Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Í textunum leynist fullt af slúðri

Tón­list­ar­kon­urn­ar í hljóm­sveit­inni Nátt­sól sam­mæl­ast um að tón­list­in veiti þeim mikla ham­ingju og og sé þeirra leið til að kúpla sig út úr hvers­deg­in­um. Fátt sé til dæm­is meira ró­andi en að setj­ast við hljóð­færi seint um kvöld og gleyma sér.

Það hefur verið vitlaust að gera hjá þeim Elínu Sif Halldórsdóttur, Guðrúnu Ólafsdóttur og Hrafnhildi Magneu Ingólfsdóttur í hljómsveitinni Náttsól að undanförnu og lukkan hefur verið með þeim í liði. Kvöldið áður en kvikmyndin Lof mér að falla var frumsýnd, þar sem Elín fer með eitt aðalhlutverka, kom í ljós að tekist hefði að safna 4000 evrum á Karolina Fund, sem gerir þeim kleift að klára útgáfu á sinni fyrstu breiðskífu. Hvernig leið þeim að bíða eftir því hvort það tækist að fjármagna plötuna?

„Við vorum orðnar frekar stressaðar í síðustu vikunni þar til við fengum póst frá Karolina Fund þegar þrír dagar voru eftir af söfnuninni. Þá töldu þau vera góðar líkur á því að söfnunin hefðist. Það var vissulega gott að heyra og við fórum algjörlega á fullt í að deila og tala við vini og vandamenn. Söfnunin gekk frekar hægt að 50 prósentunum og það var í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu