Mest lesið

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls
1

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls

·
Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið
2

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

·
Áslaug gerir ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína
3

Áslaug gerir ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína

·
„Við erum ósýnileg“
4

„Við erum ósýnileg“

·
Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti
5

Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti

·
Heiðveig María leggur fram framboðslista
6

Heiðveig María leggur fram framboðslista

·
Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg
7

Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg

·

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

Illugi Jökulsson veltir fyrir sér hvort uppsögn lektorsins í HR hafi verið réttlætanleg.

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson veltir fyrir sér hvort uppsögn lektorsins í HR hafi verið réttlætanleg.

Ummæli Kristins Sigurjónssonar, hins brottrekna lektors við HR um konur, voru ekki aðeins fordómafull og einstaklega heimskuleg. Þau eru líka röng, samanber þetta:

„[K]onur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja [vinnustaðinn], því allir karlmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar.“

Það er eiginlega með ólíkindum að nokkur maður hafi látið út úr sér annað eins þvaður. Þarna hefur gamaldags karlremba blindað Kristni svo sýn að þótt langur menntaferill og samneyti við fólk á öllum aldri hefði átt að kenna honum gagnrýna hugsun á eigin fordóma, þá virðist hann trúa þessu rugli sjálfur.

Það er nefnilega eitt og aðeins eitt sem má hrósa Kristni fyrir í málinu, sem sé að hann reynir ekki – svo ég hafi séð – að þræta fyrir þessar skoðanir sínar eða segjast bara hafa verið að grínast.

Hann trúir þessu greinilega. En þetta er auðvitað ekki einungis fáránlega fordómafullt, þetta er bara rangt, því það vita allir (nema greinilega Kristinn) að konur eyðileggja svo sannarlega ekki alla vinnustaði í einhverri herferð fyrir því að allir skuli verða „kerlingar“.

Svo fór hann í beinu framhaldi af þessu að emja undan því að karlmenn gætu ekki lengur sagt klámbrandara, þá sé það „áreiti“ og „kynferðisofbeldi“.

„Þetta síðasta er nákvæmlega upp úr öllum helstu varnarritum karlrembunnar gegn #metoo-hreyfingunni“

Þetta síðasta er nákvæmlega upp úr öllum helstu varnarritum karlrembunnar gegn #metoo-hreyfingunni þar sem alls konar dónaskapur og áreitni og stundum hreint og klárt ofbeldi er túlkað sem grín og glens, eða í versta falli „misheppnuð viðreynsla“. Nú skulu allar karlrembur væla eins og stungnir grísir undan því að fá ekki lengur að klæmast eins og þeir hjá Orkuveitunni.

Það er ljóst af þessum ummælum Kristins, og öðrum sem tínd hafa verið til að undanförnu, að hann er afar einlægur og staðfastur í sinni fordómafullu karlrembu, og reyndar stoltur af því, kemur víða fram. Margt af því sem hann hefur sagt og skrifað er einkar ógeðfellt og sumt rúmlega það. Það virðist líka deginum ljósara að maður sem geymir svo þröngan og forstokkaðan huga hlýtur eiginlega að vera einstaklega illa til þess fallinn að kenna ungu fólki. Ég tala nú ekki um á námsbraut verkfræði, en verkfræði- og tæknigreinar hafa að undanförnu kallað hátt og smátt eftir fleiri nemendum af kvenkyni.

Hvað eiga ungar og fróðleiksfúsar stúlkur að halda þegar þær koma í verkfræðitíma í HR í fyrsta sinn og mæta þar manni sem þær vita – hafa lesið það á netinu – að sé sannfærður um að konur eyðileggi vinnustaði, trúi því að sjónvarpið sé sífellt að „fræða okkur karlremburnar hvernig við eigum að hugsa eins og kerlingar, tala eins og kerlingar og líka gráta og væla eins og kerlingar“, telji að femínistar vilji ekki „sleppa hreðjutaki [sic] á karlmönnum“ eða telji konur undrandi á því „hvers vegna karlmenn hegði sér ekki eins og konur og þegar svo er ekki, þá er það bara valdabarátta og valdasýki, en ekki minnst á eðlislæga kynhvöt sem karlspenndýr [sic] hafa í ríku [sic] mæli og er grundvöllur viðhaldi [sic] tegundarinnar“?

Ég verð að viðurkenna að ég skil bara ósköp vel að tvær grímur hafi runnið á forráðamenn HR þegar þeir uppgötvuðu þessar forneskjulegu, fordómafullu, fáránlegu og – já! – röngu skoðanir lektors síns, jafnvel þótt þær snúist ekki um stærðfræðigreiningu örsmæðareiknings, eða hvað það nú er sem verkfræðikennsla snýst um.

Ég er líka efins um hina ýtrustu túlkun á þeim orðum sem kennd eru við Voltaire en hann sagði reyndar aldrei – sem sé hinn fræga frasa að þótt ég fyrirlíti skoðanir þínar þá skuli ég ævinlega vera tilbúinn til að láta lífið fyrir rétt þinn til að hafa þær.

Ég mundi aldrei nokkurn tíma ganga á bál fyrir þvaðrið úr Kristni Sigurjónssyni, nei, drottinn minn!

Eigi að síður hlýt ég að lýsa mig andvígan brottrekstri hans, ef það er rétt að eingöngu þau orð hans á „Karlmennskuspjallinu“ (hahaha!) sem vitnað hefur verið til séu ástæða brottrekstrarins. Þau voru, þótt röng séu og fordómafull og meira að segja siðlaus, látin falla á sérstökum vettvangi sem kom skólanum ekki við og það er svo ógurlega viðkvæmt mál og vont fordæmi að segja fólki upp störfum vegna skoðana þess utan vinnustaðar að það má eiginlega ekki gerast. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls
1

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls

·
Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið
2

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

·
Áslaug gerir ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína
3

Áslaug gerir ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína

·
„Við erum ósýnileg“
4

„Við erum ósýnileg“

·
Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti
5

Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti

·
Heiðveig María leggur fram framboðslista
6

Heiðveig María leggur fram framboðslista

·
Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg
7

Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg

·

Mest deilt

Heiðveig María leggur fram framboðslista
1

Heiðveig María leggur fram framboðslista

·
Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg
2

Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg

·
„Við erum ósýnileg“
3

„Við erum ósýnileg“

·
Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið
4

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

·
Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti
5

Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti

·
Synjað um leyfi til að veita pólskum börnum talþjálfun
6

Synjað um leyfi til að veita pólskum börnum talþjálfun

·

Mest deilt

Heiðveig María leggur fram framboðslista
1

Heiðveig María leggur fram framboðslista

·
Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg
2

Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg

·
„Við erum ósýnileg“
3

„Við erum ósýnileg“

·
Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið
4

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

·
Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti
5

Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti

·
Synjað um leyfi til að veita pólskum börnum talþjálfun
6

Synjað um leyfi til að veita pólskum börnum talþjálfun

·

Mest lesið í vikunni

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls
1

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls

·
Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön
2

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön

·
Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands
3

Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands

·
Sendiherra Póllands kvartar undan „falsfrétt“ í bréfi til forseta Íslands og forsætisráðherra
4

Sendiherra Póllands kvartar undan „falsfrétt“ í bréfi til forseta Íslands og forsætisráðherra

·
Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið
5

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

·
Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind
6

Guðlaug Sigfúsdóttir

Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind

·

Mest lesið í vikunni

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls
1

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls

·
Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön
2

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön

·
Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands
3

Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands

·
Sendiherra Póllands kvartar undan „falsfrétt“ í bréfi til forseta Íslands og forsætisráðherra
4

Sendiherra Póllands kvartar undan „falsfrétt“ í bréfi til forseta Íslands og forsætisráðherra

·
Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið
5

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

·
Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind
6

Guðlaug Sigfúsdóttir

Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind

·

Nýtt á Stundinni

Áslaug gerir ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína

Áslaug gerir ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína

·
Aukin vopnaburður hafi kallað á fleiri útköll sérsveitarinnar

Aukin vopnaburður hafi kallað á fleiri útköll sérsveitarinnar

·
Metfjöldi kæra vegna byrlunar ólyfjanar

Metfjöldi kæra vegna byrlunar ólyfjanar

·
Synjað um leyfi til að veita pólskum börnum talþjálfun

Synjað um leyfi til að veita pólskum börnum talþjálfun

·
Heiðveig María leggur fram framboðslista

Heiðveig María leggur fram framboðslista

·
Fátækt barna og eldriborgara

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Fátækt barna og eldriborgara

·
Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti

Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti

·
Næturklúbbar, sundlaugar og rokk og ról

Næturklúbbar, sundlaugar og rokk og ról

·
„Við erum ósýnileg“

„Við erum ósýnileg“

·
Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

·
Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg

Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg

·
Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls

·