Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

Áslaug Thelma Ein­ars­dótt­ir seg­ir frá því hvers vegna hún kvart­aði und­an yf­ir­manni sín­um. Í kjöl­far kvört­un­ar­inn­ar var henni sjálfri sagt upp störf­um. Hún seg­ir for­stjóra Orku­veit­unn­ar gefa ranga mynd af at­burð­un­um.

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

Áslaug Thelma Ein­ars­dótt­ir, sem var sagt upp störf­um hjá Orku nátt­úr­unn­ar fyr­ir viku, opnar sig um málið á Facebook í dag, gagnrýnir forstjóra Orkuveitunnar harðlega og segist ætlar að leita réttar síns. 

Bjarni Már Júlíussonfyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar

Áslaugu var sagt upp eftir að hún kvartaði undan framkomu yfirmanns síns, Bjarna Más Júlíussonar sem þá var framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Málið vakti mikla fjölmiðlaathygli í síðustu viku og ákvað stjórn Orku nátt­úr­unn­ar, að segja Bjarna Má upp störf­um sem sjálfur vísaði því  á bug að hann væri dónakarl.

Haft var eftir Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að það væri „bara eitt til­vik sem [réði] þessu“ og að hann hefði frétt af því tilviki í gær. Bjarni Már sagði svo frá umræddu tilviki í viðtali: hann hefði sent kvenkyns undirmönnum sínum link á frétt af Smartlandi Mörtu Maríu undir yfirskriftinni „Hjólreiðar bæta kynlífið“ og skrifað: „Þetta grunaði mig.“ 

Áslaug Themla segir í stöðuuppfærslu á Facebook að Bjarni Bjarnason fari með rangt mál í fjölmiðlum. Fráleitt sé að halda því fram að málið tengist aðeins einum tölvupósti. Hún segist hafa rætt fyrst við starfs­manna­stjóra fé­lags­ins um óviðeigandi fram­komu Bjarna Más fyr­ir einu og hálfu ári. Á fundi með forstjóra og starfsmannastjóra Orkuveitunnar hafi komið fram að þrátt fyrir „galla“ Bjarna Más væri hann góður rekstrarmaður. „Sama hvernig á það er litið þá stendur ekki steinn yfir steini í því hvernig málinu og forsögu þess hefur verið stillt upp í fjölmiðlum af hálfu forstjóra OR,“ skrifar Áslaug.

Hún lýsir kvörtunarefnum sínum með eftirfarandi hætti:

„Í fjölda tilfella í yfir 18 mánuði gerði ég athugasemdir við framgöngu þessa stjórnanda við mannauðstjóra OR. Þetta átti við framkomu hans opinberlega og á fundum með viðskiptavinum og á einkafundum kallaði hann samstarfskonur mínar innan og utan ON nöfnum sem enginn á að nota. Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða og skipulagða þegar hann reyndi opinberlega og í votta viðurvist að “lækna” hana af því meini að vera einhleypa. Þá sakaði hann mig fyrir framan starfsmannastjóran á einum fundinum um það að hafa blikkað mig upp í launaum í viðræðum við fyrri framkvæmdastjóra. Ergo: ég væri ekki launanna minna virði eða hreinlega að ég væri vændiskona. Svona mætti halda endalaust áfram.“

Hér má lesa frásögn Áslaugar Themlu í heild:

Núna klukkan 9:00 í morgun er nákvæmlega vika síðan ég var rekin án nokkurra haldbærra skýringa úr stöðu forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar. Ég átti ekki að fá að kveðja fólkið mitt en fékk að kveðja það örstutt undir eftirliti og var síðan sagt að yfirgefa bygginguna. Þessi atburður, sem hefur verið mér og fjölskyldu minni mjög þungbær, hefur hrint af stað atburðarás sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Ég hef haldið mig til hlés en hef séð á umræðunni að auðvitað vantaði inn í myndina þætti sem ég ætla að reifa hér og er mikilvægt að komi milliliðalaust frá mér.

Til að setja málið í samhengi þá var ég ráðin í starf forstöðumanns hjá ON fyrir þremur árum og var valin úr hópi rúmlega 150 umsækjenda. Ég tel mig hafa staðið mig vel í starfi – hef aldrei fengið ávítur eða athugasemdir við mín störf sem gæti gefið mér tilefni til að ætla annað. Ég veit reyndar að ég hef náð miklum árangri fyrir fyrirtækið og allir hefðbundnir mælikvarðar staðfesta það. Sem dæmi hefur í sífellu verið bætt á mitt borð nýjum verkefnum og nýlega heilli deild og kauphækkun í maí sem ég bað ekki um. Þetta verður varla túlkað öðruvísi en að ég hafi verið að standa mig vel og notið trausts í mínum störfum.

Atburðir síðustu viku og uppsögnin á mánudagsmorgni kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég hef tvívegis beðið um skýringar á uppsögninni en ekki fengið og ég veit með vissu að forstjóri OR gat ekki útskýrt brottvísunina fyrir stjórn OR á stjórnarfundinum á föstudag. Ef skýring lá ekki fyrir á stjórnarfundi þar sem uppsögnin var rædd, þá hljóta þeir sem báru ábyrgð á ákvörðuninni að eiga í miklum erfiðleikum með að rökstyðja hana.

Fyrir um tveimur árum urðu framkvæmdastjóraskipti hjá ON og nýr einstaklingur valinn til að axla þá ábyrgð að stýra stærsta orkusölufyrirtæki landsins og varð hann þar með yfirmaður minn. Eftir 6 mánuði undir hans stjórn fann ég mig knúna til að að ræða við starfsmannastjóra félagsins um framkomu mannsins við mig, undirmenn okkar, aðra millistjórnendur og kvenkyns viðskiptavini okkar á fundum bæði innan húss og utan. Þessi samtöl áttu sér stað bæði óformlega og á fundum sem ég bað sérstaklega um til að kvarta yfir framkomu sem engan veginn hæfir stjórnanda sama af hvaða kyni viðkomandi er.

Ég get því miður ekki annað en tengt þessi samtöl og tilkynningar mínar til starfsmannastjórans við þessa fyrirvaralausu og óútskýrðu uppsögn því engar aðrar málefnalegar ástæður virðast liggja að baki henni – hvorki frammistaða mín í starfi né annað.

Um þessa atburði og aðdraganda skrifuðum við maðurinn minn bréf sem við sendum forstjóra OR og starfsmannastjóra OR á þriðjudagsmorgun. Í framhaldi boðaði forstjóri OR okkur á fundi hjá lögfræðingi félagsins þangað sem við mættum klukkan 10:00 á miðvikudaginn.

Á fundinum sagði starfsmannastjórinn að hún hefði tekið öll samtölin okkar,,alla leið” eins og hún orðaði það. Þetta er gríðarlega mikilvæg staðfesting sem sýnir að yfirlýsingar forstjóra OR standast enga skoðun þegar hann heldur því fram að hann hafi ekkert vitað um framkomu framkvæmdastjórans og að honum hefði verið ,,illa brugðið” við bréfið frá mér. Þá sögðust þau bæði hafa vitað af þessum ,,galla” framkvæmdastjórans eins og þau kölluðu það, en ráðið hann engu að síður og með fyrirvara um að hann inni í þessum “göllum” og héldu því fram að þau hefðu veitt honum ,,aðstoð” til að vinna með þetta ,,vandamál”.

Allt undirstrikar þetta enn frekar að forstjóri OR vissi allt sem máli skipti um framkvæmdastjóra ON og hans framgöngu. Samt fer hann fram í fjölmiðlum og segir ranglega málið tengjast einum tölvupósti. Það er fráleit staðhæfing, enda ætti maður sem verður uppvís af því að senda einn óviðeigandi tölvupóst sannarlega skilið annað ferli en þann tafarlausa brottrekstur sem stjórn ON ákvað. Því ætti fremur að fylgja leiðbeinandi samtal og í framhaldi væri unnið með honum að því að bæta framkomu hans. Árangurinn myndi svo skýra framtíð hans hjá ON. Um það var ekki að ræða í þessu máli og hörð viðbrögð stjórnar eru því til vitnis. Sama hvernig á það er litið þá stendur ekki steinn yfir steini í því hvernig málinu og forsögu þess hefur verið stillt upp í fjölmiðlum af hálfu forstjóra OR.

Ég fékk mikilvægt tækifæri til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri á fundinum og spurði m.a. forstjóra OR: ,,Hvernig getið þið ráðið einhvern vitandi þetta og tekið við öllum þessum athugasemdum (og þær voru frá fleirum en mér) sem eru allar á sömu leið og fundist það í lagi að hann sé stjórnandi í nafni ON í heil tvö ár?”

Þá kom svarið frá forstjóranum ,,já en hann hefur staðið sig mjög vel í rekstrinum”.

Þvílík vonbrigði að heyra þessa yfirlýsingu frá manni sem stýrir einu stærsta fyrirtæki landsins! Ég get ekki skilið þessi orð öðru vísi en að ruddaleg, niðurlægjandi og í raun svívirðileg framkoma gagnvart konum sé á einhvern hátt réttlætanlegt verð að greiða fyrir þetta sem forstjórinn metur greinilega umfram allt annað. Fundurinn stóð í 40 mínútur og forstjórinn og starfsmannastjórinn sögðu að lokum að þeim þætti þetta allt mjög leiðinlegt. Ég get engan veginn áttað mig á því fyrir hvern þetta var leiðinlegt í þeirra huga og engar skýringar fékk ég á minni uppsögn.

Mér og manninum mínum var gríðarlega brugðið eftir þennan fund. Fólkið, sem hafði ferðast alla leið til Skandinavíu á kostnað OR til að tala um árangur fyrirtækisins í #Me Too og jafnréttismálum og alla leið í 60 Minutes með sama erindi, virtist ekki skilja grunnstefið og kjarnann í því sem það sjálft hefur verið að boða. Ergo: Svona framkoma er í lagi svo lengi sem engin fréttir af henni - en þá verður allt mjög leiðinlegt.

Forstjóri OR vissi á þessum fundi að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri væri að fá afrit af póstinum sem við höfðum sent honum daginn áður. Eftir fundinn sendum við Degi og borgarritara afrit af póstunum á milli okkar og forstjórans og mannauðsstjórans. Þá ákváðum við í framhaldinu að senda einnig póstinn á formann borgarráðs og stjórn OR þar sem við minntum þau á þeirra ábyrgð í málinu. Allir yfirmenn forstjórans og fulltrúar eigenda félagsins voru því komin með þessar upplýsingar í hendur á miðvikudag og svo á fimmtudagsmorgun.

Við vorum svo slegin og reið yfir þessum viðbrögðum stjórnenda OR að maðurinn minn ákvað í samráði við mig að birta færslu á Facebook síðunni sinni og fylgja þessu máli þannig eftir. Þar reifaði hann í mjög stuttu máli, kjarna málsins og hvernig komið var fram við mig og hvernig mín starfslok fóru fram. Við ákváðum hins vegar að nefna hvorki mig né gerendur opinberlega þ.e. framkvæmdastjóra ON, mannauðsstjóra OR og forstjóra OR og þar með voru nöfn fyrirtækjanna heldur ekki nefnd. Við vorum enn svo barnaleg að halda að stjórnendur myndu sjá að sér og þrátt fyrir þennan ömurlega fund - viðurkenna sannleikann í málinu.

Í færslunni kom fram að athugasemdir mínar lutu ekki að einum tölvupósti. Í fjölda tilfella í yfir 18 mánuði gerði ég athugasemdir við framgöngu þessa stjórnanda við mannauðstjóra OR. Þetta átti við framkomu hans opinberlega og á fundum með viðskiptavinum og á einkafundum kallaði hann samstarfskonur mínar innan og utan ON nöfnum sem enginn á að nota. Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða og skipulagða þegar hann reyndi opinberlega og í votta viðurvist að “lækna” hana af því meini að vera einhleypa. Þá sakaði hann mig fyrir framan starfsmannastjóran á einum fundinum um það að hafa blikkað mig upp í launaum í viðræðum við fyrri framkvæmdastjóra. Ergo: ég væri ekki launanna minna virði eða hreinlega að ég væri vændiskona. Svona mætti halda endalaust áfram

Það sem gerist í framhaldi af færslunni á miðvikudagskvöldið er svo öllum nokkuð ljóst.

Í sem stystu máli hefur framkvæmdastjóra ON nú verið vikið úr starfi á sex mánaða biðlaunum. Fólk kann að halda að það sé einhver sigur fyrir mig. Svo er ekki. Ég hef enga unun af því að sjá þennan mann missa æruna og framfærslu sína. Hann var ráðinn í verkefni sem hann réði ekki við úr því hann gat ekki sýnt samstarfsfólki eðlilega virðingu. Hann var ráðinn af fólki sem á ekki að velja leiðtoga, því eftir þessa reynslu virðist mér ljóst að þau skilja ekki inntak þess að vera leiðtogi á vinnustað eða mikilvægi þess að athafnir séu í samræmi við orð.

Viðbrögð formanns stjórnar OR eru svo kapituli út af fyrir sig. Það má segja að forstjóri OR hafi fengið hraðferð í gegnum einhverskonar stjórnendaþvottastöð í boði stjórnarformannsins sem í samtali við fjölmiðla og sagði stjórnina bera fullt traust til hans. Eitthvað reyndist þetta orðum aukið því traustsyfirlýsingin var borin til baka þremur klukkutímum síðar af annarri stjórnarkonu sem sagði málinu hvergi lokið; að yfirlýsing hafi ekki verið samþykkt og væri alls ekki tímabær í ljósi stöðu málsins.

Það er rétt vika síðan mér var sagt fyrirvaralaust upp og þessi ósköp dundu yfir mig og mína fjölskyldu.

Í dag er búið að reka manninn sem rak mig fyrir það sem ég kom fyrst á framfæri fyrir 18 mánuðum. Það gerði forstjóri OR eftir að full vitneskja um framgöngu framkvæmdastjórans hans var kominn til allra yfirmanna hans og fulltrúa eigenda OR. Forstjórinn hafði þá haft 18 mánuði til að bregðast við. Þessu klappaði stjórnarformaðurinn svo fyrir opinberlega í fréttum og vitandi líklega bara hlið forstjórans. Enn hefur engin af þessum aðilum eða gerendum haft samband við mig. Hvorki forstjóri OR, mannauðstjóri OR né stjórnarformaðurinn hafa beðið mig velvirðingar á þessari framkomu gagnvart mér eða boðið mér starfið mitt aftur. Borgarstjóri og formaður borgarráðs virðast ætla að láta hér við sitja og aðhafast ekkert þrátt fyrir rangfærslur og aðgerðaleysi forstjóra OR sl. 18 mánuði. Ég er í algjöru aukahlutverki í leikritinu þeirra "jafnrétti á vinnustað" og þáttaröðinni “me too vinnustofurnar.

Í dag klukkan 14:00 geng ég á fund lögfræðings þar sem ég sé ekki að ON, Orkuveitan eða Reykjavíkurborg sýni nokkra viðleitni til að ræða frekar við mig og því síður að leiðrétta það tjón sem ég hef orðið fyrir - að vera rekin fyrir að gera rétt. Rekin fyrir að reyna að verja mig og samstarfskonur mínar.

Ég mun í samráði við hann sækja rétt minn af fullum þunga.

Ég hef verið reið í viku og ég er ennþá reið. Reið vegna þess að hafa þurft að þola þessa ömurlegu framkomu yfirmanns, reið yfir því að stjórnendur OR koma ekki heiðarlega fram og reið yfir því að svo virðist sem eigendur fyrirtækisins sem vinna í umboði kjósenda, virðast ætla að láta sér í léttu rúmi liggja að jafnréttis gildi OR virðist ekki hafa neitt vægi þegar á hólminn er komið.

En ég vorkenni mér ekki og það á engin að gera. Ég ætlaði sannarlega aldrei að verða ,,þessi kona”. Hvað þá “konan sem var rekin” og ég ætla ekki að láta þetta ömurlega mál skilgreina mig. En ef ég get með minni baráttu orðið síðasta konan sem var rekin vegna samtryggingar og karlrembu óhæfra karlstjórnenda þá tek ég þann titil stolt og berst áfram undir þeim merkjum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
5
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár