Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

Eysteinn Harry Sigursteinsson sótti sér tannlæknaþjónustu í Póllandi en komst að því að margt getur farið úrskeiðis í ferlinu.

steindor@stundin.is

Þó að oft sé ódýrara fyrir Íslendinga að sækja sér læknisþjónustu erlendis getur ferlið verið kvíðavaldandi og samskiptaörðugleikar flækt málin verulega. Eysteinn Harry Sigursteinsson komst að þessu að eigin raun, en hann fór tvær ferðir til Póllands í fyrra til að fá svokallaðan tannplant fyrir lægri upphæð en sambærileg aðgerð kostar á Íslandi.

Tannplant (e. implant) er skrúfa gerð úr títanmálmi, sem sett er í bein og þjónar sem rót fyrir nýja tönn. „Þetta var algjört flopp hvað varðar samskipti,“ segir Eysteinn um reynslu sína af tannlæknastofunni sem hann leitaði fyrst til. „Það hefði átt að hringja einhverjum bjöllum að læknirinn talaði ekki góða ensku. En þetta var mjög streituvaldandi.“ 

Birgitta Sigursteinsdóttir, leikstjóri og systir Eysteins, gerði ferð bróður síns að viðfangsefni í heimildarmynd sinni „Pólska tönnin“ sem nú er aðgengileg á YouTube. „Fólk hefur mikinn áhuga á þessu málefni og margir um þessar mundir í hugleiðingum um hvort borgi sig að fara til útlanda í þessum erindargjörðum,“ segir Birgitta. „Umræðan hefur líka verið svolítið einhliða lofræða um hvað þetta er sniðugt en eins og kemur fram í myndinni getur maður lent í svikum og mikilvægt að fólk taki það inn í dæmið.“

 

Læknirinn reyndist í Egyptalandi

Eysteinn starfar sem vélvirkjameistari í álverinu í Straumsvík. Í fríi í Póllandi með fjölskyldunni ákvað hann að leita sér tannlæknaþjónustu hjá klíník sem var í samstarfi við hótelið þeirra samkvæmt heimasíðu.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Óðurinn til gleðinnar

Freyr Rögnvaldsson

Óðurinn til gleðinnar

·
Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

Illugi Jökulsson

Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

·
Sauðkindin er hluti feðraveldisins

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sauðkindin er hluti feðraveldisins

·
Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

·
Lét laga verksmiðjugallann

Lét laga verksmiðjugallann

·
Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

·
Hvílík tilviljun

Hvílík tilviljun

·
Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi

Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi

·
Ómeðvitaðir fordómar fóðra fötlunarfyrirlitningu

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Ómeðvitaðir fordómar fóðra fötlunarfyrirlitningu

·
Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt

Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt

·
Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·