Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka

Hvers vegna er rétt­ur þess sem áreit­ir meiri en þeirra sem eru áreitt­ir í ís­lensku lagaum­hverfi? Að þessu hef­ur Þóra Björk Ottesen ít­rek­að spurt sig á und­an­förn­um ár­um. Hún er far­in af landi brott með tíu ára son sinn vegna stöð­ugs áreit­is frá fyrr­ver­andi maka. Hún seg­ir kerf­ið hafa marg­brugð­ist þeim mæðg­in­um og ein­kenn­ast af full­komnu úr­ræða­leysi.

Tvisvar sinnum með átta ára millibili hefur barnsfaðir Þóru Bjarkar Ottesen, Gary Clarke, beitt grófu ofbeldi í samskiptum við hana og fjölskyldu hennar. Það gerðist fyrst í kjölfar þess að Þóra tók ákvörðun um að binda enda á sambandið. Þá  tók hann hana hálstaki á heimili þeirra og hótaði henni lífláti. Sonur þeirra, tveggja ára, varð vitni að aðförunum sem Þóra þakkar að ekki fór verr, því hann hafi beðið pabba sinn að hætta. Þóra flúði þá heim til foreldra sinna með drenginn. Nokkrum vikum seinna birtist hann þar, braust þar inn og gekk í skrokk á föður Þóru, svo stórsá á honum. Eftir nálgunarbann, umgengni aðra hverja helgi samkvæmt úrskurði sýslumanns og stopul en oft erfið samskipti um átta ára skeið endurtók sagan sig í sumar, þegar Gary skallaði Þóru, fyrir framan son hennar og vini hans á körfuboltaæfingu. Ítrekaðar tilraunir til að fá markvissa aðstoð, hvort sem var …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu