Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Nei, nei og aftur nei!
7

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Stundin #101
September 2019
#101 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 4. október.

Jón Trausti Reynisson

Við erum stuðpúðar íslenska óstöðugleikans

Almenningur fær sjálfkrafa á sig þrefalt högg ef vandræði Wow leiða til niðursveiflu.

Jón Trausti Reynisson

Almenningur fær sjálfkrafa á sig þrefalt högg ef vandræði Wow leiða til niðursveiflu.

Við erum stuðpúðar íslenska óstöðugleikans
Skúli í Wow air Meira en þriðjungur flugfarþega til Íslands fara með Wow air og ef rekstrar- og fjármögnunarvandi félagsins fer illa verður hinn hagræni reikningur sendur heim til okkar í íslenska efnahagskerfinu.  Mynd: Sigurjón Ragnar

Fyrirkomulagið sem ríkir á Íslandi í dag mun tryggja að næsta „hrun“ í hagkerfinu lendir í það skiptið þrefalt á almenningi.

Verst kemur það niður á þeim sem núna er verið að reyna að gera að sökudólgum þess, almennum launþegum sem mest þurfa á því að halda að hækka tekjur sínar.

2018 og 2008

Aðstæður nú minna óþægilega á stöðuna 2008. Í kjölfar gríðarlegrar uppsveiflu í geira sem á fáum árum varð meginundirstaða hagvaxtar í íslensku efnahagslífi er komið að mörkum þar sem fall eins fyrirtækis gæti haft úrslitaáhrif.

Með undraverðum hætti hefur fyrirtækið vaxið hratt á fáum árum, lagt undir sig erlenda markaði, leitt af áhættusæknum snillingi, sem sumir segja að verði að vaxa til þess að geta staðið uppi.

Þegar á reyndi kom í ljós að hann átti raunverulega lítið. Flugvélarnar voru fengnar að láni, eða á kaupleigu. Ekki eins og þeir gera þetta í Norður-Evrópu. En við treystum á það. Þriðjungur þeirra sem fljúga til Íslands koma með þessu flugfélagi.

Í gríðarlegu góðæri hefur geirinn í heild stóraukið skuldir sínar, og skuldirnar eru í annarri mynt en tekjurnar. 

Ríkisstjórnin sem mynduð var utan um sátt hægri og vinstri í stjórnmálum, og var svo vinsæl, er farin að funda um hættuna á kerfishruni. 

Áhættan er mun meiri en annars staðar. Ferðaþjónusta er sex sinnum stærri hluti útflutnings fyrir hvern Íslending en hvern Spánverja. Við urðum efnahagsundur vegna örs vaxtar. 

Verulegur halli er á vöruviðskiptum. Við flytjum miklu minna inn en út. Það sem vegur upp  hallann er geirinn sem byggist á kvikum tekjum – í þetta sinn ferðamenn sem getur á örskotsstundu fækkað, rétt eins og aðgengi að lánsfé gat lokast 2007 til 2008.

Gerist það verða dómínóáhrif inn í hagkerfið. Íslenska kerfið sér um að útdeila áhættunni og endanlega tapinu sjálfvirkt heim til okkar.

Stuðpúðar óstöðugleikans

Undanfarin ár hefur verðbólga verið sögulega mjög lág á Íslandi, að stórum hluta vegna styrks hins örlitla og sveiflukennda gjaldmiðils okkar, krónunnar, sem stafar af verulegri fjölgun ferðamanna.

En á endanum gengur efnahagskerfi Íslands út á að almenningur, það er að segja launþegar og húsnæðiseigendur, verða stuðpúðar fyrir hið reglulega fall sem er sögulega fyrirsjáanlegt að endurtaki sig. 

Í þetta sinn er líklegur ferill svona: 

1. Gengi krónunnar fellur skarpt, til dæmis við snarpa fækkun ferðamanna.

2. Gengisfallið skilar sér að 40% hluta út í verðlag vegna innfluttra vara og veldur samsvarandi verðbólgu.

3. Verðbólgan hækkar strax verðtryggðar skuldir almennings.

4. Fækkun ferðamanna mun hafa veruleg áhrif til lækkunar fasteignaverðs, á sama tíma og húsnæðislánin hækka:

a) Með því að tekjugrundvöllur fyrir 15 milljarða króna tekjur fólks og fyrirtækja af Airbnb fellur. b) Með því að störfum fækkar í ferðaþjónustu, sem að verulegum hluta er sinnt af erlendum starfsmönnum með litlar rætur og mikla tilhneigingu til að flytja úr landi, sem geta horfið af fasteignamarkaði. 

Áhættan á þessu dæmigerða íslenska falli er á almenningi, en bankarnir græða hins vegar á þessari virkni. Verðtryggðar eignir bankanna eru um 350 milljörðum króna meiri en verðtryggðar skuldir þeirra.

Íslandsskatturinn á þig

Húsnæðisvextir á Íslandi, við bestu aðstæður, eru í besta falli sambærilegir við óstöðugustu hagkerfi Austur-Evrópu. Við borgum hærri vexti fyrir húsnæðislán okkar en ef við byggjum í Albaníu, Bosníu, Grikklandi eða Sádí-Arabíu. Þegar kemur að húsnæðislánum erum við hvorki Norðurlandaþjóð né í raun vestrænt ríki. Ungt fólk borgar rétt rúmlega tvö prósent í árlega vexti af stærstu fjárfestingu sinni í Noregi, en um sex prósent á Íslandi.

Og þetta gildir þegar allt er í jafnvægi. Um leið og hrun verður eru laun okkar ekki verðtryggð, en lánin verðtryggð og eignir undir sveiflum komnar. Því kemur hin íslenska hrunþrenning öll í einu: Raunlaun þín lækka, skuldirnar snarhækka og eignir rýrna.

Auðvitað nýtur almenningur líka uppsveiflunnar, til dæmis þegar fasteignamarkaðurinn rís skyndilega hratt. 

Þegar í uppsveifluna er komið tekur við vertíðarkapphlaup. Á sínum tíma var komið á þjóðarsátt um að fyrirbyggja óstöðugleikann sem fylgir kapphlaupinu, að frumkvæði Einars Odds Kristjánssonar, leiðtoga atvinnurekenda, og fleiri. En í yfirstandandi uppsveiflu ákváðu atvinnurekendur og alþingismenn að taka höndum saman um að stinga sér fremst í röðina. Fulltrúar okkar efst í ábyrgðarstrúktúrnum, þingmenn og ráðherrar, fengu 44 prósent launahækkun á kjördag 2016 – án vitundar kjósenda. Á sama tíma og einnig í kjölfarið, stóðu hinir ábyrgu fyrir því að vanda um fyrir öðrum, færa ábyrgðina yfir á almenna launþega og segja þeim að ef þeir myndu biðja um veglegar launahækkanir myndu þeir kollvarpa góðærinu.

Ótrúverðug stjórnmál

Óstöðugt hagkerfi getur verið gróðrarstía popúlískra stjórnmála. Það skapar jarðveg fyrir kraftaverkamenn sem segjast geta reddað hlutunum í krafti kjarks síns og mannkosta. Röð forsendubresta ýtir undir óheiðarleika í stjórnmálum. 

Sótt var um aðild að ESB án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu, í trássi við loforð formanns Vinstri grænna fyrir kosningar árið 2009 um að gera það ekki, allt til að reyna að öðlast stöðugan gjaldmiðil. Viðræðunum var síðan slitið af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eftir kosningarnar 2013, án þess að þjóðin fengi að velja, þótt forsvarsmenn flokkanna hefðu lofað kjósendum því skýrt fyrir kosningar að boðað yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

Eftir að síðasta hrun var afstaðið vann Framsóknarflokkurinn, undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, stórsigur í þingkosningum með því að lofa „leiðréttingu“ á verðtryggðum lánum, benda á óvin þjóðarinnar í hrægömmunum, en hann var sjálfur einn slíkur án þess að fylgja siðareglum um að honum bæri að upplýsa það. Hann sagði að afnám verðtryggingar væri „einfalt“, en það var ekki einfalt. Það sem kom frá flokki hans í þeim efnum reyndist vera lítið annað en tillaga um að stytta lánstíma úr 40 árum í 25 ár. Þegar hann sneri aftur í stjórnmál var hann enn með loforð um kerfisbreytingar.

Reynslan bendir óþægilega til þess að hvorki sé nægt tilefni til trausts á stöðugleika hagkerfisins né stjórnmálanna. Og það er efnahagsmál, því viðskipti og flestar athafnir fólks byggja á trausti.

Reikningurinn heim

Það að ríkisstjórnin fundi núna um kerfisáhættu vegna stöðu flugfélaganna er trúverðugleikamerki frekar en hitt. Geir Haarde var dæmdur á grundvelli laga um ráðherraábyrgð fyrir að boða ekki ríkisstjórnarfund um aðsteðjandi vanda bankanna 2008. Það er ekki lengur álitin heildarlausn að afneita vandanum og framkalla tiltrú með öllum tiltækum ráðum.

Annað breytist líklega ekki. Þeir sem við völdum til ábyrgðar munu vísa henni á ytri orsakaþætti, þótt þeir hrósi sér af árangri tilkomnum af ytri ástæðum. 

Margt getur gerst. Fækkun ferðamanna, staðbundin eða almenn, getur auðveldlega orðið högg fyrir almenning. Aðeins Bandaríkjamenn halda nú uppi smávægilegri fjölgun ferðamanna á Íslandi. Án þeirra hefði ferðamönnum fækkað um 8 prósent í júlí á milli ára. Fáheyrt er að gjaldmiðill treysti jafnmikið á ferðamennsku eins og íslenska krónan. Og ferðamennska í eyríki byggir á flugframboði. Fall krónunnar við fækkun ferðamanna getur leitt til gjaldmiðilskreppu, og þótt bankakreppa verði ekki samhliða, eins og síðast, er veruleg hætta á húsnæðiskreppu um leið. 

Skúli Mogensen, eigandi Wow air, segist búast við verulegum hagnaði seinni hluta ársins, eftir 2,4 milljarða króna tap árið áður. Spá hans um stökkbreytingu rekstursins til hins betra er ekki alveg í samræmi við spár annarra flugfélaga fyrir tímabilið. Í hans stöðu, þar sem lausafé skortir og eigið fé er nánast uppurið, skilur sannfæringarkrafturinn milli feigs og ófeigs.

Eitt er víst, að samkvæmt íslenskri uppskrift verður reikningurinn sjálfvirkt sendur heim til þín og í kjölfarið munu popúlískir stjórnmálamenn poppa upp á öldutoppum óstöðugleikans til að lofa þér aftur lausn þinna mála.

Tengdar greinar

Leiðari

Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Fyrst kynbundið ofbeldi þrífst í íslensku samfélagi má biðja um að þeim konum sem þurfa að búa við það og verða fyrir því sé sýnd sú lágmarksvirðing að veruleiki þeirra sé í það minnsta viðurkenndur?

Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson
·

Ungir sjálfstæðismenn fagna því að upplýsingar séu ekki birtar. Hér eru upplýsingarnar.

Glæpur og refsing

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Glæpur og refsing

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Við vitum ekki hvernig úrskurður siðanefndar verður, en við vitum hvað þeir gerðu og það gleymist ekki.

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson
·

Deilan um Lífeyrissjóð verzlunarmanna er nýjasti kaflinn í sögunni sem íslensk stjórnmál og efnahagsmál hverfast um.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Nei, nei og aftur nei!
4

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
5

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Nei, nei og aftur nei!
4

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
5

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
6

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
6

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi

·

Nýtt á Stundinni

Þegar nasisminn nam land

Illugi Jökulsson

Þegar nasisminn nam land

·
Annað andlit  – sama röddin

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·