Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Það mátti aldrei tala við Heiðu um hvað hún væri veik“

Heiða Dís Ein­ars­dótt­ir lést úr leg­hálskrabba­meini að­eins 23 ára göm­ul. Veik­ind­in drógu hana til dauða á að­eins tveim­ur ár­um. Fað­ir Heiðu seg­ir hana hafa lagt allt of mik­ið upp úr því að hlífa að­stand­end­um sín­um.

„Það mátti aldrei tala við Heiðu um hvað hún væri veik“
Vildi hlífa sínum nánustu „Það mátti ekki tala um dauðann við hana - þetta var orðið að leikriti. Við sögðum stelpunum okkar hvað væri að gerast og hvernig Heiða yrði alltaf veikari og veikari þangað til að hún myndi deyja. Á meðan sagði Heiða stelpunum annað og var að skipuleggja hluti sem hún ætlaði að gera með þeim árið 2013,“ segir Einar faðir Heiðu Dísar. Mynd: Úr einkasafni

Heiða Dís Einarsdóttir lést úr leghálskrabbameini 23 ára gömul haustið 2012. Hún hafði farið í leghálskrabbameinsleit eins og konum er ráðlagt að gera reglulega og hafði sýnið verið hreint í nóvember 2010. Gerðir voru heimildaþættir um Heiðu Dís og baráttu hennar bæði hér á landi og í Danmörku þar sem hún bjó. Hún vildi vekja athygli stúlkna og kvenna á nauðsyn þess að fara reglulega í leghálskrabbameinsleit. Faðir hennar, Einar Hólm Jónsson, leggur áherslu á það sama og bendir á að það sé minna mál að fara í skoðun heldur en að greinast með krabbamein og upplifa þær kvalir og þá sálarangist sem dóttir hans þurfti að gera.

Heiða fæddist á Akureyri 15. ágúst árið 1989 og lést í Danmörku haustið 2012. Hún var 23 ára. Heiða var elsta dóttir Einars Hólm Jónssonar en hann og móðir Heiðu eignuðust saman tvær dætur. Leiðir þeirra skildu og síðar eignaðist Einar tvær …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár