Mest lesið

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls
1

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls

·
Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið
2

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

·
„Við erum ósýnileg“
3

„Við erum ósýnileg“

·
Áslaug gerir ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína
4

Áslaug gerir ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína

·
Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti
5

Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti

·
Heiðveig María leggur fram framboðslista
6

Heiðveig María leggur fram framboðslista

·
Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg
7

Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg

·

Illugi Jökulsson

Barist gegn óvinum frá Napóleon til Hitlers

Tilræðið við Sergei og Júlíu Skripal hefur vakið athygli á hinni rússnesku leyniþjónustu hersins sem stofnuð var 1810 og hefur lifað jafnt upphaf sem hrun Sovétríkjanna. Saga þessarar stofnunar er hjúpuð leynd en Illugi Jökulsson rekur hér nokkur atriði sem vitað er um starfsemina og starfsmennina.

Illugi Jökulsson

Tilræðið við Sergei og Júlíu Skripal hefur vakið athygli á hinni rússnesku leyniþjónustu hersins sem stofnuð var 1810 og hefur lifað jafnt upphaf sem hrun Sovétríkjanna. Saga þessarar stofnunar er hjúpuð leynd en Illugi Jökulsson rekur hér nokkur atriði sem vitað er um starfsemina og starfsmennina.

Í janúar 1810 gekk nýr varnarmálaráðherra Rússlands á fund keisara síns, Alexanders 1. Ráðherrann bar sig hermannlega enda hafði hann stýrt herjum í áratugi og unnið ýmis afrek. Uppruni hans var eftirtektarverður og að sumu leyti dæmigerður fyrir þjóðasúpuna sem byggði Eystrasaltslöndin um þær mundir en þau voru undir stjórn hans. Í föðurætt var hann af skoskum ættum, tilheyrði Barclay-klaninu og með rætur í smáþorpinu Towie eða Tolly í Aberdeenshire. Forfaðir hans fluttist úr fátæktinni þaðan á 17. öld til Livoníu sem samsvarar nokkurn veginn Lettlandi. Þar áttust við Rússar, Svíar, Þjóðverjar og fleiri og afkomendur Barclays gerðust þýskir og komu vel undir sig fótunum með dugnaði og töldust brátt til þýska aðalsins. Um miðja 18. öld, þegar Rússar voru búnir að vinna svæðið tryggilega, þá var einn Barclay de Tolly tekinn inn í rússneska aðalinn, hann var borgarstjóri í Ríga. Sá átti son, Michael Andreas að nafni, sem fæddist á setri fjölskyldunnar þar sem nú heitir Pakruojis-hérað í Litháen.

Skoskættaður þýskumælandi Rússi

Michael Andres gekk í rússneska herinn og náði miklum frama. Hann barðist á öllum vígstöðvum sem völ var á, vann heiðursmerki fyrir framgöngu sína í umsátri Rússa um borgina Otsjakov sem Tyrkir héldu við Krímskaga, barðist undir ægishjálmi Katrínar miklu á Svíum í Finnlandi sem voru fjörbrot Svía sem hernaðarveldis, og tók svo þátt í að bæla niður með hörku uppreisn Pólverja gegn rússneskum yfirráðum, sá merki Tadeusz Kościuszko stýrði henni en hersveitir undir stjórn Barclays de Tolly og fleiri moluðu sjálfstæðisvilja Pólverja. Barclay sjálfur tók Vilníus, höfuðborg Litháens, í einni af síðustu hernaðaraðgerðum uppreisnarinnar. Þegar stríð brutust út að nýju á fyrsta áratug 19. aldar og kennd eru við Napóleon þá færðist Barclay de Tolly sífellt hærra í virðingarstiga rússneska hersins. Hann hrakti þá Svía endanlega frá Finnlandi eftir að hafa leitt her sinn 100 kílómetra í snjóbyl yfir frosinn Helsingjabotninn og tekið Umeå í Svíþjóð. Barclay de Tolly hafði því margt til brunns að bera sem nýr hermálaráðherra þegar hann gekk á fund Alexanders keisara. Og hann lagði fyrir keisara sinn fjölmargar tillögur sem að ýmsu leyti stórbættu rússneska herinn, þjálfunaraðferðir hans og birgðahöndlan og gerðu hann mun hæfari til orrustu en áður.

„Hann hrakti þá Svía endanlega frá Finnlandi eftir að hafa leitt her sinn 100 kílómetra í snjóbyl yfir frosinn Helsingjabotninn“

Leyniþjónusta stofnuð

En annað var það sem Barclay de Tolly lagði líka fyrir Alexander keisara. Hann taldi sem sé nauðsynlegt að herinn kæmi sér upp eigin leyniþjónustu til að njósna um óvini hersins og áætlanir þeirra, Ráðstöfun leynilegra málefna vildi hermálaráðherrann kalla þetta. Keisarinn féllst á allar uppástungur ráðherra síns og hin nýja leyniþjónusta byrjaði strax að njósna um Napóleon keisara. Þegar Napóleon gerði svo innrás í Rússland 1812 var Barclay de Tolly einn af æðstu hershöfðingjum Rússa úti á vígvellinum. Napóleon var að lokum að velli lagður með hjálp einmitt þeirrar leyniþjónustu sem Barclay hafði stofnað. Rússar voru alltaf skrefi á undan Frökkum um gang mála. Leyniþjónustan skipti þó ekki sköpum, heldur fyrst og fremst þolgæði rússneskra hermanna og ekki síst veturinn sem var óvenju harður.

Í apríl 1814 hélt Barclay de Tully ríðandi á glæsilegum vígfáki inn í París, fremstur allra í rússneska hernum.

Og hvaða máli skiptir svo þessi skoskættaði þýskumælandi rússneski hershöfðingi? Jú, sú stofnun sem hann kom á fót, leyniþjónusta rússneska hersins, hún óx og dafnaði þótt hann sjálfur dæi drottni sínum og væri jarðsettur þar sem nú heitir Eistland og Alexander geispaði keisaragolunni og hver keisarinn tæki við af öðrum og rússneska hernum færi aftur að hnigna uns hann fór yfirleitt háðulegar hrakfarir fyrir Þjóðverjum í fyrri heimsstyrjöld.

Trotskí stofnaði GRU

Strax eftir byltingu og síðan valdarán kommúnista í vetrarbyrjun 1917, sem leyniþjónusta hersins hafði varað við en bráðabirgðastjórnin ekki hlustað nægilega vel á, strax eftir þetta var rússneski herinn sem slíkur lagður niður en Rauði herinn stofnaður í staðinn. Og yfir hann var settur fyrsta kastið Leon Trotskí, einn af helstu foringjum kommúnista. Trotskí þurfti mörgu að sinna til að byrja með en gekk svo í að endurvekja leyniþjónustu hersins, hina gömlu Ráðstöfun Barclays de Tollys, upphaflega undir því sakleysislega nafni Skráningarskrifstofan. Þessi skrifstofa tók til starfa í október 1918 og var síðan kunnust undir nafninu Гла́вное разве́дывательное управле́ние sem þýða má sem Aðalupplýsingaráðið. Á rússnesku er það skammstafað GRU. Fyrsti yfirmaður GRU var Semjon Aralov en hann var auðugur kaupmannssonur og fyrrum majór í rússneska hernum sem hafði skipt um lið þegar valdarán kommúnista var í þann veginn að heppnast. Hann hafði síðan haft þann huggulega starfa með hendi að hneppa í gíslingu ættingja þeirra fyrrum herforingja keisarans sem nú voru gengnir í Rauða herinn en Trotskí var ekki alveg viss um hollustu þeirra. Máttu þeir vita að Aralov léti drepa ástvini þeirra ef þeir dygðu hinni nýju stjórn ekki vel.

„Máttu þeir vita að Aralov léti drepa ástvini þeirra ef þeir dygðu hinni nýju stjórn ekki vel“

Sjóliðar skotnir

Þegar Aralov var svo skipaður yfir leyniþjónustuna tók hann jafnframt sæti í þriggja manna sérstöku öryggisráði hersins ásamt Trotskí og Jukums Vācietis, Letta sem verið hafði í keisarahernum en gekk síðan til liðs við Rauða herinn án þess að vera eða þykjast vera kommúnisti. Aralov lét af störfum hjá GRU tveim árum seinna og næstu ár gegndu ýmsir forstjórastarfinu. Árið 1924 tók Jānis Bērziņš við, ungur lettneskur kommúnisti sem þegar hafði getið sér gott orð í Rauða hernum fyrir hve dugmikill hann var við að taka og skjóta gísla og bæla niður með ógurlegri hörku uppreisnir bænda gegn hinni nýju stjórn. Þá var hann einnig framarlega í að knésetja og drepa sjóliða sem gerðu uppreisn gegn kommúnistum í flotastöðinni Kronstadt 1921. Bērziņš var forstjóri GRU meira og minna til 1937 og kom fótunum undir hana, má segja.

Hreinsanir hefjast

Þá þegar var hafin gífurleg samkeppni milli GRU og leyniþjónustu ríkisins sem gekk undir ýmsum nöfnum á mismunandi tímum, Téka, OGPU, NKVD, loks KGB. Hættulegastur af öllum var samt Jósef Stalín sem tryggði sér alræðisvöld í Sovétríkjunum í upphafi 4. áratugarins og hófst fáum árum seinna handa um að „hreinsa“ burt alla sem hugsanlega ef til vill kannski voru eða gætu orðið andstæðingar hans í sovéska stjórnkerfinu. Milljónir manna voru myrtar og hermenn og njósnaforingjar urðu sérlega illa úti. Jukums Vācietis var drepinn, Bērziņš var drepinn en Aralov fékk með naumindum að halda lífinu. Hann varð aðstoðarforstjóri á Bókmenntasafninu í Moskvu. GRU hafði unnið býsna árangursríkt starf við að afla sér og koma fyrir njósnurum á mikilvægum stöðum erlendis. Margir af þeim njósnurum voru nú kallaðir heim og drepnir í hreinsunum, eingöngu til að fullnægja ofsóknaræði Stalíns. Meðal þeirra var þó einn sem neitaði að snúa heim, hann sagðist einfaldlega hafa of mikið að gera við að afla upplýsinga um andstæðinga Rauða hersins og Sovétríkjanna. Þetta var einn frægasti njósnari sögunnar, Richard Sorge.

„Margir af þeim njósnurum voru nú kallaðir heim og drepnir í hreinsunum, eingöngu til að fullnægja ofsóknaræði Stalíns“

Richard SorgeMesti njósnari GRU.

Goebbels kom að kveðja

Sorge fæddist 1895 í Bakú, faðir hans var þýskur verkfræðingur að störfum við olíulindirnar í Aserbædjan en móðir hans var rússnesk. Hann ólst upp í Þýskalandi og bauð sig óður og uppvægur fram í þýska herinn þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út 1914. Tveim árum seinna særðist hann illa, missti nokkra fingur og fótbrotnaði á báðum svo hann haltraði upp frá því. Meðan hann lá á sjúkrabeði fór hann að lesa sér til um pólitík og færðist langt til vinstri. Eftir stofnun Sovétríkjanna flutti hann þangað um skeið, gekk þar í hjónaband með Kötju Maximovu og komst fljótlega í kynni við ýmsar leyniþjónustustofnanir. Hann endaði hjá GRU og varð persónulegur vinur Bērziņš. GRU ákvað að lokum að senda Sorge til Japan til að kanna hvaða líkur væru á að hin herskáa stjórn Japans stefndi á stríð gegn Sovétríkjunum. Til undirbúnings hélt Sorge til Þýskalands, gerðist blaðamaður og var að lokum sendur 1933 sem fréttaritari til Japans. Hann hafði áður verið í Kína um tíma á vegum GRU. Í Þýskalandi spilaði hann sig mikinn nasista og það svo mjög að meðal þeirra sem mættu í kveðjukvöldverð Sorges fyrir Japans hönd var Joeseph Goebbels, sem var nýtekinn við sem áróðursráðherra í ríkisstjórn Adolfs Hitlers.

Sætti sig við framhjáhald

Sagan af njósnahring Sorges í Japan er í meira lagi ævintýraleg. Hann náði ótrúlegum árangri, bæði með því að vinna sér traust Þjóðverja og líka með því að smeygja öngum sínum lengst inn í japanska stjórnkerfið. Hann réði til dæmis einn af helstu aðstoðarmönnum forsætisráðherra Japans sem njósnara sinn, og náði feikigóðum tengslum við sendimann og síðar sendiherra Þjóðverja í Tókíó, Eugen Ott. Þjóðverjinn hafði þvílíkt traust á hinum margfróða og trausta nasista Sorge að hann leit meira að segja framhjá því þótt Sorge ætti í næsta opinskáu ástarsambandi með konu hans. Ott yppti bara öxlum þegar hann var spurður hví hann léti þetta líðast og sagði sem svo að Sorge vinur hans væri bara svo sjarmerandi að það væri ósköp eðlilegt að konan hans yrði skotin í honum. Sjálfur hafði Sorge þó gengið að eiga japanska konu sem hann mun hafa elskað heitt þrátt fyrir óteljandi hliðarspor og margar ástkonur allt til æviloka, sú japanska hét Hanako Ishii. Katja Maxímova var að vísu enn lögleg eiginkona hans en hann hirti ekki um þvílík smáatriði.

„Hann rambaði líka sífellt á hengifluginu, drakk óskaplega og keyrði dauðadrukkinn á mótorhjóli um sveitir Japans“

Heillandi, dauðadrukkinn

Sannleikurinn er sá að Sorge var einkar heillandi maður og bráðskemmtilegur, um það ber öllum saman. En hann rambaði líka sífellt á hengifluginu, drakk óskaplega og keyrði dauðadrukkinn á mótorhjóli um sveitir Japans.

Það var um þetta leyti sem Sorge var kallaður heim til Moskvu og vissi ósköp vel hvað það þýddi. Skuggi Stalíns hafði náð honum. En með þeirri fífldirfsku sem honum var eiginleg þvertók hann einfaldlega fyrir að hlýða, það væri allt vitlaust að gera í vinnunni og hann kæmi bara seinna.

Og einn af sárafáum mönnum í svipaðri stöðu komst hann upp með þetta og slapp við að vera „hreinsaður“. 

Bjargaði Moskvu?

Þegar seinni heimsstyrjöldin hófst vann Sorge ómetanlegt starf, sem því miður kom yfirboðurum hans í Sovétríkjunum ekki að nema takmörkuðu gagni vegna tortryggni og dómgreindarleysis Stalíns. Hann komst á snoðir um innrás Þjóðverja í Sovétríkin í júní 1941 og lét Moskvu vita en Stalín harðbannaði að nokkuð yrði gert til að verjast yfirvofandi innrás. Eftir að innrásin var hafin og sjálf Moskva var í stórhættu, þá réðu upplýsingar frá Sorge miklu um að Rauði herinn taldi óhætt að flytja miklar hersveitir frá Síberíu og til varnar Moskvu. Sorge hafði fullvissað sína menn um að Japanir myndu ekki nýta sér brottför Síberíuhersins og gera innrás á austurlandamærum Sovétríkjanna. Það gekk og eftir. Þetta gerði Sjúkov, yfirmanni Síberíuhersins, kleift að brjóta nasistaherinn á bak aftur og hrekja hann frá höfuðborginni. 

Handtekinn

Sorge var var handtekinn í október 1941. Skeytasendingar til Moskvu voru einfaldlega orðnar svo margar og miklar að Japanir hlutu að taka eftir þeim og rekja þær fyrr eða síðar. Hann hafði óskað eftir að komast burt og hafði greinilega hugsað sér að fara til Þýskalands og njósna þar. Eftir handtöku hans þvertók hann mjög lengi fyrir allt saman, þrátt fyrir þær vægast sagt hugmyndaríku pyntingar sem japanska leyniþjónustan var þekkt fyrir. Sovéska leyniþjónustan NKVD (fyrirrennari KGG) notaði hins vegar tækifærið og handtók Kötu Maximóvu fyrir að vera gift Þjóðverja. Hún dó í Gúlaginu 1943. Svona grimmileg var samkeppni NKVD og GRU að NKVD-menn gátu ekki sett sig úr færi að sparka í punginn á einum manna keppinautarins, úr því nú stóð hann höllum fæti.

„Sorge samdi að lokum við japönsku leyniþjónustuna að hann skyldi játa allt“

Mesti svikarinn

Sorge samdi að lokum við japönsku leyniþjónustuna að hann skyldi játa allt ef lífi Hanako Ishii og eiginkvenna hinna japönsku njósnara sinna yrði þyrmt. Á það var fallist og svo var Sorge hengdur 7. nóvember 1944.

Þótt GRU hefði stundum átt í vandræðum með hinn frjálsa anda Sorges notaði herleyniþjónustan orðspor hans í sovéska stjórnkerfinu eftir stríð til að tryggja sig betur og fastar í sessi. Leyndin og tortryggnin sem umlukti GRU var svo algjör að sagt var að meira að segja þegar leiðtogar Sovétríkjanna eftir dag Stalíns kæmu í heimsókn í aðalstöðvar GRU þyrftu þeir að sæta öryggiseftirliti.

Samt var það að innan GRU óx og dafnaði einhver mesti svikarinn í sögu hinna kommúnísku Sovétríkja bæði fyrr og síðar. Frá honum segir í næstu grein.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls
1

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls

·
Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið
2

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

·
„Við erum ósýnileg“
3

„Við erum ósýnileg“

·
Áslaug gerir ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína
4

Áslaug gerir ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína

·
Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti
5

Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti

·
Heiðveig María leggur fram framboðslista
6

Heiðveig María leggur fram framboðslista

·
Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg
7

Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg

·

Mest deilt

Heiðveig María leggur fram framboðslista
1

Heiðveig María leggur fram framboðslista

·
Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg
2

Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg

·
„Við erum ósýnileg“
3

„Við erum ósýnileg“

·
Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið
4

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

·
Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti
5

Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti

·
Synjað um leyfi til að veita pólskum börnum talþjálfun
6

Synjað um leyfi til að veita pólskum börnum talþjálfun

·

Mest deilt

Heiðveig María leggur fram framboðslista
1

Heiðveig María leggur fram framboðslista

·
Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg
2

Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg

·
„Við erum ósýnileg“
3

„Við erum ósýnileg“

·
Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið
4

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

·
Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti
5

Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti

·
Synjað um leyfi til að veita pólskum börnum talþjálfun
6

Synjað um leyfi til að veita pólskum börnum talþjálfun

·

Mest lesið í vikunni

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls
1

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls

·
Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön
2

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön

·
Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands
3

Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands

·
Sendiherra Póllands kvartar undan „falsfrétt“ í bréfi til forseta Íslands og forsætisráðherra
4

Sendiherra Póllands kvartar undan „falsfrétt“ í bréfi til forseta Íslands og forsætisráðherra

·
Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið
5

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

·
Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind
6

Guðlaug Sigfúsdóttir

Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind

·

Mest lesið í vikunni

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls
1

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls

·
Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön
2

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön

·
Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands
3

Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands

·
Sendiherra Póllands kvartar undan „falsfrétt“ í bréfi til forseta Íslands og forsætisráðherra
4

Sendiherra Póllands kvartar undan „falsfrétt“ í bréfi til forseta Íslands og forsætisráðherra

·
Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið
5

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

·
Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind
6

Guðlaug Sigfúsdóttir

Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind

·

Nýtt á Stundinni

Áslaug gerir ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína

Áslaug gerir ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína

·
Aukin vopnaburður hafi kallað á fleiri útköll sérsveitarinnar

Aukin vopnaburður hafi kallað á fleiri útköll sérsveitarinnar

·
Metfjöldi kæra vegna byrlunar ólyfjanar

Metfjöldi kæra vegna byrlunar ólyfjanar

·
Synjað um leyfi til að veita pólskum börnum talþjálfun

Synjað um leyfi til að veita pólskum börnum talþjálfun

·
Ekkja Andemariams vill fá skaðabætur

Ekkja Andemariams vill fá skaðabætur

·
Heiðveig María leggur fram framboðslista

Heiðveig María leggur fram framboðslista

·
Fátækt barna og eldriborgara

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Fátækt barna og eldriborgara

·
Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti

Tvö hundruð og fimmtíu nýjar vinkonur á einu bretti

·
Næturklúbbar, sundlaugar og rokk og ról

Næturklúbbar, sundlaugar og rokk og ról

·
„Við erum ósýnileg“

„Við erum ósýnileg“

·
Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

·
Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg

Miðjan færist úr miðbænum í Hamraborg

·