Mest lesið

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest
1

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

·
Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði
2

Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði

·
Vann launakröfu í héraðsdómi en er óviss um að fá borgað
3

Vann launakröfu í héraðsdómi en er óviss um að fá borgað

·
Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs
4

Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs

·
Vill ekki staðfesta hvort Ratcliffe hafi keypt fleiri jarðir
5

Vill ekki staðfesta hvort Ratcliffe hafi keypt fleiri jarðir

·
Samtök halda því ranglega fram að þriðji orkupakkinn veiti ACER vald til að knýja fram sæstreng
6

Samtök halda því ranglega fram að þriðji orkupakkinn veiti ACER vald til að knýja fram sæstreng

·
Ræða við bandarískan fjárfestingasjóð um Finnafjarðarverkefnið
7

Ræða við bandarískan fjárfestingasjóð um Finnafjarðarverkefnið

·
Stundin #92
Apríl 2019
#92 - Apríl 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 10. maí.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Bréf til Trump, forseta Bandaríkjanna

Ákall til Trump, og annarra sem eru við völd, um að beita sér í baráttunni gegn ofbeldi. Brett Kavanaugh endurspeglar alla ofbeldismennina sem hafa haldið vandkvæðalaust áfram með líf sitt, klifið metorðastigann og tróna nú í valdastöðum í samfélaginu á meðan þolendur þeirra sitja eftir í sárum.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Ákall til Trump, og annarra sem eru við völd, um að beita sér í baráttunni gegn ofbeldi. Brett Kavanaugh endurspeglar alla ofbeldismennina sem hafa haldið vandkvæðalaust áfram með líf sitt, klifið metorðastigann og tróna nú í valdastöðum í samfélaginu á meðan þolendur þeirra sitja eftir í sárum.

Bréf til Trump, forseta Bandaríkjanna

Kæri Trump Bandaríkjaforseti. 

Í gegnum tíðina hafa brotaþolar eins og ég ekki fengið áheyrn hjá valdamiklum mönnum eins og þér. Í gegnum tíðina hafa brotaþolar eins og ég verið fastir í viðjum þagnar og skammar. En nú er vindáttin að breytast. Eftir að þú staðhæfðir að þolendur kynferðisbrota hljóti að kæra þau til lögreglu (og ýjaðir að því að annars sé málið uppspuni), tel ég það tilraunarinnar virði að reyna að útskýra #whyididntreport, eða hvers vegna ég kærði ekki ofbeldið sem ég var beitt. 

Nýlegur vitnisburður dr. Christine Blasey Ford hitti okkur þolendur kynferðisofbeldis í hjartastað. Þér getur reynst auðvelt að afskrifa málið sem pólitískt útspil sem snýst um þennan eina karl og einangrað atvik úr fjarlægri fortíð hans. Kannski kom það þér meira að segja á óvart að við skyldum nenna að mótmæla að Brett Kavanaugh væri tilnefndur til hæstaréttardómara yfir höfuð. Í augum okkar þolenda er ekkert fjarlægt við ofbeldi, jafnvel þótt það hafi átt sér stað fyrir mörgum áratugum síðan, því við þurfum að lifa með afleiðingum þess alla daga. Fyrir okkur snýst þetta ekki bara um Kavanaugh, heldur um alla ofbeldismennina sem hafa haldið vandkvæðalaust áfram með líf sitt, sem hafa klifið metorðastigann og tróna nú í valdastöðum í samfélaginu. Á meðan sitjum við eftir í sárum og neyðumst til að verja kröftum okkar og orku í að sleikja sárin sem þeir skildu eftir sig. Þá orku hefðum við getað nýtt í að klífa okkar eigin metorðastiga, til að mynda okkar eigin tengsl, til að skapa nýjar minningar í stað þess að endurlifa áföll okkar aftur og aftur. 

„Fólk, sem virðist síst líklegt til þess, getur gert skelfilegustu hluti ef það telur sig eiga rétt á því“

Ástæðan fyrir því að ég kærði ekki ofbeldið er einföld. Ég áttaði mig ekki á því að mér hefði verið nauðgað. Ekki vegna þess að það hafi ekki verið sársaukafullt. Ekki vegna þess að það hafi ekki mölvað í mér hjartað. Heldur vegna þess að ég var alin upp í heimi þar sem „búningsklefatal“ stráka mótaði hegðun þeirra í garð stelpna. Í heimi þar sem karlar geta sannfært sjálfa sig um að þeir hafi rétt til að káfa á kynfærum ókunnra kvenna án samþykkis, getur þú rétt ímyndað þér hvað þeir telja að þeir megi gera við bekkjarsystur sínar, við kærustur sínar, við eiginkonur sínar. Og í mörgum tilfellum eigum við þolendur erfitt með að sjá ofbeldið í réttu ljósi vegna þess að ofbeldismennirnir eru ekki „skrímsli“ eins og við sjáum í kvikmyndunum, heldur menn sem við þekkjum og treystum. 

Það eru mistök að reikna með að karl eins og Brett Kavanaugh sé ófær um að beita ofbeldi vegna þess að hann fellur ekki að staðalmyndinni um skrímsli. Fólk, sem virðist síst líklegt til þess, getur gert skelfilegustu hluti ef það telur sig eiga rétt á því. 

Þrátt fyrir að hafa sjálfur kallað vitnisburð dr. Ford „áhrifaríkan“ og „trúverðugan“ studdirðu Brett Kavanaugh á leiðarenda, alla leið í dómarasæti við sjálfan hæstarétt. Við vitum bæði að hann var aldrei í neinni raunverulegri hættu. En til að taka þátt í leikritinu stundir þú í sjónvarpsútsendingu yfir því hversu „hræðilegir tímar þetta eru fyrir karla“.

Segðu mér meira frá því, herra forseti. Ef ég ætti að fylgja öllum varúðarráðstöfunum fyrir konur til að forðast að verða fyrir ofbeldi af hálfu karls, þá myndi ég aldrei fara út að skokka. Aldrei ganga ein að kvöldlagi, aldrei leggja bílnum mínum á afviknum stað, aldrei taka leigubíl einsömul, aldrei fara á stefnumót við einhvern sem ég kynntist á netinu, aldrei daðra opinskátt, aldrei sýna hold og aldrei fá mér í glas öðruvísi en með límmiða yfir lokinu. Ef ég er beitt kynferðisofbeldi eða myrt eru mestar líkur á að það sé af völdum karlmanns sem stendur mér nærri. Og jafnvel þótt ég safni kjarki til að rjúfa þögnina getur ofbeldismaður minn, án snefils af eftirsjá, sest í dómarasæti – eða jafnvel í sjálfan forsetastólinn. 

Ef það er til marks um hræðilega tíma fyrir karla að konur þegi ekki lengur þunnu hljóði yfir ofbeldi sem við erum beittar, þá skil ég ótta þinn. Þá, herra forseti, mæli ég með að þú búir þig undir frekari storm, því vindáttin er að breytast. Það er dragsúgur í búningsklefanum. Og ofbeldismenn munu ekki geta leitað skjóls í þögn okkar framar.

Virðingarfyllst,

Þórdís Elva 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest
1

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

·
Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði
2

Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði

·
Vann launakröfu í héraðsdómi en er óviss um að fá borgað
3

Vann launakröfu í héraðsdómi en er óviss um að fá borgað

·
Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs
4

Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs

·
Vill ekki staðfesta hvort Ratcliffe hafi keypt fleiri jarðir
5

Vill ekki staðfesta hvort Ratcliffe hafi keypt fleiri jarðir

·
Samtök halda því ranglega fram að þriðji orkupakkinn veiti ACER vald til að knýja fram sæstreng
6

Samtök halda því ranglega fram að þriðji orkupakkinn veiti ACER vald til að knýja fram sæstreng

·
Ræða við bandarískan fjárfestingasjóð um Finnafjarðarverkefnið
7

Ræða við bandarískan fjárfestingasjóð um Finnafjarðarverkefnið

·

Mest deilt

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest
1

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

·
Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs
2

Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs

·
Félagslega húsnæðiskerfið lagt af
3

Guðmundur

Félagslega húsnæðiskerfið lagt af

·
Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði
4

Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði

·
Vill ekki staðfesta hvort Ratcliffe hafi keypt fleiri jarðir
5

Vill ekki staðfesta hvort Ratcliffe hafi keypt fleiri jarðir

·
Samtök halda því ranglega fram að þriðji orkupakkinn veiti ACER vald til að knýja fram sæstreng
6

Samtök halda því ranglega fram að þriðji orkupakkinn veiti ACER vald til að knýja fram sæstreng

·

Mest deilt

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest
1

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

·
Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs
2

Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs

·
Félagslega húsnæðiskerfið lagt af
3

Guðmundur

Félagslega húsnæðiskerfið lagt af

·
Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði
4

Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði

·
Vill ekki staðfesta hvort Ratcliffe hafi keypt fleiri jarðir
5

Vill ekki staðfesta hvort Ratcliffe hafi keypt fleiri jarðir

·
Samtök halda því ranglega fram að þriðji orkupakkinn veiti ACER vald til að knýja fram sæstreng
6

Samtök halda því ranglega fram að þriðji orkupakkinn veiti ACER vald til að knýja fram sæstreng

·

Mest lesið í vikunni

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
1

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest
2

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

·
Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum
3

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum

·
Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði
4

Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
5

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar
6

Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar

·

Mest lesið í vikunni

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
1

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest
2

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

·
Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum
3

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum

·
Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði
4

Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
5

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar
6

Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar

·

Nýtt á Stundinni

Hin prýdda dökka uppspretta óendanlegrar sköpunar

Hin prýdda dökka uppspretta óendanlegrar sköpunar

·
Þriðji orkupakkinn breytir engu um hvort þjóðin eigi auðlindirnar

Þriðji orkupakkinn breytir engu um hvort þjóðin eigi auðlindirnar

·
Vann launakröfu í héraðsdómi en er óviss um að fá borgað

Vann launakröfu í héraðsdómi en er óviss um að fá borgað

·
Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs

Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs

·
Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði

Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði

·
Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

·
Ræða við bandarískan fjárfestingasjóð um Finnafjarðarverkefnið

Ræða við bandarískan fjárfestingasjóð um Finnafjarðarverkefnið

·
Félagslega húsnæðiskerfið lagt af

Guðmundur

Félagslega húsnæðiskerfið lagt af

·
Samtök halda því ranglega fram að þriðji orkupakkinn veiti ACER vald til að knýja fram sæstreng

Samtök halda því ranglega fram að þriðji orkupakkinn veiti ACER vald til að knýja fram sæstreng

·
Vill ekki staðfesta hvort Ratcliffe hafi keypt fleiri jarðir

Vill ekki staðfesta hvort Ratcliffe hafi keypt fleiri jarðir

·
Óvænt samhengi hlutanna

Sverrir Norland

Óvænt samhengi hlutanna

·
Sorrý með mig

Sorrý með mig

·