Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

Hrika­leg­ir at­burð­ir sem Stefán Jak­obs­son upp­lifði sem nítj­án ára pilt­ur koma fram í laga­textum á nýrri plötu.

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

Á nýútgefinni sólóplötu gerir Stefán Jakobson upp afdrifaríkt áfall frá unglingsaldri sem hafði djúpstæð áhrif á hann til fjölda ára. Hann syngur út frá tilfinningum sem tengjast erfiðum skilnaði við lífsförunaut sinn og snertir við mannlegum hugrenningum sem allir ættu að að geta tengt við. 

Stefán hefur komið víða við á tuttugu ára ferli sínum sem tónlistarmaður og kann söguna af mörgum ævintýralegum sögum af ferlinum. En það sem brennur á honum í dag er nýja platan hans sem ber einfaldlega nafnið JAK sem er í senn uppgjör á þungum lífsbrotum úr lífi Stefáns sem finnur sig nú sem aldrei fyrr reiðubúinn til þess að stíga berskjaldaður úr boxi þungarokksins með hugrekkið í farteskinu. 

„Þegar maður nær botninum á sama hvaða hátt sem er þá dugar ekkert annað en að vera kjarkaður og spyrna frá, þá er leiðin aldrei önnur en upp á við,“ byrjar Stefán samtalið einlægt og fær sér vænan sopa af rótsterkum kaffibolla, eða sveitabolla eins og hann sjálfur kýs að kalla hann. Við mætumst á Hilton hóteli, en Stefán er í skotferð í höfuðborginni til þess að sinna músíkinni en annars er hann búsettur á æskustöðvunum, í sveitinni sinni, Mývatnssveit.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu