Mest lesið

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
3

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt
4

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar
5

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Fjallið, snjórinn og við
6

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Stundin #110
Janúar 2020
#110 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 7. febrúar.
Þessi grein er meira en ársgömul.

Jón Trausti Reynisson

Lærdómurinn í klíkuskýrslu Hannesar og Bjarna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, notaði peninga skattborgara til að láta vanhæfan aðdáanda Sjálfstæðisflokksins fjalla um orsakir bankahrunsins. Niðurstaða hans var að lýsa Davíð Oddssyni sem hetju, grafa undan trúverðugleika óháðrar rannsóknarnefndar, skella skuldinni á Samfylkinguna og réttlæta vanhæfi og innherjaviðskipti.

Jón Trausti Reynisson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, notaði peninga skattborgara til að láta vanhæfan aðdáanda Sjálfstæðisflokksins fjalla um orsakir bankahrunsins. Niðurstaða hans var að lýsa Davíð Oddssyni sem hetju, grafa undan trúverðugleika óháðrar rannsóknarnefndar, skella skuldinni á Samfylkinguna og réttlæta vanhæfi og innherjaviðskipti.

Lærdómurinn í klíkuskýrslu Hannesar og Bjarna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Yfirlýstur aðdáandi Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu, sem pöntuð var af samflokksmanni hans og Davíðs, að Davíð hafi staðið sig einstaklega vel í bankahruninu, en meðlimir annars stjórnmálaflokks ekki.  Mynd: Pressphotos

Viðbrögð Íslendinga og íslenska kerfisins eftir bankahrunið voru að miklu leyti til fyrirmyndar, lausnadrifin og uppfull af markvissum tilraunum til lærdóms og umbóta. Í dag, eins og stundum áður, sýnir sig að ákveðnir aðilar hafa ekki hag af því.

Við settum á fót óháða rannsóknarnefnd, boðuðum til lýðræðislegrar endurskoðunar stjórnarskrárinnar, stofnsettum embætti sérstaks saksóknara og reyndum að draga eins mikinn lærdóm og hægt væri til að fyrirbyggja að einstakt bankahrun á heimsvísu endurtæki sig á Íslandi.

Við lærðum til dæmis að krosstengsl og klíkutengsl væru slæm, að það væri hættulegt ef stór hluti fyrirtækjanna væri samtengdur í gegnum ógagnsætt eignarhald og með samtvinnaða fjárhagslega hagsmuni. Við lærðum líka að formlega eða óformlega hagsmunatengdir hópar mættu ekki leggja undir sig kerfið. Sem dæmi að það væri hættulegt sameiginlegum hagsmunum okkar ef meðlimir í sama stjórnmálaflokki stjórnuðu bæði forsætisráðuneytinu og Seðlabankanum, og jafnvel ríkisorkufyrirtækinu, ríkisfjölmiðlinum og einkafjölmiðlum. 

Að sumu leyti var þetta spurning um lærdóm sem er þekktur og sjálfsagður í flestum lýðræðisríkjum, um ástand sem grefur undan heilbrigði stjórnkerfisins, eitthvað sem við vorum samdauna.

Samhliða þessu lærðum við að gagnsæi, fagmennska og hlutleysi þyrfti í auknum mæli að einkenna störf hins opinbera sem einkaaðila. Þannig væri mikilvægt að greina ítarlega og óhikað hvað færi afvega, til dæmis í rannsóknarskýrslu sem skyldi vera alfarið óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum. Þannig varð til ítarleg rannsóknarskýrsla Alþingis árið 2010, sem felldi afgerandi áfellisdóma yfir starfsháttum ákveðinna stjórnmálamanna, fjölmiðla og bankamanna, sem og þeim aðstæðum sem fóstruðu þá starfshætti.

Afskriftir lærdómsins

Nú er komin út ný skýrsla, þar sem er eins og allur lærdómurinn eftir hrunið sem hún fjallar um, hafi verið afskrifaður. Skýrslan er merkt Háskóla Íslands, einni virtustu stofnun samfélagsins okkar, en það sem gerir hana sérstaka er að þar er vel þekktur, yfirlýstur stuðningsmaður eins stjórnmálaflokks og stjórnmálamanns fenginn til að fjalla um atburðarás þar sem sömu aðilar voru við stjórnvölinn.

Það er ekkert leyndarmál að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er náinn vinur og stuðningsmaður seðlabankastjóra Íslands í hruninu. Hann skrifaði til dæmis þriggja síðna lofgrein um Davíð Oddsson í Morgunblaðið í ársbyrjun, sem stangaðist að miklu leyti á við efni rannsóknarskýrslu Alþingis um efnahagshrunið. Efni greinarinnar var í fullu samræmi við niðurstöður skýrslu hans sem birt var í dag, og fyrirsögnin kom ekki á óvart: „Því var bjargað sem bjargað varð - Davíð Oddsson og bankahrunið 2008.“ 

„Davíð er fullkomlega flekklaus“

Á sama tíma og hann vann að skýrslunni hafði Hannes líkt Davíð við „ljón“ og uppnefndi þá sem hafa gagnrýnt störf hans. „Ég veit að Davíð Oddsson er fullkomlega flekklaus. Þetta lið hefur ekkert á hann, eins og sagt er. Davíð er einhver heiðarlegasti og hreinskilnasti maður sem ég þekki. Feldur hans er mjallahvítur eins og þeirra Jóns Sigurðssonar og Hannesar Hafsteins og Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar.“

Skýrsla Hannesar Hólmsteins um erlenda áhrifaþætti hrunsins ber öll einkenni þess að vera klíkuskýrsla. Hún er pöntuð af formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni, sem hefur verið skýr í afstöðu sinni með fyrirrennurum sínum í formennsku flokksins, jafnvel þannig að hann reis gegn uppgjöri innan hans. Skýrslan er skrifuð af manni sem er svo kyrfilega yfirlýstur sem stuðningsmaður og vinur nokkurra viðfangsefna skýrslunnar og helstu ábyrgðaraðila, að hún getur aldrei talist hlutlaus. Og efni hennar ber þess merki.

Líkt og einkennir klíkuskýrslu kemst Hannes ítrekað að þeirri niðurstöðu að hlutlausir aðilar, eins og rannsóknarnefnd Alþingis og Mannréttindadómstóll Evrópu, hafi komist að vafasamri niðurstöðu á kostnað helstu félaga hans og samflokksmanna, Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 

Hannes var sem sagt fenginn til að fjalla um ábyrgð manns sem hann hafði mært og sem hann hafði varið af svo mikilli hörku að hann ræðst í raun á gagnrýnendur hans og meinta andstæðinga. 

Kennir Samfylkingunni um

Og í skýrslunni kemst Hannes strax að þeirri niðurstöðu í fyrsta kafla að rannsóknarnefnd Alþingis hafi fjallað með röngum hætti um Davíð Oddsson og gert of lítið úr ábyrgð Samfylkingarinnar. „Rannsóknarnefnd Alþingis kvartar undan „vissu vantrausti og samstarfsörðugleikum“ milli [Davíðs] Oddssonar og leiðtoga Samfylkingarinnar. En hvort Oddsson vantreysti Samfylkingarfólki eða ekki, eins og þau kunna að hafa vantreyst honum, virðist skipta litlu máli vegna þess að málið var að hann var að vara þau við og að þau voru að hunsa viðvaranir hans. Það var ekki að þau væru að leggja eitthvað til sem hann hunsaði af persónulegum ástæðum.

„Ábyrgðina ætti því ekki að finna hjá Oddssyni, heldur hjá gömlum andstæðingum hans í stjórnmálum“

Ábyrgðina ætti því ekki að finna hjá Oddssyni, heldur hjá gömlum andstæðingum hans í stjórnmálum sem virðast ekki hafa geta horft fram hjá gamalli gremju á þeim tíma sem íslenska þjóðin stóð frammi fyrir yfirvofandi hættu, sem hann varaði þá við. Skýrasta dæmið um þetta er dramatískur ríkisstjórnarfundur 30. september 2008, sem Oddsson fór fram á að vera viðstaddur vegna yfirvofandi bankahruns. Sumir ráðherrar virðast hafa verið uppteknir af þeirri staðreynd að það var Oddsson sem sendi viðvaranirnar, en ekki af yfirvofandi hruninu sem slíku og hvernig bregðast ætti við því. Rannsóknarnefndin ætti að gagnrýna þá, myndu sumir segja, en ekki Oddsson.“

„Þú talar ekki svona við mig drengur“

Margir hafa lýst vinnubrögðum Davíðs Oddssonar í hruninu, til dæmis skapsveiflum. Meðal þeirra er hann sjálfur, en hann lýsti því að hann hefði barið í borðið þegar forstjóri Fjármálaeftirlitsins sagði hann misskilja eignatengsl. „Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: Þú talar ekki svona við mig drengur.“

Fleiri hafa lýst vanstillingu Davíðs í samskiptum.

Geir Haarde, samflokksmaður Davíðs, lýsti líka markaleysi hans í samskiptum og hlutverkaskipan. „Hvenær var hann að tala við mig sem minn forveri í starfi út af einhverju sem hann vissi? Og hvenær var hann embættismaðurinn að ráðleggja forsætisráðherranum? Þetta var flókið, sérstaklega vegna þess að honum hættir til að vera stóryrtur, taka djúpt í árinni, „dramatísera“ og gera hlutina jafnvel leikrænt þegar hann [er] í „essinu“ sínu og þetta gerði það að verkum að maður gat ekki alltaf, maður vissi ekki alltaf í hvoru hlutverkinu maður var eða hann.“

Þá segir Hannes í skýrslunni að „sumir myndu segja“ að Geir og Árni Mathiesen, fjármálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum, hefði átt að uppskera lof frekar en gagnrýni fyrir að hafa borgað upp erlendar skuldir ríkisins árin fyrir hrun.

Hins vegar segir hann að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi „á köflum“ „virst vera“ helsti stuðningsmaður bankanna.

„Frjáls samkeppni hugmynda“

Í skýrslunni gerir Hannes líka tilraunir til að réttlæta og ýta undir nokkuð sem almennt þykir rangt eða varasamt, eins og innherjaviðskipti og svo vanhæfi vegna tengsla. 

Í öðru tilfellinu segir Hannes, strax í upphafi skýrslunnar, að Ísland sé svo örlítið land að allir tengist. Allir séu í raun vanhæfir. „Ísland er örsmátt samfélag þar sem flestir eru tengdir á einn eða annan hátt.“

Hannes gerir lítið úr því að það skipti máli hvort fræðimaður sé vanhæfur vegna tengsla eða ekki. „En eins og ensk-austurríski vísindaheimspekingurinn Karl Popper bendir á, er aðalatriðið ekki bakgrunnur, hlutdrægni eða skortur á hlutleysi einstaka fræðimanna: Markmiðum vísindanna er fullnægt með frjálsri samkeppni hugmynda, af samfélagslegum stofnunum sem hvetja til gagnrýni. Fræðimenn eru ekki dómarar, sem treyst er með mikilvægum ákvörðunum um líf eða frelsi annars fólks, þannig að þeir geta varla verið afskrifaðir vegna persónulegrar sögu eða þekktum tilhneigingum. Það er styrkleiki sönnunargagnanna og rökfærslanna sem þeir færa fram sem ætti að gilda.“

Hannes hins vegar tók sérstaka ákvörðun um að velja efni skýrslunnar. Hann stytti hana síðan úr 600 blaðsíðum í 180, og valdi að halda eftir rökfærslum eins og þeim að augljóst vanhæfi hans skipti ekki máli. 

Ekki á frjálsum markaði hugmyndanna, heldur greiddur af skattfénu okkar vegna ákvörðunar og í samræmi við hagsmuni flokksfélaga hans.

Og til þess að réttlæta gjörðir sínar og samflokksmanna þarf Hannes að brjóta niður viðurkennd viðmið og innleiða ákveðið siðrof.

Ver innherjasvik og þar með félagann

Í skýrslunni nefnir Hannes líka að „ekkert [sé] nauðsynlega rangt við innherjaviðskipti eða að þau ættu endilega að vera ólögleg.“ Þá vísar hann til þess að innherjaviðskipti, að nýta sér innherjaupplýsingar sér til framdráttar í viðskiptum á markaði við aðra sem ekki hafa upplýsingarnar, séu „glæpur án fórnarlambs“, þótt þau hafi augljóslega áhrif á gagnaðila í viðskiptunum sem búa við ósamhverfar upplýsingar.

Svo vill til að vinur Hannesar og Davíðs, Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og eigandi bókaútgáfu með Hannesi, var dæmdur fyrir innherjaviðskipti sín með hlutabréf í Landsbankanum í kringum hrunið. 

Og staðfest hefur verið að skýrslubeiðandinn, Bjarni Benediktsson, hefur óhikað átt umfangsmikil viðskipti með hlutabréf og skuldabréf þar sem hann hefur aðgengi að viðkvæmum upplýsingum um langt umfram almenning í krafti trúnaðarstarfa sinna fyrir almenning.

Sú niðurstaða að innherjaviðskipti ættu ekki endilega að vera ólögleg, eða séu ekki skaðleg, fellur fullkomlega að því óformlega undirmarkmiði skýrslunnar, sem hún einkennist af, að réttlæta allar gjörðir klíkufélaga hans.

Siðrof sem rýmkar fyrir gjörðum klíkunnar

Skýrsla Hannesar og reyndar fyrri yfirlýsingar um Davíð Oddsson stangast greinilega á við óháðar úttektir, aðila, sem ólíkt honum eru ekki hugmyndafræðingar og hluti af ráðandi stjórnmálaklíku Íslands síðustu áratugi.

Skýrsla um erlenda áhrifaþætti hrunsins hefði geta orðið upplýsandi og gagnleg heimild til framtíðar. En vegna þess að höfundur hennar er augljóslega vanhæfur og óhræddur við að fylgja eftir vanhæfi sínu í verki, með greinilegri áherslu á að fegra hlut flokksfélaga sinna og innleiða siðrof þegar rýmka þarf viðmið fyrir gjörðir þeirra, er skýrslan minna virði en ella.

Og við fáum staðfestingu á að tilhneigingin til slíkrar spillingar er enn ríkjandi í efstu röðum stjórnmálanna.

Helsta gagn skýrslunnar felst í samhengi tilurðar hennar, vanhæfi og hlutdrægs boðskaps við vandamál íslensks stjórnmálalífs síðustu áratugina. Hún virkar sem bautasteinn um hvernig stjórnmálamenn geta notað ríkisútgjöld í þágu flokks síns. Skilgreiningin á spillingu er einfaldlega misbeiting á opinberu valdi í eigin þágu. Og við fáum staðfestingu á að tilhneigingin til slíkrar spillingar er enn ríkjandi í efstu röðum stjórnmálanna.

Skýrslan kennir okkur að okkur hefur mistekist að fá stjórnmálamenn til að lagfæra siðferðisleg viðmið sín og hugmyndir sínar um skyldur gagnvart almenningi. Í þroskuðu lýðræði væri eðlileg krafa að Bjarni Benediktsson segði af sér sem fjármálaráðherra eftir að hafa pantað og tekið við skýrslu frá sérvöldum vanhæfum aðila sem vinnur undantekningalaust í þágu stjórnmálaflokksins hans.

Þessi skýrsla er nákvæmlega það sem var að íslenskum stjórnmálum og stjórnkerfi. Og að mörgu leyti verra en nokkru sinni. 

Sálrænn vandi okkar, eða hvað?

Davíð Oddsson er nefndur 163 sinnum í skýrslunni og niðurstaðan er að hann hafi sýnt „decisive leadership“ sem Samfylkingin hunsaði. Eins og flestir vita var hann, lögfræðimenntaður gerandi í stjórnmálum til margra ára, settur yfir seðlabankann og ógnaði þar með sjálfstæði hans. Hann er núna ógn við sjálfstæði fjölmiðla, sem flokkspólitískur og hagsmunadrifinn ritstjóri yfir stærstu ritstjórn landsins. 

Davíð greindi frá þeirri skoðun sinni fyrir tveimur árum að hann teldi Íslendinga glíma við sálræn vandamál. Hann ákvað að bjóða sig fram til forseta „vegna þess að það eru vandamál hérna. Það eru ekki bara stjórnmálaleg vandamál. Það eru sálræn vandamál. Og ég held að menn verði að vinna á þeim vandamálum… Það eru heilmargir menn í því að tala okkur niður. Og meira að segja fortíðina.“ 

Það að fá Davíð til að greina sálrænan vanda okkar eða ráða Hannes til að fjalla um gjörðir stjórnmálamanna felur í sér að innleiða óþarfa markaleysi, markleysi, klíkuvæðingu, siðrof og afslátt af fagmennsku í samfélaginu okkar. Tíu árum eftir hrun er góður tímapunktur til að setja mörk. Við sem samfélag getum gert betur en þetta. Okkur getur greint á um leiðir að markmiðum, en við þurfum ekki sætta okkur við spillt og léleg vinnubrögð, að Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og fjármálaráðuneytið stundi stórfellt fúsk á okkar kostnað og í okkar nafni.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
3

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt
4

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar
5

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Fjallið, snjórinn og við
6

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
6

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
6

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Tölur um plast, tölum um plast

Tölur um plast, tölum um plast

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Borðar hreinna og hollara sem grænkeri

Borðar hreinna og hollara sem grænkeri

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Manneskjan er mitt stærsta áhugamál

Manneskjan er mitt stærsta áhugamál

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni