Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

Nafn­birt­ing Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar hæsta­rétt­ar­lög­manns á konu sem kall­aði hann „krípí“ í lok­uð­um Face­book-hópi kall­ar fram harka­leg við­brögð.

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

Fjöldi karla hefur dreift mynd af starfsmanni Reykjavíkurborgar á Facebook og kallað eftir því að hún verði flæmd út úr Ráðhúsinu og fiðruð, enda sé hún ógeð og brundfés og skálað verði í kampavíni þegar hún deyi.

„Fiðra þessa glyðru,“ segir einn þeirra sem leggja orð í belg. „Þú ert ógeð þú ert kríp, ÞÚ ert opinnber starfsmaður, þú átt að skammast þín og fara til andskotans, og ég skal lifta campavínsglasi þegar þú ferð yfir móðuna miklu,“ segir annar. „Ætti að fá Lillendal með tjaldhælana og seðja þarfirnar,“ segir sá þriðji.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður nafngreindi konur sem fóru hörðum orðum um hann á lokuðum Facebook-hópi eftir að hann hvatti til þess að fórnarlömb barnaníðingsins Roberts Downey fyrirgæfu kvalara sínum.

Tilefni skrifanna er það að í fyrra notaði konan orðið „krípí“ um Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi hæstaréttardómara, eftir að hann hafði kallað eftir því að þolendur barnaníðingsins Roberts Downey fyrirgæfu honum.

Jón Steinar birti nýlega grein í Morgunblaðinu þar sem hann nafngreindi fólk sem hafði farið ljótum orðum um hann á lokuðu Facebook-svæði femínista og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. 

Kristjón Benediktsson var fyrstur til að birta mynd af borgarstarfsmanninum. Hann skrifar:

„Þessi er sérfræðingur á skrifstofu Borgarstjóra [...] Ein af þeim sem starfa á hinni dýru skrifstofu sem kostar 1000 milljónir að reka. Hún hatar karlmenn. Hún er mjög virk á hinu hatursfulla spjalli. Orðljót með afbrigðum. Fyrir hennar sérfræðikunnáttu borgar Dagur 11 milljónir á ári. „Ef þetta er ekki bara meira krípí hja krípinu,“ er hennar svar við grein Jóns Steinars. Hann er sem sagt kríp að hennar mati fyrir það eitt að verja lektorinn sem illa er vegið að!“ 

Skoðanabræður Kristjóns taka undir með honum og kalla konuna meðal annars „brundfés“ og „BITCH“.

Einn Facebook-notandinn kallar eftir því að „Úrkynjunar og aumingjavæðingu Dags [B. Eggertssonar] verð[i] snúið við. Hann má vera „drusla“ með sínum líkum! Enda fáheyrður andskotans aumingi sem skríður í veikindaleyfi þegar þjófnaður útsvars borgarbúa kemur í ljós.“

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður leggur orð í belg. „Siðlaust lið með öllu þessar forréttindapíur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.“

Annar skrifar: „Framvegis horfi ég bara á rass kvenmanna. því stæri rass því meira likur að þær eru á launum hjá mér.“

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, kollegi konunnar hjá borginni, tjáir sig um atburðarásina á Facebook:

„Fyrir fimmtán mánuðum síðan varð vinkonu minni og samstarfskonu á sá heiftarlegi hatursglæpur að kalla Jón Steinar Gunnlaugsson krípí í lokuðum hópi á internetinu. Það var í kjölfar þess að hann lagði það til í viðtali við fjölmiðil að þolendur Roberts Downey fyrirgæfu bara kvalara sínum og héldu áfram með lífið, enda hefðu brotin hans nú ekkert verið það alvarleg og þær hefðu nú ekki verið nein smábörn.

Jón Steinar skrifaði grein í Morgunblaðið í fyrradag, fimmtán mánuðum síðar, þar sem hann nafngreindi vinkonu mína í föðurlegri hirtingu. Hetjur internetsins tóku svo við og nú er búið að birta mynd af henni á Facebook sem hefur, þegar þessi orð eru skrifuð, verið deilt tæplega 40 sinnum. Í athugasemdum sem um hana hafa fallið er vitanlega rangt farið með nokkurn veginn allt, t.a.m. hvar hún vinnur, við hvað og hvað hún fær greitt fyrir það, en látum það liggja milli hluta. Ofbeldið sem ríður yfir hana í dag er með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð – og hafi það ekki verið á hreinu hef ég ýmsa fjöruna sopið í þeim bransa.

Hún hatar karla. Hún er forhert og ofdekruð. Það á að reka hana úr vinnunni (sinnum hundrað). Hún er sérfræðingur í hatri gegn karlmönnum, illyrðum og rógi. Hún er orðljót með afbrigðum. Það er keytulykt af henni. Hún er ógæfulegur pilsvargur og hún er asni. Hún er brundfés og BITCH !! og afleiðing úrkynjunar og aumingjavæðingar. Það er æðissvipur í augunum á henni og eini munurinn á augnaráði hennar og jórtrandi belju er gáfnaglampinn í augum beljunnar. Hún sýgur samborgara sína um lífsviðurværi um leið og hún spýr yfir þá óþverra. Hún er fasisti. Hún er gráðug og spillt og það á að fiðra þessa glyðru. Það á að flæma þetta ógeð úr Ráðhúsinu og hún er ófullnægð og miðaldra. Hún er forréttindapía sem vinnur við að ata saklaust fólk aur. Hún hefur níð og mannorðsmorð á samviskunni. Hún er geðbilað drullupakk og viðbjóður. Hún er ógeð og kríp sem á að skammast sín og fara til andskotans.

Takk fyrir þetta, Jón Steinar. Vonandi líður þér betur.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
8
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
10
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár