Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

Enn í dag hafa gögn frá Barna­húsi, frá­sagn­ir barna af kyn­ferð­isof­beldi og vott­orð fag­að­ila oft tak­mark­að vægi í um­gengn­is­mál­um. Al­þingi hef­ur ekki séð ástæðu til að hnykkja á vernd barna gegn of­beldi og þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ist hafa meiri áhyggj­ur af of­stæk­is­full­um tálm­un­ar­mæðr­um held­ur en af um­gengni barna við of­beld­is­menn.

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
Neydd til að umgangast kvalara sinn Ekki þarf að leita nema örfá ár aftur í tímann til að finna dæmi um að ríkisvaldið skikki stúlku til að umgangast föður sem hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn henni. Mynd: Shutterstock

Sýslumannsembætti hafa ítrekað skikkað börn til að umgangast feður sem hafa fengið refsidóma fyrir ofbeldi gegn börnunum sjálfum, mæðrum þeirra og systkinum.  

Allt fram til ársins 2013, þegar breytingar á barnalögum tóku gildi, var ofbeldi föður gegn móður almennt ekki talið hafa þýðingu við ákvörðun sýslumanns um umgengni föður við börnin sín. Ekki þarf að leita nema örfá ár aftur í tímann til að finna dæmi um að stúlka sé skikkuð til að umgangast föður sem hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn henni. 

Fjölskyldusvið sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu getur ekki upplýst hversu oft frá 2013 hafa verið kveðnir upp úrskurðir í umgengnis- og dagsektarmálum þar sem mælt er fyrir um að barn skuli umgangast foreldri gegn vilja sínum þrátt fyrir að foreldrið hafi verið dæmt fyrir ofbeldi gegn barninu eða systkinum þess. Því er að miklu leyti á huldu hvernig sýslumannsembættið hefur túlkað ákvæði barnalaga í umgengnis- og dagsektarmálum eftir að lögunum var breytt árið 2012 og skerpt á vernd barna gegn ofbeldi.

Gögn sem Stundin hefur aflað með óformlegum hætti gefa þó vísbendingar um lagaframkvæmdina. Ljóst er að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kvað upp úrskurði bæði í fyrra og hitt í fyrra þar sem viðvörunarorð fagfólks og vísbendingar um kynferðisbrot, meðal annars framburður barna hjá meðferðaraðilum og í Barnahúsi, voru ekki talin hafa sérstakt vægi við ákvörðun umgengni við föður þeirra. 

Gögn frá Barnahúsi skiptu litlu

Í umgengnisúrskurði sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kvað upp árið 2017 er sú staðreynd að móðir sakaði barnsföður sinn um heimilisofbeldi án þess að það leiddi til ákæru notuð gegn henni til að réttlæta aukna umgengni föðurins við barnið.

Í öðrum úrskurði sem Stundin fjallaði um taldi sýslumannsembættið læknabréf, upplýsingar úr Barnahúsi, álit sálfræðinga og frásagnir barna af meintum kynferðisbrotum föður þeirra hafa „takmarkaða þýðingu“ og sló því föstu að vanlíðan barnanna væri sprottin af „tengslarofi“ þeirra við föður. 

Í síðara málinu lágu meðal annars fyrir lokaskýrslur úr Barnahúsi þar sem fram kom að „brot og framkoma föður“ hefðu haft „mikil áhrif á líðan“ barnanna og bréf barnageðlæknis sem taldi það að þvinga börnin til umgengni við föðurinn „læknisfræðilega ekki forsvaranlegt“ og óttaðist að slíkt gæti haft „varanleg áhrif á þroska og geðheilsu þeirra til framtíðar“. Í úrskurði sínum brýndi þó sýslumaður fyrir móðurinni að hvetja börnin til að umgangast föður sinn.

Þegar úrskurður sýslumanns var kærður til dómsmálaráðuneytisins lagði ráðuneytið áherslu á að í Barnahúsi hefði sjónum eingöngu verið beint að hugsanlegu kynferðisofbeldi en ekki því hvort börnin vildu umgangast meintan geranda. Taldi ráðuneytið því brýnt að „komast að því hver raunverulegur vilji barnanna sé og hvort það kunni að vera að hann sé litaður af neikvæðum viðhorfum móður í garð föður“. 

Viðbrögð Alþingis engin

Stundin hefur frá því í maí 2018 fjallað margsinnis og ítarlega um  hvernig sýslumaður horfir kerfisbundið framhjá gögnum um kynferðisbrot og heimilisofbeldi þegar teknar eru ákvarðarnir um umgengni og dagsektir. Sú umfjöllun hefur byggt á umfangsmiklum gögnum sem Stundin hefur aflað, en auk þess hefur fræðileg umfjöllun um barnarétt og stjórnsýsluframkvæmd í umgengnismálum verið höfð til hliðsjónar. Staðreyndirnar sem dregnar hafa verið fram benda eindregið til þess að breytingarnar sem gerðar voru á barnalögum árið 2012 hafi ekki skilað tilætluðum árangri.  

Ekkert af því sem fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar hefur orðið til þess að Alþingi, æðsta valdastofnun landsins sem ber ábyrgð á lagarammanum sem um málaflokkinn gildir, finni sig knúið til að kalla eftir upplýsingum frá sýslumanni eða dómsmálaráðuneytinu eða ráðast í breytingar á lagaumhverfi umgengnismála til að hnykkja á vernd barna gegn heimilisofbeldi. Og af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar að dæma eru engar breytingar fram undan í málaflokknum á næstu misserum. 

Meiri áhyggjur af ofstækisfullum mæðrum 

Nýlega skrifuðu 156 konur undir ákall til þingmanna og vörpuðu meðal annars fram þessum spurningum: „Hvenær þykir ykkur nóg komið? Hafa frásagnir þolenda af ofbeldi í nánum samböndum og fjölskyldum ekki farið nógu hátt til að ná athygli ykkar? Hversu hávær og skerandi þurfa sársaukaópin að vera til að þau komi ykkur við? Hversu mörg líf þarf að leggja í rúst og hversu marga þarf að brjóta niður og kúga til að þið opnið augun?“ 

Í yfirlýsingunni voru jafnframt þingmenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýndir harðlega fyrir að hafa lagt öðru sinni fram frumvarp um refsingar fyrir tálmun á umgengni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, brást við yfirlýsingu kvennanna í viðtali við Harmageddon þann 9. október síðastliðinn.

„Það bara gilda leikreglur réttarríkisins í þessu sem öllum öðrum ágreiningi,“ sagði hann. „Þetta eru reglurnar og ef fólk ætlar ekki að fara eftir þeim og vera með í þeim þá hef ég miklu meiri áhyggjur af því heldur en ef einhver ofbeldismaður hefur einhvern tímann gerst brotlegur, að hann umgangist barnið sitt.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
1
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
2
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
8
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
10
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu