Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Stundin #106
Nóvember 2019
#106 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. desember.

Ólíklegt að hugmyndir Sjálfstæðismanna um útilokun óbólusettra barna standist lög

Sóttvarnalæknir, ekki sveitarfélög, ber ábyrgð á samræmingu og skipulagningu sóttvarna. Kópavogsbær taldi reglur um bólusetningu sem skilyrði leikskólapláss ekki standast lög.

Ólíklegt að hugmyndir Sjálfstæðismanna um útilokun óbólusettra barna standist lög
Ekki á valdsviði sveitarfélaga Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Kópavogsbæ er það ekki á valdsviði sveitarfélaga að fylgjast með bólusetningum barna, eða gera kröfur um þær.  Mynd: Shutterstock
johannpall@stundin.is

Vandséð er að sveitarfélög hafi lagaheimild til að krefja foreldra um framvísun bólusetningarvottorða, skrá upplýsingar um bólusetningar barna eða gera almennar bólusetningar að skilyrði við inntöku í leikskóla.

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir því í gær að óbólusett börn yrðu útilokuð frá leikskólum borgarinnar.

Lögum samkvæmt ber sóttvarnalæknir ábyrgð á samræmingu og skipulagningu sóttvarna og smitsjúkdómaskráningu á Íslandi undir yfirstjórn landlæknis. Embættið hefur ekki talið faraldsfræðileg rök hníga að aðgerðum á borð við þær sem Hildur leggur til.  

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hugmyndir um að gera bólusetningu að skilyrði þess að börn fái leikskólapláss koma fram. Í fyrra lét Kópavogsbær kanna hvort heimilt væri að innleiða reglur í þessum anda. Var niðurstaðan sú að slíkt ætti sér ekki lagastoð.

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, fjallaði um málið í pistli á vef flokksins. „Skemmst er frá því að segja að sveitafélögum er þetta ekki heimilt […]. Ástæðurnar eru að verkefnin eru öðrum falin,“ skrifaði hún. „Það er að sóttvarnarlækni ber að safna saman þessum upplýsingum í samstarfi við heilsugæslustöðvar og halda yfir þetta skrá. Þar eru skráðar bólusetningar sem og „ekki bólusetningar“. Upplýsingarnar eru því vitanlega til en sveitarfélagi er ekki heimilt að fá þessar upplýsingar né halda upplýsingum saman um þau börn sem eru ekki bólusett.“

Upplýsingar um bólusetningar barna og það hvort einstök börn hafa verið bólusett eða ekki eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Um skráningu slíkra upplýsinga gilda strangar reglur. 

Breytt lagaumhverfi

Lagaumhverfi persónuverndarmála hefur þó tekið nokkrum breytingum síðan Kópavogsbær lét kanna lögmæti þess að útiloka óbólusett börn frá leikskólum. Í nýjum persónuverndarlögum er, auk almennra reglna um heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga, kveðið á um sérstök skilyrði fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. Slík vinnsla geti til að mynda verið heimil ef hún sé „nauðsynleg af ástæðum er varða almannahagsmuni á sviði lýðheilsu, svo sem til að verjast alvarlegum heilsufarsógnum sem ná yfir landamæri eða tryggja gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu og lyfja eða lækningatækja, og fari fram á grundvelli laga sem kveða á um viðeigandi og sértækar ráðstafanir til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða“. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur ekki talið þörf á aðgerðum á borð við þær sem Hildur Björnsdóttir leggur til. Þetta áréttar hann í viðtali í Fréttablaðinu í dag.

Áður hefur embættið greint frá því að höfnun á bólusetningum sé „fremur sjaldgæf hér á landi“. Hins vegar sé algengt að skoðun í ung- og smábarnavernd falli niður af óljósum orsökum. „Á undanförnu ári hefur verið lagt í vinnu við að auðvelda heilsugæslustöðvum að fylgjast með stöðu mála hjá þeim börnum sem eru skráð á stöðina og gefur það tækifæri til að kalla inn börn sem ekki hafa mætt í skoðun. Frekari úrbætur eru í undirbúningi til að auðvelda skráningu og fleira,“ segir í yfirlýsingu sem embættið sendi út fyrr í sumar.

Stundin sendi Hildi Björnsdóttur fyrirspurn um lagaleg álitaefni við vinnslu fréttarinnar og óskaði jafnframt eftir lögfræðiálitinu sem unnið var fyrir Kópavogsbæ á grundvelli upplýsingalaga. Fréttin verður uppfærð þegar svör eða frekari upplýsingar berast. 

Viðbót kl. 14:40:

„Við teljum hugmyndirnar vel geta sótt stoð í lögum,“ segir Hildur Björnsdóttir í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Hún bendir á að tillögurnar sem lagðar voru fram í Kópavogi hafi verið annars eðlis en þær sem nú er stefnt að því að leggja fram. Þar hafi ekki aðeins verið lagt til að gera bólusetningar að inntökuskilyrði heldur einnig að sveitarfélagið myndi „kerfisbundið safna upplýsingum um bólusetningar og jafnvel upplýsa aðra foreldra um óbólusett börn“.

„Bæjarlögmaður lagði fram lögfræðiálit um tillöguna. Þetta álit hef ég lesið, eins hef ég rætt við lögfræðinginn sem ritaði álitið. Það sneri aðallega að persónuvernd og var mestu púðri eytt í að gagnrýna fyrri hluta tillagnanna. Hvað varðar inntökuskilyrðið sagði eingöngu að fyrir söfnun slíkra persónuupplýsinga þyrfti réttmætar og málefnalegar ástæður að liggja að baki. Ég tel þær vera fyrir hendi,“ segir Hildur. 

„Persónuverndarlög byggja á Evróputilskipun sem einnig gildir innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Evrópuþjóðir á borð við Frakkland, Þýskaland og Ítalíu hafa tekið upp sambærileg inntökuskilyrði án þess að það hafi verið talið stangast á við reglugerðina eða löggjöfin.

Það er alþekkt að óska læknisvottorða á vinnustöðum og í menntastofnunum. Hví mætti ekki gera það á leikskólum líka? Eins kalla leikskólar markvisst eftir upplýsingum frá foreldrum um heilsufar barna, sérþarfir og annað. Það hefur enginn fundið því neitt til foráttu.“

Hún bendir á að lög um leikskóla veiti sérstaka heimild fyrir setningu inntökuskilyrða. „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við gerum bólusetningar að inntökuskilyrði í leikskóla borgarinnar. Mér finnst liggja málefnaleg sjónarmið að baki. Hlutfall bólusettra barna er komið undir viðmiðunarmörk WHO og sömuleiðis varaði WHO í síðustu viku við útbreiðslu mislinga í Evrópu. Síðustu tvö ár hafa mislingatilfelli sextánfaldast í Evrópu. Það er ástæða til að líta það alvarlegum augum.“

Viðbót kl. 17:30:

Stundin hefur fengið afhent minnisblaðið sem unnið var fyrir bæjarráð Kópavogs í fyrra. Höfundur þess er Salvör Þórisdóttir lögfræðingur.

Hún bendir á að sveitarfélög geti ekki tekið að sér verkefni sem öðrum er falið lögum samkvæmt. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. sóttvarnarlaga beri embætti landlæknis ábyrgð á framkvæmd sóttvarna undir yfirstjórn ráðherra. Samræming og skipulagning sé í höndum sóttvarnalæknis sem jafnframt sé ábyrgur fyrir því að haldin sé smitsjúkdómaskrá. Um hana gildi sömu reglur og um aðrar sjúkraskrár. 

Salvör bendir á að samkvæmt reglugerð um bólusetningar á Íslandi,  sem á sér stoð í sóttvarnarlögum, annist heilsugæslustöðvar bólusetningar og beri að senda sóttvarnalæknum upplýsingar um skráningu bólusetningar í sjúkraskrá.

„Læknum, hjúkrunarfræðingum og sóttvarnarlækni er því lögum samkvæmt falið að halda utan um upplýsingar um kíghóstasmit, allar bólusetningar og skráningu ef ekki er bólusett,“ segir í minnisblaðinu. „Þar sem heilsugæslustöðvum og sóttvarnalækni er falið það hlutverk að skrá upplýsingar um bólusetningar með lögum verður að telja að Kópavogsbær, sem sveitarfélag, geti ekki tekið það verkefni að sér, skv. 3. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga.“

Í minnisblaðinu er einnig fjallað um lögmæti þess að krefja foreldra leikskólabarna um að framvísa bólusetningarvottorði. Bent er á að ekki verði séð að það samræmist tilgangi bólusetningarskírteina sem virðist einkum notuð til að „sanna fyrir heilbrigðisyfirvöldum hérlendis að sjúklingur hafi fengið bólusetningar erlendis og öfugt“.

„Þar sem það er ekki í verkahring Kópavogsbæjar að skrá eða miðla upplýsingum um bólusetningar barna er vart hægt að færa rök fyrir því að það sé málefnalegt að biðja foreldra um að framvísa bólusetningarskírteini, enda er um viðkvæmar persónuupplýsingar að ræða,“ skrifar Salvör. „Það gæti því brotið gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins, sem felur í sér að allar ákvarðanir verða að vera teknar á málefnalegum grundvelli, að biðja foreldra um að framvísa skírteininu.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Sigurborg Ósk

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Stærsta lífsverkefnið

Soffía Auður Birgisdóttir

Stærsta lífsverkefnið