Hann sagði einnig að ráðgjöfin myndi ekki samræmast dómarastörfum en hann hefði ekki verið tekinn til starfa við Landsrétt þegar ráðgjöfin var veitt. Davíð staðfesti þessi atriði einnig þegar Stundin hafði samband við hann. 

Reglan á við frá því skipað er í embætti

Hinn 22. október síðastliðinn sendi Vilhjálmur annað erindi til nefndar um dómarastörf með viðbótargögnum og sjónarmiðum, þar sem hann færði rök fyrir því að Davíð Þór hefði sinnt margs konar störfum í Landsrétti síðan hann tók við embætti 1. janúar 2018. „Í fyrsta lagi mætti hann reglulega á skrifstofu sína í Landsrétti frá 1. janúar til 1. október 2018. Í öðru lagi þá mætti hann á dómarafundi og tók þátt í stjórnsýslu réttarins s.s. kosningu forseta og varaforseta réttarins og kosningu í stjórn dómstólasýslunnar. Í þriðja lagi var hann kosinn varamaður í stjórn dómstólasýslunnar og mætti þar á fundi sem fulltrúi Landsréttar og þáði greiðslur fyrir. Það er því ljóst að Davíð Þór hefur verið við störf í Landsrétti frá því að skipun hans tók gildi 1. janúar 2018 þó að hann hafi ekki tekið sæti í dómi fyrr en eftir 1. október 2018.“

Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndar um dómarastörf, svaraði erindi Vilhjálms 24. október síðastliðinn. Í svari hennar kemur fram að í ljósi þess að Davíð Þór sé ekki lengur settur dómari í málinu sem Vilhjálmur rekur fyrir Landsrétti telji nefndin að Vilhjálmur hafi ekki rétt á því fyrir hönd umbjóðanda síns að fá umbeðnar upplýsingar um aukastörf Davíðs Þórs, það er hvort hann hafi sinnt slíkum aukastörfum og hvort hann hafi sent nefndinni umsókn þar um.

Hins vegar vísar Hjördís í svari sínu, að því er varðar spurningu um ráðgjafarstarf dómara fyrir ríkislögmann, til 6. greinar reglna um aukastörf dómara sem á sér stoð í dómstólalögum, en í henni kemur fram að dómara sé óheimilt að taka að sér málflutningsstörf og sama gildi um önnur hefðbundin lögmannsstörf ef endurgjald komi fyrir. Þá segir einnig að það sé álit nefndarinnar að sú regla eigi við „frá þeim tíma sem dómari hefur verið skipaður í embætti“.

Óviðeigandi að Davíð Þór tjái sig um
mál fyrir Mannréttindadómstólnum

Davíð Þór tjáði sig um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Egils Einarssonar í nóvember 2017, eftir að hann var skipaður dómari við Landsrétt, þar sem hann sagði að niðurstaða dómstólsins væri ekki hafin yfir gagnrýni.

Þá tjáði Davíð Þór sig einnig um málið sem Vilhjálmur rekur fyrir Mannréttindadómstólnum nú, málið sem Davíð Þór veitti ráðgjöf í, og sagði að ef dómstóllinn dæmdi íslenska ríkinu í óhag þýddi það ekki að dómarar missi stöðu sína við Landsrétt eða dómar þeirra verði ógildir. Þá sagðist hann efast um að dómararnir fjórir sem ekki voru skipaðir við Landsrétt, þrátt fyrir að hafa verið metnir hæfari en þeir fjórir dómarar sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tók fram yfir þá, myndu fá háar bætur. 

Vilhjálmur gagnrýnir þessa framgöngu Davíðs Þórs. „Það er fullkomlega óviðeigandi að embættisdómari tjá sig um dómsmál með þeim hætti sem hann gerði, og samrýmist með engum hætti stöðu viðkomandi,“ segir hann í samtali við Stundina. „Dómarinn virðist hafa verið í þeirri lögvillu, sem nefnd um dómarastörf hefur nú gert hann afturreka með, að hann væri ekki bundinn af lögum og reglum um skyldur dómara þar til hann tæki sæti í dómi í Landsrétti.“

Gagnrýnir leynimakk

Hvað varðar það álit nefndar um dómarastörf um að dómurum sé almennt óheimilt að veita lögfræðilega ráðgjöf gegn endurgjaldi og að það eigi við frá þeim tíma að dómari er skipaður í embætti segir Vilhjálmur að hann vísi þá einfaldlega í orð Davíðs Þórs sjálfs. „Sem sagði að ef hann hefði ekki verið í fríi hefði það ekki samrýmst dómarastörfum að veita þessa ráðgjöf.“

„Ef að embættisdómari tekur að sér
ráðgjafarstörf og lögmannsstörf
fyrir framkvæmdarvaldið er það mjög
alvarlegt. Hann hefur þá dæmt sig úr leik“

Þegar Vilhjálmi er bent á að Davíð Þór fullyrði að hann hafi ekki fengið greitt fyrir umrædda ráðgjöf segir hann það engu betra, ef satt sé. „Ég tel að hvort endurgjald hafi komið til fyrir ráðgjöfina skipti engu máli í þessu samhengi. Í raun og veru sé það hugsanlega enn alvarlegra ef dómarinn telur að hann hafi verið að gera einhverjum greiða, án þess að þiggja greiðslu, með því að taka að sér þennan starfa.“ Vilhjálmur vísar í þessu samhengi til 60. greinar stjórnarskrár Íslands þar sem segir að dómarar skeri úr öllum ágreiningi um embættismörk yfirvalda. „Ef embættisdómari tekur að sér ráðgjafarstörf og lögmannsstörf fyrir framkvæmdarvaldið er það mjög alvarlegt. Hann hefur þá dæmt sig úr leik.“

Spurður hvort hann telji að Davíð Þór sé í þessu ljósi vanhæfur til að dæma í málum er varða íslenska ríkið játar Vilhjálmur því. „Já, ég tel það. Það leynimakk sem hefur verið í kringum þetta, hvað menn hafa verið seinir til svara og sumir ekki svarað spurningum fjölmiðla og þeirra sem eiga hagsmuna að gæta, er bara fallið til þess að auka tortryggni í þessu sambandi.“

Þá telur Vilhjálmur einnig verulegan vafa leika á því að Davíð Þór sé hæfur til að taka sæti sem dómari í Landsrétti með þeim fjórum dómurum hverra hagsmuna hann var að gæta með störfum sínum fyrir embætti ríkislögmanns. „Hæfi embættisdómara þarf að vera hafið yfir allan vafa.“

Fyrirvari: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er bróðir Inga Freys Viljálmssonar, blaðamanns á Stundinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
7
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Hljómsveitarstjórar rabba saman: Daníel Bjarnason og Jakub Hruša
10
Viðtal

Hljóm­sveit­ar­stjór­ar rabba sam­an: Daní­el Bjarna­son og Jakub Hruša

Til er bók þar sem fræg­ir rit­höf­und­ar tala við aðra fræga rit­höf­unda um líf­ið og til­ver­una. Í til­efni komu sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar­inn­ar í Bam­berg, sem er ein sú fremsta í Evr­ópu, lá beint við að fá tón­skáld­ið og hljóm­sveit­ar­stjór­ann Daní­el Bjarna­son til að ræða við Jakub Hruša, hinn þekkta hljóm­sveit­ar­stjóra henn­ar. Hér er sam­tal tveggja eld­klárra hljóm­sveit­ar­stjóra – um það sem hljóm­sveit­ar­stjór­ar ræða í góðu tómi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu