Mest lesið

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
1

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
2

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Glerborg blankheitanna
3

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
4

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·
Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur
5

Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

·
Áhrifavaldar sögunnar
6

Áhrifavaldar sögunnar

·
Stundin #95
Júní 2019
#95 - Júní 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. júní.

Jón Trausti Reynisson

Virðingarleysi og traust: Það sem ekki má lýsa

Við treystum þeim fyrir peningunum okkar til að hjálpa þeim verst stöddu í samfélaginu. Þau nota peningana okkar í að sýna sig sjálf í sem bestu ljósi.

Jón Trausti Reynisson

Við treystum þeim fyrir peningunum okkar til að hjálpa þeim verst stöddu í samfélaginu. Þau nota peningana okkar í að sýna sig sjálf í sem bestu ljósi.

Virðingarleysi og traust: Það sem ekki má lýsa

Ungur maður í tímabundnum, andlegum erfiðleikum, svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans, eftir að hafa látið skýrt í ljós vilja til að gera það, með því að nota rafmagnssnúru og krók í lofti sem komið hafði verið fyrir í herbergi geðdeildarinnar ætluðu fólki í andlegri hættu.

Þegar Stundin spurði deildarstjóra Landspítalans um ástæður þess að maðurinn gat týnt lífi í umsjá spítalans, við þessar aðstæður, aðeins um tíu dögum eftir að annar maður í sjálfsvígshættu svipti sig lífi á geðdeild, voru viðbrögðin að vara við ábyrgð fjölmiðilsins á því að stofna til sjálfsvígsfaraldurs með því að fjalla um þau.

Saga Sverris Arnar Sverrissonar, sem var 26 ára þegar hann lést í stuttu stoppi sínu á geðdeild, er sögð í Stundinni til þess að varpa ljósi á hvernig geðheilbrigðiskerfið getur brugðist þeim sem þarfnast þess og brugðist aðstandendum með viðbrögðum sínum. Á sama tíma og hjálparköll berast frá þeim sem reka kerfið eru þingmenn að leggja stóraukið fé í sig sjálfa.

Þegar við þræðum okkur eftir orsakakeðjunni leiðir hún okkur á endanum inn á Alþingi, þar sem við treystum fulltrúum okkar fyrir ákvörðunum um fjárveitingar af sameiginlegu skattfé. Eins og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í þingsetningarræðu sinni, erum við að missa af fjárfestingu í geðvernd og lýðheilsu, sem myndi „sennilega spara fé til lengri tíma í leiðinni“ - fyrir utan lífin sem við björgum og öllum þeim nákomnu sem við hlífum við hryllilegri lífsreynslu.

Þjóðhagslegur kostnaður af áfengis- og vímuefnanotkun hefur til dæmis verið metinn frá 46 til 86 milljörðum króna, allt eftir skilgreiningum. Það kostar okkur að hlúa ekki vel að fólki, að vísa því frá geðdeild eða setja það í flýtimeðferð.

Orsakasamhengið er gjarnan flókið og þótt freistandi sé að kenna einum um er það yfirleitt ekki þannig. Fyrsta stig ábyrgðar er hins vegar að ræða málin og upplýsa það sem gerðist. Oft er hins vegar reynt að standa gegn því.

Virðingarleysi Steingríms

Það er erfitt að treysta þeim sem hefur brugðist, og ástæðulaust ef ekki hefur verið farið í gegnum ferli iðrunar og yfirbótar. Íslenskir stjórnmálamenn virðast margir ekki vera sammála stórum hluta almennings um jarðveg trausts.

Eitt áberandi dæmi er af stjórnmálaflokki, sem þó hefur notið einna mests trausts á Íslandi undanfarin ár. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, og nú forseti Alþingis, á að baki nokkur tilfelli þar sem hann brást trausti og sýndi ekki tilhlýðilega virðingu, sem er forsenda þess að treysta. Steingrímur lofaði opinberlega að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu fyrir kosningarnar 2009, en gerði það síðan án þess að láta málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann brást líka trausti með því að velja flokksfélaga sinn og samherja í eitt mikilvægasta hlutverk ríkisins á þessari öld, sem aðalsamningamann þjóðarinnar í Icesave-málinu, samkvæmt gamalkunnu vinnuferli flokkapólitíkur sem veitir fólki framgang vegna tengsla frekar en verðleika. 

Freistnivandi og siðahætta

Steingrímur J. var líka í lykilhlutverki, sem forseti Alþingis og helsti ábyrgðaraðili, þegar Stundinni var meinað um upplýsingar um akstursgreiðslur til þingmanna. Á endanum voru afmarkaðar upplýsingar veittar á Alþingi, mánuðum eftir að Stundinni var meinað um þær, sem sýndu að akstursgreiðslur til einstakra þingmanna voru jafnvel langtum hærri en kostnaður þeirra af akstrinum. Kannski hefði annar þingforseti en Steingrímur J. neitað að upplýsa um þetta, en það breytir því ekki að hann stóð gegn því þar til formleg fyrirspurn barst frá þingmanni.

Það fellur undir dæmigerðan freistnivanda og siðahættu (moral hazard) að þingmenn geti hagnast á því að aka um á ríflegum niðurgreiðslum úr ríkissjóði. Freistnivandinn felst í því að þeir þurfa ekki að sæta afleiðingum útgjalda sinna og siðavandinn að þeir geta beinlínis hagnast á því að eyða óhóflega. 

Lykillinn að því að draga úr vandanum og minnka skaða almennings er eftirlit og aðhald, það er vitneskjugeta almennings og samhliða meðvitund þingmanna um hana.

Nú er komið á daginn að eftir að upplýsingar um aksturskostnað þingmanna voru gerðar opinberar minnkuðu endurgreiðslurnar verulega. Sá sem ók mest, Ásmundur Friðriksson, lækkaði kostnaðinn um meira en helming, en árið áður hafði hann fengið endurgreiddar 4,5 milljónir króna vegna aksturs, sem að sögn Félags íslenskra bifreiðaeigenda kostaði hann raunverulega aðeins 2,1 milljón króna.

Í heildina minnkaði kostnaður við endurgreiðslur til þingmanna vegna aksturs þeirra úr 2,4 milljónum króna á mánuði í 701 þúsund krónur á mánuði. Þetta er sparnaður upp á rúmlega 20 milljónir króna á ári.

Svo vill til að ríkisstjórnin ákvað nýverið að ráðstafa svipaðri upphæð og virðist ætla að sparast í ofteknum akstursgreiðslum, eða 25 milljónir króna, í aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum. Þetta er reyndar svipuð upphæð og þingmenn notuðu til að lýsa sjálfa sig upp með sem bestum hætti til að hámarka gæði upptöku af fullveldisfundi þeirra á 39 milljóna króna palli á Þingvöllum, svo hún verði heimild til framtíðar um sögu íslensku þjóðarinnar, ásamt auðvitað einum versta fulltrúa fyrrverandi herraþjóðarinnar sem fullveldið fékkst undan, stjórnmálakonu sem gerir út á að gera lítið úr fólki af öðru þjóðerni.

Traust er afleiðing virðingar

Þingmenn ræddu um það í vikunni hvers vegna þeim væri treyst minna en kollegum þeirra á Norðurlöndunum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði „ólíðandi“ hversu hægt gengi að byggja upp traust. 

Traust sprettur af virðingu og fyrirsjáanleika, sem oft er afleiðing gagnsæis. Stundinni gekk til dæmis betur að fá upplýsingar um akstursgreiðslur til norskra og sænskra þingmanna heldur en íslenskra. Og þær voru mun lægri þar en hér. 

Þar sem fyrirsjáanleikinn brestur og traustið rofnar þarf að liggja fyrir fullvissa um að gengist sé við misgjörðum og fyllt upp í brestinn með yfirbót. En þingmenn eru ennþá að sýna okkur fram á beina andstæðu þessa. Í vikunni stóð yfir umræða um þingmál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að biðja Geir Haarde, forsætisráðherra í hruninu, afsökunar á því að hann var dæmdur eftir lögum fyrir að brjóta stjórnarskrá með því að taka ekki vanda bankanna formlega á dagskrá ríkisstjórnarinnar.

Þetta er til umræðu á Alþingi núna, en áður þótti hins vegar „alveg gjörsamlega óþolandi“ að mati fyrrverandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar, „að þurfa að taka umræðu“ um launakjör þingmanna, eftir að kjararáðið, sem hann skipaði að stórum hluta í, valdi að hækka laun þeirra um 44 prósent. 

Þingmenn hafa alltaf viljað stjórna lýsingunni sér í hag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kaus reyndar á dögunum að kenna fjölmiðlum um að traustið til stjórnmálamanna væri lítið, vegna þess að þeir beina athyglinni að stóryrtum yfirlýsingum þeirra og ýta þannig undir jaðarhegðun þeirra. Að fjölmiðlar hefðu það hlutverk að beita stjórnmálamenn slokknun með því að hunsa frávikshegðun þeirra.

Flúið frá ábyrgð

Þverstæðan er sú að þingmenn vilja gjarnan ekki beina kastljósinu að því sem fer aflaga hjá þeim og gera það upp, en ef það er ekki gert skapast ekki traust, nema blint traust sem einkennir frekar samfélög í aðsteðjandi vanda.

Hagsmunir stjórnmálamanna eru að draga úr ábyrgð sinni, losna undan afleiðingum gjörða sinna með aðhalds- og eftirlitsleysi. Sigmundur Davíð þekkir það vel, þar sem hann þurfti að sæta ábyrgð fyrir að fylgja ekki reglum um að upplýsa um hagsmuni sína. Sigmundur berst ekki gegn kerfinu vegna þess að hann veit betur en kerfið, sem samanstendur af fjölda sérfræðinga. Hann berst gegn því vegna þess að það aftrar honum. Flokkurinn sem hann stofnaði hefur samþykkt stefnumál sem í reynd felur í sér að leggja niður Ríkisútvarpið, sem hann hefur óþol fyrir vegna umfjallana um hann. Auk þess boðaði hann fyrir kosningar að hann skyldi draga þrjá fjölmiðla fyrir dóm. En Geir mátti ekki fara fyrir dóm vegna ábyrgðar sinnar sem ráðherra.

Misnotkun á aðstöðu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem er fjármálaráðherra fyrir hönd okkar allra, kaus að kosta 10 milljónum króna af almannafé í að varpa ljósi á ábyrgðina í efnahagshruninu. Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors um orsakir hrunsins kostar helminginn af fullveldislýsingunni á stjórnmálamönnum og 40 prósent af ráðstöfunarfé aðgerðaráætlunar gegn sjálfsvígum, en það var alveg ljóst hvað hún myndi upplýsa. Bjarni vissi, eins og flestir, að Hannes er yfirlýstur stuðningsmaður valdaflokks og seðlabankastjóra þess tíma, flokksins hans Bjarna. Hann var einfaldlega að panta þá niðurstöðu frá vanhæfum aðila að kjarnameðlimir í flokknum hans hefðu gert allt rétt og rúmlega það, en vondir útlendingar hafi orsakað hrunið. Virðingarleysið við almenning, að láta okkur öll borga fyrir slíkt fúsk, er enn eitt púslið í myndina sem fæst af traustþyrstum íslenskum stjórnmálamönnum á kafi í eigin misnotkun á aðstöðu.

Beðist afsökunar

Traustið gagnvart stjórnmálamönnum vex til lengri tíma þegar þeir bregðast sýnilega við freistnivanda sínum og siðahættu, þegar þeir hætta að grafa undan aðhaldi og sýna okkur öllum þá virðingu að setja undantekningarlaust peningana, sem þeir fá frá okkur, í nauðsynleg verkefni eins og að tryggja öryggi bræðra okkar, systra, barna og foreldra, þegar velferð þeirra er ógnað, en nota þá ekki til þess að þeir geti sjálfir keyrt fram úr hófi, hækkað laun sín langt fram fyrir aðra og lýst sig sjálfa upp fyrir beina útsendingu af sjálfum sér á fullveldishátíð þjóðarinnar án þjóðarinnar.

Og Steingrímur J.? Hann baðst afsökunar á virðingarleysinu. Það er að segja, hann bað Piu Kjærsgaard afsökunar á andstöðunni við útlendingaandúð hennar. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vilja líka biðjast afsökunar. Þeir vilja að Alþingi biðji Geir H. Haarde afsökunar á því að hann var dæmdur fyrir að brjóta stjórnarskrá.

En með peningunum okkar sem íslenskir stjórnmálamenn settu í að hagræða lýsingunni á sjálfum sér hefðu þeir getað gert meira en Landspítalinn telur þurfa til að mæta þörfum þeirra sem leita í neyð á geðdeild.

Stjórnmálin í ljósi staðreynda

Tíu rúma móttökugeðdeild, sem Landspítalinn hefur sagt að myndi skipta sköpum í velferð fólks í geðrænum bráðavanda, myndi kosta 320 milljónir króna á ári. Til samanburðar hækkuðu stjórnmálaflokkarnir fjárframlög til sjálfs sín, til stjórnmálaflokka, um 362 milljónir króna í fyrra, sem var 127 prósenta aukning.

Í fjárlögunum í haust settu þau 25 milljónir í aðgerðaráætlun gegn sjálfsvígum, en bættu á sama tíma við 153 milljónum króna aukalega í fjölgun aðstoðarmanna fyrir ráðherra.

Yfirferð yfir þessar staðreyndir lýsir vel muninum á áherslu þeirra þegar kemur að þeim sjálfum og þeim sem eru í verstu mögulegu stöðu lífs síns, að þroti komnir á líkama og sál í leit að síðustu hjálpinni. Samfélag er skilgreint út frá því hvernig það meðhöndlar þau verst stöddu.

Tengdar greinar

Leiðari

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson
·

Sagan af því hvernig stjórnmálamenn sem sýndu fáheyrt siðleysi náðu að verða miðdepill þjóðfélagsumræðu á Íslandi.

Þegar myrkrið mætir börnunum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar myrkrið mætir börnunum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Við ætluðum okkur það kannski ekki en framtíðarsýnin sem við skildum eftir okkur fyrir næstu kynslóðir er ansi myrk. Við höfum enn tækifæri til að breyta henni, en íslenskir stjórnmálamenn hafa líka séð tækifærin til að hagnast á ógninni. Nú stöndum við frammi fyrir ákvörðun, á tíma þegar það þykir „gróðavænlegt að láta jörðina fara til helvítis“.

Þess vegna er jörðin flöt

Jón Trausti Reynisson

Þess vegna er jörðin flöt

Jón Trausti Reynisson
·

Samfélagsmiðlarnir sem áttu að tengja okkur saman leiddu til þess að múrar eru reistir. Við þurfum að endurskoða hvernig við neytum upplýsinga, því faraldurinn er hafinn.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Samherjar

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Einu sinni höfðu flestir íbúar í miðbænum útsýni yfir hafið. Þar til Skuggahverfið reis á árunum fyrir hrun, háhýsaþyrping með lúxusíbúðum við sjóinn, sem skyggði á útsýnið fyrir alla nema þá sem gátu greitt fyrir það. Þannig varð Skuggahverfið táknmynd vaxandi ójöfnuðar og stéttskiptingar í íslensku samfélagi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
1

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
2

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Glerborg blankheitanna
3

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
4

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·
Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur
5

Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

·
Áhrifavaldar sögunnar
6

Áhrifavaldar sögunnar

·

Mest deilt

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
1

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Glerborg blankheitanna
2

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
3

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Krefjumst þá hins ómögulega
4

Sólveig Anna Jónsdóttir

Krefjumst þá hins ómögulega

·
Upp á fjallsins brún
5

Upp á fjallsins brún

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
6

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·

Mest deilt

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
1

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Glerborg blankheitanna
2

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
3

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Krefjumst þá hins ómögulega
4

Sólveig Anna Jónsdóttir

Krefjumst þá hins ómögulega

·
Upp á fjallsins brún
5

Upp á fjallsins brún

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
6

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·

Mest lesið í vikunni

Til hvers að eiga börn?
1

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
2

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
3

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
4

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
5

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014
6

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·

Mest lesið í vikunni

Til hvers að eiga börn?
1

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
2

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
3

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
4

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
5

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014
6

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·

Nýtt á Stundinni

Krefjumst þá hins ómögulega

Sólveig Anna Jónsdóttir

Krefjumst þá hins ómögulega

·
Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

·
Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar

Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar

·
Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu

Af samfélagi

Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu

·
Glerborg blankheitanna

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Áhrifavaldar sögunnar

Áhrifavaldar sögunnar

·
Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum

·
Upp á fjallsins brún

Upp á fjallsins brún

·
Floridana-fanginn

Floridana-fanginn

·