Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
2

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
3

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
6

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
7

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·

Jón Trausti Reynisson

Þrjár hegðunarreglur heilbrigðra stjórnmála

Raunverulegur grunnur fyrir traust á íslenskum stjórnmálum byggir á því að meinsemd þeirra, sem við höfum reynslu af, verði læknuð. Þessar þrjár reglur, óháðar flokkapólitík, skapa tilefni til trausts.

Jón Trausti Reynisson

Raunverulegur grunnur fyrir traust á íslenskum stjórnmálum byggir á því að meinsemd þeirra, sem við höfum reynslu af, verði læknuð. Þessar þrjár reglur, óháðar flokkapólitík, skapa tilefni til trausts.

Þrjár hegðunarreglur heilbrigðra stjórnmála
Halldór Auðar Svansson Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata viðurkenndi að hafa misfarið með vald.  Mynd: Heiða Helgadóttir

Fyrir nokkrum dögum voru ríkjandi viðmið brotin þegar íslenskur stjórnmálamaður viðurkenndi að hafa misfarið með vald sitt. 

Þetta var alls ekki með alvarlegustu tilfellum þess að misfarið væri með vald, og hann gerði það ekki í þágu sjálfs sín eða sér tengdra aðila. Það merkilega var hins vegar að hann viðurkenndi mistök sín án nokkurs undandráttar. Í kjölfarið birtist afgerandi frétt með tilvísun á forsíðu Morgunblaðsins með fyrirsögninni: „Fellst á að vera valdníðingur“.

Tilfellið sem um ræðir er Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi úr flokki Pírata, sem greiddi atkvæði með því í borgarráði að ráða borgarlögmann, en kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að í ráðningunni væri horft fram hjá öðrum hæfari umsækjanda, Ástráði Haraldssyni, án rökstuðnings sem gæti snúið að öðru en kyni hans.

Fimm dögum síðar birtist skýrsla starfshóps ríkisstjórnarinnar um eflingu trausts á stjórnmálum þar sem kom fram að stjórnvöld hefðu „farið sér hægar en nágrannaþjóðir í aðgerðum til að tryggja heilindi í opinberum störfum“ og að hér hefði „minna tillit verið tekið til tilmæla og leiðbeininga alþjóðlegra stofnana um varnir gegn spillingu en æskilegt hefði verið“.

Þar sem skráðum reglum sleppir

Starfshópurinn, undir formennsku Jóns Ólafssonar prófessors, leggur til umbætur á skráðum siðareglum ráðherra,  bætt aðgengi almennings að upplýsingum, siðferðislega uppfræðslu og umræðu opinbers starfsfólks og innleiðingu formlegrar siðferðislegrar ráðgjafar fyrir stjórnvöld í gegnum veraldlega stýrða Siðfræðistofnun.

En stjórnmál eru mannlegt atferli og það verður aldrei hægt að setja reglur um allt. Grunnur þess atferlis er gildismat, varðað af viðmiðum, sem einnig eru kölluð „norm“.

Við höfum til dæmis horft upp á norm bandarískra stjórnmála leysast upp í meðförum Donalds Trump.

Viðmið eru skráð eða óskráð, og það eru þau óskráðu sem mynda ósýnilegt bindiefni lýðræðisins. Þau ráða því hversu langt stjórnmálamenn ganga í beitingu valds síns, hvort þeir meðhöndli þá sem eru í öðrum flokkum eða gagnrýnendur sína sem óvini eða ekki, hvort þeir séu til í að gera málamiðlanir og samþykkja það sem þykja góð mál, hvort sem þau hagnist flokknum pólitískt eða ekki, frekar en að nýta hvert tækifæri til að koma höggi á andstæðinga.

„Ég gerði öll mál tortryggileg“

Samkvæmt gildismati valdamesta manns íslenskra stjórnmála síðustu þrjátíu ár var rétt að nýta öll tækifæri til að ráðast gegn andstæðingum sínum: „Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur ... Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau ...“

Þessi sjálfslýsing kom frá Davíð Oddssyni, sem ræddi þarna um tíð sína í minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Aðferðin virkaði. Hann er ennþá burðarstólpi í íslenskum fjölmiðlum, ritstjóri stærstu ritstjórnar landsins, með stuðningi hagsmunaafla. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í dag er eigandi fjórðungshlutar í Morgunblaðinu, og jafnframt stofnandi stuðningsmannafélags utan um forsetaframboð Davíðs árið 2016. Einn helsti lösturinn á gildismati Davíðs er að í hans meðförum eru mörk valds og aðhalds ekki virt, en við sjáum að þegar þeir sem deila því markaleysi ná ekki að taka yfir aðhaldið reyna þeir gjarnan að grafa undan því.

Gildismat rekst á lögin

Eitt af lykilatriðum heilbrigðs gildismats er að það styður við skráðar reglur og lög, en brýtur ekki gegn því. Það freistar hins vegar sumra brotlegra stjórnmálamanna að grafa undan stofnunum og aðhaldi. Sumir þeirra gera þetta að sínu aðalsmerki, að vera fulltrúar fólksins gegn „kerfinu“, og flokka fjölmiðla og aðrar aðhaldsstofnanir samfélagsins undir óskilgreint „kerfið“, ótilgreindan áhrifahóp andstæðinga sinna. 

Eitt af viðmiðum frjálslynds lýðræðissamfélags er virðing stjórnmálamanna fyrir lögmæti, réttmæti og rétti sjálfstæðra fjölmiðla til að fjalla gagnrýnið um störf þeirra. 

Fyrir síðustu kosningar hótaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, opinberlega þremur fjölmiðlum að draga þá fyrir dóm, vegna óánægju hans með umfjöllun um augljóst brot hans á siðareglum ráðherra.

Þetta var ekki einangrað tilfelli, heldur hluti af mynstri. Eitt helsta tæki hans í opinberri orðræðu hefur verið að reyna að grafa undan tiltrú á fjölmiðla sem hafa veitt honum aðhald sem valdhafa. 

Sem forsætisráðherra lét hann meðal annars greina hvaða fjölmiðlamenn hefðu verið „erfiðir“, talaði opinberlega um SDG-RÚV-hóp meintra andstæðinga sinna á Ríkisútvarpinu og boðaði bæði ritstjóra og útvarpsstjóra á fund sinn í stjórnarráðinu þegar hann var forsætisráðherra. Eitt af stefnumálum Miðflokksins á fyrsta landsfundi flokksins síðasta vor, var síðan eiginleg niðurlagning Ríkisútvarpsins

Allt málið sneri að því að Sigmundur Davíð var ekki heiðarlegur með hagsmuni sína, greindi ekki frá því að hann og síðar eiginkona hans ættu hálfs milljarðs króna kröfur á þrotabú íslensku bankanna, nokkuð sem féll undir eitt stærsta málið sem Sigmundur kom að í trúnaðarstörfum fyrir almenning.  

Það er einkenni á sjálfmiðuðu gildismati að leyfa sér að grafa undan réttmæti kerfisins eða regluverksins, og lögmæti aðhaldsins, til þess að fegra hlut sinn, sem hefur samtímis þær afleiðingar að hin skaðlega breytni er réttlætt og viðmiðum hnikað til svo þau rými hana. Stjórnmálamenn fá mikla athygli í samfélaginu sem þeir geta nýtt í þessu eiginhagsmunaskyni.

Mörk valds og aðhalds

Eitt helsta úrlausnarefni stjórnkerfisins er að koma í veg fyrir að þeir sem fara með völdin hverju sinni, í trausti almennings, noti þau í eigin ábataskyni, til dæmis með því að útdeila gæðum, eins og góðum stöðum á vegum ríkisins, til sér tengdra aðila. Það leiðir af sér vítahring, þar sem það verður hagsmunamál að beita sér í þágu valdaflokksins og þeir sem gagnrýna hann eiga von á skertum tækifærum eða öðrum óæskilegum afleiðingum.

Í íslenskum stjórnmálum var lengi hefð um völd stjórnmálaflokka yfir aðhaldsstofnunum, til dæmis Seðlabankanum og Ríkisútvarpinu. Árið 1985 kom maður að máli við sjónvarpsmanninn Ingva Hrafn Jónsson og bauð honum að verða fréttastjóri Sjónvarpsins – almannafjölmiðilsins á Íslandi. Maðurinn sem hafði þetta umboð var oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, Markús Örn Antonsson, sem síðar var skipaður útvarpsstjóri af ráðherra Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Við vitum þetta til dæmis vegna þess að Ingvi Hrafn sagði frá þessu í ævisögu sinni. Ingvi Hrafn vildi vafalaust sinna starfi sínu vel og viðhalda jöfnu aðhaldi, en síðar hefur hann verið með harðari stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins og látið þá heyra það sem gagnrýna eða fjalla um flokkinn eða formann hans. 

Þetta væri ígildi þess að Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, myndi finna fréttastjóra fyrir RÚV og síðar verða sjálfur útvarpsstjóri. 

Hluti af gildismati snýr að því að mörkum valds og aðhalds sé viðhaldið, jafnvel þótt eiginhagsmunir valdhafanna gætu kveðið á um annað.

Önnur misnotkun valds

Gera má ráð fyrir því að alltaf sé hætta á því að kjörnir fulltrúar misnoti vald sitt, þótt tilhneigingin afmarkist af siðferði og gildismati viðkomandi, og því er faglegt að viðhafa og þróa aðferðir til að lágmarka hættuna. 

Ef aðeins er horft rúmt ár aftur í tímann hafa tvö tilfelli þess verið áberandi í umræðunni, bæði tengd Sjálfstæðisflokknum og dómsmálaráðherra þess flokks. Það skiptir hins vegar engu máli hvað flokkarnir heita, stuðningur við grundvallaratriði lýðræðisins og stofnana okkar er hafinn yfir flokkapólitík, og það hefur sýnt sig að misnotkun valds hefur smitáhrif.

Sigríður Andersen, núverandi dómsmálaráðherra, hélt því leyndu að hagsmunaárekstur væri í gögnum sem varða veitingu uppreistar æru til kynferðisbrotamanna, þar sem hún vissi að faðir formanns flokksins hennar, og þáverandi forsætisráðherra, væri einn þeirra sem hefðu veitt meðmæli með því að maður sem braut gegn stjúpdóttur sinni fengi uppreist æru. Hún lét aðeins formanninn vita, en synjaði fjölmiðlum um upplýsingarnar, hélt þeim frá samstarfsflokkum í ríkisstjórn og svaraði ekki fyrirspurnum, sem reyndist brjóta gegn upplýsingalögum. Það var í hag flokks hennar og formannsins að halda þessum upplýsingum leyndum. Svo fór að flokkurinn Björt framtíð, sem var stofnaður sérstaklega til að auka traust á stjórnmálum, kaus að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna hagsmunaárekstursins og leyndarinnar.

Í öðru tilfellinu braut sami dómsmálaráðherra stjórnsýslulög þegar hún sniðgekk mat hæfisnefndar við skipan dómara í nýjan Landsrétt, og notaði aðstöðu sína til þess að koma að tveimur dómurum sem höfðu tengsl við eiginkonu þingmanns flokksins og svo eiginmann samstarfskonu ráðherra til margra ára. Þannig fór að dómsmálaráðherra sagðist einfaldlega „ósammála“ dómstólum landsins.

Í því tilfellinu hélt ríkisstjórnarsamstarfið, meðal annars vegna yfirlýstrar ákvörðunar þingmanna Vinstra grænna um að standa gegn því að dómsmálaráðherra yrði vikið á Alþingi, með þeim opinbera rökstuðningi að ríkisstjórnarsamstarfinu væri ógnað ef þeir tækju afstöðu með vantrausti á dómsmálaráðherrann. Þetta hefur ekki bara með þeirra norm að gera, heldur þau norm samstarfsflokksins að sætta sig ekki við að þingmenn ríkisstjórnarflokks taki afstöðu gegn gjörðum eins ráðherra, án þess að það teljist banabiti samstarfsins. Þar sem viðmið eru heilbrigð þykir það ekki endalok samstarfs ef einn ráðherra fer yfir strikið og geri nokkuð sem kallar á afsögn hans. Þvert á móti á hann sjálfur frumkvæðið að eigin brotthvarfi, að því að axla sjálfur ábyrgð, og staðfestir þar með á endanum heilbrigða áherslu sína.

Leiðin að betri viðmiðum

Sagan sýnir okkur að við höfum ekki alltaf haft heilbrigð norm í stjórnmálum, og eigum enn langt í land. 

Tilfellið er auðvitað að allir geta gert mistök, en það er munur á því og svo kerfisbundnum aðferðum til þess að grafa undan aðhaldi og auka eigin völd með aðferðum sem grafa undan heilbrigðu gildismati. Það sem við þurfum að gera er að skapa umhverfi þar sem það borgar sig ekki að brjóta heilbrigð viðmið, en þar sem jafnframt er veittur farvegur til yfirbótar.

Við getum skilgreint þrjú kjarnaviðmið fyrir stjórnmálamenn: 

1. Vertu heiðarleg(ur) og segðu satt.

Í þessu felst að lofa ekki kjósendum einhverju afdráttarlaust sem þú vilt ekki og munt ekki standa við, nema að neyðast til þess. Til dæmis að lofa þjóðaratkvæðagreiðslum og svíkja það ótilneydd(ur), sem tengist líka meðförum valds. Þetta kallar líka á að fresta ekki birtingu skýrslna, sem unnar eru í þágu almennings, fram yfir kosningar, til að forðast umræðu sem hentar ekki flokknum. Og að svara heiðarlega fyrir gjörðir sínar, ljúga ekki upp á aðra í eiginhagsmunaskyni.

2. Viðurkenndu mistök og iðrastu raunverulega. 

Að gera eitthvað rangt þarf ekki að vera endalokin. Jafnvel getur það orðið tækifæri til að undirstrika stuðning sinn við heilbrigt gildismat og aðhaldsstofnanir samfélagsins.

„Ég get al­veg notað þetta tæki­færi til að viður­kenna að sam­kvæmt mín­um eig­in stöðlum þá studdi ég þarna við valdníðslu,“ sagði Halldór Auðar um niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála. „Þetta er aðili sem er til þess bær að skera úr um hvort rétt var gert eða ekki. Það ger­ir stöðuna ennþá verri að fara að þræta fyr­ir það. Frek­ar á að viður­kenna að þarna var ekki al­veg rétt með farið og taka því.“ Með þessu sýndi hann auðmýkt í því skyni að styðja við réttmæti sameiginlegra reglna og stofnana, en auðvitað er það torveldað ef þær eru yfirteknar af hagsmunahópum eða meðlimum stjórnmálaflokks.

„Ég hef sagt það áður: á sínum tíma talaði ég um endurmenntun en fór svo sjálf í nokkurs konar endurmenntun.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, núverandi formaður Viðreisnar, var staðin að vanhæfi og leyndum hagsmunaárekstri, þegar hún sem starfandi forsætisráðherra átti um milljarðs hagsmuni í Kaupþingi í gegnum kúlulán eiginmanns síns og gerði á sama tíma lítið úr bandarískum fræðimanni sem varaði við stöðu bankanna. Hún sagði hann þurfa endurmenntun. En Þorgerður Katrín er snúin aftur með lærdóm og iðrun í farteskinu, fremur en forherðingu og afneitun. „Ég hef sagt það áður: á sínum tíma talaði ég um endurmenntun en fór svo sjálf í nokkurs konar endurmenntun. Ég þurfti á henni að halda. Það var bæði sárt og heilandi í senn. Að horfast í augu við eigin mistök, læra af reynslunni, bæði því góða og slæma, og horfa síðan fram á veginn er ákveðið þroskaferli,“ sagði hún í viðtali við Kjarnann á dögunum.

Stjórnmálamenn sem gangast við mistökum, eða axla ábyrgð með því að segja af sér, eiga að geta snúið aftur, enda munu þeir ellegar forðast í lengstu lög að viðurkenna mistök.

3. Ekki misnota valdið sem þér er treyst fyrir, í þína eigin þágu.

Í því felst að nota ekki aðstæður þínar í trúnaðarstöðu fyrir almenning til að breyta reglum í eigin hag, að taka völd sem þú hefur ekki, til dæmis með því að hunsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem þér mislíkar eða yfirtaka aðhaldið.

Við getum aðeins treyst þeim til að gæta hagsmuna okkar sem velja heildarhagsmuni umfram eiginhagsmuni og taka ekki það sem er okkar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
2

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
3

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
6

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
7

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·

Mest deilt

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
1

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·

Mest deilt

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
1

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
5

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
6

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
5

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
6

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·

Nýtt á Stundinni

Stuð í Feneyjum

Stuð í Feneyjum

·
Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Myndin af Pence

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Þjófur í Paradís

Hermann Stefánsson

Þjófur í Paradís

·
Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Adorno-Fimmtíu ára ártíð

Stefán Snævarr

Adorno-Fimmtíu ára ártíð

·
Kona fer í stríð

Illugi Jökulsson

Kona fer í stríð

·