Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kvenþjálfarinn og sérvitri fótboltamaðurinn

Að­stand­end­ur sjón­varps­þáttarað­ar­inn­ar Heima­vall­ar, Heimebane, ræða um það sem ger­ist að tjalda­baki.

Stundum mætir raunveruleikinn skáldskapnum. Eins og þegar ég mæti á hótel í Berlín til þess að taka viðtal við aðalleikara og skapara sjónvarpsþáttanna Heimavallar – Heimebane. Skáldskapurinn er að kona þjálfi norskt karlalið í efstu deild, en Helena verður í þáttunum fyrst kvenna til þess. Hún er leikin af Ane Dahl Torp, sem í þáttunum minnti mig lúmskt mikið á Elísabetu Gunnarsdóttur, fremsta kvenþjálfara Íslands. Svo mætir þarna einnig raunverulegur frumkvöðull, John Carew, tæplega tveggja metra framherji sem var fyrsti blökkumaðurinn til þess að leika með norska landsliðinu. Núna er hann hættur að spila og byrjaður að leika. Og þótt hann leiki fótboltamann þá er mun þyngra yfir persónunni en Carew, sem dansar nánast þegar hann labbar. Þetta er ekki maður sem fer framhjá neinum – nema óheppnum varnarmönnum auðvitað.

Í þáttunum leikur hann Michael, 38 ára leikmann sem er kominn aftur heim til Noregs til að ljúka ferlinum. „Málið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu