Þessi grein er meira en 4 ára gömul.

Hluti af málsvörn Hannesar fyrir Davíð þegar verið hrakinn í rannsóknarskýrslunni

Ástar­bréfa­við­skipti og Kaupþingslán Seðla­bank­ans kost­uðu rík­is­sjóð sam­tals um 235 millj­arða króna. Kaupþingslán­ið var á skjön við þá al­mennu stefnu­mörk­un sem fólst í neyð­ar­lög­un­um og með ástar­bréfa­við­skipt­un­um má segja að Seðla­bank­inn hafi „af­hent bönk­un­um pen­inga­prent­un­ar­vald sitt“.

Ástar­bréfa­við­skipti og Kaupþingslán Seðla­bank­ans kost­uðu rík­is­sjóð sam­tals um 235 millj­arða króna. Kaupþingslán­ið var á skjön við þá al­mennu stefnu­mörk­un sem fólst í neyð­ar­lög­un­um og með ástar­bréfa­við­skipt­un­um má segja að Seðla­bank­inn hafi „af­hent bönk­un­um pen­inga­prent­un­ar­vald sitt“.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor segir í skýrslu sinni um erlenda áhrifaþætti hrunsins að bankastjórn Seðlabanka Íslands hafi ekki haft heimildir til að kalla eftir ítarlegum upplýsingum um raunverulega stöðu bankanna.

Setur Hannes aðstæður seðlabankastjórnar í samhengi við umkvartanir Ben Bernanke, fyrrverandi bankastjóra Seðlabanka Bandaríkjanna, um að sú stofnun hafi ekki haft heimildir til að nálgast viðkvæmar upplýsingar frá fjárfestingarbönkum á borð við Bear Stearns þegar nauðsyn krafði. Þessi málsvörn Davíðs Oddssonar og fyrrverandi bankastjórnar Seðlabanka Íslands, sem endurómar í skýrslu Hannesar Hólmsteins, hefur þegar verið hrakin með ítarlegum hætti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.

Davíð Oddsson, náinn vinur og samherji Hannesar Hólmsteins til margra áratuga, er gerður að eins konar hetju í skýrslunni, sem var unnin fyrir Félagsvísindastofnun, á meðan pólitískir andstæðingar þeirra eru sagðir bera ábyrgð á því sem aflaga fór. Hin óháða rannsóknarnefnd, sem var skipuð til að leggja mat á aðdraganda og orsakir bankahrunsins og draga lærdóma af atburðunum sem áttu sér stað haustið 2008, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2010 að Davíð Oddsson og bankastjórn Seðlabankans hefðu „látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu“ í aðdraganda hrunsins. Nú, tíu árum eftir hrun, liggur fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna umdeildra lánveitinga Seðlabankans gegn ótryggum veðum í aðdraganda hrunsins er um 235 milljarðar króna. 

Héldu að þeir mættu ekki fá upplýsingar

Í 19. kafla rannsóknarskýrslunnar er haft eftir Sturlu Pálssyni,  framkvæmdastjóra alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, að Seðlabankinn hafi ekki haft lagaheimildir til að kalla eftir upplýsingum úr lánabókum bankanna eða kynna sér stórar áhættuskuldbindingar þeirra í aðdraganda hrunsins. Þá sagði Davíð Oddsson að í Seðlabankanum hefðu „menn talið að þeir hefðu ekki heimild til þess að biðja Fjármálaeftirlitið um upplýsingar um útlán sundurgreind á einstaka aðila“. 

Rannsóknarnefndin benti hins vegar á að að bæði í lögum um Seðlabanka Íslands og í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi hefði verið mælt fyrir um gagnkvæma upplýsingagjöf milli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. „Verður þannig ekki séð að skort hafi að lögum heimild fyrir Fjármálaeftirlitið til að afhenda Seðlabankanum upplýsingar um stórar áhættuskuldbindingar á nafngreindu formi svo og aðrar upplýsingar, sem bankanum var þörf á til þess að rækja lögbundið hlutverk sitt við að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi og Fjármálaeftirlitið hafði yfir að ráða, væri um þær beðið,“ segir í skýrslunni. „Þar sem ekki hafa komið fram neinar viðhlítandi skýringar á því af hverju Seðlabankinn lét hjá líða að kalla eftir þessum upplýsingum verður að telja að það hafi verið afar gagnrýnisvert að slíkt skyldi ekki vera gert.“ 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Icelandair endurskoðar kolefnissamstarf og Orkan breytir markaðsefni
Fréttir

Icelanda­ir end­ur­skoð­ar kol­efn­is­sam­starf og Ork­an breyt­ir mark­aðs­efni

Icelanda­ir end­ur­skoð­ar nú sam­starf sitt við Kol­við og seg­ir kol­efn­is­bind­ingu lít­inn hluta af að­gerð­um fé­lags­ins í lofts­lags­mál­um. Ork­an boð­ar breytt mark­aðs­efni um kol­efnis­jöfn­un sem seld er við­skipta­vin­um fyr­ir­tæk­is­ins, vegna um­fjöll­un­ar um vill­andi fram­setn­ingu Ork­unn­ar og Vot­lend­is­sjóðs.
Skaupið og félag Kristjáns í Samherja: Tökur fóru fram á Selfossi að hluta
Fréttir

Skaup­ið og fé­lag Kristjáns í Sam­herja: Tök­ur fóru fram á Sel­fossi að hluta

Einn töku­dag­ur í Ára­móta­s­kaup­inu fór fram á sjúkra­hús­inu og í leik­hús­inu á Sel­fossi. Sig­ur­jón Kjart­ans­son, eig­andi fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir eng­ar tök­ur hafa far­ið fram ut­an­dyra. Guð­jón Arn­gríms­son, hjá Sig­túni, seg­ir að fast­eigna­fé­lag­ið skipti sér ekk­ert að fram­leiðslu Skaups­ins og að fyr­ir­tæk­ið hafi ver­ið stofn­að til að gera aðra sjón­varpþáttaseríu sem teng­ist Sel­fossi óbeint.
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
Viðtal

Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

„Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
Borgin hunsar borgarlögmann og brýtur á hreyfihömluðum
Fréttir

Borg­in huns­ar borg­ar­lög­mann og brýt­ur á hreyfi­höml­uð­um

Bíla­stæða­sjóð­ur Reykja­vík­ur rukk­ar hand­hafa stæð­iskorta fyr­ir hreyfi­haml­aða fyr­ir að leggja í bíla­stæða­hús­um, þrátt fyr­ir álit borg­ar­lög­manns þar sem kem­ur fram að slík gjald­taka sé óheim­il. Álit borg­ar­lög­manns hef­ur leg­ið fyr­ir í ell­efu mán­uði en eng­inn inn­an borg­ar­kerf­is­ins hef­ur brugð­ist við.
KSÍ neitar að upplýsa um tuga milljóna greiðslur Sáda fyrir landsleik
Fréttir

KSÍ neit­ar að upp­lýsa um tuga millj­óna greiðsl­ur Sáda fyr­ir lands­leik

Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands (KSÍ) neit­ar að gefa upp hversu háa greiðslu sam­band­ið fékk fyr­ir að spila lands­leik­inn við Sádi-Ar­ab­íu í byrj­un nóv­em­ber. KSÍ fékk ekki grænt ljós hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir við­skipt­un­um eða lands­leikn­um, ólíkt því sem formað­ur KSÍ hafði sagt.
Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
Líf í myrkri
Vettvangur

Líf í myrkri

Mis­heimsk­ar eld­flaug­ar hafa dun­ið á úkraínsk­um borg­um og al­menn­ingi í 270 daga. 17 eld­flauga­árás­ir hvern ein­asta dag að með­al­tali. Loft­varn­ir hafa gert mik­ið en inn­við­ir í stóru landi eru ekki svip­ur hjá sjón. Raf­magni er skammt­að. Stjórn­völd biðla til fólks sem á þess kost að fara ut­an að gera það. En á með­an læra börn­in í tón­list­ar­skól­an­um í Irp­in að spila og syngja í myrkri.
Þrjár dansmyndir frá síðustu öld
Menning

Þrjár dans­mynd­ir frá síð­ustu öld

Litlu síðra get­ur ver­ið að liggja graf­kyrr og horfa á kvik­mynd sem snýst um dans en að dansa sjálf­ur. Sér í lagi á það við um þess­ar þrjár.
Miðaldra húsmóðir í meyjargervi
GagnrýniHvað er Drottinn að drolla?

Mið­aldra hús­móð­ir í meyj­ar­gervi

Að öllu sögðu skrif­ar Auð­ur Har­alds hér hug­vekj­andi bók um mið­ald­ir og heims­far­aldra, en ekki síð­ur um all­ar ósýni­legu mið­aldra kon­urn­ar í nú­tím­an­um, seg­ir í dómi Ás­geirs H. Ing­ólfs­son­ar.
Fjórar sviðsmyndir um endalok Úkraínustríðs
GreiningÁ vettvangi í Úkraínu

Fjór­ar sviðs­mynd­ir um enda­lok Úkraínu­stríðs

Fá­ir ef nokkr­ir sáu fyr­ir þá stöðu sem nú er uppi, níu mán­uð­um eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu. Hvort held­ur sem var, van­mat á úkraínska hern­um, eða of­mat á þeim rúss­neska, er erfitt að segja til um. En er ein­hver von til þess að höm­ung­un­um linni? Og þá hvernig? Val­ur Gunn­ars­son rýn­ir í fjór­ar mögu­leg­ar leið­ir til að enda stríð.
Bókmenntapælingar: Konur í ísskápum
Menning

Bók­menntapæl­ing­ar: Kon­ur í ís­skáp­um

Aug­ljósi sögu­hvat­inn sem aldrei deyr.