Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hluti af málsvörn Hannesar fyrir Davíð þegar verið hrakinn í rannsóknarskýrslunni

Ástar­bréfa­við­skipti og Kaupþingslán Seðla­bank­ans kost­uðu rík­is­sjóð sam­tals um 235 millj­arða króna. Kaupþingslán­ið var á skjön við þá al­mennu stefnu­mörk­un sem fólst í neyð­ar­lög­un­um og með ástar­bréfa­við­skipt­un­um má segja að Seðla­bank­inn hafi „af­hent bönk­un­um pen­inga­prent­un­ar­vald sitt“.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor segir í skýrslu sinni um erlenda áhrifaþætti hrunsins að bankastjórn Seðlabanka Íslands hafi ekki haft heimildir til að kalla eftir ítarlegum upplýsingum um raunverulega stöðu bankanna.

Setur Hannes aðstæður seðlabankastjórnar í samhengi við umkvartanir Ben Bernanke, fyrrverandi bankastjóra Seðlabanka Bandaríkjanna, um að sú stofnun hafi ekki haft heimildir til að nálgast viðkvæmar upplýsingar frá fjárfestingarbönkum á borð við Bear Stearns þegar nauðsyn krafði. Þessi málsvörn Davíðs Oddssonar og fyrrverandi bankastjórnar Seðlabanka Íslands, sem endurómar í skýrslu Hannesar Hólmsteins, hefur þegar verið hrakin með ítarlegum hætti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.

Davíð Oddsson, náinn vinur og samherji Hannesar Hólmsteins til margra áratuga, er gerður að eins konar hetju í skýrslunni, sem var unnin fyrir Félagsvísindastofnun, á meðan pólitískir andstæðingar þeirra eru sagðir bera ábyrgð á því sem aflaga fór. Hin óháða rannsóknarnefnd, sem var skipuð til að leggja mat á aðdraganda og orsakir bankahrunsins og draga lærdóma af atburðunum sem áttu sér stað haustið 2008, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2010 að Davíð Oddsson og bankastjórn Seðlabankans hefðu „látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu“ í aðdraganda hrunsins. Nú, tíu árum eftir hrun, liggur fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna umdeildra lánveitinga Seðlabankans gegn ótryggum veðum í aðdraganda hrunsins er um 235 milljarðar króna. 

Héldu að þeir mættu ekki fá upplýsingar

Í 19. kafla rannsóknarskýrslunnar er haft eftir Sturlu Pálssyni,  framkvæmdastjóra alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, að Seðlabankinn hafi ekki haft lagaheimildir til að kalla eftir upplýsingum úr lánabókum bankanna eða kynna sér stórar áhættuskuldbindingar þeirra í aðdraganda hrunsins. Þá sagði Davíð Oddsson að í Seðlabankanum hefðu „menn talið að þeir hefðu ekki heimild til þess að biðja Fjármálaeftirlitið um upplýsingar um útlán sundurgreind á einstaka aðila“. 

Rannsóknarnefndin benti hins vegar á að að bæði í lögum um Seðlabanka Íslands og í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi hefði verið mælt fyrir um gagnkvæma upplýsingagjöf milli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. „Verður þannig ekki séð að skort hafi að lögum heimild fyrir Fjármálaeftirlitið til að afhenda Seðlabankanum upplýsingar um stórar áhættuskuldbindingar á nafngreindu formi svo og aðrar upplýsingar, sem bankanum var þörf á til þess að rækja lögbundið hlutverk sitt við að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi og Fjármálaeftirlitið hafði yfir að ráða, væri um þær beðið,“ segir í skýrslunni. „Þar sem ekki hafa komið fram neinar viðhlítandi skýringar á því af hverju Seðlabankinn lét hjá líða að kalla eftir þessum upplýsingum verður að telja að það hafi verið afar gagnrýnisvert að slíkt skyldi ekki vera gert.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár