Myrt vegna fréttaflutnings

Víða um heim sæta blaða­menn ógn­un­um og hót­un­um, þeir eru lög­sótt­ir, færð­ir í gæslu­varð­hald og stung­ið í fang­elsi vegna skrifa sinna, pynt­að­ir og drepn­ir. Á síð­ustu tólf mán­uð­um hafa þrír blaða­menn ver­ið myrt­ir á evr­ópskri grundu og ný­lega hvarf blaða­mað­ur inn í sendi­ráð Sádi-Ar­ab­íu í Tyrklandi og kom aldrei það­an út aft­ur.

Víða um heim sæta blaða­menn ógn­un­um og hót­un­um, þeir eru lög­sótt­ir, færð­ir í gæslu­varð­hald og stung­ið í fang­elsi vegna skrifa sinna, pynt­að­ir og drepn­ir. Á síð­ustu tólf mán­uð­um hafa þrír blaða­menn ver­ið myrt­ir á evr­ópskri grundu og ný­lega hvarf blaða­mað­ur inn í sendi­ráð Sádi-Ar­ab­íu í Tyrklandi og kom aldrei það­an út aft­ur.

Þrír blaðamenn hafa verið myrtir á evrópskri grundu á síðastliðnum tólf mánuðum, þau Daphne Caruana Galizia, Viktoria Marinova og Jan Kuciak, sem öll áttu það sameiginlegt að hafa afhjúpað spillingu í heimalöndum sínum.

Það sem af er árs hafa 56 blaðamenn víðs vegar um heiminn látist vegna starfa sinna, en í byrjun þessa mánaðar gekk Jamal Kashoggi, blaðamaður frá Sádi-Arabíu, inn í sendiráð sitt í Tyrklandi og kom aldrei þaðan út aftur. Staðfest er að hann hafi látist þar, en hvernig er enn óráðið.

Hverjir voru þessir blaðamenn og hvað voru þau að rannsaka þegar þau voru myrt?

Panamaskjölin og Malta

Daphne Caruana Galizia hafði stundað rannsóknarblaðamennsku í meira en þrjátíu ár og rannsakaði spillingu í stjórnkerfi Möltu. Þar á meðal fjallaði hún um frændhygli í maltneskri stjórnsýslu, ásakanir um peningaþvætti og tengsl veðmálafyrirtækja landsins við ítölsku mafíuna.

Stærsta afhjúpun hennar tengdist þó umfjöllun um mál er varðaði Panamaskjölin. Snemma árs 2016 fjallaði hún um eignarhald þáverandi orkumálaráðherra Möltu á aflandsfélögum í Panama og Nýja-Sjálandi. Umfjöllun hennar birtist áður en Panamaskjölunum sjálfum var lekið í apríl 2016, en lekinn staðfesti fréttaflutning hennar. Ráðherrann var settur af en sat enn á þingi. Ári síðar gaf hún í skyn að eiginkona Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, ætti aflandsfélög sem varð til þess að halda þurfti kosningar aftur. Muscat vann og fyrrverandi orkumálaráðherrann var settur sem ferðamálaráðherra.

Árum saman var hún áreitt vegna starfa sinna og sætti margvíslegum hótunum. Nánast daglega bárust henni líflátshótanir, slíkar hótanir voru hengdar á útidyrahurðina, hún fékk símtöl og bréfsendingar, sms og tölvupósta, auk þess sem skilin voru eftir komment á vefmiðli hennar, Running Commentary, sem hún stofnaði þegar hún varð þreytt á takmörkunum ráðsettra fjölmiðla og varð fljótt einn vinsælasti vefmiðill Möltu. Kveikt var í húsinu hennar, hundi fjölskyldunnar var slátrað og bankareikningar frystir. Í ofanálag þurfti hún að þola lögsóknir vegna skrifa sinna. Þegar hún lést var hún viðriðin málsóknir tólf aðila í 42 málum, meðal annars valdamikilla stjórnmálamanna. Var henni lýst sem „einnar konu WikiLeaks, í krossferð gegn leyndarhyggju og spillingu á Möltu, eyríki sem frægt er fyrir hvort tveggja“.

Tveimur vikum áður en hún var ráðin af dögum hafði hún tilkynnt lögreglu að hún sætti hótunum. Síðustu bloggfærslu sinni lauk hún með þeim orðum að ástandið væri óbærilegt. Það var svo þann 16. október 2017 sem bíll hennar var sprengdur upp þar sem hún var á leið heim til sín. Sonur hennar kom að vettvangi og lýsti því í Facebook-færslu hvernig líkamspartar móður hans hefðu legið allt í kringum hann. „Svona lítur stríð út,“ sagði hann. Malta væri í stríði við ríkisvaldið og skipulagða glæpastarfsemi, „sem er ekki lengur hægt að aðgreina“.

Var þetta í sjötta sinn sem bíll var sprengdur upp í Möltu frá árinu 2016, en sá fyrsti þar sem fórnarlambið var ekki glæpamaður. Í kjölfarið lýsti forsætisráðherra Möltu því yfir að hann myndi ekki una sér hvíldar fyrr en réttlæti hefði verið náð og hét einni milljón evra í verðlaun fyrir upplýsingar um morðingjana. Fjölskylda hennar lagðist hins vegar gegn því að stjórnmálamenn nýttu sér arfleifð hennar til þess að afla sér vinsælda og krafðist afsagnar forsætisráðherrans. Þá lýsti fjölskyldan vantrausti á yfirmann rannsóknarinnar á morðinu vegna þess að hann hafði sjálfur staðið í málaferlum gegn Daphne. Þrír hafa verið ákærðir fyrir morðið, en ekkert hefur verið gert til að finna þann sem fyrirskipaði sprengjuna.

Búlgaría og fjármagn Evrópusambandsins

Viktoria Marinova var dagskrárgerðarkona fyrir sjónvarpsstöð í heimabæ sínum Ruse í Búlgaríu. Fyrsti þátturinn af nýjum fréttaskýringaþáttum í hennar umsjón var sýndur 30. september.  Í þættinum var viðtal við tvo rannsóknarblaðamenn sem höfðu rannsakað hvernig fjármagn frá Evrópusambandinu virtist hafa horfið í vasa kaupsýslumanna.

Um var að ræða mikið hitamál, en blaðamennirnir tveir sem Marinova ræddi við voru handteknir við rannsókn málsins. Næstu þættir áttu að fjalla frekar um fyrirtæki sem fengu fjármagn frá Evrópusambandinu.

Ráðist var á Marinova sex dögum síðar, henni nauðgað og hún myrt. Hún var nýorðin þrítug. Rannsóknaraðilar hafa haldið því fram að morðið hafi ekki tengst vinnu hennar á sjónvarpsstöðinni, heldur hafi um hvatvíslega árás verið að ræða. Maður var handtekinn í Berlín vegna málsins.

Samtökin Reporters Without Borders setja Búlgaríu í 111. sæti af 180 mögulegum er varðar fjölmiðlafrelsi, í lægsta sæti af öllum Evrópusamband þjóðum.

Ítalska mafían í Slóvakíu

Greinin sem Jan Kuciak var að vinna að þegar hann var myrtur gaf til kynna tengsl á milli ítölsku mafíunnar og aðilum tengdum forsætisráðherra Slóvakíu. Hann fjallaði þar áður um virðisaukaskattsvindl sem viðskiptajöfurinn Marian Kočner stundaði. Kočner hafði átt í hótunum við Kuciak haustið 2017. Kuciak reyndi að kæra Kočner en lögregluyfirvöld svöruðu beiðnum hans ekki í rúman

mánuð.

Nú í febrúar voru Kuciak og unnusta hans skotin til bana á heimili sínu. Engu var stolið og engin ummerki um átök voru til staðar. Blaðið sem Kuciak skrifaði fyrir birti ókláraða grein hans um mafíuna eftir dauðdagann og var hún einnig þýdd á ensku.

Forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, hélt fjölmiðlafund þar sem hann lofaði einni milljón evra til hvers sem gæti veitt upplýsingar um morðin. Evrurnar voru settar fram á borðið við hlið púlts Fico, bundnar í mörg stór búnt. Á fundinum varaði hann blaðamenn við að bendla „saklaust fólk við tvöfalt morð“.

Gagnrýninn á Sádi-Arabíu

Sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafði stundað blaðamennsku bæði í heimalandi sínu og víðar í meira en þrjátíu ár. Hann var mjög gagnrýninn á stjórn heimalands síns og þá sérstaklega gegn krónprinsinum Mohammad bin Salman.

Khashoggi átti farsælan feril bæði sem blaðamaður og ritstjóri í Sádi-Arabíu. Hann vann einnig sem fjölmiðlaráðgjafi fyrir hina og þessa embættismenn. Ritstjóraferill hans var umdeildur, til að mynda var hann ráðinn til blaðsins Al Watan árið 2003, en rekinn tveim mánuðum síðar fyrir að leyfa blaðamanni að gagnrýna virtan íslamskan klerk.

Khashoggi hafði búið í Bandaríkjunum í eitt ár þegar hann hvarf vegna ótta hans við að vera handtekinn í heimalandinu. Hann skrifaði meðal annars fyrir Washington Post. Hann hafði hins vegar farið til Tyrklands til að sækja skjöl sem hann þurfti að leggja fram þegar hann kvæntist unnustu sinni. Myndbandsupptökur sýna að hann fór inn í bygginguna en kom ekki aftur þaðan út. Starfsfólki sendiráðsins var gefið frí þennan dag og öryggismyndavélar í húsinu virkuðu ekki.

Þennan sama dag komu fimmtán sádi-arabískir ríkisborgarar til landsins, ýmist með einkaflugi eða farþegaflugi, þeirra á meðal var réttarmeinafræðingur tengdur ríkisstjórn Sáda, sem hafði í farangrinum beinasög. Hópurinn fór úr landi aftur sama dag.

Sádar afneituðu til að byrja með öllum ásökunum um að Khashoggi hefði dáið í sendiráðinu, en um þremur vikum síðar breyttist sagan. Þeir viðurkenna nú að Khashoggi hafi dáið innan veggja sendiráðsins, en halda því fram að slagsmál hafi brotist út á milli Khashoggi og nokkurra Sáda sem lauk með dauðdaga hans. Þeir segjast ekki vita hvar líkið er og utanríkisráðherra Sádi-Arabíu lofaði því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða hans yrði refsað. Þeir hafi farið langt út fyrir valdsvið sitt með morðinu.

Einn af mönnunum fimmtán var myndaður í fötum Khashoggi stuttu síðar á gangi um fjölmenna túristastaði í borginni. 

Viðbrögðin gefa í skyn misbresti

Í ofangreindum málum gefa kringumstæður morðanna ástæðu til að ætla að störf þeirra á vettvangi blaðamennsku hafi að lokum dregið þau til dauða.

Á Möltu hafa bílsprengjur verið notaðar í uppgjörum undirheima og skipulagðrar glæpastarfsemi, en Galizia var fyrsta manneskjan í mörg ár sem lést í slíkri árás sem ekki var tengd skipulagðri glæpastarfsemi. Morðinu á Kuciak hefur verið líkt við aftöku og viðbrögð stjórnvalda, að bjóða fram verðlaun í formi reiðufjár, hafa verið gagnrýnd. Þeir sem fóru fyrir rannsókninni á morðinu á Marinova þvertóku strax fyrir það að morðið gæti tengst vinnu hennar fyrir þáttinn Detector, en það sætti furðu hversu hratt þeir komust að þeirri niðurstöðu.

Washington Post hefur greint frá því að áður en Khashoggi fór til Tyrklands hafi bandaríska leyniþjónustan hlerað samtal sádi-arabískra embættismanna sem ræddu um að klófesta hann. Samkvæmt heimildum blaðsins þeirra hafi hann verið yfirheyrður, pyntaður og drepinn. Eftir hvarf Khashoggi ákvað viðskiptajöfurinn Richard Branson að hætta við samstarf við Sádi-Araba í ferðaþjónustu og stöðva viðræður um fjárfestingar Sádi-Araba í Virgin-flugfélaginu. 

Annaðhvort voru þessir blaðamenn á barmi enn stærri uppgötvana eða að þeir aðilar sem voru afhjúpaðir vegna þeirra hafi séð ástæðu til þess að senda skilaboð til annarra blaðamanna; ekki koma nær okkur.

Blaðamenn í  hættu á heimsvísu?

Samtökin Reporters Without Borders taka saman tölur yfir þá blaðamenn sem látast vegna starfa sinna, hvort heldur sem það er með glæpsamlegum hætti eða af slysförum, og sömuleiðis þá sem eru fangelsaðir vegna fréttaflutnings. Inn í þær tölur rata aðeins tilvik þar sem staðfest er að afdrif blaðamannanna megi rekja til starfsins. Þannig var mál Viktoriu Marinova ekki tiltekið á lista þeirra. 

Fram til þessa hefur 71 blaðamaður víðs vegar um heiminn látist, en í 52 tilvikum var staðfest að dauðdaginn tengdist starfinu. Ári áður létust 55 blaðamenn víðs vegar um heiminn.  Verst er ástandið í Afganistan þar sem 11 blaðamenn hafa látist, sjö í Sýrlandi, fimm í Jemen og sömuleiðis í Mexíkó. Þar sem ástandið er verst hafa margir blaðamenn ekki átt annarra kosta völ en að flýja land. Reporters Without Borders hafa veitt blaðamönnum í lífshættu styrki til þess að flytjast búferlum á öruggara svæði. 

Að auki hafa 157 blaðamenn verið fangelsaðir um allan heim, flestir í Tyrklandi og Egyptalandi, en hvort í sínu landinu hefur 27 blaðamönnum verið stungið í steininn. 

Í löndum þar sem ítrekað er brotið á fjölmiðlafrelsi er algengt að blaðamenn séu handteknir til að trufla störf þeirra, og sæta jafnvel margra mánaða gæsluvarðhaldi án þess að ástæða sé til. Í löndum þar sem hófstilltari aðferðum er beitt til þess að vega að fjölmiðlafrelsi felast árásir á blaðamenn frekar í lögsóknum. 

Fjölmiðlafrelsi á Íslandi

„Þrátt fyrir að frelsi fjölmiðla sé í hávegum haft í flestum lýðræðisríkjum og dómstólar hafi margoft fjallað um mikilvægi frjálsra fjölmiðla fyrir lýðræðislega umræðu líður varla sá dagur að ekki heyrist fréttir af því að brotið hafi verið á tjáningarfrelsi fjölmiðla og blaðamanna, hérlendis sem erlendis.“ Þetta kemur fram í skriflegu svari Heiðdísar Lilju Magnúsdóttur, lögfræðings hjá Fjölmiðlanefnd, við fyrirspurn Stundarinnar um fjölmiðlafrelsi á Íslandi samanborið við aðrar þjóðir.

Íslenskir blaðamenn hafa þurft að kljást við að viðfangsefni þeirra verði til þess að fólk sæki þá til dóms. Einnig hefur blaðamönnum verið hótað líkamsmeiðingum. „Þó eru ekki nema tvö ár síðan að fréttir bárust af því að blaðamaður Stundarinnar þyrfti að ganga með neyðarhnapp sem var beintengdur við lögreglu, út af sakamáli sem hann var þá að skrifa um. Meira segja á Íslandi hafa blaðamenn verið taldir hafa ástæðu til að óttast um líf sitt og limi vegna starfa sinna.“

Dómsleiðirnar eru aðallega meiðyrðamál. „Á Íslandi fara meiðyrðamál gegn blaðamönnum mun oftar fyrir dómstóla en í nágrannaríkjum og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu ítrekað komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið á rétti blaðamanna til tjáningarfrelsis.“

Ísland situr sem stendur í 13. sæti þjóða þegar kemur að fjölmiðlafrelsi samkvæmt Reporters Without Borders og fellur um þrjú sæti frá síðasta ári. Í úttekt Reporters Without Borders á Íslandi er skýring á fallinu sú að samskipti á milli stjórnmálamanna og fjölmiðla hafa orðið lakari frá árinu 2012. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Einmanaleikinn og vanmátturinn er verstur
ViðtalCovid-19

Ein­mana­leik­inn og van­mátt­ur­inn er verst­ur

Við fyrstu sýn eiga þær ekki margt sam­eig­in­legt. Ella er fransk­ur bóka­rit­stjóri sem býr í lít­illi íbúð í Par­ís. Odd­ný er ís­lensk, vinn­ur í mark­aðs­deild Icelanda­ir og býr í mið­bæ Reykja­vík­ur. Síð­ustu tvær vik­ur í lífi þeirra hafa þó ver­ið merki­lega lík­ar, enda eru þær báð­ar með COVID-19 sem þær hafa þurft að glíma við ein­ar.
Hið nýja Tsjernóbíl
Vettvangur

Hið nýja Tsjernóbíl

Eitt fá­tæk­asta land Evr­ópu gæti lent í mikl­um vanda vegna COVID-19.
Sama heimili í nýjum heimi
Eyja M. Brynjarsdóttir
PistillLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Eyja M. Brynjarsdóttir

Sama heim­ili í nýj­um heimi

Eyja M. Brynj­ars­dótt­ir heim­spek­ing­ur tal­ar um „ór­an­veru­leika­tilfnn­ing­una“ sem fylg­ir COVID-far­aldr­in­um og hvernig allt virð­ist hafa breyst á nokkr­um vik­um. Meira að segja manns eig­ið heim­ili.
Náin samskipti auka hamingjuna
ViðtalHamingjan

Ná­in sam­skipti auka ham­ingj­una

Ná­in sam­skipti við fjöl­skyldu og vini, sál­fræði­tím­ar, trú­in, úti­vera og það að hlæja og taka sjálf­an sig ekki of al­var­lega eru þætt­ir sem Árel­ía Ey­dís Guð­mund­sótt­ir, dós­ent í stjórn­un og leið­toga­fræð­um, not­ar til að við­halda og finna ham­ingj­una – stund­um eft­ir áföll eins og dauðs­föll og skiln­aði. „Þá er mik­il­vægt að vera ánægð­ur með það sem mað­ur hef­ur en ekki óánægð­ur með það sem mað­ur hef­ur ekki.“
Heimurinn er að losna úr álögum
Guðrún Eva Mínervudóttir
PistillLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Guðrún Eva Mínervudóttir

Heim­ur­inn er að losna úr álög­um

Kóf­ið er stríð sem hrind­ir óvart af stað hæg­um og hljóð­um breyt­ing­um í hug­um og hjört­um um all­an heim.
Breyttur heimur eftir COVID-19
ÚttektLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Breytt­ur heim­ur eft­ir COVID-19

Af­leið­ing­ar kór­óna­veirufar­ald­urs­ins sem nú geng­ur yf­ir heims­byggð­ina verða veru­leg­ar og munu hafa mik­il áhrif á líf venju­legs fólks. Sumt mun ganga yf­ir en aðr­ar breyt­ing­ar eru var­an­leg­ar. Efna­hagskrepp­an sem mun fylgja gæti orð­ið sú dýpsta í sög­unni og gæta þarf að lýð­ræð­inu í eft­ir­leik far­ald­urs­ins.
Reynslu COVID-smitaðra miðlað: „Þessi veira er verri en ég hefði haldið“
ViðtalLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Reynslu COVID-smit­aðra miðl­að: „Þessi veira er verri en ég hefði hald­ið“

Smit­að­ir lýsa ein­kenna­sögu sinni í sam­tali við Kolfinnu Nikulás­dótt­ur, sem leit­ar upp­lýs­inga drif­in áfram af raunkvíð­an­um.
„Mig langar bara til að fá að vera með henni um páskana“
FréttirAðskilin vegna veirunnar

„Mig lang­ar bara til að fá að vera með henni um pásk­ana“

„Við er­um vön að vera sam­an og þekkj­um ekk­ert ann­að.“ Þetta seg­ir Ár­mann Ingi­magn Hall­dórs­son. Eig­in­kona hans, Gróa Ingi­leif Krist­manns­dótt­ir dvel­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Dyngju á Eg­ils­stöð­um. Gróa, sem er 62 ára, er með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn Beckers, hún er í önd­un­ar­vél vegna sjúk­dóms­ins og þarf mikla umönn­un sem Ár­mann hef­ur sinnt að mikl­um hluta síð­an hún veikt­ist. Vegna heim­sókna­banns hafa hjón­in ekki hist í marg­ar vik­ur.
Hetjur vorra tíma
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Pistill

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Hetj­ur vorra tíma

Get­ur ver­ið að óvin­sæl­asta fólk­ið á Ís­landi núna eigi sér ein­hverj­ar máls­bæt­ur? Er það kannski nauð­syn­legt að ein­hverju marki? Ekki vilj­um við deyja úr leið­ind­um.
Íslenskur læknir í Svíþjóð: „Þetta er sturlað“
FréttirFólkið í framlínunni

Ís­lensk­ur lækn­ir í Sví­þjóð: „Þetta er sturl­að“

Anna Lind Kristjáns­dótt­ir er ís­lensk­ur skurð­lækn­ir sem starfar á sjúkra­hús­inu í Upp­sala í Sví­þjóð, í 70 km fjar­lægð frá höf­uð­borg­inni þar sem flest kór­óna­veiru­smit hafa greinst.
Leiksýningar, myndlist og tónleikar heima í stofu
Stundarskráin

Leik­sýn­ing­ar, mynd­list og tón­leik­ar heima í stofu

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 8-24. apríl
Met slegið í innlendri netverslun
FréttirCovid-19

Met sleg­ið í inn­lendri net­versl­un

Það er mat Árna Sverr­is Haf­steins­son­ar, for­stöðu­manns Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­inn­ar, að COVID-19 far­ald­ur­inn muni breyta versl­un­ar­hátt­um Ís­lend­inga til fram­búð­ar. Nýj­ar töl­ur um korta­veltu Ís­lend­inga inn­an­lands sýna að net­versl­un hef­ur aldrei ver­ið meiri hér á landi.