Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
Fréttir ·
4
Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa
Fréttir ·
5
Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt
Fréttir ·
6
Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“
Fréttir ·
7
Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi
Vettvangur ·
Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum í fyrra
Rekstur Miðflokksins var neikvæður um 16 milljónir króna árið 2017 samkvæmt ársreikningi. Flokkurinn skuldaði rúmar 17 milljónir í árslok og eigið fé var neikvætt um 16 milljónir króna. Flokkurinn fékk 3 milljónir úr ríkissjóði í fyrra en fær 71,5 í ár eftir hækkun á framlögum til stjórnmálaflokka.
Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum króna á árinu 2017, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Skuldir flokksins voru um 17 milljónir króna í árslok 2017 og eigið fé neikvætt um 16 milljónir.
Miðflokkurinn var formlega stofnaður í fyrra og hlaut framboðið tæp 11 prósent atkvæða í Alþingiskosningunum 2017. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fór fyrir stofnun flokksins eftir að hann gekk úr Framsóknarflokknum í kjölfar uppljóstrana sem fram komu í Panamskjölunum.
Rekstur flokksins kostaði alls 27,5 milljónir á árinu, en tekjur hans námu 11,8 milljónum króna í formi framlaga lögaðila og einstaklinga, auk ríkisframlaga.
Miðflokkurinn fær 71,5 milljón frá ríkissjóði í ár
Lögaðilar styrktu flokkinn um tæpar 7 milljónir króna á árinu. Fyrirtækin Brim, Tandraberg, Óshöfði, Kvika banki, Thorfish, Síminn, HB Grandi og Hafblik styrktu öll flokkinn um 400 þúsund krónur hvert. Fyrirtæki í sjávarútvegi voru áberandi í hópi styrktaraðila, en einstaklingar styrktu einnig flokkinn um tæpar 2 milljónir króna samtals með framlögum upp á 200 þúsund krónur eða minna á mann.
Loks fékk flokkurinn 3 milljónir króna frá ríkissjóði í kosningaframlag. Ljóst er að flokkurinn mun fá enn hærra framlag frá ríkinu í ár, þar sem fjárframlög til flokkanna á Alþingi voru hækkuð um 127% um áramótin. Mun Miðflokkurinn fá 71,5 milljón króna í slík framlög á árinu 2018.
Athugasemdir