Mest lesið

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
2

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
3

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu
4

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
5

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Þegar Grímur stal hátíðinni
6

Birgitta Jónsdóttir

Þegar Grímur stal hátíðinni

·
Skrifað fyrir skúffuna?
7

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·
10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða
8

10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða

·

Móðir og forsjárforeldri

Opið bréf til Sigríðar Á. Andersen

Móðir í umgengnisdeilu, sem Stundin hefur fjallað um, sendir Sigríði Á. Andersen opið bréf: „Ef niðurstaða fagaðila, áhyggjur forsjárforeldris, afgerandi niðurstaða Barnahúss og sjónarmið barnanna hafa ekkert vægi í mati sýslumanns og dómsmálaráðuneytis á ofbeldi gegn barni, hvaða gögn hafa það þá? Hvaða skilaboð vill dómsmálaráðuneytið senda börnum?“

Móðir og forsjárforeldri

Móðir í umgengnisdeilu, sem Stundin hefur fjallað um, sendir Sigríði Á. Andersen opið bréf: „Ef niðurstaða fagaðila, áhyggjur forsjárforeldris, afgerandi niðurstaða Barnahúss og sjónarmið barnanna hafa ekkert vægi í mati sýslumanns og dómsmálaráðuneytis á ofbeldi gegn barni, hvaða gögn hafa það þá? Hvaða skilaboð vill dómsmálaráðuneytið senda börnum?“

Mánudaginn 9. júlí síðastliðinn kvað dómsmálaráðuneytið upp úrskurð vegna kæru á niðurstöðu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um umgengni tveggja barna við föður. Þetta er í annað sinn sem dómsmálaráðuneytið ógildir úrskurð sýslumanns um mál þessara sömu barna. 

Þann 20. júlí síðastliðinn var birt umfjöllun um málið á vef Stundarinnar. Þar kemur fram um niðurstöðu Barnahúss að faðir hafi brotið kynferðislega á börnunum en nú vill dómsmálaráðuneyti að sýslumaður kanni hvort afstaða barnanna til umgengni við föður litist af „neikvæðu viðhorfi móður“.

Ég er þessi móðir. 

Börnin fóru í viðtal hjá sýslumannsembættinu í byrjun maí 2018 í þeim tilgangi að kanna vilja þeirra til umgengni við föður. Niðurstaðan úr viðtalinu var eindregin höfnun barnanna á umgengni við föður eins og hefur komið fram í öllum gögnum málsins frá árinu 2011. 

Vegna forsjárskyldu og af virðingu við börnin mín þá rita ég þetta bréf nafnlaust.  

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ítrekað gerst vanhæfur í málum barnanna. Þó að dómsmálaráðuneytið hafi ógilt úrskurð sýslumanns um umgengni á grunni fyrri málsmeðferðar hjá embættinu þá staðfestir ráðuneytið efnismeðferðina þegar málinu er vísað aftur til frekari könnunar á meintu neikvæðu viðhorfi móður. Þetta er í annað sinn sem dómsmálaráðuneytið vísar málum barna minna aftur til sýslumanns til að opna enn eitt umgengnismálið.  Þá vil ég nefna að ég hef ekki tölu á þeim dagsektarmálum sem sýslumaður hefur opnað á minni kenntölu né þeim sáttameðferðum sem ég hef setið ein og faðir mætir aldrei. Ekki einusinni.

Sýslumaður þráboðar móður í sáttameðferðir með manni sem hefur brotið kynferðislega á börnum þeirra.  Líkt og til að reyna framkalla nýja útkomu með því að endurtaka málsmeðferðina. Ef móðir kýs að mæta ekki í síboð sýslumanns er það túlkað sem lélegur sáttavilji hennar og það notað gegn henni og börnunum í málavinnslu. Þrátt fyrir að móðir mæti í hvert viðtalið á fætur öðru, í hverju málinu á eftir öðru sem faðir skutlar á borð embættisins. 

Þrátt fyrir ítrekaðar frásagnir barnanna af kynferðisofbeldi föður, fellir sýslumaður gildisdóm og úrskurðar um að móðir eigi að „gæta þess að börnin finni einungis fyrir jákvæðu viðhorfi til föður og fái hvatningu frá henni til að umgangast föður“.  Þennan gildisdóm og siðgæðismat sýslumanns á viðhorfi móður staðfestir dómsmálaráðuneytið síðan á skjön við allt faglegt mat og vísar málum barnanna aftur og enn í hringekju málavinnslu sýslumanns.  

Þetta meinta „neikvæða viðhorf móður“ sem sýslumaður á að rannsaka með stækkunargleri gefur í skyn innrætingu móður eða heilaþvott á börnunum.  Sendir börnunum þau skilaboð að þeim sé ekki trúað.  Þeirra sjónarmið og þeirra líf hafi ekki vægi til móts við kröfur yfirvalda. Sendir börnunum þau skilaboð að kerfið, þetta ókunnuga fullorðna fólk, muni ekki koma þeim til hjálpar, muni ekki vernda þau, vilji þvinga þau aftur inn í ofbeldið sama hvað þau segja.  Kynferðisofbeldið er hundsað og þaggað. Móðirin er skömmuð. 

Niðurstaða lokaskýrslu úr Barnahúsi frá janúar 2018 var afdráttarlaus og staðfesti kynferðisbrot föður gegn börnum. Einnig kom þar fram veruleg vanlíðan barna í umgengni við föður sem og áhyggjur þeirra af því að brotið yrði á þeim ef þau þyrftu að vera í umsjá föður.  Þeirra afstaða var sú að þau hafi verið dugleg að segja satt og rétt frá í Barnahúsi þar sem þeim var trúað og hvort það sé “ekki bara nóg”. Börnin voru í níu meðferðarviðtölum í Barnahúsi hjá sálfræðingi, sérfræðingi í málefnum barna. 

Í byrjun maí 2018 voru börnin boðuð í viðtal við félagsráðgjafa á vegum sýslumannsembættisins vegna dagsektarmáls sem stóð opið á meðan úrskurður um umgengni var til kærumeðferðar hjá dómsmálaráðuneyti. Börnin neituðu að fara í viðtalið. Vegna áfallasögu og viðkvæmrar stöðu barnanna gagnvart föður var farið fram á að óháður sérfræðingur í málefnum barna myndi ræða við börnin.  Þessu var alfarið hafnað af fyrrverandi fagstjóra fjölskyldusviðs sýslumanns. Þegar óskað var eftir að lokaskýrsla úr Barnahúsi frá byrjun árs 2018 væri tekin til greina sem gilt sjónarmið barnanna fékkst það svar að brýnt væri að sýslumaður ræddi við börnin: „Er þarna um að ræða mikilvægan rétt barnanna til að tjá sig um málið. Að mati sýslumanns er mikilvægt að sá réttur verði ekki hafður af börnunum.“

Félagsráðgjafi á vegum sýslumannsembættisins „sérfræðingur í málefnum barna“ tók viðtal við börnin. Þau voru undirbúin fyrir það í samræmi við þær upplýsingar og leiðbeiningar sem fengust frá embættinu í þar tilgerðum bæklingi. Þegar til sýslumanns var komið var börnunum meinað af félagsráðgjafa um að vera saman í viðtalinu eins og þau óskuðu eftir. Þau spurðu þá hvort móðir mætti vera viðstödd en því var líka hafnað. 

Í kynningu félagsráðgjafans fyrir viðtalið voru móðir og börn fullvissuð um að eingöngu ætti að kanna viðhorf barna til umgengni við föður. Tilgangur þessa viðtals væri allt annar en tilgangur með viðtali í Barnahúsi og lögð var rík áhersla á að „sýslumaður hefur vissulega þörf fyrir það að tala við börnin”. Félagsráðgjafi tók það þó skýrt fram við börnin að hún sjálf væri ekki sýslumaður.

Viðtalið hjá félagsráðgjafanum í embættinu stóð í hátt á annan klukkutíma og þar spurði ráðgjafi ítarlega og náið út í kynferðisbrot föður. Spurði meðal annars endurtekið hvar, hvernig og hver hefði verið á staðnum þegar brotin áttu sér stað og af hverju börnin muni þetta en ekki hitt. Sem sagt allt sem hafði verið kyrfilega kannað í Barnahúsi. Börnin komu niðurbrotin og algerlega miður sín út úr þessu viðtali. „Það var alltaf eins og hún væri að reyna að fá annað svar“, „hún spurði að því sama aftur og aftur“, „það var eins og hún tryði okkur ekki“, hún spurði „af hverju manstu þetta en ekki hitt?“.

Það er sem sagt rík þörf sýslumanns til að ræða ítrekað og endurtekið við börnin andstætt þeirra vilja en ekki réttur barnanna sem ræður málavinnslu sýslumanns og dómsmálaráðuneytis.

Niðurstaða starfsmanns sýslumanns eftir viðtalið var: „Af öllu ofansögðu má draga þá ályktun að X og XX séu börn í viðkvæmri stöðu. Krafa um foreldrasamstarf telst hér vera óraunhæf og vísbendingar um að regluleg umgengni sé andstæð hagsmunum þeirra. Af viðtölunum við börnin, virtum málavöxtum og með hagsmuni barnanna í huga verður ekki séð að þvinga skuli fram umgengni þeirra við föður með beitingu dagsekta. Jafnframt er það mat undirritaðrar að málsástæður og hagsmunir barnanna mæli með því að þeim verði gert kleift að hitta föður, á eigin forsendum, til að mynda tvisvar á ári í nokkrar klukkustundir í senn.“ 

Afstaða barnanna til umgengni liggur ljós fyrir.  Það er með öllu óskiljanlegt hvernig dómsmálaráðuneytið kemst að þeirri niðurstöðu að nú þurfi að „komast að því hver raunverulegur vilji barnanna sé og hvort það kunni að vera að hann sé litaður af neikvæðum viðhorfum móður í garð föður“. Börnin hafa eindregið neitað að fara í frekari samtöl.

Við meðferð mála hjá sýslumanni voru lögð fram gögn frá barnageðlækni og sálfræðingi, bréf skólahjúkrunarfræðings, yfirlýsing kennara, tilkynningar leikskóla, barnasálfræðings og barnageðlæknis til barnaverndarnefndar, kæra til lögreglu og ítarlegar frásagnir barnanna sjálfra af atvikum hjá föður sem samrýmdust kynferðislegri misnotkun að mati meðferðaraðila. 

Sálfræðingur í Barnahúsi sagði „brot og framkomu föður hafa haft mikil áhrif á líðan barnanna sem hefðu áhyggjur af því að þau gætu endurtekið sig“. 

Barnageðlæknir telur að þvinga börnin til umgengni við föðurinn „læknisfræðilega ekki forsvaranlegt“ og óttaðist að slíkt gæti haft „varanleg áhrif á þroska geðheilsu þeirra til framtíðar“. 

Í ljósi mannréttindabrota sýslumannsembættisins gegn börnunum mínum og mér þá hafna ég niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins fyrir hönd barna minna og vísa til lögbundinnar forsjárskyldu minnar. Ef niðurstaða fagaðila, áhyggjur forsjárforeldris, afgerandi niðurstaða Barnahúss og sjónarmið barnanna hafa ekkert vægi í mati sýslumanns og dómsmálaráðuneytis á ofbeldi á barni, hvaða gögn gera það þá?  Hvaða skilaboð vill dómsmálaráðuneytið eiginlega senda börnum? Ekki segja frá ofbeldi?  Þér verður ekki trúað? Kerfið mun ekki hjálpa þér? Kerfið mun alltaf með öllum ráðum reyna að þvinga þig inn í ofbeldi? Það er ekki neikvætt viðhorf móður í garð föður sem þarfnast nánari skoðunar það er neikvætt viðhorf réttarfarslegrar ákvörðunar til þolenda ofbeldis sem þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Ég krefst þess að sýslumaður og dómsmálaráðuneyti horfist í augu við raunverulegar aðstæður barna sem þolað hafa kynferðisofbeldi og öðlist skilning á því hryllingsleikhúsi sem þolendur ofbeldis festast í þegar réttarfarsleg ákvörðun bregst þeim, aftur og aftur.  

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
2

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
3

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu
4

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
5

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Þegar Grímur stal hátíðinni
6

Birgitta Jónsdóttir

Þegar Grímur stal hátíðinni

·

Mest deilt

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
2

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
3

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“
4

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
5

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Skrifað fyrir skúffuna?
6

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·

Mest deilt

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
2

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
3

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“
4

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
5

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Skrifað fyrir skúffuna?
6

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·

Mest lesið í vikunni

Dýrasti þingmaðurinn
1

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
4

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
5

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu
6

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

·

Mest lesið í vikunni

Dýrasti þingmaðurinn
1

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
4

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
5

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu
6

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

·

Nýtt á Stundinni

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna

Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna

·
Með húmorinn að vopni

Með húmorinn að vopni

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Skrifað fyrir skúffuna?

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·
Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

·
Svalasta mynd 10. áratugarins og sundlaugarbíó

Svalasta mynd 10. áratugarins og sundlaugarbíó

·
„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·