Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ólíklegt að hugmyndir Sjálfstæðismanna um útilokun óbólusettra barna standist lög

Sótt­varna­lækn­ir, ekki sveit­ar­fé­lög, ber ábyrgð á sam­ræm­ingu og skipu­lagn­ingu sótt­varna. Kópa­vogs­bær taldi regl­ur um bólu­setn­ingu sem skil­yrði leik­skóla­pláss ekki stand­ast lög.

Ólíklegt að hugmyndir Sjálfstæðismanna um útilokun óbólusettra barna standist lög
Ekki á valdsviði sveitarfélaga Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Kópavogsbæ er það ekki á valdsviði sveitarfélaga að fylgjast með bólusetningum barna, eða gera kröfur um þær. Mynd: Shutterstock

Vandséð er að sveitarfélög hafi lagaheimild til að krefja foreldra um framvísun bólusetningarvottorða, skrá upplýsingar um bólusetningar barna eða gera almennar bólusetningar að skilyrði við inntöku í leikskóla.

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir því í gær að óbólusett börn yrðu útilokuð frá leikskólum borgarinnar.

Lögum samkvæmt ber sóttvarnalæknir ábyrgð á samræmingu og skipulagningu sóttvarna og smitsjúkdómaskráningu á Íslandi undir yfirstjórn landlæknis. Embættið hefur ekki talið faraldsfræðileg rök hníga að aðgerðum á borð við þær sem Hildur leggur til.  

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hugmyndir um að gera bólusetningu að skilyrði þess að börn fái leikskólapláss koma fram. Í fyrra lét Kópavogsbær kanna hvort heimilt væri að innleiða reglur í þessum anda. Var niðurstaðan sú að slíkt ætti sér ekki lagastoð.

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, fjallaði um málið í pistli á vef flokksins. „Skemmst er frá því að segja að sveitafélögum er þetta ekki heimilt […]. Ástæðurnar eru að verkefnin eru öðrum falin,“ skrifaði hún. „Það er að sóttvarnarlækni ber að safna saman þessum upplýsingum í samstarfi við heilsugæslustöðvar og halda yfir þetta skrá. Þar eru skráðar bólusetningar sem og „ekki bólusetningar“. Upplýsingarnar eru því vitanlega til en sveitarfélagi er ekki heimilt að fá þessar upplýsingar né halda upplýsingum saman um þau börn sem eru ekki bólusett.“

Upplýsingar um bólusetningar barna og það hvort einstök börn hafa verið bólusett eða ekki eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Um skráningu slíkra upplýsinga gilda strangar reglur. 

Breytt lagaumhverfi

Lagaumhverfi persónuverndarmála hefur þó tekið nokkrum breytingum síðan Kópavogsbær lét kanna lögmæti þess að útiloka óbólusett börn frá leikskólum. Í nýjum persónuverndarlögum er, auk almennra reglna um heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga, kveðið á um sérstök skilyrði fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. Slík vinnsla geti til að mynda verið heimil ef hún sé „nauðsynleg af ástæðum er varða almannahagsmuni á sviði lýðheilsu, svo sem til að verjast alvarlegum heilsufarsógnum sem ná yfir landamæri eða tryggja gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu og lyfja eða lækningatækja, og fari fram á grundvelli laga sem kveða á um viðeigandi og sértækar ráðstafanir til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða“. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur ekki talið þörf á aðgerðum á borð við þær sem Hildur Björnsdóttir leggur til. Þetta áréttar hann í viðtali í Fréttablaðinu í dag.

Áður hefur embættið greint frá því að höfnun á bólusetningum sé „fremur sjaldgæf hér á landi“. Hins vegar sé algengt að skoðun í ung- og smábarnavernd falli niður af óljósum orsökum. „Á undanförnu ári hefur verið lagt í vinnu við að auðvelda heilsugæslustöðvum að fylgjast með stöðu mála hjá þeim börnum sem eru skráð á stöðina og gefur það tækifæri til að kalla inn börn sem ekki hafa mætt í skoðun. Frekari úrbætur eru í undirbúningi til að auðvelda skráningu og fleira,“ segir í yfirlýsingu sem embættið sendi út fyrr í sumar.

Stundin sendi Hildi Björnsdóttur fyrirspurn um lagaleg álitaefni við vinnslu fréttarinnar og óskaði jafnframt eftir lögfræðiálitinu sem unnið var fyrir Kópavogsbæ á grundvelli upplýsingalaga. Fréttin verður uppfærð þegar svör eða frekari upplýsingar berast. 

Viðbót kl. 14:40:

„Við teljum hugmyndirnar vel geta sótt stoð í lögum,“ segir Hildur Björnsdóttir í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Hún bendir á að tillögurnar sem lagðar voru fram í Kópavogi hafi verið annars eðlis en þær sem nú er stefnt að því að leggja fram. Þar hafi ekki aðeins verið lagt til að gera bólusetningar að inntökuskilyrði heldur einnig að sveitarfélagið myndi „kerfisbundið safna upplýsingum um bólusetningar og jafnvel upplýsa aðra foreldra um óbólusett börn“.

„Bæjarlögmaður lagði fram lögfræðiálit um tillöguna. Þetta álit hef ég lesið, eins hef ég rætt við lögfræðinginn sem ritaði álitið. Það sneri aðallega að persónuvernd og var mestu púðri eytt í að gagnrýna fyrri hluta tillagnanna. Hvað varðar inntökuskilyrðið sagði eingöngu að fyrir söfnun slíkra persónuupplýsinga þyrfti réttmætar og málefnalegar ástæður að liggja að baki. Ég tel þær vera fyrir hendi,“ segir Hildur. 

„Persónuverndarlög byggja á Evróputilskipun sem einnig gildir innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Evrópuþjóðir á borð við Frakkland, Þýskaland og Ítalíu hafa tekið upp sambærileg inntökuskilyrði án þess að það hafi verið talið stangast á við reglugerðina eða löggjöfin.

Það er alþekkt að óska læknisvottorða á vinnustöðum og í menntastofnunum. Hví mætti ekki gera það á leikskólum líka? Eins kalla leikskólar markvisst eftir upplýsingum frá foreldrum um heilsufar barna, sérþarfir og annað. Það hefur enginn fundið því neitt til foráttu.“

Hún bendir á að lög um leikskóla veiti sérstaka heimild fyrir setningu inntökuskilyrða. „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við gerum bólusetningar að inntökuskilyrði í leikskóla borgarinnar. Mér finnst liggja málefnaleg sjónarmið að baki. Hlutfall bólusettra barna er komið undir viðmiðunarmörk WHO og sömuleiðis varaði WHO í síðustu viku við útbreiðslu mislinga í Evrópu. Síðustu tvö ár hafa mislingatilfelli sextánfaldast í Evrópu. Það er ástæða til að líta það alvarlegum augum.“

Viðbót kl. 17:30:

Stundin hefur fengið afhent minnisblaðið sem unnið var fyrir bæjarráð Kópavogs í fyrra. Höfundur þess er Salvör Þórisdóttir lögfræðingur.

Hún bendir á að sveitarfélög geti ekki tekið að sér verkefni sem öðrum er falið lögum samkvæmt. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. sóttvarnarlaga beri embætti landlæknis ábyrgð á framkvæmd sóttvarna undir yfirstjórn ráðherra. Samræming og skipulagning sé í höndum sóttvarnalæknis sem jafnframt sé ábyrgur fyrir því að haldin sé smitsjúkdómaskrá. Um hana gildi sömu reglur og um aðrar sjúkraskrár. 

Salvör bendir á að samkvæmt reglugerð um bólusetningar á Íslandi,  sem á sér stoð í sóttvarnarlögum, annist heilsugæslustöðvar bólusetningar og beri að senda sóttvarnalæknum upplýsingar um skráningu bólusetningar í sjúkraskrá.

„Læknum, hjúkrunarfræðingum og sóttvarnarlækni er því lögum samkvæmt falið að halda utan um upplýsingar um kíghóstasmit, allar bólusetningar og skráningu ef ekki er bólusett,“ segir í minnisblaðinu. „Þar sem heilsugæslustöðvum og sóttvarnalækni er falið það hlutverk að skrá upplýsingar um bólusetningar með lögum verður að telja að Kópavogsbær, sem sveitarfélag, geti ekki tekið það verkefni að sér, skv. 3. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga.“

Í minnisblaðinu er einnig fjallað um lögmæti þess að krefja foreldra leikskólabarna um að framvísa bólusetningarvottorði. Bent er á að ekki verði séð að það samræmist tilgangi bólusetningarskírteina sem virðist einkum notuð til að „sanna fyrir heilbrigðisyfirvöldum hérlendis að sjúklingur hafi fengið bólusetningar erlendis og öfugt“.

„Þar sem það er ekki í verkahring Kópavogsbæjar að skrá eða miðla upplýsingum um bólusetningar barna er vart hægt að færa rök fyrir því að það sé málefnalegt að biðja foreldra um að framvísa bólusetningarskírteini, enda er um viðkvæmar persónuupplýsingar að ræða,“ skrifar Salvör. „Það gæti því brotið gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins, sem felur í sér að allar ákvarðanir verða að vera teknar á málefnalegum grundvelli, að biðja foreldra um að framvísa skírteininu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.
Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg
FréttirHeilbrigðismál

Til­kynn­ing um her­manna­veiki í blokk fyr­ir eldri borg­ara vek­ur ugg

Íbú­um á Granda­vegi 47 barst ný­lega orð­send­ing frá sótt­varn­ar­lækni og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur þess efn­is að mik­ið magn her­manna­veikis­bakt­erí­unn­ar hefði fund­ist í einni íbúð blokk­ar­inn­ar. Dótt­ir ní­ræðr­ar konu í blokk­inni hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af móð­ur sinni en her­manna­veiki er bráð­drep­andi fyr­ir fólk sem er veikt fyr­ir.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
8
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu