Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

Ísland ekki skilið út undan að ástæðulausu

25 af þeim 47 banka­mönn­um sem lentu í fang­elsi vegna brota sem tengj­ast fjár­mála­hrun­inu eru Ís­lend­ing­ar. Er­lend­ir sér­fræð­ing­ar horfðu gátt­að­ir upp á við­skipta­hætti Ís­lend­inga en stjórn­völd huns­uðu hættu­merk­in, hædd­ust að gagn­rýn­end­um og leyfðu ósjálf­bæru banka­kerfi að blása út og hrynja.

25 af þeim 47 banka­mönn­um sem lentu í fang­elsi vegna brota sem tengj­ast fjár­mála­hrun­inu eru Ís­lend­ing­ar. Er­lend­ir sér­fræð­ing­ar horfðu gátt­að­ir upp á við­skipta­hætti Ís­lend­inga en stjórn­völd huns­uðu hættu­merk­in, hædd­ust að gagn­rýn­end­um og leyfðu ósjálf­bæru banka­kerfi að blása út og hrynja.

Ísland hafði málað sig út í horn á haustmánuðum 2008 og glatað trausti Breta og Bandaríkjanna þegar seðlabankar heimsins, með seðlabanka Bandaríkjanna í fararbroddi, réðust í fordæmalausar aðgerðir til bjargar alþjóðlega fjármálakerfinu og gerðu með sér opna lánasamninga um gjaldmiðlaskipti (e. currency swap lines).

„Þetta er tvímælalaust ein mikilvægasta aðgerð í fjármálasögu síðustu áratuga,“ segir Ásgeir Brynjar Torfason, lektor á sviði fjármála og reikningshalds við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í fjármagnsstreymi banka. „Fyrst var þetta neyðaraðgerð bandaríska seðlabankans strax í hruninu til vissra seðlabanka. Síðar, árið 2010, voru samningar helstu seðlabanka heims formfestir með samkomulagi þeirra á milli sem tryggði að ekki yrði gjaldeyrisþurrð í helstu gjaldmiðlum fjármálaheimsins, dollar, evru, pundi, jeni, kanadadollar og svissneskum franka. Þetta samkomulag var síðan gert ótímabundið árið 2013 og upphæðin er ótakmörkuð.“  

Adam Toozeprófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum og höfundur nýrrar metsölubókar um alþjóðlega fjármálahrunið.

Fjallað er ítarlega um gjaldmiðlaskiptasamningana í nýrri bók sagnfræðingsins Adam Tooze um fjármálakreppuna, Crashed: How a Decade of Financial Crises Changed the World, sem vakið hefur mikla athygli. Tooze bendir á að hið gríðarlega umfang gjaldmiðlaskiptasamninga og mikilvægi þeirra hafi í raun fallið í skuggann á umræðunni um björgun einstakra banka og magnbundna íhlutun seðlabanka (e. Quantitative Easing). Seðlabanki Bandaríkjanna hafi reyndar beitt sér fyrir upplýsingaleynd um aðgerðirnar, enda voru þær pólitískt viðkvæmar og snerust um að dæla dollurum í erlendar bankastofnanir án þess að óumdeilt væri að lagaheimild væri fyrir því. Það kaldhæðnislega er að atburðarásin átti sér stað um leið og sú orðræða var áberandi að með fjármálahruninu vestanhafs hefðu Bandaríkin spilað rassinn úr buxunum og yfirburðastaða dollarans í alþjóðakerfinu hlyti nú að heyra sögunni til. Annað kom á daginn og dollaraprentun lék lykilhlutverk í björgun alþjóðlega fjármálakerfisins.

„Þessi aðgerð hefur ekki hlotið mikla umfjöllun eða verið almennt rædd, en hún er tvímælalaust óumflýjanleg afleiðing af þeim björgunaraðgerðum sem seðlabankar heimsins neyddust til að ráðast í þegar fjármálakerfi heimsins var að falla undan eigin þunga. Enginn annar en seðlabankarnir gátu bjargað fjármálakerfinu úr sínum eigin vandræðum,“ segir Ásgeir Brynjar í samtali við Stundina.

Í nýlegri skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar stjórnmálafræðiprófessors um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins gagnrýnir hann harðlega að Bandaríkjamenn hafi neitað Íslandi um lausafjárfyrirgreiðslu í formi gjaldeyrisskiptasamnings í apríl 2008 en veitt ríkjum á borð við Svíþjóð og Sviss slíka aðstoð. „Meginskýringin á því að bandarísk stjórnvöld neituðu Íslandi um fyrirgreiðslu er líklega sú að Ísland var ekki lengur hernaðarlega mikilvægt í þeirra augum,“ skrifar hann. „Gjaldeyrisskiptasamningur við Bandaríkin hefði hugsanlega gert Seðlabankanum kleift að hafa stjórn á atburðarásinni og fara „sænsku leiðina“, sem sænski seðlabankinn markaði í fjármálakreppunni í Svíþjóð 1991–1992.“ 

Ásgeir Brynjar Torfasonlektor á sviði fjármála og reikningshalds við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Erlendum seðlabönkum
leist ekki á blikuna

Í mars 2008 leituðust bankastjórar Seðlabanka Íslands með óformlegum hætti eftir gjaldmiðlaskipta-samningum við Seðlabanka Bretlands, Seðlabanka Evrópu, Seðlabanka Bandaríkjanna og norræna seðlabanka. Þann 15. apríl sendi svo Davíð Oddsson beiðni þess efnis til Mervyn King seðlabankastjóra Bretlands. King hafnaði beiðninni en bauð hins vegar fram aðstoð sína og kollega sinna við að finna leiðir til að minnka íslenska bankakerfið. Var þetta í samræmi við þau viðvörunarorð sem fram höfðu komið um útlánaþenslu, ofvöxt og veikan eiginfjárgrunn bankakerfisins. Seðlabanki Íslands þekktist ekki boðið en ítrekaði beiðnina um gjaldmiðlaskiptasamning. Því bréfi var ekki svarað. 

Eftir fund seðlabankastjóra G10 landanna í Basel 4. maí 2008 varð ljóst að Seðlabanka Íslands stóðu einvörðungu til boða gjaldmiðlaskiptasamningar við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Haft er eftir Stefan Ingves, seðlabankastjóra Svíþjóðar, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að óskýrt eignarhald ásamt örum vexti á efnahagsreikningi íslensku bankanna hafi leitt til hættuástands sem íslensk stjórnvöld virtust hvorki átta sig á né skilja hvernig mætti leysa úr.

Gjaldmiðlaskiptasamningar norrænna seðlabanka við Seðlabanka Íslands voru undirritaðir með skilyrðum um að Geir H. Haarde forsætisráðherra myndi þrýsta á íslensku bankana að draga saman stærð efnahagsreikninga sinna með hliðsjón af tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá var fyrirgreiðslan bundin skilyrðum um að ríkisstjórn Íslands beitti sér fyrir ákveðnum pólitískum aðgerðum og athöfnum af hálfu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. „Ráðherrarnir undirrituðu yfirlýsinguna 15. maí 2008 ásamt bankastjórn Seðlabanka Íslands. Yfirlýsingin var ekki birt opinberlega eða lögð fram á ríkisstjórnarfundi. Lítið varð um efndir á fyrrnefndum loforðum af hálfu ríkisstjórnarinnar sumarið 2008. Það varð ekki til að bæta það orðspor sem fór af íslenskum stjórnvöldum hjá erlendum seðlabönkum,“ segir í rannsóknarskýrslunni. „Þegar þarna var komið sögu voru íslensk stjórnvöld orðin mjög einangruð að þessu leyti á alþjóðavettvangi. Þau áttu því í fá hús að venda þegar kom að falli íslensku bankanna í október 2008.“ 

Óábyrg hegðun gróf undan trausti

En er sanngjarnt að áfellast Bandaríkin og Bretland fyrir að hafa ekki gert gjaldmiðlaskiptasamning við Ísland? „Grundvöllur allra viðskipta er traust, sérstaklega í bankarekstri og allra helst meðal seðlabanka. Og ef menn höfðu tapað trausti þá er ekkert skrítið að þeir hafi ekki fengið lánafyrirgreiðslu,“ segir Ásgeir Brynjar. „Í raun má velta fyrir sér hvort það hefði ekki verið fullkomið ábyrgðarleysi af seðlabankastjóra í öðru landi að veita meira fé að láni inn í kerfið hér á Íslandi eftir allt sem á undan var gengið.“ 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Uppgjörið við uppgjörið

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
GreiningUppgjörið við uppgjörið

Þunna lín­an á milli þjóð­ern­is­stolts og of­látungs­hátt­ar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.
Hvað varð um lykilfólk hrunsins?
FréttirUppgjörið við uppgjörið

Hvað varð um lyk­ilfólk hruns­ins?

Tíu ár eru síð­an að Geir H. Haar­de bað guð að blessa Ís­land og banka­hrun­ið skall á. Stund­in birt­ir af því til­efni yf­ir­lit um helstu leik­end­ur í hrun­inu, hvað þeir höfðu með máls­at­vik að gera og hvað hef­ur á daga þeirra drif­ið frá hruni.
Ráðgáta af hverju Ísland var óviðbúið hruni
ViðtalUppgjörið við uppgjörið

Ráð­gáta af hverju Ís­land var óvið­bú­ið hruni

Svein Har­ald Øygard, norski hag­fræð­ing­ur­inn sem kall­að­ur var til í Seðla­banka Ís­lands til að leysa af Dav­íð Odds­son ár­ið 2009, seg­ir að all­ir al­þjóð­leg­ir að­il­ar hafi séð í hvað stefndi fyr­ir hrun. „Ástar­bréf“ Seðla­bank­ans hafi vald­ið mestu tapi og bank­arn­ir hafi ver­ið ósjálf­bær­ir frá 2007. Hann lýs­ir deil­um við starfs­menn AGS og hvernig „gjald­þrota­leið“ Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi taf­ið fyr­ir af­námi hafta. Hann gef­ur út bók um hrun­ið með við­töl­um við fjölda er­lendra og inn­lendra að­ila.

Nýtt á Stundinni

750. spurningaþraut: Hér eru 12 spurningar um Stalín og félaga
Þrautir10 af öllu tagi

750. spurn­inga­þraut: Hér eru 12 spurn­ing­ar um Stalín og fé­laga

Hér snú­ast all­ar spurn­ing­ar um Stalín eða eitt­hvað sem hon­um til­heyr­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í sjón­varps­seríu frá 1994 fór víð­fræg­ur bresk­ur leik­ari með hlut­verk Stalíns. Hann má sjá hér að of­an. Hver er leik­ar­inn? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða landi, sem þá var hluti rúss­neska keis­ara­veld­is­ins, fædd­ist Stalín? 2.  Stalín var af óbreyttu al­þýðu­fólki. Fað­ir hans starf­aði við ... hvað? 3. ...
Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
Greining

Val­ið ligg­ur milli Sjálf­stæð­is­flokks og Pírata

Tveir ein­fald­ir val­kost­ir liggja á borð­inu eft­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Ein­fald­asti meiri­hlut­inn væri ann­að hvort Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eða Pírat­ar með Fram­sókn og Sam­fylk­ing­unni. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, er í lyk­il­hlut­verki, en hann var ung­ur Sjálf­stæð­is­mað­ur.
749. spurningaþraut: Í fyrsta — og síðasta — sinn er í boði sérstakt Kólumkilla-stig!
Þrautir10 af öllu tagi

749. spurn­inga­þraut: Í fyrsta — og síð­asta — sinn er í boði sér­stakt Kól­umk­illa-stig!

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er kon­an hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver lék Mad Max í þrem­ur bíó­mynd­um frá 1979 til 1985? 2.  Fræg söng­kona lék að­al­kven­rull­una í þriðju mynd­inni, Mad Max Beyond Thund­er­dome. Hvað heit­ir hún? 3.  Lag sem söng­kon­an kvað í þeirri mynd varð af­ar vin­sælt og heyr­ist jafn­vel enn stöku sinn­um í út­varpi. Hvað hét lag­ið? 4. ...
Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
Úttekt

Fast­eigna­verð breytti Reyk­vík­ingi í Hver­gerð­ing

Kristó­fer Más­son ætl­aði sér aldrei að flytja úr Reykja­vík en þeg­ar hann og Indí­ana Rós Æg­is­dótt­ir fóru að skoða fast­eigna­kaup end­ur­skoð­aði hann það. Þau búa nú í Hvera­gerði eins og nokk­ur fjöldi fyrr­ver­andi Reyk­vík­inga. Eðl­is­mun­ur er á fast­eigna­upp­bygg­ingu í borg­inni og í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um.
Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
Úttekt

Skugga­borg­in: Marg­föld þétt­ing byggð­ar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.
Börnin sem er ekki pláss fyrir í borginni
Úttekt

Börn­in sem er ekki pláss fyr­ir í borg­inni

Hundruð barna í Reykja­vík hafa ekki víst að­gengi að dag­for­eldr­um eða leik­skóla­plássi. Stór­felld upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað en það hef­ur ekki leyst vand­ann. Flest fram­boð leggja áherslu á að leysa leik­skóla­mál borg­ar­inn­ar án þess að fyr­ir liggi hvað eigi að gera öðru­vísi en nú­ver­andi meiri­hluti. Vanda­mál­ið er bæði hús­næð­is- og mönn­un­ar­vandi.
Barist um borgina: Áherslur og átakalínur
Úttekt

Bar­ist um borg­ina: Áhersl­ur og átakalín­ur

Ell­efu fram­boð bjóða fram til borg­ar­stjórn­ar fyr­ir kosn­ing­arn­ar sem fram fara í dag, 14. maí. Stóru átakalín­urn­ar sem greina má í kosn­inga­áhersl­um flokk­anna eru einkum mis­mun­andi áhersl­ur í hús­næð­is­upp­bygg­ingu, þar sem deilt er um hvort þétta skuli byggð eða nema ný lönd, og í sam­göngu­mál­um þar sem ekki rík­ir sam­staða um hvort lögð verði áhersla á upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna eða upp­bygg­ingu sem þjóni einka­bíl­um. Í öðr­um mála­flokk­um ber al­mennt minna á milli.
Framsókn er lykillinn að breytingum í borginni
Einar Þorsteinsson
AðsentBorgarstjórnarkosningar 2022

Einar Þorsteinsson

Fram­sókn er lyk­ill­inn að breyt­ing­um í borg­inni

At­kvæði greitt Fram­sókn get­ur brot­ið upp meiri­hlut­ann í borg­inni, skrif­ar Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar í Reykja­vík.
Við byggjum ekki hús á sandi
Sanna Magdalena Mörtudóttir
AðsentBorgarstjórnarkosningar 2022

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Við byggj­um ekki hús á sandi

Byggja á hús­næði fyr­ir fólk sem er í neyð en ekki til að búa til gróða, skrif­ar Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins í Reykja­vík.
Draumur um betri borg lifir enn
Ómar Már Jónsson
AðsentBorgarstjórnarkosningar 2022

Ómar Már Jónsson

Draum­ur um betri borg lif­ir enn

Fyrsta verk­efn­ið er að fá stjórn­kerf­ið til að við­ur­kenna að kerf­is­vandi er til stað­ar, skrif­ar Óm­ar Már Jóns­son, odd­viti Mið­flokks­ins í Reykja­vík.
Byggjum aftur ódýrt í Reykjavík
Jóhannes Loftsson
AðsentBorgarstjórnarkosningar 2022

Jóhannes Loftsson

Byggj­um aft­ur ódýrt í Reykja­vík

Ískyggi­leg þró­un hef­ur orð­ið á Ís­landi á und­an­förn­um ár­um. Vald yf­ir­valda yf­ir okk­ur hef­ur vax­ið úr hófi á sama tíma og ábyrgð­in er horf­in. Val­frels­ið minnk­ar þeg­ar þeir sem taka ákvarð­an­ir um líf okk­ar bera enga ábyrgð, skrif­ar Jó­hann­es Lofts­son, odd­viti Ábyrgr­ar fram­tíð­ar í Reykja­vík.
Frumskilyrði að virða fólkið og skattfé þess
Kolbrún Baldursdóttir
AðsentBorgarstjórnarkosningar 2022

Kolbrún Baldursdóttir

Frumskil­yrði að virða fólk­ið og skatt­fé þess

For­gangsr­aða þarf í þágu fólks­ins, skrif­ar Kol­brún Bald­urs­dótt­ir. odd­viti Flokks fólks­ins í Reykja­vík.