Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Starfshópur um traust á stjórnmálum leggur til yfirhalningu á hagsmunaskráningu og aukið gagnsæi

Setja ætti regl­ur um lobbý­ista, auka gagn­sæi í sam­skipt­um þeirra við kjörna full­trúa og tryggja að hags­muna­skrán­ing ráð­herra nái yf­ir skuld­ir þeirra, maka og ólögráða börn, sam­kvæmt til­lög­um starfs­hóps um traust á stjórn­mál­um. Lagt er til að Sið­fræði­stofn­un fái hlut­verk ráð­gjafa rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Starfshópur um traust á stjórnmálum leggur til yfirhalningu á hagsmunaskráningu og aukið gagnsæi
Skipaði sérstakan starfshóp til að efla traust á stjórnmálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skipaði starfshóp 5. janúar til að fjalla um hvaða þættir hafa áhrif á traust á stjórnmálum og stjórnsýslu og hvernig hægt sé að vinna markvisst að því að auka það. Mynd: Alþingi

Sérstakur starfshópur sem skipaður var af forsætisráðherra til að efla traust á stjórnmálum skilaði skýrslu sinni í dag. Í henni er meðal annars mælst til þess að Siðfræðistofnun Háskóla Íslands fái aukið fjármagn og sé tímabundið falið sérstakt ráðgjafahlutverk fyrir stjórnvöld þegar kemur að álitamálum. Mælt er með því að sú breyting verði gerð að Kirkjuráð og Guðfræði- og trúarbragðadeild Háskóla Íslands skipi ekki lengur fulltrúa í stofnunina.

Jón Ólafsson formaður starfshópsinsForsætisráðherra skipaði sérstakan starfshóp til að efla traust á stjórnmálum. Jón Ólafsson er formaður hópsins, en hann skipa meðal ananrs Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra.

Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu var skipaður 5. janúar, en í skýrslu hennar eru lagðar fram 25 tillögur í níu liðum. Flestar tillögurnar þarfnast ekki lagabreytinga, aðeins vilja stjórnvalda til að framkvæma þær.

Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og stjórn­ar­maður Gagn­sæ­is, var skipaður formaður hópsins, en aðrir meðlimir hópsins voru Ólöf Embla Eyjólfsdóttir, MSt í heimspeki, Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti, Ragna Árnadóttir, lögfræðingur og fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri.

Skýrslan var kynnt í Safnahúsinu í dag, en lesa má skýrsluna hér

Vantraust tilkomið vegna efnahagshrunsins

Tilgangur skýrslunnar er ekki að endurheimta glatað traust á stjórnmálum með beinum hætti, heldur að leita að leiðum til þess að „bæta samskipti við almenning í ljósi breyttra viðhorfa og aukins næmis hins almenna borgara gagnvart stjórnmálum og stjórnsýslu.“

Starfshópurinn rekur vantraust á stjórnmálum að miklu leyti til efnahagshrunsins og segir í skýrslunni að tortryggni hafi skapast í garð stjórnmálamanna þegar almenningur taldi stjórnvöld hafa brugðist sér og skilið Ísland eftir berskjaldað frammi fyrir alþjóðlegri fjármálakreppu.

„Vantraust af þessu tagi getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Þær geta birst í að stefnumótun ríkisvaldsins nýtur ekki trausts og er jafnvel ekki tekin alvarlega. Það getur líka haft þau áhrif að draga úr virðingu við lög og reglur. Ef sú skoðun er algeng að reglur séu iðulega settar til að þjóna sérhagsmunum, og sú upplifun að umdeildar ákvarðanir séu ólögmætar er viðvarandi hluti af afstöðu borgaranna til ríkisvaldsins, eiga samskipti stjórnvalda og borgaranna undir högg að sækja.“

Gagnsæi og aðgengi upplýsinga

Mikil áhersla er lögð á að auka gagnsæi og tryggja gott aðgengi almennings og fjölmiðla að upplýsingum til að vinna upp traust, en skýrslan telur það hafa verið ábótavant á Íslandi. Málsmeðferðartími er lengri en í nágrannaríkjum okkar og telur nefndin það vinna gegn trausti.

„Ein hlið vantrausts í íslenskum stjórnmálum birtist í algengum kvörtunum fjölmiðla og einstaklinga vegna erfiðleika við að fá upplýsingar sem óskað er eftir frá ráðuneytum og öðrum opinberum stofnunum, Alþingi þar með töldu. Þetta vantraust getur leitt til þess að jafnvel þótt stofnanir veiti á endanum upplýsingar sem óskað er eftir skapast samt grunsemdir um að ekki sé öll sagan sögð og að mikilvægum upplýsingum sé haldið eftir. Það skiptir því miklu máli hvernig upplýsingar eru veittar. Ef þær fást greiðlega og án óútskýrðra tafa er líklegra að viðtakendur treysti þeim og telji sér vel þjónað. Séu þær veittar seint og illa eða með hangandi hendi er hætta á að beiðandinn fyllist tortryggni og efasemdum.“

Stjórnendur geta rofið vítahring vantraustsÍ skýrslunni er þess getið að æðstu stjórnendur landsins gegna lykilhlutverki í að koma landinu úr vítahring vantrausts. Skýrar yfirlýsingar til almennings og starfsmanna um betri upplýsingagjöf geta verið liður í því.

Í skýrslunni segir að það sé óumflýjanlegt að umdeildar ákvarðanir séu teknar á Alþingi sem fjallað verður um á óvæginn hátt af almenningi og fjölmiðlum.

„Slíkt er hins vegar ekki uppspretta vantrausts ef gætt er að því að fylgja þeim ramma sem annars vegar tryggir að almenningur hafi aðgang að öllum lykilupplýsingum og hins vegar að starfað sé í anda grundvallarreglna sem gera almenningi kleift að trúa því að hagsmunir hans séu hafðir í fyrirrúmi – og stjórnvöld ráði við verkefni sín.“

Nefndin segir að einn hornsteinn trausts á stjórnvöldum: „birtist í því að almenningur býst ekki við því að þekkingu sem stjórnvöld hafa umfram borgarana sé haldið frá borgurunum eða hún jafnvel misnotuð með þeim hætti sem gerðist í aðdraganda hrunsins.“ Því skapi gjafmildari upplýsingagjöf traust.

Viðbrögð stjórnmálafólks við spurningum almennings og fjölmiðla hafa oft grafið undan trausti almennings að mati starfshópsins. Í skýrslunni er tekið fram að: „Leiðandi einstaklingar í stjórnmálum og stjórnsýslu geta ekki leyft sér að hrökkva í vörn þegar að þeim er sótt og þurfa að hafa í huga að viðbrögð þeirra eru fordæmisgefandi.“

Starfskipti frá hinu opinbera háð biðtíma

Starfshópurinn telur að mikilvægt sé að styrkja hagsmunaskráningu þannig að hún nái til dæmis utan um maka ráðherra og skuldir, og að siðareglur þingmanna, ráðherra, ríkisstarfsmanna og starfsfólks stjórnsýslu séu endurskoðaðar og uppfærðar. Einnig leggur hópurinn til þess að skýrar reglur verði settar um samskipti hagsmunaaðila við embættismenn, ráðherra, og aðstoðarmenn þeirra, meðal annars í gegnum hagsmunaverði (e. „lobbyist“).

„Jafnframt þarf að koma á fót skyldubundinni skráningu yfir hagsmunaverði og aðra sem leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og lagasetningu með skipulegum hætti, sem og þá hagsmunaaðila sem þeir starfi fyrir.“

Þannig gagnrýndi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, til dæmis að lobbýistar völsuðu um ráðuneyti „eins og læknar á stofugangi“, í nýlegu viðtali við Kjarnann. „Það á ekki að vera þannig að hagsmunaðilar í tilteknum atvinnugreinum geti valsað um ráðuneytin eins og þeir séu læknar á stofugangi.“

Ein af róttækari tillögum starfshópsins felst í því að takmarka flutning einstaklinga sem hafa starfað fyrir hið opinbera yfir í einkageirann. Lagt er til að settar verði reglur um lágmarks biðtíma (e. „cooling-off period“) áður en einstaklingar geta tekið að sér hagsmunavörslu eftir að hafa starfað fyrir hið opinbera eða setið á þingi.

„Áhersla er lögð á að þeir láti hagsmunaaðilum einungis í té leyfilegar upplýsingar og misnoti ekki trúnaðarupplýsingar“

„Áhersla er lögð á að þeir láti hagsmunaaðilum einungis í té leyfilegar upplýsingar og misnoti ekki trúnaðarupplýsingar, skýri frá eigin hagsmunum þar sem við á og forðist hagsmunaárekstra. [...] Eðlilegt er að slíkar reglur taki að einhverju marki mið af þeim málaflokkum sem viðkomandi hafði áður á sínu forræði. Eðli málsins samkvæmt þurfa slíkar reglur að ná til sjálfstæðra ráðgjafastarfa jafnt sem launþegastarfa.“

Starfshópurinn leggur einnig til að þetta nái yfir einstaklinga sem hafa verið í lykilstöðum í einkageiranum og hefja störf fyrir hið opinbera. Í Noregi til dæmis gilda lög frá 2015 sem geta bannað einstaklingi til að hefja störf á nýjum vettvangi í allt að sex mánuði, eða tólf ef það starf tengist vettvangi sem hann starfaði áður við fyrir hið opinbera.

Endurskipulagning Siðfræðistofnunar

Í lok skýrslunnar er lagt til þess að stjórnvöld þurfi að móta með skýrari hætti: „þá stefnu sem þau vilja miðla til almennings um hvernig tryggja megi að heilindi ríki í stjórnmálum og stjórnsýslu. Slík stefna er nauðsynlegt skilyrði þess að traust geti ríkt á milli stjórnvalda og almennings.“ Tryggja þarf sterkara eftirlit, eftirfylgni, og ráðgjöf.

„Það má hugsa sér þrjár ólíkar leiðir til þess. Í fyrsta lagi gæti forsætisráðuneytið haft þetta hlutverk og ráðið starfsfólk sem hefur kunnáttu og faglega þekkingu til að veita sérhæfða ráðgjöf um heilindaramma og um siðferðileg álitamál. Ráðuneytið hefur í raun haft þetta hlutverk undanfarin ár, þótt engir starfsmenn hafi sérstaklega verið ráðnir til að sinna því. Í öðru lagi mætti hugsa sér að skipað væri sérstakt ráð eða nefnd – Landsiðaráð – með utanaðkomandi aðilum sem gæti fjallað um og rýnt siðferðileg úrlausnarefni, að beiðni stjórnvalda eða eigin frumkvæði. Í þriðja lagi mætti hugsa sér að utanaðkomandi stofnun sem nýtur trausts og er óháð stjórnsýslunni verði falið að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um mótun heilindaramma og um einstök álitamál. Kostnaður fylgir að sjálfsögðu í öllum tilfellum. Ef utanaðkomandi stofnun er falið þetta hlutverk þarf að sjá til þess líka að slíkt starf væri fjármagnað með fullnægjandi hætti.“

Eins og fyrr kom fram leggur hópurinn til að stjórnvöld geri samning við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands til þriggja til fimm ára eða lengur til að veita stjórnvöldum ráðgjöf í úrlausn siðferðilegra álitamála, og „efla gagnrýna umræðu um siðferði í stjórnmálum og stjórnsýslu.“

Sérstaklega er lagt til þess að endurskipuleggja Siðfræðistofnun til þess að hún sé í stakk búin til að sinna þessu nýja hlutverki með því að fela Kirkjuráði og Guðfræði- og trúarbragðadeild ekki lengur að taka þátt í að skipa fulltrúa í stofnunina. Eðlilegra væri að mati starfshópsins „að fjögur svið Háskóla Íslands (Hugvísindasvið, Menntavísindasvið, Félagsvísindasvið og Heilbrigðisvísindasvið) skipuðu hvert sinn fulltrúann, en formaður væri skipaður af námsbraut í heimspeki.“

Skipun Siðfræðistofnunnar til að sinna þessu hlutverki er talið mikilvægt af starfshópnum til að styðja nauðsynlega eftirfylgni með tillögum skýrslunnar.

„Það eru margir kostir við að taka þetta hlutverk út úr stjórnsýslunni að minnsta kosti tímabundið á meðan verið er að byggja upp þá starfshætti sem ætlunin er að festa í sessi. Til þess að annast ráðgjöf frá degi til dags, svara fyrirspurnum um álitamál og aðstoða ráðherra og embættismenn við úrlausn mála þar sem siðferðilegar spurningar koma upp væri þó eðlilegt að hafa innri ráðgjafahóp um opinber heilindi (í henni gætu t.d. setið fulltrúi Siðfræðistofnunar og tveir fulltrúar úr stjórnsýslunni). Slíkur ráðgjafahópur, sem nauðsynlegt er að hægt sé að leita til í trúnaði, er mikilvægur liður í því verkefni að auka sjálfsskoðun og framsýni stjórnmálamanna og embættismanna sem þá hefðu gott tækifæri til að ígrunda ákvarðanir og viðbrögð sem orkað geta tvímælis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
7
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár