Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

Hluti af málsvörn Hannesar fyrir Davíð þegar verið hrakinn í rannsóknarskýrslunni

Ástar­bréfa­við­skipti og Kaupþingslán Seðla­bank­ans kost­uðu rík­is­sjóð sam­tals um 235 millj­arða króna. Kaupþingslán­ið var á skjön við þá al­mennu stefnu­mörk­un sem fólst í neyð­ar­lög­un­um og með ástar­bréfa­við­skipt­un­um má segja að Seðla­bank­inn hafi „af­hent bönk­un­um pen­inga­prent­un­ar­vald sitt“.

Ástar­bréfa­við­skipti og Kaupþingslán Seðla­bank­ans kost­uðu rík­is­sjóð sam­tals um 235 millj­arða króna. Kaupþingslán­ið var á skjön við þá al­mennu stefnu­mörk­un sem fólst í neyð­ar­lög­un­um og með ástar­bréfa­við­skipt­un­um má segja að Seðla­bank­inn hafi „af­hent bönk­un­um pen­inga­prent­un­ar­vald sitt“.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor segir í skýrslu sinni um erlenda áhrifaþætti hrunsins að bankastjórn Seðlabanka Íslands hafi ekki haft heimildir til að kalla eftir ítarlegum upplýsingum um raunverulega stöðu bankanna.

Setur Hannes aðstæður seðlabankastjórnar í samhengi við umkvartanir Ben Bernanke, fyrrverandi bankastjóra Seðlabanka Bandaríkjanna, um að sú stofnun hafi ekki haft heimildir til að nálgast viðkvæmar upplýsingar frá fjárfestingarbönkum á borð við Bear Stearns þegar nauðsyn krafði. Þessi málsvörn Davíðs Oddssonar og fyrrverandi bankastjórnar Seðlabanka Íslands, sem endurómar í skýrslu Hannesar Hólmsteins, hefur þegar verið hrakin með ítarlegum hætti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.

Davíð Oddsson, náinn vinur og samherji Hannesar Hólmsteins til margra áratuga, er gerður að eins konar hetju í skýrslunni, sem var unnin fyrir Félagsvísindastofnun, á meðan pólitískir andstæðingar þeirra eru sagðir bera ábyrgð á því sem aflaga fór. Hin óháða rannsóknarnefnd, sem var skipuð til að leggja mat á aðdraganda og orsakir bankahrunsins og draga lærdóma af atburðunum sem áttu sér stað haustið 2008, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2010 að Davíð Oddsson og bankastjórn Seðlabankans hefðu „látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu“ í aðdraganda hrunsins. Nú, tíu árum eftir hrun, liggur fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna umdeildra lánveitinga Seðlabankans gegn ótryggum veðum í aðdraganda hrunsins er um 235 milljarðar króna. 

Héldu að þeir mættu ekki fá upplýsingar

Í 19. kafla rannsóknarskýrslunnar er haft eftir Sturlu Pálssyni,  framkvæmdastjóra alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, að Seðlabankinn hafi ekki haft lagaheimildir til að kalla eftir upplýsingum úr lánabókum bankanna eða kynna sér stórar áhættuskuldbindingar þeirra í aðdraganda hrunsins. Þá sagði Davíð Oddsson að í Seðlabankanum hefðu „menn talið að þeir hefðu ekki heimild til þess að biðja Fjármálaeftirlitið um upplýsingar um útlán sundurgreind á einstaka aðila“. 

Rannsóknarnefndin benti hins vegar á að að bæði í lögum um Seðlabanka Íslands og í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi hefði verið mælt fyrir um gagnkvæma upplýsingagjöf milli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. „Verður þannig ekki séð að skort hafi að lögum heimild fyrir Fjármálaeftirlitið til að afhenda Seðlabankanum upplýsingar um stórar áhættuskuldbindingar á nafngreindu formi svo og aðrar upplýsingar, sem bankanum var þörf á til þess að rækja lögbundið hlutverk sitt við að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi og Fjármálaeftirlitið hafði yfir að ráða, væri um þær beðið,“ segir í skýrslunni. „Þar sem ekki hafa komið fram neinar viðhlítandi skýringar á því af hverju Seðlabankinn lét hjá líða að kalla eftir þessum upplýsingum verður að telja að það hafi verið afar gagnrýnisvert að slíkt skyldi ekki vera gert.“ 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

750. spurningaþraut: Hér eru 12 spurningar um Stalín og félaga
Þrautir10 af öllu tagi

750. spurn­inga­þraut: Hér eru 12 spurn­ing­ar um Stalín og fé­laga

Hér snú­ast all­ar spurn­ing­ar um Stalín eða eitt­hvað sem hon­um til­heyr­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í sjón­varps­seríu frá 1994 fór víð­fræg­ur bresk­ur leik­ari með hlut­verk Stalíns. Hann má sjá hér að of­an. Hver er leik­ar­inn? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða landi, sem þá var hluti rúss­neska keis­ara­veld­is­ins, fædd­ist Stalín? 2.  Stalín var af óbreyttu al­þýðu­fólki. Fað­ir hans starf­aði við ... hvað? 3. ...
Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
Greining

Val­ið ligg­ur milli Sjálf­stæð­is­flokks og Pírata

Tveir ein­fald­ir val­kost­ir liggja á borð­inu eft­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Ein­fald­asti meiri­hlut­inn væri ann­að hvort Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eða Pírat­ar með Fram­sókn og Sam­fylk­ing­unni. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, er í lyk­il­hlut­verki, en hann var ung­ur Sjálf­stæð­is­mað­ur.
749. spurningaþraut: Í fyrsta — og síðasta — sinn er í boði sérstakt Kólumkilla-stig!
Þrautir10 af öllu tagi

749. spurn­inga­þraut: Í fyrsta — og síð­asta — sinn er í boði sér­stakt Kól­umk­illa-stig!

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er kon­an hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver lék Mad Max í þrem­ur bíó­mynd­um frá 1979 til 1985? 2.  Fræg söng­kona lék að­al­kven­rull­una í þriðju mynd­inni, Mad Max Beyond Thund­er­dome. Hvað heit­ir hún? 3.  Lag sem söng­kon­an kvað í þeirri mynd varð af­ar vin­sælt og heyr­ist jafn­vel enn stöku sinn­um í út­varpi. Hvað hét lag­ið? 4. ...
Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
Úttekt

Fast­eigna­verð breytti Reyk­vík­ingi í Hver­gerð­ing

Kristó­fer Más­son ætl­aði sér aldrei að flytja úr Reykja­vík en þeg­ar hann og Indí­ana Rós Æg­is­dótt­ir fóru að skoða fast­eigna­kaup end­ur­skoð­aði hann það. Þau búa nú í Hvera­gerði eins og nokk­ur fjöldi fyrr­ver­andi Reyk­vík­inga. Eðl­is­mun­ur er á fast­eigna­upp­bygg­ingu í borg­inni og í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um.
Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
Úttekt

Skugga­borg­in: Marg­föld þétt­ing byggð­ar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.
Börnin sem er ekki pláss fyrir í borginni
Úttekt

Börn­in sem er ekki pláss fyr­ir í borg­inni

Hundruð barna í Reykja­vík hafa ekki víst að­gengi að dag­for­eldr­um eða leik­skóla­plássi. Stór­felld upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað en það hef­ur ekki leyst vand­ann. Flest fram­boð leggja áherslu á að leysa leik­skóla­mál borg­ar­inn­ar án þess að fyr­ir liggi hvað eigi að gera öðru­vísi en nú­ver­andi meiri­hluti. Vanda­mál­ið er bæði hús­næð­is- og mönn­un­ar­vandi.
Barist um borgina: Áherslur og átakalínur
Úttekt

Bar­ist um borg­ina: Áhersl­ur og átakalín­ur

Ell­efu fram­boð bjóða fram til borg­ar­stjórn­ar fyr­ir kosn­ing­arn­ar sem fram fara í dag, 14. maí. Stóru átakalín­urn­ar sem greina má í kosn­inga­áhersl­um flokk­anna eru einkum mis­mun­andi áhersl­ur í hús­næð­is­upp­bygg­ingu, þar sem deilt er um hvort þétta skuli byggð eða nema ný lönd, og í sam­göngu­mál­um þar sem ekki rík­ir sam­staða um hvort lögð verði áhersla á upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna eða upp­bygg­ingu sem þjóni einka­bíl­um. Í öðr­um mála­flokk­um ber al­mennt minna á milli.
Framsókn er lykillinn að breytingum í borginni
Einar Þorsteinsson
AðsentBorgarstjórnarkosningar 2022

Einar Þorsteinsson

Fram­sókn er lyk­ill­inn að breyt­ing­um í borg­inni

At­kvæði greitt Fram­sókn get­ur brot­ið upp meiri­hlut­ann í borg­inni, skrif­ar Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar í Reykja­vík.
Við byggjum ekki hús á sandi
Sanna Magdalena Mörtudóttir
AðsentBorgarstjórnarkosningar 2022

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Við byggj­um ekki hús á sandi

Byggja á hús­næði fyr­ir fólk sem er í neyð en ekki til að búa til gróða, skrif­ar Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins í Reykja­vík.
Draumur um betri borg lifir enn
Ómar Már Jónsson
AðsentBorgarstjórnarkosningar 2022

Ómar Már Jónsson

Draum­ur um betri borg lif­ir enn

Fyrsta verk­efn­ið er að fá stjórn­kerf­ið til að við­ur­kenna að kerf­is­vandi er til stað­ar, skrif­ar Óm­ar Már Jóns­son, odd­viti Mið­flokks­ins í Reykja­vík.
Byggjum aftur ódýrt í Reykjavík
Jóhannes Loftsson
AðsentBorgarstjórnarkosningar 2022

Jóhannes Loftsson

Byggj­um aft­ur ódýrt í Reykja­vík

Ískyggi­leg þró­un hef­ur orð­ið á Ís­landi á und­an­förn­um ár­um. Vald yf­ir­valda yf­ir okk­ur hef­ur vax­ið úr hófi á sama tíma og ábyrgð­in er horf­in. Val­frels­ið minnk­ar þeg­ar þeir sem taka ákvarð­an­ir um líf okk­ar bera enga ábyrgð, skrif­ar Jó­hann­es Lofts­son, odd­viti Ábyrgr­ar fram­tíð­ar í Reykja­vík.
Frumskilyrði að virða fólkið og skattfé þess
Kolbrún Baldursdóttir
AðsentBorgarstjórnarkosningar 2022

Kolbrún Baldursdóttir

Frumskil­yrði að virða fólk­ið og skatt­fé þess

For­gangsr­aða þarf í þágu fólks­ins, skrif­ar Kol­brún Bald­urs­dótt­ir. odd­viti Flokks fólks­ins í Reykja­vík.