Mest lesið

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
1

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
2

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Glerborg blankheitanna
3

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
4

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·
Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur
5

Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

·
Áhrifavaldar sögunnar
6

Áhrifavaldar sögunnar

·
Græni draumurinn: „Við höfum enga aðra valkosti“
7

Græni draumurinn: „Við höfum enga aðra valkosti“

·
Stundin #95
Júní 2019
#95 - Júní 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. júní.

Jón Trausti Reynisson

Við erum stuðpúðar íslenska óstöðugleikans

Almenningur fær sjálfkrafa á sig þrefalt högg ef vandræði Wow leiða til niðursveiflu.

Jón Trausti Reynisson

Almenningur fær sjálfkrafa á sig þrefalt högg ef vandræði Wow leiða til niðursveiflu.

Við erum stuðpúðar íslenska óstöðugleikans
Skúli í Wow air Meira en þriðjungur flugfarþega til Íslands fara með Wow air og ef rekstrar- og fjármögnunarvandi félagsins fer illa verður hinn hagræni reikningur sendur heim til okkar í íslenska efnahagskerfinu.  Mynd: Sigurjón Ragnar

Fyrirkomulagið sem ríkir á Íslandi í dag mun tryggja að næsta „hrun“ í hagkerfinu lendir í það skiptið þrefalt á almenningi.

Verst kemur það niður á þeim sem núna er verið að reyna að gera að sökudólgum þess, almennum launþegum sem mest þurfa á því að halda að hækka tekjur sínar.

2018 og 2008

Aðstæður nú minna óþægilega á stöðuna 2008. Í kjölfar gríðarlegrar uppsveiflu í geira sem á fáum árum varð meginundirstaða hagvaxtar í íslensku efnahagslífi er komið að mörkum þar sem fall eins fyrirtækis gæti haft úrslitaáhrif.

Með undraverðum hætti hefur fyrirtækið vaxið hratt á fáum árum, lagt undir sig erlenda markaði, leitt af áhættusæknum snillingi, sem sumir segja að verði að vaxa til þess að geta staðið uppi.

Þegar á reyndi kom í ljós að hann átti raunverulega lítið. Flugvélarnar voru fengnar að láni, eða á kaupleigu. Ekki eins og þeir gera þetta í Norður-Evrópu. En við treystum á það. Þriðjungur þeirra sem fljúga til Íslands koma með þessu flugfélagi.

Í gríðarlegu góðæri hefur geirinn í heild stóraukið skuldir sínar, og skuldirnar eru í annarri mynt en tekjurnar. 

Ríkisstjórnin sem mynduð var utan um sátt hægri og vinstri í stjórnmálum, og var svo vinsæl, er farin að funda um hættuna á kerfishruni. 

Áhættan er mun meiri en annars staðar. Ferðaþjónusta er sex sinnum stærri hluti útflutnings fyrir hvern Íslending en hvern Spánverja. Við urðum efnahagsundur vegna örs vaxtar. 

Verulegur halli er á vöruviðskiptum. Við flytjum miklu minna inn en út. Það sem vegur upp  hallann er geirinn sem byggist á kvikum tekjum – í þetta sinn ferðamenn sem getur á örskotsstundu fækkað, rétt eins og aðgengi að lánsfé gat lokast 2007 til 2008.

Gerist það verða dómínóáhrif inn í hagkerfið. Íslenska kerfið sér um að útdeila áhættunni og endanlega tapinu sjálfvirkt heim til okkar.

Stuðpúðar óstöðugleikans

Undanfarin ár hefur verðbólga verið sögulega mjög lág á Íslandi, að stórum hluta vegna styrks hins örlitla og sveiflukennda gjaldmiðils okkar, krónunnar, sem stafar af verulegri fjölgun ferðamanna.

En á endanum gengur efnahagskerfi Íslands út á að almenningur, það er að segja launþegar og húsnæðiseigendur, verða stuðpúðar fyrir hið reglulega fall sem er sögulega fyrirsjáanlegt að endurtaki sig. 

Í þetta sinn er líklegur ferill svona: 

1. Gengi krónunnar fellur skarpt, til dæmis við snarpa fækkun ferðamanna.

2. Gengisfallið skilar sér að 40% hluta út í verðlag vegna innfluttra vara og veldur samsvarandi verðbólgu.

3. Verðbólgan hækkar strax verðtryggðar skuldir almennings.

4. Fækkun ferðamanna mun hafa veruleg áhrif til lækkunar fasteignaverðs, á sama tíma og húsnæðislánin hækka:

a) Með því að tekjugrundvöllur fyrir 15 milljarða króna tekjur fólks og fyrirtækja af Airbnb fellur. b) Með því að störfum fækkar í ferðaþjónustu, sem að verulegum hluta er sinnt af erlendum starfsmönnum með litlar rætur og mikla tilhneigingu til að flytja úr landi, sem geta horfið af fasteignamarkaði. 

Áhættan á þessu dæmigerða íslenska falli er á almenningi, en bankarnir græða hins vegar á þessari virkni. Verðtryggðar eignir bankanna eru um 350 milljörðum króna meiri en verðtryggðar skuldir þeirra.

Íslandsskatturinn á þig

Húsnæðisvextir á Íslandi, við bestu aðstæður, eru í besta falli sambærilegir við óstöðugustu hagkerfi Austur-Evrópu. Við borgum hærri vexti fyrir húsnæðislán okkar en ef við byggjum í Albaníu, Bosníu, Grikklandi eða Sádí-Arabíu. Þegar kemur að húsnæðislánum erum við hvorki Norðurlandaþjóð né í raun vestrænt ríki. Ungt fólk borgar rétt rúmlega tvö prósent í árlega vexti af stærstu fjárfestingu sinni í Noregi, en um sex prósent á Íslandi.

Og þetta gildir þegar allt er í jafnvægi. Um leið og hrun verður eru laun okkar ekki verðtryggð, en lánin verðtryggð og eignir undir sveiflum komnar. Því kemur hin íslenska hrunþrenning öll í einu: Raunlaun þín lækka, skuldirnar snarhækka og eignir rýrna.

Auðvitað nýtur almenningur líka uppsveiflunnar, til dæmis þegar fasteignamarkaðurinn rís skyndilega hratt. 

Þegar í uppsveifluna er komið tekur við vertíðarkapphlaup. Á sínum tíma var komið á þjóðarsátt um að fyrirbyggja óstöðugleikann sem fylgir kapphlaupinu, að frumkvæði Einars Odds Kristjánssonar, leiðtoga atvinnurekenda, og fleiri. En í yfirstandandi uppsveiflu ákváðu atvinnurekendur og alþingismenn að taka höndum saman um að stinga sér fremst í röðina. Fulltrúar okkar efst í ábyrgðarstrúktúrnum, þingmenn og ráðherrar, fengu 44 prósent launahækkun á kjördag 2016 – án vitundar kjósenda. Á sama tíma og einnig í kjölfarið, stóðu hinir ábyrgu fyrir því að vanda um fyrir öðrum, færa ábyrgðina yfir á almenna launþega og segja þeim að ef þeir myndu biðja um veglegar launahækkanir myndu þeir kollvarpa góðærinu.

Ótrúverðug stjórnmál

Óstöðugt hagkerfi getur verið gróðrarstía popúlískra stjórnmála. Það skapar jarðveg fyrir kraftaverkamenn sem segjast geta reddað hlutunum í krafti kjarks síns og mannkosta. Röð forsendubresta ýtir undir óheiðarleika í stjórnmálum. 

Sótt var um aðild að ESB án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu, í trássi við loforð formanns Vinstri grænna fyrir kosningar árið 2009 um að gera það ekki, allt til að reyna að öðlast stöðugan gjaldmiðil. Viðræðunum var síðan slitið af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eftir kosningarnar 2013, án þess að þjóðin fengi að velja, þótt forsvarsmenn flokkanna hefðu lofað kjósendum því skýrt fyrir kosningar að boðað yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

Eftir að síðasta hrun var afstaðið vann Framsóknarflokkurinn, undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, stórsigur í þingkosningum með því að lofa „leiðréttingu“ á verðtryggðum lánum, benda á óvin þjóðarinnar í hrægömmunum, en hann var sjálfur einn slíkur án þess að fylgja siðareglum um að honum bæri að upplýsa það. Hann sagði að afnám verðtryggingar væri „einfalt“, en það var ekki einfalt. Það sem kom frá flokki hans í þeim efnum reyndist vera lítið annað en tillaga um að stytta lánstíma úr 40 árum í 25 ár. Þegar hann sneri aftur í stjórnmál var hann enn með loforð um kerfisbreytingar.

Reynslan bendir óþægilega til þess að hvorki sé nægt tilefni til trausts á stöðugleika hagkerfisins né stjórnmálanna. Og það er efnahagsmál, því viðskipti og flestar athafnir fólks byggja á trausti.

Reikningurinn heim

Það að ríkisstjórnin fundi núna um kerfisáhættu vegna stöðu flugfélaganna er trúverðugleikamerki frekar en hitt. Geir Haarde var dæmdur á grundvelli laga um ráðherraábyrgð fyrir að boða ekki ríkisstjórnarfund um aðsteðjandi vanda bankanna 2008. Það er ekki lengur álitin heildarlausn að afneita vandanum og framkalla tiltrú með öllum tiltækum ráðum.

Annað breytist líklega ekki. Þeir sem við völdum til ábyrgðar munu vísa henni á ytri orsakaþætti, þótt þeir hrósi sér af árangri tilkomnum af ytri ástæðum. 

Margt getur gerst. Fækkun ferðamanna, staðbundin eða almenn, getur auðveldlega orðið högg fyrir almenning. Aðeins Bandaríkjamenn halda nú uppi smávægilegri fjölgun ferðamanna á Íslandi. Án þeirra hefði ferðamönnum fækkað um 8 prósent í júlí á milli ára. Fáheyrt er að gjaldmiðill treysti jafnmikið á ferðamennsku eins og íslenska krónan. Og ferðamennska í eyríki byggir á flugframboði. Fall krónunnar við fækkun ferðamanna getur leitt til gjaldmiðilskreppu, og þótt bankakreppa verði ekki samhliða, eins og síðast, er veruleg hætta á húsnæðiskreppu um leið. 

Skúli Mogensen, eigandi Wow air, segist búast við verulegum hagnaði seinni hluta ársins, eftir 2,4 milljarða króna tap árið áður. Spá hans um stökkbreytingu rekstursins til hins betra er ekki alveg í samræmi við spár annarra flugfélaga fyrir tímabilið. Í hans stöðu, þar sem lausafé skortir og eigið fé er nánast uppurið, skilur sannfæringarkrafturinn milli feigs og ófeigs.

Eitt er víst, að samkvæmt íslenskri uppskrift verður reikningurinn sjálfvirkt sendur heim til þín og í kjölfarið munu popúlískir stjórnmálamenn poppa upp á öldutoppum óstöðugleikans til að lofa þér aftur lausn þinna mála.

Tengdar greinar

Leiðari

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson
·

Sagan af því hvernig stjórnmálamenn sem sýndu fáheyrt siðleysi náðu að verða miðdepill þjóðfélagsumræðu á Íslandi.

Þegar myrkrið mætir börnunum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar myrkrið mætir börnunum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Við ætluðum okkur það kannski ekki en framtíðarsýnin sem við skildum eftir okkur fyrir næstu kynslóðir er ansi myrk. Við höfum enn tækifæri til að breyta henni, en íslenskir stjórnmálamenn hafa líka séð tækifærin til að hagnast á ógninni. Nú stöndum við frammi fyrir ákvörðun, á tíma þegar það þykir „gróðavænlegt að láta jörðina fara til helvítis“.

Þess vegna er jörðin flöt

Jón Trausti Reynisson

Þess vegna er jörðin flöt

Jón Trausti Reynisson
·

Samfélagsmiðlarnir sem áttu að tengja okkur saman leiddu til þess að múrar eru reistir. Við þurfum að endurskoða hvernig við neytum upplýsinga, því faraldurinn er hafinn.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Samherjar

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Einu sinni höfðu flestir íbúar í miðbænum útsýni yfir hafið. Þar til Skuggahverfið reis á árunum fyrir hrun, háhýsaþyrping með lúxusíbúðum við sjóinn, sem skyggði á útsýnið fyrir alla nema þá sem gátu greitt fyrir það. Þannig varð Skuggahverfið táknmynd vaxandi ójöfnuðar og stéttskiptingar í íslensku samfélagi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
1

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
2

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Glerborg blankheitanna
3

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
4

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·
Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur
5

Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

·
Áhrifavaldar sögunnar
6

Áhrifavaldar sögunnar

·
Græni draumurinn: „Við höfum enga aðra valkosti“
7

Græni draumurinn: „Við höfum enga aðra valkosti“

·

Mest deilt

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
1

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Glerborg blankheitanna
2

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
3

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Krefjumst þá hins ómögulega
4

Sólveig Anna Jónsdóttir

Krefjumst þá hins ómögulega

·
Upp á fjallsins brún
5

Upp á fjallsins brún

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
6

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·

Mest deilt

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
1

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Glerborg blankheitanna
2

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
3

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Krefjumst þá hins ómögulega
4

Sólveig Anna Jónsdóttir

Krefjumst þá hins ómögulega

·
Upp á fjallsins brún
5

Upp á fjallsins brún

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
6

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·

Mest lesið í vikunni

Til hvers að eiga börn?
1

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
2

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
3

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
4

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
5

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014
6

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·

Mest lesið í vikunni

Til hvers að eiga börn?
1

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
2

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
3

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
4

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
5

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014
6

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·

Nýtt á Stundinni

Sapiens, A Brief History of Humankind eftir Yuval Noah Harari

Sapiens, A Brief History of Humankind eftir Yuval Noah Harari

·
Gerðu það, Lilja!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Gerðu það, Lilja!

·
Krefjumst þá hins ómögulega

Sólveig Anna Jónsdóttir

Krefjumst þá hins ómögulega

·
Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

·
Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar

Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar

·
Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu

Af samfélagi

Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu

·
Glerborg blankheitanna

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

·