Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Berjast fyrir heimilislausa í minningu sonar síns og bróður

Móð­ir og syst­ir Þor­bjarn­ar Hauks Lilj­ars­son­ar segja að nú verði eitt­hvað að ger­ast í mál­efn­um heim­il­is­lausra. All­ir eigi rétt á þaki yf­ir höf­uð­ið, per­sónu­bundn­um stuðn­ingi og að­stoð við að koma lífi sínu á rétt ról.

Þorbjörn Haukur Liljarsson glímdi við fíkniefnavanda nánast alla sína fullorðinsævi, vanda sem átti rót sína að rekja til mjög alvarlegs slyss sem hann varð fyrir þegar hann var tvítugur. Þorbjörn lenti þá í svo alvarlegu bifhjólaslysi að honum var vart hugað líf og þrátt fyrir að hann næði sér að talsverðu leyti líkamlega varð hann fyrir alvarlegum framheilaskaða. Sá skaði, þær skapgerðarbreytingar sem hann olli, og gífurlegt magn sterkra verkjalyfja sem hann neyddist til að taka um margra mánaða skeið urðu rótin að hans fíknivanda. Neysla Þorbjarnar hafði í för með sér að fjölskylda hans neyddist til að loka á samskipti við hann um tíma, hann var inn og út úr meðferðum og fangelsum og undir hið síðasta var hann heimilislaus, á götunni. Og nú er Þorbjörn látinn, hann lést í svefni í Gistiskýlinu 15. október síðastliðinn, harmdauði fjölskyldu sinni, aðstandendum og vinum sínum á götunni.

Guðrún Hauksdóttir, móðir Þorbjarnar, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu