Mest lesið

Þegar lögreglan er upptekin
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
2

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
3

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn
4

MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin
5

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal
6

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal

Stundin #111
Febrúar 2020
#111 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. febrúar.
Þessi grein er meira en ársgömul.

Sigurjón Kjartansson

Ísl-enska

Sigurjón Kjartansson skrifar um tilraunir málfarskverúlanta til að deyða íslenskuna.

Sigurjón Kjartansson

Sigurjón Kjartansson skrifar um tilraunir málfarskverúlanta til að deyða íslenskuna.

Ísl-enska

Nýlega las ég grein skrifaða af Bandaríkjamanni sem hefur ensku að sínu fyrsta tungumáli. Greinin fjallaði um enskuna í sænskum popptextum og hvernig þeir hefðu orðið öðruvísi ef höfundarnir væru enskumælandi frá fæðingu. Þá hefði til dæmis hið vinsæla lag „All that she wants“ með Ace of Base líklega aldrei orðið svona vinsælt. „All that she wants/is another baby“, milljónir kvenna um allan heim tengdu svo vel við þennan texta, en þær vissu ekki að það sem Svíarnir voru að reyna að segja var að allt sem hana langaði í var nýr elskhugi – en ekki annað barn.

Hikandi á ensku

Fyrir þrjátíu árum síðan var ég að skríða í tvítugt, búinn að lesa nokkrar bækur á ensku, sérstaklega uppflettirit um kvikmyndir og tónlist, en nokkrar skáldsögur líka. Ég byrjaði að læra ensku í tólf ára bekk og studdist að mestu við menntaskóla-enskuna og það sem ég hafði lært af bíómyndaáhorfi. Um þetta leyti fór ég í mína fyrstu ferð til London. Ég var einn og óstuddur að fara að heimsækja félaga minn sem þar var í háskólanámi. Sá var fimm árum eldri en ég, talsvert veraldarvanari og hafði orð fyrir okkur hvert sem við fórum. Það var þarna sem ég fann – þrátt fyrir að telja mig kunna ensku ágætlega – hvað ég var hikandi við að eiga samtöl við enskumælandi fólk. Ég fór allur í kerfi þegar ég var ávarpaður og fannst ég allt í einu ekkert kunna í þessu fræga tungumáli.

„Ég varð eins konar grínútgáfa af sjálfum mér.“

Mér fannst þetta eins og að ganga á vegg, tilhugsunin um að ég gæti sagt eitthvað sem mundi skiljast af einhverjum sem talar allt annað tungumál var hálf súrrealísk. En hægt og rólega fór þetta nú að ganga upp. Maður byrjaði á afgreiðslufólkinu og vann sig svo upp. 

Og eftir því sem árin liðu varð enskan mér tamari. Ég fór alla leið, sletti hægri vinstri – fór oft með tóma vitleysu – en lét það ekki stoppa mig. Ég fór oft á ágætis flug í samtölum við innfædda enskumælandi og var sérdeilis sjálfsöruggur með þetta tungumál númer tvö, sem ég taldi mig vera búinn að mastera nokkuð vel. En samt varð ég á einhvern hátt önnur persóna þegar ég talaði ensku. Ég varð eins konar grínútgáfa af sjálfum mér. Það er kannski bara nú á seinni árum sem mér finnst ég geta verið „ég sjálfur“ á ensku.

Tíu ára stelpa eins og Hugh Grant

En svo gekk ég á nýjan vegg þegar ég taldi mig geta skrifað á ensku. Þarna voru á ferðinni handrit með samtölum og slíku. Ég hafði stundað handritsskrif um nokkurt skeið og var orðinn nokkuð hagvanur – en þegar kom að því að skrifa á enskri tungu verð ég að viðurkenna að ég var úti á túni. Ég gat vissulega gert mig skiljanlegan og sýnt fram á einhverja tilfinningu fyrir strúktúr, en ég fann að ég hafði misst röddina algerlega. Þegar ég lít yfir þetta núna sé ég til dæmis að ég skrifa 10 ára stúlku sem talar eins og Hugh Grant. Ég hafði enga tilfinningu fyrir talmálinu. Þetta var skelfing.

Ég neyddist því til að fara að ráðum sænska handritshöfundarins Hans Rosenfeldt, sem frægur er fyrir að skrifa Brúna meðal annarra sænskra glæpaþátta. Undanfarin ár hefur hann skrifað breska glæpaseríu sem heitir Marcella. Þeir þættir gerast í London og allar aðalpersónur eru breskar. Rosenfeldt skrifar þetta hins vegar allt á sænsku og lætur þýða yfir á ensku. Hann veit sem er að ef hann skrifar ekki á sínu fyrsta tungumáli glatar hann rödd sinni og úr verður miðjumoð sem engu skilar.

„Það er einmitt með hikorðunum sem við tjáum tilfinningar okkar best“

Það er nefnilega þannig að á þínu fyrsta tungumáli túlkarðu svo margt. Ekki bara með orðum. Heldur líka tón og já – hikorðum. Margir orðsins menn – rithöfundar til dæmis – láta hikorð fara í taugarnar á sér, „hérna“ „sko“ „skilurðu“ og svo framvegis. En það er einmitt með hikorðunum sem við tjáum tilfinningar okkar best. Og ef við höfum ekki tilfinningu fyrir hikorðum og raddblæ – verður spjallið okkar flatt og óspennandi.

Börnin okkar læra íslensku. Þau sækja í allt sem íslenskt er fyrstu árin. Þau vilja fá teiknimyndirnar sínar á íslensku. Þau sækjast frekar í tónlist sem sungin er á íslensku og í bækur sem skrifaðar eru á íslensku. Það er ekki fyrr en eftir leikskólaaldur sem þau byrja að sækja meira í ensku, tengt bíómyndum og tölvuleikjum. En þetta fylgir okkur samt alla ævina. Við sperrum frekar eyrun ef við heyrum fréttir sagðar á íslensku eða leikið efni á íslensku.

Málfarskverúlantar

Ég hef engar áhyggjur af stöðu íslenskunnar. Ég held að hún muni aldrei deyja út. Gleymum ekki að þetta er eyja. Landamærin eru talsvert breiðari en t.d. á milli Frakklands og Þýskalands – sem þó tala mjög ólík tungumál. Við erum í talsvert betri málum en nágrannaþjóðir okkar sem eru að mestu hættar að búa til nýyrði úr ensku. Segja hlutina bara á ensku með öðrum hreim. Danir hafa til dæmis ekki enn haft fyrir því að búa til danskt orð yfir tölvu. Á dönsku er tölva computer.

„Ég sjálfur á til að breytast í málfarskverúlant“

Að tala rétta íslensku er ekki endilega forsenda alls. Við eigum víst nóg af málfarskverúlöntum sem ferðast kynslóða á milli. Í æsku var móðir mín alltaf að leiðrétta mig – og gerir enn. Ég sjálfur á til að breytast í málfarskverúlant þegar ég er að leiðrétta börnin mín: „Gafstu mér fjarstýringuna? Nú já? Ég vissi ekki betur en að ég hefði alltaf átt þessa fjarstýringu. Hvernig getur þú gefið mér eitthvað sem ég á nú þegar? – þú RÉTTIR mér fjarstýringuna, ekki satt?“ Það skal tekið fram að þetta er lýsing á mér þegar ég er virkilega að reyna að vera leiðinlegur. Ég er ekki alveg svona óþolandi pabbi (segi ég!).

Tungumál er lifandi – eins og fólkið sem talar það. Það er til einskis að reyna að festa tungumál í sessi svo mjög að það verði að lokum tungumál hinna dauðu. Íslenska verður ennþá töluð eftir þrjú hundruð ár. Bara öðruvísi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þegar lögreglan er upptekin
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
2

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
3

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn
4

MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin
5

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal
6

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal

Mest lesið í vikunni

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
1

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
3

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Þegar lögreglan er upptekin
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
5

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna
6

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna

Mest lesið í vikunni

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
1

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
3

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Þegar lögreglan er upptekin
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
5

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna
6

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
6

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
6

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Nýtt á Stundinni

Reykjavík suðursins

Reykjavík suðursins

Baltasar febrúar: A Little Trip to Heaven

Baltasar febrúar: A Little Trip to Heaven

Erfiðast að halda þessu leyndu

Erfiðast að halda þessu leyndu

Flatneskjan er verst af öllu – mér þykir hún viðsjárverð

Flatneskjan er verst af öllu – mér þykir hún viðsjárverð

Fjölskyldan sameinast í matarást

Fjölskyldan sameinast í matarást

Vesen í Venesúela

Vesen í Venesúela

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja

Illugi Jökulsson

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja

Hlaðvarp: Stytting vinnuvikunnar

Guðmundur Hörður

Hlaðvarp: Stytting vinnuvikunnar

Sólin í storminum

Melkorka Ólafsdóttir

Sólin í storminum

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“

Þjóðarsáttin 30 ára: „Ekkert fer verr með þá lægstlaunuðu en verðbólgan“

Guðmundur Gunnarsson

Þjóðarsáttin 30 ára: „Ekkert fer verr með þá lægstlaunuðu en verðbólgan“