Mest lesið

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
2

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
3

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
5

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
6

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Tekur eftir hatri í garð annarra
7

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Andstæðingi laxeldis reist níðstöng á Bíldudal

Bílddælingar reiðir lögmanninum vegna framgöngu hans gegn laxeldisfyrirtækjum. Óttar gefur lítið fyrir það sem hann kallar barnaskap heilaþveginna fulltrúa norskra auðhringja.

Andstæðingi laxeldis reist níðstöng á Bíldudal
Rist níð Óttari Yngvasyni hefur verið reist níðstöng á Bíldual. 
freyr@stundin.is

Óttari Yngvasyni, sem komið hefur fram sem lögmaður fjölda náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa í deilum þeirra við fiskeldisfyrirtæki á Vestfjörðum, hefur verið reist níðstöng á Bíldudal. Gera má ráð fyrir að ástæðan sé framganga Óttars í málarekstri gegn umræddum eldisfyritækjum. Óttar segist ekki óttast að níði hríni á sig. „Þetta er bara barnaskapur heilaþveginna fulltrúa norsku auðhringanna, og þeir reisa þetta sjálfum sér til háðungar, en ekki mér.“

Umrædd náttúruverndarsamtök og veiðiréttarhafar kærðu útgáfu rekstrarleyfa sem Matvælastofnun hafði veitt fyrirtækjunum Fjarðarlaxi og Arctic Sea til 17.500 tonna laxeldis í sjókvíum í Tálknafirði og Patreksfirði. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi starfsleyfin úr gildi 4. október síðastliðinn. Úrskurðurinn olli miklu uppnámi vestra og óttuðust íbúar þar atvinnuleysi og fólksflótta af svæðinu.

Stjórnvöld brugðust við úrskurðinum og lagði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um fiskeldi, sem í fólst heimild til ráðherra til að gefa úr bráðabirgða rekstrarleyfi. Það frumvarp var samþykkt síðastliðinn þriðjudag,með öllum greiddum atkvæðum en sex þingmenn sátu hjá.

Óttar mætti í Kastljós Ríkissjónvarpsins 8. október síðastliðinn ásamt Einari Kristni Guðfinnssyni, formanni Landssambands fiskeldisstöðva. Þar lét hann þau orð falla að þeir sem störfuðu við fiskeldið fyrir vestan væru örfáir, og þá helst Pólverjar eða útlendingar. Óttar sendi frá sér afsökunarbeiðni daginn eftir vegna þessara orða.

„Gangi hann í drullupytt“

Framganga Óttars hefur farið öfugt ofan í einhverja, í það minnsta hefur nú einhver séð ástæðu til að reisa honum níðstöng á Bíldudal, við rækjuverksmiðju sem Óttar átti áður og rak en þeirri verksmiðju var lokað árið 2004. Við níðstöngina hefur verið sett upp áletrun en svo virðist sem hluti hennar hafi farið forgörðum áður en Stundin fékk sendar myndir. Áletrunin segir: „Hér set ég upp níðstöng og sný þessu níði að Óttari Ingvasyni [svo]. Sný ég þessu níði á [...] sitt inni, fyrr en þær reka Óttar Ingvason [svo] úr landi eða gangi hann í drullupitt [svo].“

Óttar hafði ekki heyrt um níðstöngina þegar Stundin hafði samband við hann, en óttaðist ekki að níðið myndi hrína á sér. Hann talaði hins vegar tæpitungulaust um málið og sagði erlenda auðhringi ásælast íslenska náttúru, með aðstoð íslenskra skúrka. Ekkert atvinnuleysi væri á Vestfjörðum og vandamál þeirra væri að Vestfirðingar hefðu látið frá sér kvótann. Þingmaður þeirra til áratuga og ráðherra hefði skilið þá eftir kvótalausa og vegalausa til að verja hagsmuni norskra auðhringja, og átti þar við Einar Kristinn Guðfinnsson.

„Þetta lýsir ekki mér, heldur þeim sem þetta gera og þeirra kurteisi og hugarfari gangvart verndun náttúru landsins. Það er búið að eyðileggja fjörðinn fyrir framan þá með kalkþörunganámi upp á tugi þúsunda tonna á ári, og ég tala nú ekki um laxeldið, með eiturhellingum í sjóinn.

„Skúrkarnir eru Norðmennirnir“

Spuður hvort hann hefði samt engan skilning á því að íbúar á Bíldudal væru honum gramir fyrir að vera í forsvari þeirra sem hefðu kært starfsleyfi laxeldisfyritækjanna og þar með, að mati heimamanna, stefnt lífafkomu þeirra í hættu, svaraði Óttar því til að það væru aðrir sem bæru ábyrgð á því. „Það eru norsku eigendurnir sem eru að ráðast gegn lífsafkomu þeirra sem þarna búa, því það mun ekki líða á löngu þar til allur fjörðurinn verður undirlagður af úrgangi og óþverra, meira en nú er orðið. Það er þetta fólk sem er að eyðileggja náttúruna. Skúrkarnir eru Norðmennirnir sem eru að vaða yfir íslenska náttúru fyrir ekki neitt. Fyrir samsvarandi leyfi og þeir fengu í Arnarfirði hefðu þeir þurft að borga 25 milljarða króna í Noregi en hér ekki neitt. Þeir líta á þetta sem gullnámu hér á landi sem þeir geta unnið fyrir ekki neitt. Síðan eru það skúrkar númer tvö. Það eru þeir Íslendingar sem leiddu Norðmennina til Íslands í þessa gullnámu og hirtu fyrir það mörg hundruð milljóna hagnað.

Segir örfáar hræður hafa atvinnu af eldinu

-En nú sér fólkið lífsafkomu sína í uppnámi?

„Í uppnámi? Það er ekkert atvinnuleysi á Vestfjörðum. Það er helmingi meira atvinnuleysi í Reykjavík heldur en á Vestfjörðum, það er rétt rúmlega 1 prósent atvinnuleysi á Vestfjörðum en 2,5 prósent í Reykjavík.

-Já en engu að síður eru alvöru manneskjur þarna á bakvið, fólk sem óttaðist um atvinnu sína hjá þessum fyrirtækjum, en ekki bara prósentur.

„Það eru örfáar hræður, og það er hvergi nema á Bíldudal í raun og veru. Það er reyndar svolítið á Patreksfirði í kringum seiðaeldið sem verið hefur byggt upp þar en það er annað fyrirtæki. Vandamálið á Vestfjörðunum er að þeir eru búnir að selja frá sér fiskkvótann. Þeir eru orðnir kvótalausir, ýmist er búið að taka af þeim kvótann, þeir hafa misst hann í gjaldþrotum eða það þeir eru búnir að selja hann frá sér. Sjávarútvegsráðherra og þingmaður kjördæmisins til áratuga, sem nú er orðinn stjórnarformaður félags eldisfyrirtækjanna fyrir norsku auðhringina [Einar Kristinn Guðfinnsson], í áratugi átti hann að gæta hagsmuna Vestfjarða. Hann hætti í pólitíkinni og skyldi eftir sig sitt kjördæmi kvótalaust, vegalaust og atvinnulítið. Nú er hann að reyna að innleiða útlenska auðhringi inn í þessa náttúru Íslands. Það skiptir hann engu máli hversu útbíuð íslensk náttúra verður í úrgangi og erlendum laxastofnum.

Segir Vestfirðinga enga grein gera sér fyrir málinu

-En skilur þú þá ekki afstöðu þessa venjulega fólks, sem ekki á hlut í Arnarlaxi eða öðrum fyrirtækjum, sem óttuðust um atvinnumöguleika sína?

Óttar Yngvason

„Að sjálfsögðu voru þeim gefnar miklar væntingar, mjög miklar, án þess að tala nokkuð um neikvæðu hliðarnar, allan þann úrgang til að mynda sem verður til við þessa framleiðslu. Það er á pari við skolpfrárennsli eftir 160.000 manns, sem rynni óhreinsað í sjóinn. Og þetta fólk gerir sér bara enga grein fyrir þessu. Þessum upplýsingum er bara haldið frá þeim. Þessi norsku auðfyrirtæki eru sögð vera með fjórar almannatenglsaskrifstofur á launum í Reykjavík, fyrir utan gamla pólitíkusinn sem átti að redda öllu.

Þegar Óttar var spurður hvort honum þætti ekki fyrir því að hann virtist ekki vera neinn aufúsugestur á Vestfjörðum þessa dagana, svaraði hann því til að hann teldi að það væri ekki svo. „Ég er nú ekki viss um það því ég er í sambandi við fjölmarga þarna vestra sem eru með okkur í þessum kærumálum. Það eru fjölmargir á Vestfjörðunum sem að styðja mig og mína félaga í þessum málstað, og margir þeirra eru þarna fyrir vestan, að andæfa þessari norsku innrás í íslenska náttúru og not á henni, ólöglega, fyrir ekki neitt.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
2

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
3

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
5

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
6

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
2

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
3

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
4

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
6

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
2

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
3

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
4

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
6

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·

Mest lesið í vikunni

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
4

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Mest lesið í vikunni

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
4

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Nýtt á Stundinni

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

·
Eurovision: Hatari og Madonna þau einu sem stóðu sig

Jóhann Geirdal

Eurovision: Hatari og Madonna þau einu sem stóðu sig

·
Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

·
Ríkisstjórnin fær liðsinni Miðflokksins í herðingu á útlendingalöggjöfinni

Ríkisstjórnin fær liðsinni Miðflokksins í herðingu á útlendingalöggjöfinni

·
Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray

Hlynur Már Vilhjálmsson

Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray

·
Niðursveifla og hvað svo?

Oddný G. Harðardóttir

Niðursveifla og hvað svo?

·
Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

·
Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann fram á morgun

Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann fram á morgun

·
Tekur eftir hatri í garð annarra

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

·