Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útgáfutónleikar, samtal listaverka og sultuslök raftónlist

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar, og aðr­ir menn­ing­ar­við­burð­ir 24. ág­úst til 6. sept­em­ber.

Útgáfutónleikar, samtal listaverka og sultuslök raftónlist

Hórmónar útgáfutónleikar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 24. ágúst kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Femíníska pönksveitin Hórmónar fagnar í kvöld útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar, en sveitin vann Músíktilraunir 2016 og hefur síðan þá troðið upp á öllum helstu hátíðum landsins. Búast má við kraftmiklum hljóðfæraleik og opinskáum söngtextum um flókin kynjahlutverk og sambönd, reiði og þrá, pólitíska rétthugsun, fegurð og ljótleika. Og fullt af pönki.

Seeing Believing Having Holding

Hvar? i8
Hvenær? 18. ágúst–27. október
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk fimm bandarískra listamanna eru sýnd á þessari síðsumarssýningu, en þau eiga það öll sameiginleg að vera áþreifanleg samsett verk og myndir sem vekja efasemdir í huga áhorfandans um eðli þeirra. Áferðir og ásýndir verkanna eru í mótsögn, sem er í senn ádeila á stjórnmálaumhverfi Bandaríkjanna.

Árstíðir – útgáfutónleikar

Hvar? Húrra 
Hvenær? 24. ágúst kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Hljómsveitin sem varð heimsfræg 2013 fyrir að flytja „Heyr himna smiður“ a capella á þýskri lestarstöð er að fagna 5. breiðskífu sinni, „NIVALIS“, sem kom út fyrr í sumar. Á tónleikunum verða leikin vel valin lög af nýju plötunni í bland við eldra efni af 10 ára löngum ferli sveitarinnar. 

 

Innrás III: Matthías Rúnar Sigurðsson

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? 18. ágúst–4. nóvember
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Innrás er sería þar sem listamönnum er boðið að setja upp verk sín í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar sem safnið er nefnt eftir. Í þessari þriðju sýningu kallast klassísk handverksnotkun upprennandi myndhöggvarans Matthíasar Rúnars á við verk Ásmundar. Matthías heldur leiðsögn með sýningunni 2. september kl. 14.00.

The Vintage Caravan – útgáfutónleikar

Hvar? Iðnó 
Hvenær? 31. ágúst kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Þrímenningarnir í rokksveitinni The Vintage Caravan spila blúsrokk í anda Deep Purple og Led Zeppelin. Þrátt fyrir að enginn meðlimur TVC hafi verið fæddur þegar áðurnefndu sveitirnar hengdu upp hljóðfæri sín spila strákarnir tónlist sína af mikilli innlifun og skemmta sér konunglega við það. Fjórða plata þeirra, „Gateways“, verður spiluð í heild sinni á tónleikunum.

The Blair Witch Project – föstudagspartísýning! 

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 31. ágúst kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Hrollvekjan frá tíunda áratugnum, „The Blair Witch Project“, vakti mikla athygli fyrir útsmogna auglýsingaherferð og framsækinn upptökustíl sem svipar til heimildarmyndar gerðrar af viðvaningum. Myndin segir af ungu fólki sem hverfur við dularfullar aðstæður í skóglendi en ári síðar finnast myndbandaupptökur sem það gerði um ferðalag sitt. 

Án titils – samtímalist fyrir byrjendur

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 6. september kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Sýningin er hluti af sýningaröð í Hafnarhúsinu fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði þar sem tekið er á móti þeim sem hafa áhuga á að kynna sér samtímalist en eru byrjendur á því sviði. Gestir fá innsýn í heim myndlistarinnar, skoða nokkur verk á sýningum og fá rými til að spjalla og spyrja spurninga um myndlist.

Extreme Chill Festival 2018

Hvar? Harpa, Húrra, Gamla bíó og Fríkirkjan
Hvenær? 6.–9. september
Aðgangseyrir: 8.900 kr.

Á þessari rafmögnuðu en í senn rólegu tónlistarhátíð koma fram 21 sveit á fjórum mismunandi vettvöngum. Á fyrsta kvöldinu, sem haldið er í Kaldalóni, sal Hörpu, koma fram raftónlistarmaðurinn Sillus, hin þýska Katrin Hahner, kontrabassaspilarinn Bára Gísladóttir og draumkennda rafsveitin aYia.

Tilkynningar um áhugaverða viðburði sendist á stundarskra@stundin.is. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
2
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Ofuráhersla á að minnka feitt fólk en samt þyngjumst við
3
Viðtal

Of­uráhersla á að minnka feitt fólk en samt þyngj­umst við

Doktor í nær­ing­ar­fræði, aðjunkt í fag­inu og fé­lags­ráð­gjafi segja of­urá­herslu á þyngd inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins geta leitt til átrask­ana, and­legr­ar van­líð­an­ar og vannær­ing­ar. Kon­urn­ar hafa áhyggj­ur af stökki í notk­un lyfja við offitu sem hafi ekki ver­ið rann­sök­uð til langs tíma. Tug­ir skjól­stæð­inga doktors­ins sem hætt hafa á lyfj­un­um hafa þyngst hratt í kjöl­far­ið og upp­lif­að stjórn­leysi í kring­um mat.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
4
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
5
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Flakkaði milli fjölskyldumeðlima á meðan hún var í menntaskóla
7
Fréttir

Flakk­aði milli fjöl­skyldu­með­lima á með­an hún var í mennta­skóla

Það er þing­kon­unni Lilju Rann­veigu Sig­ur­geirs­dótt­ur hjart­ans mál að koma upp heima­vist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hún var sjálf nem­andi sem flutti í bæ­inn til að stunda nám við Verzl­un­ar­skóla Ís­lands og þekk­ir það því af eig­in raun að geta ekki kom­ið sér al­menni­lega fyr­ir á með­an nám­inu stend­ur. Hún seg­ir það skipta máli að það sé heima­vist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að tryggja jafn­rétti fyr­ir alla á land­inu þeg­ar kem­ur að námi.
Telja mikið eignarhald hagnaðardrifinna leigufélaga skýra skarpar verðhækkanir á Suðurnesjum
9
FréttirLeigumarkaðurinn

Telja mik­ið eign­ar­hald hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga skýra skarp­ar verð­hækk­an­ir á Suð­ur­nesj­um

Leigu­verð held­ur áfram að hækka víð­ast hvar á land­inu sam­kvæmt nýj­asta mán­að­ar­riti Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unn­ar. At­hygli vek­ur að verð fyr­ir leigu­íbúð­ir á Suð­ur­nesj­um hef­ur hækk­að óvenju hratt á síð­ustu sex mán­uð­um. Telja skýrslu­höf­und­ar að það megi rekja til óvenju hás hlut­falls leigu­íbúða í eigu ein­stak­linga og hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
3
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
9
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
10
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár